Morgunblaðið - 02.02.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1958, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. febrúar 1958 Simi 15300 Ægisgötu 4 NYKOMIÐ Málningarsptrautur Rörtangir Blikkklippur Stjörnulyklar Klaufhamrar Trésmíðaþvíngur Nýttúrval ai spennandí lastmréfni f<« st.ín vnf:m,\v«í \?mm UKllAm.VM)! Útboð á hitaiogn Tilboð óskast í hita- og loftræstingarlögn I húsið Skaftahlíð 24. — Nánari upplýsingar gefur Agnar Gústafsson, Austurstræti 14, sími 22870, eftir kl. 3 daglega. VEGGUR H.F. — Bezt að auglýsa / Morgunbladinu — KNATTSPYRNUFELAGIÐ FRAM — ÁFRAM FRAM — ÍÞRÓTTIR FYRIR ÆSKUNA — KNATTSPYRNUFELAGIÐ FRAM __ ÁFRAM FRAMMARAR __ Bð bt S ö $ U2 (á < 8 < s < tó b* tn Ðí » o d H S < Cá fct Fyrsta SILUTAVELTA arsms hefst kl. 2 í dag í Listamannaskálanum. Á Hlutaveltunni verða þúsundir eigulegra muna. — 3000,00 krónur í peningum. Matarforði tii vetrarins: 50 kg. Hveiti 50 kg. Kartöflur 50 kg. Strásykur 50 kg. Haframjöl 1 skr. Dilkakjöt Verðmæti: 800.00 til 900.00 kr. Alit í einum drætti. HÚSGÖGN: GÓLFTEPPI INNSKOTSBORÐ Ftaigferðir í allar áttir Fjöldi listaverka Rafmagnsáhöld alls konar Silfurvörur Búsáhöld og m. m. fleira góðra muna Málverk eftir Ásgrím Jónsson Skrautútgáfa af vcrkum Jónasar Hallgrímssonar Mikið úrval MATVÆLA FATNAÐUR SKÓFATNAÐUR REYKVÍKINGAR! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Þetta verð ur glæsilegasta og happasælasta hlutavelta ársins. Aðgangur ókeypis. — Hlutaveltan hefst kl. 2. — ENGINN NÚLL! 58 o «3 50 (0 f8 > 58 w p ð s 58 g g KNATTSPYRNUFELAGIÐ FRAM - KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FRAM — ÁFRAM FRAM — ÍÞRÓTTIR FYRIR ÆSKUNA — KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ FRAM — ÁFRAM FRAMMARAR — t LESBOK BARNAN.TA * LESBÓK BARNANNA S hjartað stöðvaðist í brjósti hans. Langt út á snjóbreið- unni sá hann ógreinilega eins og dökkva, stökkv- andi skugga, sem stefndu í áttina til hans. „Úlfar“, hrópaði hann ofsahræddur. — „Mush, Nunshúk, mush“, kallaði hann til hlundsins, sem þegar þreif sprettinn. Nanúk reyndi að missa ekki kjarkinn, en hann vissi að jafnvel hinir dug legustu veiðimenn óttuð- ust úlfana. Sérhvert dýr, jafnvel hvítabjörninn sjálfur, óttast þessa gráu, blóðþyrstu varga. Nanúk hafði enga byssu, og hann vissi, hvað myndi ske, ef úlfarnir næðu þeiin. —- „Hraðará, hraðara, mush, mush“, kallaði hann til hundsins. Nuns- húk hafði nú fengið veð- ur af úlfunum, og hárin risu á hryggnum á hon- um. Hann streittist áfram fyrir sleðanum, sem rann alltaf verr og verr. Úlf- arnir voru greinilega að nálgast þá. Þegar Nanúk fór að aðgseta sleðann, sá hann að stórir snjóklump- ar höfðu festst við meið- ana. Það varð ekki hjá því komizt að nema stað- ar. Nanúk kveikti á prím- usnurn, bræddi dálítinn snjó og hellti heitu vatn- inu yfir meiðana. Snjór- inn, sem var fastur á þeim, breyttist í hálan, gljáandi ís. Sleðinn rann nú aftur léttilega yfir snjóinn og Nunshúk gat aukið ferðina. Meðan þeir námu stað- ar höfðu úlfarnir óðfluga nálgast þó. Nanúk sá þá fremstu nú greinilega, þar sem þeir hlupu þögulir með tunguna lafandi út úr skoltunum, og lítil, rauð, stingandi augun fylgdu hverri hreyfingu sleðans, þar til þeir höfðu unnið kapphlaupið, og fjórir þeir fyrstu hlupu meðfram sleðanum. Nanúk kastaði spjótinu til þeirra, en hann var bæði hræddur og óstyrk- ur, svo að hann hitti ekki. Öll sund virtust nú lok- uð og Nanúk fór að gráta. Tárin runnu niður kinn- ar hans, þar sem þau breyttust í litlar ísperlur. Hann reyndi að sigrast á hræðslunni. Ekki mátti hann gráta, sem bar nafn hins stóra, sterka