Morgunblaðið - 02.02.1958, Side 20

Morgunblaðið - 02.02.1958, Side 20
20 MORGTJTSBLAÐIÐ Sunnudagur 2Vfebrúar 195H Eftir 0/1/1 { D ./ /. EDGAR MI'i'TEL HOLZER fVleðcLl reikcindi 27 / Þýðii.g: Sverrir Haraldsson £ k U Cf C] Cl Buckmaster hafi erft frá henni eitthviað af saurlífinu, þó að pahbi segi, að það séu einungis hin stað arlegu áhrif, sem geri Dorotheu svona heita og æsta. Veiztu það“, hvíslaði hún og horfði alltaf á Luise, — „að pabbi er ástfanginn af Súsönnu Buckmaster? Hann dreymir hana og við erum öll hrædd um það, að hann muni ganga í svefni einhverja nóttina og fara í litla bátnum heim til Buckmasters og reyna að komast upp í rúmið til Súsönnu — auð- vitað í svefni, svo að hann er raun verulega saklaus sjálfur. Það er einungis hans sterku skapgerð að þakka, að ekkert slíkt hefur kom- ið fyrir til þessa. En í Berkelhoost er holdið máttugt og djöfullinn leynist í skugga hverrar greinar. Tekurðu eftir því sem ég er að segja?“ »Já“. „Fyrir mörgum árum — áður en ég fæddist — dreymdi pabba laglega Indíána-stúlku, sem átti heima £ þorpinu og níu mánuðum síðár fæddist svo Osbert. Það munaði minnstu að mamma yfir- gæfi pabba, svo mjög gramdist henni þetta athæfi hans, en honum tókst að sannfæra hana um það, að hann væri algerlega saklaus. Það voru hin staðarlegu 'dirif, sem höfðu komið honum að óvör- um. Jæja, nú er þér vist óhætt að líta í kringum þig. Luise er loks- ins horfin. Þú hefur líklega ekki veitt því abhygli, að bú stendur á steinplötu? Það er leiði Mynheer Huijsdael. Ef þú sópar burtu þurra laufinu, geturðu séð nafnið hans og hauskúpuna og krosslögðu lærleggina og dagsetningur.a. — Hann dó árið 1735 og hr. Buek- master telur, að hann kunni að hafa verið eigandi Berkelhoost, áður en Schoonlust-f jölskyldan kom fram á sjónarsviðið. Mynheer Ruijsdael gengur ijósum logum um allt nágrennið. Hann er mjög hrifinn af húsinu okkar". „Var það hann, sem batt svo skjótan endi á ráðstofnuna ykkar í gærkveldi?“ Hún starði á hann: — „Sagði pabbi þér frá því?“ „Nei“. „En hvernig veiztu það þá?“ WE PALMOLIVE handsápan er nú aftur fáanleg í næstu verzlun. ENNFREMUR: PALMOLIVE rakkrem PALMOLIVE raksápa PALMOLIVE shampoo O. JOHNSON & KAABER HF. „Framburðurinn á orðinu er skizzofrennic. Þú barst hvorki „sch“ n’ „z“ fram, eins og í þýzk- unni“. „Svo það er þannig lagað, eh?“ „Já, mig dreymdi nefnilega að ég stæði á hleri fyrir framan dyrn ar á svefnherbergi foreldra þinna. Mjög athyglisverður draumur". „Ég skil. Hljóðið, sem við heyrð um úti á ganginum, var sem sagt......“ „Þið heyrðuð víst tiil mín, þegar ég var að fara aftur inn í herberg ið rnitt", sagði hann og kinkaði kolli. — „Ég gerði þetta allt í svefni, svo að við mig er ekki að sakast, að neinu leyti. Eigum við nú að fara til baka?“ Hún fann til beiskju gagnvart honum. AUt í einu virtist hann lekki vera vinur lengur. Hann ihafði gengið fram úr skugganum sínum og opinberað sitt raunveru- lega sjálf eitt andartak og það var andstyggilegt sjálf. „Ég veit ekki hvort ég á að hata þig“, sagði hún. „Jæja“. Einhver örvæntingarfull von- leysiskennd greip hana stex'kum tök-um. — „Langar þig til að gera útaf við mig?“ spurði hún. — „Kyrkja mig og kasta líkama mín- um þarna niður í kjallarann. Ég skal sýna þér hlemminn. Hann er Ibeint undir þessum þyrniþrunna iþarna". Hann brosti, en hún tók eftir því að fingurnir á honum hreyfð- ust hægt, eins og regn-kaldir orm ar, sem lifna við og fyllast nýju fjöri í lyngum frá viðareldi. En hún var ekki hrædd aðeins örvænt ingarfull, vegna einhvers sem hún var að Ieita lausnar á, ein- hvers dýrmætis, sem hún óttaðist að kynni að reynast tóm svik og blekking. Og hún var líka áhyggju full. 1 huganum sá hún skína í glansandi hvítar tennur Gregorys, þar sem hann laut glottandi nið- ur að Mabel og kreisti allt loft úr líkama hennar. Myndi hann telja freknurnar á maganum á henni og brjóstum hennar? Eða myndi hann rekja sundur síðu flétturn- ar hennar og gráta niður í þær, á koddanum? „Hvað eru þessi tré kölluð?" spurði Gregory. „Þeytara-tré“. „Hvers vegna eru þau kölluð það?