Morgunblaðið - 09.02.1958, Side 1
24 siður
*
Fjögur þeirra sem komust lífs af í hinu hræðilega flugslysi við Munchen á fimmtudaginn.
Thaims flugmaður og Rogers loftskeytamaður og tvær flugfreyjur.
Fimm þeirro sem liiðu ní flug-
slysið berjust við duuðunn
MÚNCHEN, 8. febr. — Líf fimrn
manna, sem særðust hættulega
í flugslysinu á fimmtudaginn,
hangir á bláþræði, en læknar
gera allt sem þeir geta til að
bjarga þeim.
Slysið varð þegar flugvélin var
að hefja sig til flugs í blindhrið
Af þeim sem í flugvélinni voiu
fórst 21, en 23 lifðu. Meðal hinna
látnu voru 7 menn úr bezta
knattspyrnufélagi Breta, „Manc-
hester Únited“. Þeir fimm menn,
sem nú heyja harða baráttu við
dauðann, eru flugstjórinn, Kenn-
eth Reyment; íþróttafréttaritar-
inn Frank Taylor, sem starfar
hjá „The London News Chron-
icle“, knattspyrnumennirnir
John Berry og Duncan Edwards,
og loks framkvæmdastjóri
„Manchester United“, Matt Bus-
by, sem er þekktur víða um heim.
Busby, sem er í súrefnistjaldi,
hvíslaði að aðstoðarmanni sínum
í dag: „Mér líður dálítið betur
núna“. John Berry er verst á sig
kominn af þeim, sem lifðu af slys
ið. —
Núna um helgina verður mín-
útu-þögn á knattspyrnuvöllum
um alla Evrópu til að minnast
hinna föllnu félaga. í Indlandi
fór fram landsmótskappleikur að
viðstöddum 12.000 áhorfendum í
gær, og var þá gert mínútu-hlé
á leiknum til að minnast brezku
knattspyrnumannanna.
Egypzkur áróður fyrir sam
handi allra Arabaríkja
Hreinsun í Austur-Þýzkalandi
Nokkrir leiðtogar kommúnista vildu
fylgja fordæmi Pólverja
BERLÍN, 8. febr. — Það var
tilkynnt í Berlín í dag, að
nokkrir af leiðtogum austur-
þýzkra kommúnista hefðu
verið reknir úr flokknum fyr-
ir að prédika „sams konar
lýðræði og ríkir í Póllandi".
Málgagn austur-þýzkra kommún-
ista, „Neues Deutschland", skýrði
frá því, að umræddir menn hefðu
líka gagnrýnt Walter Ulbricht,
framkvæmdastjóra sameinaða
sósíalistaflokksins (kommúnista).
Blaðið sagði frá því, að Ernst
Wollweber, fyrrverandi öryggis-
málaráðherra Austur-Þýzkalands,
og Karl Schirdewan, einn af rit-
urunum í miðstjórn flokksins,
hefðu verið reknir.
Fred Ölssner, helzti pólitískur
fræðimaður kommúnistaflokks-
ins, var rekinn úr æðsta ráði
Austur-Þýzkalands fyrir að hafa
hjálpað hópnum, en ekki er vitað
hve fjölmennur hann er.
Schirdewan var sakaður um að
hafa gagnrýnt foringja flokksins,
Walter Ulbricht, opinberlega, en
vestrænir fréttamenn höfðu talið
hann einhvern traustasta fylgis-
mann Ulbrichts.
Hefði ieitt til hernaðarátaka
„Neues Deutschland" lét svo
ummælt, að hefði skoðunum
Schirdewans verið framfylgt,
þegar ungverska uppreisnin
brauzt út haustið 1956, þá mundi
hafa komið til „gagnbyltingar-
ráðstafana, sem berja hefði orð-
ið niður með hervaldi“. Sagði
blaðið, að Schirdewan hefði ver-
ið þeirrar skoðunar, „að aðferð-
unum sem beitt var í Póllandi og
Ungverjalandi, hefði líka átt að
beita hjá okkur. En æðsta ráðið
var þeirrar skoðunar, að berjast
yrði af afli gegn annarlegum
kenningum og skoðunum".
Hópurinn var sakaður um henti
stefnu í sambandi við afhjúpun
Stalins, getuleysi til að berjast
gegn erlendum undirróðri eða til
að skilja hætturnar sem eru því
samfara að leitast við að sameina
Þýzkaland hvað sem það kostar.
Hann var ennfremur sakaður um
vanmat á borgaralegum áróðri
og stefnu Atlantshafsbandalags-
ins.
