Morgunblaðið - 02.02.1958, Page 23
Sunnudagur 2. febrúar 1958
MORCVNBLAÐIÐ
23
Fuch miðar vel áfram
Er ab komast til tjaldsta&ar 700
WELLINGTON (Nýja-Sjálandi), 1. febr. (Reuter). — Brezki land-
könnuðurinn, dr. Vivian Fuch og félagar hans komust 70 mílur
í gær á leið sinni frá suðurpólnum til tjaldstaðar 700. Hefur þeim
félögum aldrei miðað jafnvel áfram.
reyna á þolrifin, einkum þegar
leiðangursmenn glíma við lands-
lagið norðan 700-stöðvar, sem er
mjög þungfært.
ÁSstoða Japani
TÓKÍO, 1. febr. — Bandaríkja-
menn senda ísbrjót til aðstoðar
japanska Suðurskautsleiðangrin-
um, sem er í ísbrjótnum Soya
Maru, en hann hefir verið fastur í
ís í heilan mánuð. — Bandaríski
ísbrjóturinn heitir Burton Island
og er 6,500 tonn. Hann er nú um
1,000 mílur frá Soya Maru.
Borgarfjarðarhreppi
hersf stórhöfðingleg gjof
Veturinn hefur verið tiltöiutega hag-
stœður til þessa
Fyrstu kvöldvnku Ferða-
félagsins í þriðjudagskvöld
Þeir eru nú aðeins um 200 míl-
ur frá tjaldstað 700, þar sem Sir
Edmund Hillary bíður þeirra.
300 mílur frá Pólnum
Nú er Fuch kominn 300 mílur
frá pólnum, en samt eru aðeins
átta dagar síðan hann lagði af
stað til Scott-stöðvarinnar, en
þangað er ferðinni heitið. Veðrið
hefur verið gott á leiðinni, sól-
skin og 29° frost á Celsíus, og
er gert ráð fyrir, að þeir félagar
komi til 700-stöðvarinnar á mið-
vikudag. Eftir það fer fyrst að
Reykjavíkurbréf
Framh. af bls. 13
inda með stjórnmálaþátttöku
sinni. Flestir Framsóknarmenn
eru slíkum landshornalýð jafn-
andvígir og góðir lýðræðissinn-
ar í öðrum flokkum. En það er
þetta lið, sem Hermann Jónas-
son fagnaði yfir að hafa fengxð
i fylkingu sína, enda er hann þar
óneitanlega hæfur foringi.
Verður gula
hneykslið lögfest?
Kommúnistar eru Hermanni
Jónassyni innilega sammála um
stofnun samfylkingarinnar, enda
er hún þeirra gamla keppikefii.
Þjóðviljinn leynir því samt ekki,
að framvegis þurfi ríkisstjórnin
að vera „stærri í sniðum" en ver-
ið hefur, og draga úr „hálfvelgj-
unni“, „hikinu" og „óheilindun-
um“, en fá í þess stað „reisn" og
sækja að ákveðnu marki. Til
þess að svo megi verða, heimtar
Þjóðviljinn nú, að hreinsamr
eigi sér stað í hinum stjórnar-
flokkunum og að samvinna lýð-
ræðissinna í verkalýðsfélögun-
um sé tafarlaust rofin!
Af einstökum málum er þess
að geta, að vítur eru bornar fram
I Þjóðviljanum fyrir aðgerðar-
leysi í húsnæðismálunum. í>ar
sem vitað er að Einar Olgeirsson
stöðvaði „gula frumvarpið“ og
lét hirða það aftur af borðum
þingmanna, af því að hann talai
það ganga of skammt verður að
ætla, að vilji hans og kommún-
ista sé sá, að herða betur á og
þá sennilega að knýja „gula
hneykslið“ fram að einhverju eða
öllu leyti. Kunnugir segja þó, að
jafnvel Hannibal sé nú gugnaS-
ur á þeirri ráðagerð.
Ekki er því gott að segja hvað
ofan á verður, þótt menn hefðu
fyrirfram ætlað, að svo eindregin
aðvörun, sem fólst í kosningun-
um, nægði til þess að stöðva
slík óþurftarmál.
