Morgunblaðið - 09.02.1958, Side 12
12
MORCUTS fíL AÐ1Ð
Sunnudagur 9. febrúar 1958
isisMáMfr
tJtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjón: Sigfus Jónsson.
Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjalci kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
FYRST ER LOFAÐ,
SVO ER FRESTAÐ
ÞANN 19.. apríl 1956 birti
Tíminn stjórnmálayfir-
lýsingu og stefnuskrá
Hræðslubandalagsins eða hina
„ýtarlegu stefnuskrá um alhliða
viðreisn efnahagslífsins og
þróttmikla framfarabaráttu" sem
svo var kölluð. Þessi mikla lof-
orðaskrá, sem tók yfir hérumbil
tvær síður í Tímanum, var svo
staðfest í stjórnarsáttmálanum
með Hræðslubandalaginu og
kommúnistum að kosningunum
loknum. í þessari miklu skrá var
því heitið, að nú skyldi „brjóta
blað í íslenzkum sjórnmálum".
Nú skyldi forðað öngþveiti í efna
hags\ og stjórnmálalífi þjóðarinn
ar og skyldi nú tekin upp „ný
stefna í efnahagsmálum þjóðar-
innar“. í loforðaskránni var bent
á, að höfuðatvinnuvegum lands-
manna væri haldið uppi með
beinum styrkjum og opinberu fé
og „gífurlegu álagi á neyzluvöru
almennings“. Einnig var talað
um, að þjóðin byggi við „römm-
ustu gjaldeyrishöft", enda væri
skortur á gjaldeyri „til kaupa á
brýnustu nauðsynjum". Öllu
þessu átti að kippa í lag og Tím-
inn tók svo til orða í foystugrein
sinni þennan sama dag, að nú
væri „brotið blað í stjórnmálasög
unni“ og skyldi nú hafið „björg-
unarstarf", til þess að bægja frá
hættunni, sem væri framundan,
eða „viðreisn í landinu með kröft
ugri framfarastefnu", eins og það
var orðað.
Stjórnarflokkarnir létu sér ekki
nægja að mála upp hin glæsilegu
markmið, heldur var einnig vikið
að því, hvaða leið skyldi fara til
þess að ná þessu. Var þá fyrst
og fremst bent á, að fyrri hluta
ársins 1956 væri ástandið orðið
svo „dökkleitt" að ekkert nægði
nú minna en allsherjarúttekt á
þjóðarbúinu, sem skyidi fara
fram „fyrir opnum tjöldum", svo
að allri íslandsþjóð yrði nú ljóst,
hvar hún væri stödd og hvað
þyrfti til þess að bægja háskan-
um frá.
Nokkru eftir að ríkisstjórnin
tók við störfum, kvaddi hún hing
að erlenda fjármálasérfræðinga
sér til ráðuneytis og var þá lálið
heita svo að nú skyldi sú úttekt
fara fram sem lofað var. En álits
gerð sérfræðinganna var grafin
niður í skúffur og „fyrir opnum
tjöldum" fór engin úttekt fram
og er ýmsum getum leitt að
því hvernig á því hafi staðið að
ekkert varð úr því að opna tjöldin
og lofa landsfólkinu að líta inn
fyrir.
★
Ríkisstjórnin tók við völdum
á miðju sumri 1956, eins og mönn
um er í fersku minni. Nú leið á
löngu áður en nokkuð væri að-
hafzt. Þing kom saman á venju-
legum tíma, án þess nokkuð ból
aði á hinni alhliða viðreisn efna-
hagslífsins og það var komið
unair jól, þegar stjórnin loksins
lét á sér bæra og lagði fram
hið alræmda frumvarp um jóla-
gjöfina, þar sem þyngri skatta-
byrðar voru lagðar á landsmenn
heldur en nokkurn tímann hefur
verið gert áður. Þá var látið í
veðri vaka, að þetta væri ekki
sú endanlega „alhliða viðreisn"
] sem boðuð hefði verið, heldur
væri hér um bráðabirgða tiliógur
að ræða, sem síðan yrði svo
breytt yfir í þá viðreisn, sem
þjóðinni hafði verið lofað.
★
Menn tóku á sig þessar nýiu
byrðar og margir trúðu því enn,
að ríkisstjórnin ætlaði sér að efna
hin stórfenglegu loforð um við-
reisnina og væri því ekkert ann-
að en bíða og hlýða, þar til
henni þóknaðist að skera nú á
meinin og lækna hið „helsjúka
efnahagslíf", sem forsætisráð-
ann hafði svo fjálglega útmálað
í ræðu og riti. En tíminn leið og
ekki hófst viðreisnin. A árinu
1957 kom nýtt þing saman, þegar
haustaði og bjuggust nú allir við
að þá væru tilbúnar viðreisnar-
tillögurnar, enda hafði nú lengi
verið eftir þeim beðið. Én það
fór eins og árið áður, að tillögurn
ar birtust ekki. Eitt atriðið í
stefnuskránni um alhliða viðreisn
efnahagslífsins hafði verið að
„tryggður skyldi hallalaus ríkis-
búskapur", eins og það var orðað.
