Morgunblaðið - 02.02.1958, Síða 14
„Körfuknatfleiksfélag Reykjavíkur"
í sfað „Gosi"
Aðalfundur samþykkti einráma nafn-
bteyfinguna — E. Mikson ráðinn þjalfari
AÐALFUNDUR körfuknattleiks-
íélagsins Gosa var haldinn 22.
desember sl. í skýrslu fráfarandi
stjórnar var drepið á hinn geysi
aukna áhuga á þessari íþrótt, sem
gerir félögunum í Reykjavík
mjög erfitt fyrir, vegna þess hve
íþróttahús bæjarins eru þéttset-
in og ómögulegt að auka æfinga-
tíma frá því, sem verið hefur. Sl.
sumar hafði félagið forgöngu um
það að láta smíða og reisa körfur
á íþróttavellinum og munu full
not verða af þessu verki í sumar,
en tekið var að líða á s. 1.
sumar, er þær voru tilbúnar til
notkunar. Er þetta mikil bót og
stórum bættur áðbúnaður til æf-
inga allt árið. Munu önnur fé-
lög fá afnot af körfum félagsins
eftir óskum og eins og hægt verð-
ur að koma við. Æfingatimar
hjá félaginu sl. starfsár hafa
verið mjög vel sóttir og æft í
öllum aldursflokkum.
Félagið hafði forgöngu í því
að hingað til lands fékkst hinn
góðkunni þjálfari John Norland-
er, sem dvaldist hér um mánað-
artima sl. haust og veitti tilsögn
félögum í Reykjavík og úti á
landi. Hinn góðkunni körfuknatt-
leiksmaður og þjálfari E. Mikson
hefur fengizt til að þjálfa meist-
tmr - — —■ — y.-yryy™ - \ —:—— —. .
E. Mikson, sem nú ber nafnið
Eðvarð Hinriksson.
araflokk, og eru miklar vonir
bundnar við hann.
Þá hafði félagið forgöngu og
undirbúning að stofnun körfu-
knattleiksráðs fyrir Reykjavík og
var Guðmundur Georgsson kos-
inn fyrsti formaður þessa nýstofn
'aða ráðs, en sem kunnugt er
hefur Guðmundur verið formað-
ur félagsins í 5 ár af 6 ára starfs-
tímabili.
Félagið gekkst fyrir happdrætti
á starfsárinu, sem varð til þess
að veita nokkurn styrk til félags
starfsseminnar.
í tilefni af 5 ára afmæli fé-
lagsins var efnt til keppniskvölds
á árinu og var keppt í meistara-
flokki og II aldursflokki. Farn-
ar voru keppnisferðir til Mennta-
skólans á Laugarvatni. í íslands-
meistaramótinu skipaði félagið
annað sæti í öllum aldursflokk-
um, en tapaði íslandsmeistara-
titlinum í leik gegn LR. með einu
stigi.
í opinberum mótum hjá meist-
araflokki varð heildamiðurstað-
an sú að af 11 leikum leiknum,
þá unnust 5, 1 varð jafntefli og
5 tapaðir.
í sambandi við dvöl banda-
ríska þjálfarans Norlanders var
efnt til keppniskvölds í kveðju-
skyni við hann, þar sem tvö
íslenzk úrvalslið léku gegn tveim
bandarískum úrvalsliðum. Úr
Gosa voru 6 menn valdir í þessi
félap járniðnaðar-
manna í Reykjavik
Hérmeð er auglýst eftir framboðslistum til vænt-
anlegs kjörs stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags
járniðnaðarmanna fyrir árið 1958.
Listar þurfa að hafa borizt skrifstofu félagsins
að Skólavörðustíg 3A fyrir kl. 18 þriðjud. 4. þ.m.
Meðmælendur skulu vera að minnsta kosti 45 full-
gildir félagsmenn.
Félagsfundur, þar sem rætt verður um stjórnar.
kjör, verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu miðvikud. 5. febrúar og hefst hann kl. 2D.30.
Stjórnin.
Samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar verður
hver sá, er vill njóta atvinnuleysisbóta, að sanna atvinnu-
leysi sitt með vottorði vinnumiðlunar. Verkamönnum, sem
eru eða verða atvinnulausir, skal því bent á að láta tafar-
laust skrá sig atvinnulausa. Eftir fyrstu skráningu ber
mönnum að mæta einu sinni í viku til að láta stimpla í inn-
ritunarskírteini. Vanræki menn að láta skrá sig reiknast
þeir atvinnuleysisdagar ekki með í biðtíma og bótagreiðslur
koma ekki fyrir þá daga.
Skráning fer fram alla virka daga í Ráðningarstofu
Reykjavíkurbæjar. Skrifstofa Kópavogskaupstaðar annast
skráningu verkamanna, sem þar eru búsettir og skrifstoía
Seltjarnarneshrepps skráir þá, sem búsettir eru þar.