Víst er samt, að ekki kemur
stöðvun „gula hneykslisins" frá
Gylfa 1». Gíslasyni menntamála-
ráðherra. Hann réði því að snúáð
var í Alþýðublaðinu á síðustu
stundu frá andstöðu gegn „gula
hneykslinu", og gerð var að
engu sú barátta, sem Alþýðu-
flokksmenn höfðu tekið upp gegn
þessu hneyksli á meðan ráðherr-
ann var erlendis. Þjóðviljinn tók
honum, þegar heim kom, með
óbóta skömmum og til að hafa sig
undan þeim lét Gylfi málgagn
sitt tafarlaust breyta um afstöðu
til þessa hneykslismáls.
Að öðru leyti heyrist enn ekki,
hvað stjórnin hefur í hyggju.
Sennilega hefur hún verið all-
langt á veg komin með sumar
ráðagerðir sínar, eins og seðla-
skiptin, úr því að heimsþekktir
seðlaprentarar komu hingað til
skrafs og ráðagerða. En áreiðan-
lega hafa kosningaúrslitin trufl-
að allar þessar ráðagerðir, hvað
sem ráðleysingjarnir í Stjórnai'-
ráðinu flæmast til að gera áður
en þjóðin fær möguleika til að
svipta þá völdum.
BORGARFIRÐI eystra, 22. jan.
— Veturinn til áramóta var hér
mildur og snjóléttur. Aðeins
tvisvar setti niður snjó svo að
verulega spillti högum. Fyrst í
nóvember var slæmt snjóáfelli
í nær hálfan mánuð, jafnfallin
snjóstorka yfir allt og var því
alveg jarðlaust allan þann tíma.
Snemma í desember var nokkur
snjór í vikutíma, en þess utan
var láglendi að kalla snjólaust
allt fram að síðustu hríðardög-
um, en stöðug hríðarveður hafa
verið nú í tæpa viku.
Um miðjan des. tók jörð hér
að svella og eru svellalög nú orð
in mikil og víða illt í högum
þeirra vegna.
Fénaður hefur víða verið frem
ur léttur á fóðrum til þessa og
skepnuhöld góð.
Vegir hafa verið góðir hér inn-
an sveitar til þessa og vegurinn
til Héraðs hefur verið slarkfær
jeppum alltaf öðru hverju fram
yfir áramót, en oft hafa þeir,
sem farið hafa á milli, þurft að
moka fyrir sig og eins aka
utan vegar á æði kafla til að kom
ast hjá verstu sköflunum.
Leiksýning
Unga fólkið hér gekkst fyrir
leiksýningu í vetur. Æfði það
leikritið Ráðskonu Bakkabræðra
og sýndi þrisvar sinnum á milli
hátíðanna. Eftir nýjárið fór leik-
flokkurinn upp í Hérað og sýndi
leikinn í Félagsheimilinu á
Hjaltastað við góða aðsókn.
Eftir áramótin var haldin hér
barnasamkoma og var hún vel
sótt að vanda, enda vegir þá vel
færir.
Þorrablót hefur verið undir-
búið og verður haldið strax og
veður leyfir. Margt fólk mun
fara héðan á vertíð eins og venju
Þorrablót
í Hlégarði
REYKJUM, 29. jan.: — Sl. laug-
ardagskvöld héldu kvenfélags
konur í Mosfellssveit veglegt blót
mönnum sínum og öðrum gest-
um.
Snætt var hangikjöt um mið-
næiti, en dansað var frá kl. 9 og
framundir morgun.
Þennan dag var veður gott
framan af degi og færðin góð,
en mikill snjór. Þegar á daginn
leið, hvessti og spilltist færð. Um
það leyti, sem skemmtunin átti
að hefjast, hafði færðin spillzt
svo mjög að ýmsir tepptust heima
og víða sátu bílar fastir. En nú
sannaðist máltækið „þegar neyð-
in stærst er hjálpin næst“. —
Stefán hreppstjóri í Reykjadal
setti jarðýtu undir húskarla sína
og ruddu þeir bílalestum braut
úr Mosfellsdal og veittu síðan að
stoð annars staðar.