bjarnar. Framundan sá Nanúk nú hilla undir póststöð- ina. Hann reyndi að hlaupa hraðara og fá Nun shúk til að herða ferðina. Ef þeir aðeins kæmust til stöðvarinnar væru þeir úr allri hættu. En nú var allur úlfahópurinn kom- inn og hafði umkringt sleðann. Nunshuk nam staðar og hörfaði til Nan- úks, eins og hann leitaði skjóls hjá honum. Úlfarn- ir lögðust niður og fóru að skríða i áttina til drengsins og hundsins. í örvæntingu svipaðist Nanúk eftir einhverju til að verja sig með. Þá datt honum nokkuð í hug. Hann kveikti á prímusn- um, tók af sér langa trefil- inn, sem hann hafði marg vafið um hálsinn og kveikti í honum. Svo sveiflaði hann logandi treflinum eins og flökt- andi blysi, æpti eins hátt og hann gat og stökk móti úlfunum. Þeir hopuðu hægt undan honum með reiðilegu ýlfri. Þegar hann hafði rekið þá alla spölkorn til baka, hljóp hann að sleðanum og gat nú aftur haldið ferðinni áfram. Hann hélt treflin- um hátt á lofti eins og logandi fána. Eldurinn og neistaflugið hræddi úlf- ana, svo að þeir héldu sig dáiítið fyrir aftan sleð- ann. Þeir komust að póst- stöðinni, um leið og trefill inn var að brenna upp. Úlfarnir færðu sig nú nær en Nanúk var ekki leng- ur hræddur. Maðurinn í stöðinni mundi bjarga honum. Hann hljóp að dyrun- um, barði og kallaði á hjálp. Úlfarnir slógu aft- ur hring um hann, en eng inn kom til dyra. Nanúk skildi nú, að póststöðin var mannlaus, og að nú var öll von úti. En einmitt í þessum svifum kvað við hár skot- hvellur. Úlfarnir tóku strax til fótanna og þutu út í rökkrið, þar sem þeir hurfu eins og skuggar, sem leysast sundur. Nanúk sá, hvar maður á hundasleða kom brun- andi til peirra. „Ég sá einkennilegt blys langt í burtu“, sagði hann. „Þá vissi ég, að eitt hvað óvenjulegt var að gerast og flýtti mér hing- að aftur“. Nanúk brosti og klapp- Þegar þú hefur lokið við að lita þessa mynd, muntu sjá betur, aí hverju hún er. Taktu fram litina þína og litaðu alla reitina eftir því, hvernig þeir eru merktir, þannig: B = blátt; O = appelsínugult; R = rautt; Y = gult; V = fjólu- blátt; G = grátt. Ef þú átt ekki gráan lit, getur þú litaö mjög dauft með þeim svarta. aði Nunshúk, sem ennþá titraði eftir hræðsluna. Hann sagði nú mann- inum upp alla söguna, og bað hann að koma með sér til að hjálpa föður .;in- um. Maðurinn kinkaði kolli og lét Nanúk setjast á sleðann sinn. „Þú berð sannarlega nafn með réttu“, sagði hann. „Þú ert hraustur veiðimáður og hugrakk- ur eins og stóri, sterki björninn. Nanúk brosti um leið og hann sökk þreyttur og hamingjusamur niður í mjúka loðfeldina á sleð- anum. IS3 Mamman: Jæja, Siggi minn, hvað gerir þú svo, þegar þú situr í strætis- vagninum og kona kem- ur inn? Siggi: Það sama og pabbi. Loka augunum og læzt sofa Kæra Lesbók. Mikið er langt síðan ég skrifaði þér síðast. Kisi minn, hann Klói, sem ég sagði þér þá frá, er nú dóinn, hann varð undir bíl. Áður en hann dó fórum við með hann í sveitina, í sumarbústað upp í Grímsnesi. Einu sinni sat kisi á tröppunum og var að sleikja sólskinið. Þá kom ein beljan hnusandi og viidi fara að þefa af kisa. Kisi varð voðalega hrædd ur, því að hann þekkti ekki kýr. Hann varð svo hræddur, að hann þoxði hvorki að hvæsa né urra. Hann mjálmaði aumkv- unarlega. Þá kom ég og hjálpaði honum og rak kúna burt. Með beztu kveðju. Björn Sigurbjörnsson, Reykjavík. SKRÍTLU S AMKEPPNIN 48. — Hafið þér týnt einhverju? — Já, hafið þér fundið það? — Nei, en ég var að hugsa um að fara að leita, og datt í hug að spyrja, hvort þér vilduð ekki greiða eitthvað af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.