“ „Komdu og þá skal ég sýnt þér það“. Hann fylgdist með henni, fram hjá nokkrum þéttum runnum og burknastóðum og inn í nokkurs konar helli, myndaðan af vínviðar flækjum, sem tengdu saman stofna þriggja, ungra pálma. Þau urðu að beygja sig og hann heyrði suð og tif í skordýrum, inni í lauf krónunum. Stundarkom þagði hann, fullur af óttablandinni eft- irvæntingu og staulaðist áfram, með augljósum kvíða I hverjum andlitsdrætti. En svo sá hann, að þetta voru aðeins stórir, dökkir maurar, sem skriðu í skipulögðum röðum eftir vínviðnum. Hann hólt áfram á eftir henni og gætti þess vandlega, hvar hann steig fæti hverju sinni, vegna þess að jarð vegurinn var háll og alls staðar fullt af lausum, mosavöxnum múrsteinsbrotum, sem erfitt var að koma auga á, nema með ýtr- ustu athygli. Loks höfðu þau rutt sér braut í gegnum runnagróður og vafningsflækjur og námu stað ar skammt frá trjánum, sem Ol-i- via hafði bent á, er þau stóðu hjá kjallaraglugganum. Þetta voru ekki stór tré — það hæsta eitt- hvað um sjö fet, með beina stofna, granna og nakta, en greinarnar uxu lárétt út frá efsta hluta bolsins. Þetta gátu fremur talizt stórir runnar en tré. „Sjáðu nú til“, sagði Olivia. — „Hver grein hefur aðeins þrjá sprota. — Með mikilli heppni kynn irðu kannske að finna eina grein, með fjórum sprotum. — Jæja, þú heggur eina grein af bolnum, ekki lengri en eitt fet og jafnar sprot- ana sem haglegast og þegar þú ert svo búinn að skafa allan börk inn af greininni og sneiða burtu alla litlu kvistina, þá er þar kom- inn ágætur þeytari. Með honum geturðu þeytt bæði rjóma og egg og margt, margt fleira. Jæja..“. Hún lækkaði róminn og hvíslaði: „Nú er tækifærið komið fyrir þig. Sjáðu þarna vinstra megin við okkur. Þarna er hlemmurinn. — Hann lokar ekki alveg gatinu. — Það er múrsteinn, sem settur hef- ur verið á milli og þú getur kippt honum til hliðar, með því að taka í járnhringinn. Hringurinn sést ekki, vegna þesis að hann er hul- inn undir mosa og lauifi". Hún kom fast að honum. „Þú getur gert það núna. — Kæfðu mig, eins og þú kæfðir Brendu. Og fleygðu iíkinu niður um hlemmgatið. Kjallarinn er all- ur mosavaxinn og rakur innan, svo að ég mun rotna mjög fljótt, auk þess sem þar er mjög heitt — og þangað kemur tæplega nokk ur maður vikum saman, svo að þú þarft ekki að óttast nályktina. — Það eru aðeins krákurnar sem munu renna á hana. Og gamm- arnir. Hérna köllum við þá hræ- krákur. Hausinn á þeim er ljós- rauður á litinn. Þeir munu finna leiðina inn í kjallarann og éta mig u-pp til agna á einum — tveimur dögum og bein mín rnunu liggja við hliðina á beinum systranna, Luise og Mevrouw — og ég verð þjóðsöguleg persóna. Ég mun ganga aftur og reika aftur og fram um allan skóginn. Langar þig ekki til að drepa mig? Hann stóð hreyfingarlaus og starði framhjá henni, gegnum skugiga þeytara-trjánna, á myrka opið sem blasti við þeim — munni vandlega hulinn á milli mosavax- inna múrsteina og votra lauifblaða og greina. Hann heyrði eitthvert suð eða þyt, líkast því sem einhver bjallan væri að þenja vængi sína í röku myrkrinu fyrir neðan. „Auðvitað reyni ég að brjótast um, en þú verður mér yfirsterk- ari, sérstaklega þar sem þú ert vitfirringur. Særði þetta þig? —■ Hafi svo verið, þá þykir mér vænt um það. Mér er fylista alvara. Svo muntu sjá tunguna lafa út úr mér og ég verð þvöl, stirðnuð og dauð — eins og aumingja Brenda. Gerðu það. Ljúktu því af sem fyrst. Það er ekki víst að þú fáir strax aftur tækifæri til þess. Ég er illgjörn manneskja. Ég gæti jafnvel gert sjálfri mér illt, ef ég héldi að það yrði þér til verð- skuldaðs meins. Þú ert bara hler- andi morðingi, elskandi eiginkonu þinnar". Hann brosti: — „Nú skulum við halda heimleiðis". „Skemmtirðu þér?