Verkamannafélagið Dagsbrún.
Ljósatæki — Ljósatæki
Tókum upp um helgina:
ÞÝZKAR
Ljósakrónur, gangaljós, vegglampa,
standlampa 3 arma, 4 tegundir.
Bast-borðlampa.
Fjölbreytt úrval — fallegúr litir.
lið, en tveir af þeim léku ekki
með vegna veikinda.
Þá skýrði stjórnin frá því að
unnið væri að því að senda meist
araílokk til utanferðar næsta
haust og kæmi helzt til greina
Frakkland, Þýzkaland eða Aust-
urriki.
Á aðalfundinum bar fráfarandi
stjórn fram tillögu um það að
nafni félagsins yrði breytt og
voru fcfrsendur tillögunnar ein-
róma samþykktar og félaginu gef
ið heitið Körfuknattleiksfélag
Reykjavíkur. Taldi fundurinn
þetta nafn vel til fallið, þar sem
þetta væri eina félagið í Reykja-
vík, sem hefði einungis þessa
íþróttagrein á stefnuskrá sinni.
Skammstöfun á nafni félagsins er
K.F.R.
Fráfarandi stjórn var öll end-
urkosin en einn vék úr henni
vegna náms erlendis, en það er
Ólafur Thorlacius. í stjórn eru
nú: Ingi Þorsteinsson, form.,
Guðmundur Árnason, varaform.,
Geir Kristjánsson, gjaldkeri, Guð
mundur Georgsson, ritari og Hörð
ur Sigurðsson, meðstjórnandi.
SkjalduglíBta Ármanns í dag
SKJALDARGLÍMA Ármanns
1958 fer fram í íþróttahúsi Í.B.R.
við Hálogaland í dag, sunnud. 2.
febr., kl, 4,30 e.h.
Keppendur eru 12 frá 5 félög-
um. U.M.F. Reykjavikur sendir
6 keppendur, þá Ármann J.
Lárusson, Hannes Þorkelsson,
Hilmar Bjarnason, Kristján H.
Lárusson, Svavar Einarsson,
Svein og Þórð. Kristjánsson.
Glímufélagið Ármann sendir 3
keppendur, • Sigmund Ámunda-
son, Kristján Andrésson og Sigur
jón Klristjánsson. Frá U.M.F.
Eyfellingi er einn keppandi, Ól-
afur Eyjólfsson og frá U.M.F.
Dagsbrún, Landeyjum keppir
Ólafur Guðlaugsson, frá íþrótta-
fél. Miklaholtshrepps Karl Ás-
grímsson.
Glímustjóri er Guðmundur
Ágústsson f.v. glímukóngur. Yfir
dómari er Ingimundur Guð-
mundsson og meðdómendur Gunn
laugur J. Briem og Hjörtur Elías-
son.
Glímufélagið Ármann sér um
mótið.
Núverandi skjadhafi er Trausti
Ólafsson úr Glímufél. Ármann.
Hann getur ekki tekið þátt í
glímunni að þessu sinni, þar sem
hann er við nám erlendis.
Gera má ráð fyrir mörgum
spennandi glímum, ef að vanda
lætur, og mun margan langa til
þess að sjá utanbæjarmennina í
keppni við hina gamalreyndu
keppendur. Glíman hefst kl. 4,30
e.h. og eru ferðir að Hálogalandi
með Strætisvögnum Reykjavíkur.
B£S árJoffa SteSáas-
mót í sviffi ier
iram í daff
HIÐ svonefnda Stefansmót skíðamanna fer fram við skíðaskál-
ann í Hveradölum í dag. Mótið er haldið til minningar um Stefán
Gíslason, brautryðjanda skíðaíþrótta hjá KR. Keppendur á mót-
inu eru 50 talsins og keppt er eingöngu i svigi, en í öllum flokk-
um. Keppt er um fagra bikara.
Árdegis fer fram keppni í
kvennaflokki, drengjaflokki og
B-flokki, en kl. 2,30 e. h. hefst
aðalkeppnin í A-flokki karla.
Meðal keppenda er allt bezta
skíðafólk Reykjavíkur.
Keppt er um fagra verðlauna-
gripi en handhafar þeirra frá í
fyrra eru í Aflokki karla Stefán
Kristjánsson, Á, í kvennaflokki,
Heiða Árnadóttir, Á, í B-flokki
Elías Hergeirsson, Á, og í drengja
flokki Þorbergur Eysteinsson,
í. R.
Er ekki að efa að margir verða
við Skíðaskálann í dag ef veð-
ur verður gott. Þar er nægur
snjór og gott færi.
Simanúmer
okkar er
2-24-80
Jttorgimfcfa&tft
Stefán Kristjánsson, handhafi
bikarins í A-fl. karla.
Pappírshnífur til sölu
Uppl, i sima 15815