Þetta umstang stóð fram undir
kl. 11 um kvöldið og höfðu þá
ýmsir verið 2—3 tíma á ferðinni.
Ekki spillti þetta gleði fólksins,
heldur þvert á móti.
Er fagnaði þessum lauk, hafði
frostið linazt og færðin var orðin
sæmileg, enda gekk heimferðin
Lvel þeim, er til fréttist. —J.
lega enda engin teljandi atvinna
hér yfir veturinn. Nokkrir eru
þegar farnir en aðrir fara á næst
unni.
Höfðingleg gjöf
Um s.l. áramót barst Borgar-
fjarðarhreppi stórhöfðingleg gjöf,
eða allar þær eignir er Jón heit-
inn Sveinsson fyrrv. bæjarstjóri
á Akureyri átti í Bakkagerðis-
þorpi. Gefandinn er ekkja Jóns,
frú Fanney Jóhannesdóttir, og
gefur hún þetta til minningar um
mann sinn.
Jón Sveinsson. ólst upp hér
í Borgarfirði og var hér
frænd- og vinamargur. —
Hann bar jafnan mikinn
hlýhug til sveitarinnar, sem
glöggt kom fram er hann árið
1954 gaf Borgarfjarðarhreppi
meirihluta eigna sinna á Bakka-
gerði, en hann átti hálft Bakka-
gerði. Á því stendur stór hluti
Bakkagerðisþorps, en hann und-
anskildi þá allmikið land, er
hann hugði leggja til nýbýlis-
stofnunar ásamt tveimur hús-
lóðum í þorpinu og túnblettum
þar. Allt þetta hefur nú frú
Fanney gefið og er það stór
mikilsvirði, því allt þetta land er
hið bezta ræktunarland, enda
mun vart nokkurt þorp á land-
inu hafa betri ræktunarskilyrði
en Bakkagerði. Hefur nú verið
hafizt handa í stórum stíl að
þurrka land í nágrenni þorpsins
og vann skurðgrafa að því í nær
allt sumar. I. L
Maður slasast
er staur féll
í GÆR vildi það slys til að staur
féll í höfuð manni, er var ásamt
fleirum að flytja skúr á Kapla-
skjólsvegi, og hlaut hann talsverð
meiðsli af. Maður þessi er Vil-
hjálmur Vilhjálmsson búsettur á
Seltj arnarnesi.
Nánari tildrög slyssins voru
þau, að nokkrir menn voru að
flytja til skúr á Sauðagerðislandi
við Kaplaskjólsveg. Áfastur við
skúrinn var allhár staur er losn-
aði frá skúrnum við flutninginn.
Varð Vilhjálmur fyrir staurnum
er hann féll.
Vilhjálmur féll í yfirlið við hið
mikla höfuðhögg. Var þegar
hringt á sjúkrabifreið og var Vil-
hjálmi ekið í Slysavarðstofuna.
Var þar gert að áverkanum á
höfði hans. Síðan var Vilhjálmi
ekið í Landakotsspítalann til
frekari rannsóknar. Hafði hann
fengið meðvitund áður en þar var
komið.
DJIBOUTI, 31. jan. — Útvarpið
í Jemen staðhæfði í dag, að
hreinn uppspuni væri, að vopna-
farmur sá, er franska stjórnin
lagði hald á fyrir skemmstu ••
og talinn var ætlaður upp-
reisnarmönnum í Alsír, hefði átt
að faya til Jemen. Það var jugó-
slavneskt skip, sem vopnin flutti
— og liafa Júgóslavar mótmælt
framferði Frakka.
FYRSTA kvöldvaka Ferðafélags-
ins á þessu ári verður haldin í
Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn
4. febrúar og hefst að venju kl.