“ „Já, alveg konunglega". Hún starði hvasst á hann stund arkorn, sagði svo: — „Jæja, gott og vel. Við skulum fara“. Þegar þau gengu framhjá kjall- araglugiganum, spurði hún: —. „Hvað var það, sem þið pabbi vor- uð að tala um í þessi tvö skipti, sem þú minntist á, áðan?“ „Aðallegia um lífið og trúar- brögð“. „Ætlarðu að koma til kirkju 4 morgun?" »Já“. „Ttrúirðu á Krist sem mann?“ »Já“. M ARKtJS Eftir Ed Dodd 1) — Þú átt við að Króka- Refur sé leiðsögumaður Markús- ar. — Já, Anna. 2) — Hann hefir eitthvað illt í huga.....Svona, stúlkur, far- ið að hafa ykkur til.......Við erum að leggja af stað til Alaska. 3) — Bíddu róleg, Anna. — Ekkert þvaður, Oddur, hringdu strax til umboðsmanns okkar í Anchorage í Alaska og segðu hon um að hafa til á stundinni við- leguútbúnað handa fjórum .. og miklar birgðir af vindlum. SJJlItvarpiö Sunnudagur 2. febrúari Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Kirkjubæ, félags- heimili óháða safnaðaring i Rvík (Prestur: Séra Emil Björneson. Organleikari: Jón Isleifsson). —=■ 13,15 Erindaflokkur útvai-psin* um vísindi nútímans; I: Stjörnu fræði (Trausti Einarsson prófess- or). 14,00 Miðdegistónleikar (pl.). 15.30 Kaffitímlnn: a) Jan Mora- ve,- og félagar hans leika. b) Létt lög af plötum. 16,30 „Víxlar með afföllum" eftir Agnar Þórðarson; 2. þáttur endurtekinn. — Leik- istjóri: Benedikt Ámason. 17,10 Einleikur: Cor de Groot leikur á píanó (plötur). 17,30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur), 18.30 Miðaftantónleikar. Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur; Paul Pampichler stjórnar. 20,20 Ávarp um fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 20,30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leikur. Stjóm- andi: Hans-Joachim Wunderlicih. 21,00 Um helgina. — Umsjónar- menn: Páll Bergþðrsson og Gest- ur Þorgrímsson. 22,05 Danslög; Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kynnir plöturnar. 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 3. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Búnaðarþáttur: Vatnsþörf til kælingar mjólkur (Ásgeir L. Jónsson ráðuriautur). 18,30 Forn- sögulestur fyrir börn (Helgi Hjör- var). 18,50 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). 19,05 Lög úr kvik- myndum (plötur). 20,30 Um dag- inn og veginn (Andrés Kristjáns- son blaðamaður). 20,50 Einsöngur Þuríður Pálsdóttir; Fritz Weiss- happel leikur undir á píanó. 21,10 Spurt og spjallað: Umræðufund- ur í útvarpssal. — Fundarstjóri: Sigurður Magnússon fulltrúi. — Ræðumenn: Benedikt Gíslason frá Hofteigi, Níels Dungal prófessor, Sigurður Grímsson lögfræðingur og séra Sveinn Víkingur. — 22,10 Lestur Passíusálma hefst (Lesari; Ólafur Ólafsson kristniboði). — 22,20 Hæstaréttarmál (Hákon Guð mundsson hæstaréttarritari). — 22,40 Kammertónleikar (plötur). 23.15 Dagskiárlok. Þriðjudagur 4. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 trtvarpssaga barnanna: — „Hanna Dóra“ eftir Stefán Jóns- son; I. (Höfundur les). 18,55 — Framburðarkennsla í dönsku. —, 19,05 Óperettulög (plötur). 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Vísind in og vandamál mannfélagsins; fyrra erindi (Dr. Björn Sigurðs- son). 21,00 Tónleikar (plötur). 21.30 Útvarpssagan: „Sólon ls- landus" eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi; III. (Þorsteinn ö. Stephensen). 22,10 Passíusálm ur (2.). 22,20 „Þriðjudagsþáttur- inn“. — Jónas Jónasson og Hauk- ur Morthens hafa umsjón með höndum. 23,20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.