Reyndiu að treysta flokkslínuna
■ Fyrstu merkin um misklíð inn-
an flokksins komu í gær, þegar
gefin var út yfirlýsing eftir 4 daga
fund miðstjórnarinnar, þar sem
ráðizt var á „starfsemi ákveðinna
hentistefnumanna, sem reynt
hafa að breyta flokkslínunni".
„Neues Deutschland" sagði, að
Erich Honecker, nýskipaður rit-
TÚNIS, 8. febr. — Stjórnin í Tún
is tilkynnti í dag, að sveit
franskra sprengjuflugvéla hefði
eytt landamæraþorpinu Sakiet-
Sidi-Youssef. Símasamband við
þorpið slitnaði, en fyrstu tölur
um dauðsföll voru 100, og 75
særðir.
Þorpið er á landamærum Túnis
og Alsír nálægt staðnum þar sem
hópur serkneskra uppreisnar-
manna sat fyrir frönskum her-
flokki 11. jan. sl. og drap 15
franska hermenn en tók 5 til
fanga. Einn dó af sárum, en hinir
fjórir eru enn á valdi uppreisn-
armanna.
Sendiherra kallaður heim
Stjórnin í Túnis kallaði í kvöld
sendiherra sinn heim frá París
og krafðist tafarlausrar heim-
köilunar ailra franskra hermanna
frá Túnis, en Frakkar hafa haft
þar flug- og flotabækistöðvar.
Ósamhljóða fréttir
Fregnum um árásina á þorpið
ber ekki saman. í fréttum frá
Túnis segir að um % hlutar þorps
ins hafi hrunið til grunna,
sprengjur hafi hæft pósthúsið,
lögreglustöðina og einn skóla þar
sem öll börnin létu lífið. í þorp-
mu bjuggu um 1200 íbúar.
Frakkar skýra svo frá, að
frönsk könnunarflugvél hafi orð-
ið fyrir fallbyssu- og vélbyssu-
skothríð frá stöðvum í Túnis
ari í flokknum, hefði skýrt mið-
stjórninni frá sundrungariðju
Schirdewans, Wollwebers og ann
arra.
Ákæruatriðin
Hcietu ágreiningsefni mið-
stjórnarinnar og þessara manna
voru sögð þessi:
• - • Mennirnir tóku upp
hentistefnu eftir 20. flokksþing
rússneska kommúnistaflokksins.
• Þeir höfðiu rangt mat á
stefnu Atlantshafsbandalagsins
og tilraunum vestur-þýzkra hern
aðarsinna til að grafa undan
Austur-Þýzkalandi.
Framh. á bls. 23
skammt frá landamærum Alsír.
Hafi þá verið send flugsveit á
vettvang sem í voru 11 sprengju-
flugvélar af gerðinni B-26, sex
Corsair-vélar og átta Mistral- orr-
ustuflugvélar sem hafi ráðizt á
herstöðvarnar. Ennfremur segir
í tilkynningu Frakka, að tekizt
hafi að eyðileggja tvö fallbyssu-
stæði og laska hið þriðja.
HAAG, 8. febrúar — Hollenzka
stjórnin hefur vísað á bug til-
raunum Rússa til að fá hana til
að hætta samstarfi við vestrænar
þjóðir. f löngu svarbréfi Willems
Drees forsætisráðherra til Búl-
ganins segir, að vestrænar þjóðir
sjái sig tilneyddar að halda Atl-
antshafsbandalaginu öflugu, með
an þeim er ógnað af hernaðar-
mætti Sovétríkjanna.
Drees, sem er foringi hol-
lenzkra sósíalista, kvaðst vera
sér meðvitandi um hinar hræði-
legu hörmungar, sem kjarnorku-
styrjöld mundi leiða yfir allar
þjóðir, en samstarf Atlantshafs-
þjóðanna drægi úr hættunni á
slíkri styrjöld.
Ferill Rússa síðan 1945
Ráðherrann hrekur þær full-
yrðingar Búlganins, að Atlants-
KAÍRÓ, 8. febr. — Kamal el din
Hussein menntamálaráðherra Eg-
yptalands hélt fyrsta erindi sitt
í Kaíró-útvarpið í dag í erinda-
flokki sínum „Lexíur hins sam-
einaða Arabalýðveldis". Skoraði
hann þar á Araba meðfram allri
Miðjarðarhafsströnd Afríku frá
Rabat i Marokkó til Latakia í
Sýrlandi að sameinast um eina
ríkisstjórn.