20,30. Á þessari kvöldvöku verða
frumsýndar tvær litkvikmyndir,
sem Ósvaldur Knudsen málara-
meistari hefur tekið. Fjallar önn
ur þeirra um Ásgrím Jónsson
málara og list hans og sýnir m.a.
hinn aldna meistara þar sem
hann er að mála vatnslitamynd
úti í náttúrunni. Fer vel á því að
Ferðafélag íslands frumsýni slíka
mynd, því Ásgrímur hefir flest-
um fremur opnað augu ís-
lendinga fyrir dásemdum
íslenzkrar náttúru og það
ekki hvað sízt með þeim
fögru vatnslitamyndum, sem
hann málaði á yngri árum. Þær
myndir eru löngu orðnar klass-
ískar í íslenzkri listasögu. Hin
kvikmyndin er af hinum um-
fangsmiklu rannsóknum, sem
gerðar voru á grunnum Skál-
holtskirkna áður en hafizt var
handa um nýju kirkjubygginguna
svo og af Skálholtshátíðinni
miklu sumarið 1956. Áhrifa-
mesta atriðið í þessaxi kvik-
mynd er opnum steinkistu þeirr-
ar, er hafði að geyma líkams-
leifar Páls biskups og er það
atriði eitt ærið tilefni til að sjá
þessa mynd.
Dr. Krstjá* Eldjárn, Þjóð-
minjavörður, hefur gert texta við
kvikmyndir þessar og flytur hann
sjálfur í myndunum, sem eru tal-
myndir, en Björn Th. Björns-
son listfræðingur flytur erindi
um Ásgrím Jónsson og list hans.
Að lokum er myndagetraun.
Ferðafélagið hrósar happi að fá
að frumsýna þessar myndir Ós-
valds Knudsen. Þeim kvikmynd-
um hans, sem áður hafa verið
sýndar á kvöldvökum félagsins,
hefur verið mjög vel tekið, enda
gerir hann myndir sínar af mikilli
natni og smekkvísi. Má því vænta
mikillar aðsóknar á þessa kvöld-
vöku, og mun öruggara að tryggja
sér aðgöngumiða í tíma.
(Frá Ferðafélaginu).
Innilega þakka ég heimsóknir, gjafir og góðar óskir
á 60 ára afmæli mínu.
Haraldur Lárusson.
Útför mannsins míns
SHJURÐAB JÓNSSONAR
Seljaveg 33 fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 3.
febr. kl. 3. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent
á Krabbameinsfélag íslands eða aðrar líknarstofnanir.
Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna.
Jóhanna Björnsdóttir.
Útför konunnar minnar og móður okkar
ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR
Dysjum, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, mánudaginn
3. febrúar klukkan 2 e.h.
Guðjón Hallgrímsson og börn.
Móðir mín,
HÓLMFRÍÐUR HANNESDÓTTHt,
sem andaðist í Landakotsspítala 25. janúar, verður jarð-
sungin þriðjudaginn 4. þ. m. frá Fossvogskapellu kl. 1,80.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim er vildu minnast
hennar, er bent á barnaspítalasjóðinn.
Óskar Einarsson, Stangarholti 4.
Jarðarför móður okkar og stjúpmóður
SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR
frá Borðeyri
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 4. febrúar kl. 13.30
eftir hádegi.
Athöfninni verður útvarpað.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent
á Barnaspítalasj óð Hringsins.
Dýrfinna Tómasdóttir,
Hans J. K. Tómasson,
Sigurbjarni Tómasson,
Elínborg Tómasdóttir.
Af alhug þökkum við samúð og vinsemd auðsýnda vi8
andlát og jarðarför
SÆMUNDAR TRYGGVA SÆMUNDSSONAR
frá Stærra-Árskógi
Aðstandendur.
Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð við andlát og jarðarför móður okkar
MAGNFRlÐAR IVARSDÓTTUR
frá Gröf, Rauðasandi.
Börn hinnar látnu.
Innilegar þakkir vottum við öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður
okkar og tengdaföður
MARTEINS EINARSSONAR
kaupmanns.
Gunnar Marteinsson, Sesselja Einarsdóttir,
Eberhardt Marteinsson, Svava Sigurjónsdóttir,
Karen Marteinsdóttir, Aðalsteinn Kristinsson.