Þetta tókst ekki betur en svo. að
fjármálaráðherrann gafst upp við
að leggja fram hallalaus fjárlög
en slengdi fjárlagafrumvarpi inn
í þingið með þeirri ummælum að
nú yrði iöggjafarsamkoman að
finna leiðir til þess að jafna hall-
ann. Sjálfurgafst fjármálaráðherr
ann upp. Eftir að lengi hafði verið
setið yfir þessu frumvarpi, var
fundið það snjallræði að höggva
einfaldlega dýrtíðarráðstafirnar
aftan af fjárlögunum og slá þeim
enn á frest, en afgreiða meiri-
hlutann sér.
★
Nú er þing enn komið saman
eftir nokkra frestun og ekkert
bólar á hinum „varanlegu úrræð-
um“. Á Alþingi á fimmtudaginn
var komu þessi mál til umræðu
og deildu Sjálfstæðismenn þá
harðlega á starfshætti þingsins,
þar sem ekkert mál lægi fyrir,
sem verulegu máli skipti. Her-
mann Jónasson, forsætisráðherra,
talaði um að sérfræðingar væru
nú enn að semja álitsgerð um
efnahagsmálin og sagði hann
fyrst að hún yrði tilbúin um mán
aðamótin næstu en síðar að hún
yrði tilbúin upp úr þeim. Var
á það bent að svo liti út sem ríkis
stjórnin kærði sig ekki um að
koma fram með neinar tillögur
í efnahagsmálunum fyrr en
kosningunum í verkalýðsfélög-
unum væri lokið og sæti því
enn við hið sama og áður, að
engin úrræði væru lögð fram.
★
Ferill ríkisstjórnarinnar í efna-
hagsmálunum er með eindæmum.
Hann hófst með hinu taumlausa
loforðaskrumi fyrri hluta ársins
1956 og enn er haldið áfram á
sömu braut, fyrst er lofað og
síðan er frestað. Við kosningarnar
26. janúar sýndi þjóðin að hún er
orðin leið á þessum leik hún vill
ekki lengur slíkar aðferðir og
ríkisstjórnin er nú orðin óvin-
sælli en nokkur íslenzk ríkis-
stjórn hefur verið um langt skeið.
UTAN UR HEIMI
Tyrkir hafa átt í stöð-
ugum erjum við tlússa
Nota öll tækifæri til Jbess oð efla
aðsiöðu sina gagnvarf Jbeim
' SIÐUSTU 300 árin hafa Tyrkir
; háð svo margar styrjaldir við
I Rússa, að þeir eru búnir að týna
I tölu á þeim. A.m.k. ber Tyrkj-
1 um ekki saman um hve margar
i þær eru, sumir segja 13 — aðr-
' ir 22. En nákvæm tala þeirra
| skiptir ekki -máli. Eitt er vist, að
1 Tyrkir hata Rússa og fyrirlíta
— þeir hafa fengið nóg af sam-
búðinni. Kali Tyrkja í garð
Rússa er ekki bundinn við eiri-
' staka forystumenn Rússlands,
• heldur þjóðina sem heild — og
i þess vegna breytist afstaða Tyrkj
. ans til hins rússneska nágranna
1 ekki, enda þótt tíð mannaskipti
Iséu í æðstu valdastólum í Kreml.
Það er því ekki fjarri sanni,
að tyrkneski bóndinn hafi frá
alda öðli ræktað jörð sína með
byssu í annarri hendi. Tyrkir eru
vanir hernaði, þeim finnst — og
hefur alltaf fundizt sjálfsagt að
ungir menn gegndu herþjónustu
— og her þeirra telur í dag
470.000 manns. „Aðalvandamálið
í viðskiptum okkar við banda-
lagsríki okkar er að fá þau til
þess að koma upp her, jafnlitl-
um og hægt er að komast af
með, en aðalvandamálið í sam-
bandi við Tyrkina er að fá þá
til að hætta einhvern staðar",
sagði starfsmaður bandaríska ut
anríkisráðuneytisins fyrir stuttu.
Vildu fá eldflaugar
Tyrkir voru heldur ekki lengi
að ákveða sig, er stofnun Bag-
dad-bandalagsins stóð fyrir dyr-
um. Þeir óttast alltaf Rússa og
eru fengnir hverri tryggingu,
sem þeir hljóta gegn árásum af
þeirra hálfu. — Menderes, for-
sætisráðherrar hikaði heldur ekki
við að lýsa því yfir strax, er
Bandaríkjamenn buðust til þess
að senda bandalagsríkjum sín-
um eldflaugar, að Tyrkir mundu
taka við jafnmiklu magni af eld-
flaugum og kjarnorkuvopnum og
Bandaríkjamenn vildu láta af
hendi — og hann kvað Tyrkland
vera reiðbúið til þess að hefja
eldflaugastöðvabyggingu þá þeg-
„Tyrkneski járnkarlinn<£
ruddist fram
Eh úr þvi að við minnumst á
Menderes á annað borð — þá
verðum við að gera honum betri
skil, því að han er í hópi at-
hyglisverðustu stjórnmálamanna,
sem nú eru uppi. „Tyrkneski
járnkarlinn" hefur hann verið
nefndur — og svo mikið er víst,
að járnharður er hann og hvikar
hvergi frá settu marki: Að um-
breyta Tyrklandi á nokkrum ár-
um, breyta því í öflugt iðnaðar-
veldi — og uppræta lognmollu og
fátækt hinnar rótgrónu bænda-
menningar.