Hann sagði a* frönsk heims-
valdastefna í Alsír og nýlendu-
vinningar Zíonista í Palestínu
mættu ekki rjúfa fylkingar Ar-
aba. Ilann skoraði á Arabana í
Rabat, Alsír, Túnis og Bizerta,
í Tripoli og Benghazi, í Jaffa og
Haifa (í ísrael), í Latakia, Amm-
an og Sana í Jemen að bindast
samtökum um eina stjórn.
E1 Badr krónprins í Jemen
hélt áfram viðræðum sínum við
egyzka ráðamenn í dag í sam-
bandi við inngöngu Jemens í
ríkjasamband Araba. Ríkti þar
„bróðurhugur og skilningur“, seg
ir í fréttum Kaíró-útvarpsins.
Sagði útvarpið, að Kuwatly og
Nasser hefðu lagt á það áherzlu,
að þeir mundu virða stjórnir og
hefðir þeirra Arabaríkja, sem
gerðust aðilar að sambandinu
sem Sýrland og Egyptaland hafa
sett á laggirnar. Hvert ríki mundi
halda sjálfstæði sínu.
Ekki er talið líklegt, að Jem-
en gangi í ríkjasambandið í 'ðráð-
ina, og muni fyrst verða reynt
hafsbandalagið hafi á prjónunum
árásarstrið og gerir lítið úr þeirri
staðhæfingu, að Rússar æski frið
samlegrar sambúðar án afskipta
af innanríkismálum annarra
þjóða. í bréfinu er rakin ferill
Rússa síðan 1945, hervæðing
þeirra og árásir á saklaust fólk
og kúgun þeirra á ríkjum Austur-
Evrópu. Einnig er bent á við-
bj-ögð Rússa við samkomulaginu
í Genf 1955 um sameiningu
Þýzkalands og frjálsar kosningar.
Forsætisráðherrann sagði enn-
fremur í bréfi sínu:„Það er óþarft
að taka það fram, að því aðeins
er hægt að draga úr viðsjám í
heiminum, að menn reyni að gera
sér grein fyrir orsökum þeirra.
Af bréfum yðar er auðsætt, að
skoðanir okkar í þessu efni eru
ákaflega ólíkar“.
Frakkar eyða þorpi í Túnis
Drees svarar Búlganin
að ganga frá sáttmála sem önn-
ur Arabaríki geti líka gengið að.
Talsmaður Jemens sagði í dag, að
viðræðurnar hefðu einkum ver-
ið um hernaðarlega hlið sam-
bandsins.
Krónprinsinn lét svo ummælt
við fréttamenn í dag, að hann
væri þess fullviss, að önnur Araba
ríki mundu ganga í ríkjasam-
bandið, þegar þau gerðu sér grein
fyrir hinum gagnlegu afleiðing-
um sliks sambands.
Fornleifafundur
við suðurpólinn
LONDON, 8. febr. — Rússneski
leiðangurinn við suðurheim*-
skautið hefur fundið „harðar
leifar sem líkjast beinum úr dýr-
um“, segir í tilkynningu rússn-
esku Tassfréttastofunnar. Þessi
dýr lifðu sýnilega við suðurheims
skautið fyrir hundruðum millj-
óna ára.
Rússarnir fundu líka leifar af
trjám og för eftir laufblöð í sand
steini, sem hljóta að hafa verið
þar í 250 milljón ár, að áliti
rússnesku vísindamannanna. —
Rússarnir fundu umrædda hluti
þegar þeir lentu við Horn Bluff
í Georgs-konungs-V-landi, fyrir
austan Ross-hafið.
Annar leiðangur, sem er að
rannsaka sjávarkant heimsskauts
landsins hefur komizt að raun
um, að strandlengjan er ekki rétt
merkt á landabréfinu.
Mannakjöt
á boðstólum
LEOPOLDVILLE, Belgíska
Kongo, 8. febr. — Lögreglan í
Leopoldville er nú að rannsaka,
hvort haldið er uppi sölu á
mannakjöti í Belgíska Kongo. —
Hófst þessi rannsókn eftir að inn
fæddur maður hafði boðið belg-
iskum embættismanni að selja
honum dálítið „kjöt“.
Afríkumaðurinn var handtek-
inn þegar hann var að drepa ann
an innfæddan mann, og játaði
hann níu morð. Kvaðst hann hafa
drepið fólkið til að „hafa nægar
kjötbirgðir".
í Stanleyville í Mið-Kongó
voru fimm innfæddir menn hand
teknir og sakaðir um að skera
og éta hluta af öðrum innfædd-
um manni.
jt
*■
t