Menders á langan stjórnmála-
feril að baki, en framan af lét
hann lítið á sér bæra, virtist hlé-
Menderes
drægur og rólyndur. Hann var
aö læra og kynnast þvi „hvernig
stjórnin liti út að inan frá“, eins
og hann hefur orðað það — og
þegar hann hafði séð það, tók
hann á sig rögg og ruddist fram á
svið stjórnmálanna í fylkingar-
brjósti demokrataflokksins, sem
hann stofnaði ásamt nokkrum
bandamönnum sinum.
65% ólæsir og annað
eftir bví
Ári# 1950 varð Menders for-
sætisráðherra, eftir að flokkur
hans hafði unnið stóran kosninga
sigur. Þjóðartekjur Tyrklands
voru þá njjög litlar miðað við
stærð lands'ins og íbúafjölda. Efna
hagur var þröngur og fram-
kvæmdir litlar — aðallega vegna
þess, að erlent fjármagn hafði
um langt skeið verið hið mesta
eitur í augum fyrri forystumanna
þjóðarinnar — og sjálfir höfðu
Tyrkir ekki bolmagn til þess að
ráðast í neinar stórframkvæmdir
og fjárfestingu, sem eflt gæti
iðnað og aukið útflutningsverð-
mætin sem einhverju næmi. Aðal
útflutningsvarningurinn var þá
tóbak, korn, rúsínur, fíkjur og
króm. 65% hinna 20 milljóna,
sem landið byggja, voru ólæsir
og óskrifandi, vatnsveitur vom
nær engar í landinu — og í stór-
um héruðum var hvergi að fá
heilsusamlegt drykkjarvatn, hin-
ir 27.000 mílna löngu þjóðvegir
landsins voru flestir hverjir „ak-
færir kerrum — í þurrkatíðinni“
— og bændastéttin, 80% þjóðar-
innar, hafði nær engin stjórn-
málaleg áhrif.
Verksmiðjur spruttu upp
eins og gorkúlur um
allt landið
Það fyrsta sem Menders gerSl
var að reyna að efla einkafram-
takið með ráði og dáð, draga úr
innflutningshömlum og opna all-
ar dyr fyrir erlendu fjármagni
inn í landið. Síðan fóru verk-
smiðjurnar að spretta upp eins
og gorkúlur um allt landið, sem-
entsverksmiðjur, sykurverksmiðj
ur, stálbræðslur og raforkuver,
Frá 1950 hefur geysivíðtæk raf-
væðing farið fram í landinu —
og samanlögð lengd nýrra raf-
magnslína er nú nær sjö sinn-
um meiri en hún var árið 1950.
Og Menderes gleymdi ekki aðal-
atvinnuveginum, landbúnaðinum.
Árið 1953 varð uppskeran 8.200.-
000 lestir, en árið 1950 hafði hún
verið 3.800.000 lestir. Undir stjórn
Menderes voru áveitukerfi bænda
tífölduð á skömmum tíma, ný-
tízku landbúnaðarvélar voru flutt
ar inn og bændum var kennt að
hagnýta sér nýjustu aðferðir við
ræktun. Sykuruppskeran hefur
og þrefaldazt á þessu tímabili
og afkoma almennings stórbatn-
að. Áherzla hefur verið lögð á
menntamál, því ekki veitti af,
samgöngumálum hefur verið kom
ið í betra horf — vegir og flug-
vellir hafa verið byggðir um allt
landið — og nú síðast hefur Men-
deres ákveðið að láta breyta Ist-
anbul í nýtízku borg. Verkið er
komið nokkuð á veg, og þegar
hefur það kostað yfir 200 millj.
dollara — en mikið er enn eftir.
Menderes bjartsýnn,
enda þótt ástandið sé illt
Á þessu sést, að miklar breyt-
ingar hafa orðið í Tyrklandi á
undanförnum árum. En þær
hafa kostað peninga — mikla
peninga. Enda þótt Tyrkir hafi
unnið vel og útflutningsverðmæt-
in hafi margfaldast, hefur það
ekki hrokkið til. Erlent fjármagn
hefur streymt til landsins í óslitn
um straumi — og er bróðurpart-
ur þess fjár kominn frá Banda-
ríkjunum. En þetta hefur heldur
ekki dugað. Fjármálaástandið er
mjög lélegt í landinu og gjald-
miðillinn ótryggur. Skráð
gengi tyrknesku lírunnar er 2,8
miðað við dollar, en á svörtum
markaði í Tyrklandi er gangverð-
ið nú 14 lírur fyrir dollarann.
Óáran hefur og dregið úr upp-
Framh. á bxs. 22