Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 1. marz 1958 Weáa / reil Eftir / / EDGAR MITTEL HOLZEII ka n di ÞýSíi-g: 50 Sverrir Haraldsson ó k U Cý €£ & „Ég er mjög hrifinn af frekn- um“, sagöi Gregory — „sérstak- l«ga ef þær eru á meyjarbrjóst- um og maga“. „Nei,. nú kemurðu aumingja Mabel til að roðna. Ég er alveg viss um að hún rcðnaði ekki svona mikið á fimmtudagskvöldið, þegar hún kyssti þig. Ah. Þama kom ég ykkur bácum til að roðna“. Hún kastaði hnakka og hló tryllings- lega. — „Jæja, það er víst bezt að ég fari og ljúki v:ð orgel-æfing una mína“, bætti hún við og spratt á fætur. „Þú ert nú meira barnið", sagði Mabel. „Ekki samt eins og sumir voru rétt áðan. Hvar skyldi Sigmund annars halda sig. Pabbi er* að kalia saman leitarmenn, til þess að fara og leita að honum“. Þau Gregory og J abel störðu á hana. Gregory var snögglega orðinn mjög alvarlegur. „Ég sagði pabba, að ég hefði gert mér alveg sérstaka skoðun á hvarfi hans og hann gaf orðum mínum gaum, vegna þess, að hann virðir andann meira, en freknótt hold“. Elding leiftraði á suður-loftinu. „Sáuð þið eld-kvíslina?“ sagði I Olivia. — „Jæjí^Jég verð víst að' fara. Það bíða mín orgel-æfingar í auðri kirkju, meðal reikandi skugga og vofa. Við sjáumst aft- ur í rúminu í kvöld, min freknótta, heita systir“. Þau horfðu á eftir henni, unz hún hvarf sjónum þeirra. Einu sinni stanzaði hún, leit við og brosti til þeirra. „And when the Angel. .“. Hún veifaði hendinni til þeirra, hló hvellum hlátri og hljóp í áttina til kirkjunnar, með liðugum, hljóð lausum fótaburði. 6. „Þú gerir mig hræddan, 01Iie“. „Mér þykir það mjög leitt, kæri Berton. En stundum verð ég að gera þig hr.eddan". „Sástu það niðri í rauðu djúpi Ibi Creeks?“ „Nei, í púður-bláu þokunni". „í tunglsskinsmóðunni?" „Nei, í hinni draugalegu móðu ljósaskiptanna". „Sástu raunverulega blóð?“ „Já og eldingu. Og leiftrandi vopn. Scimitar". (Tyrkneskt sverð). „Sástu nokkrar freknur?" „Já, og sjálfa mig í rakri, ilm- andi hættu“. „Voru freknurnar mjög ógn- andi?“ „Ég sá illúðlega hausa dansandi í kringum þær“. Berton hrökk við. 1 heila mín- útu þögðu þau bæði og horfðu á tunglsskin kvöldsins, sem breidd- ist, eins og ábreiða úr köngullóar- vef, yfir grasið. Það snart þau, þegar þau skriðu inn undir lauf- þykknið, sums staðar í alla-vega löguðu blettum, eins og peningar, flugdrekar og handaför. Uppi yf- ir flögraði eld-fluga, eins og leiftr andi þráður, inn í rökkrið til þeirra og breytti andlitum þeirra í föl-bleikar vofur, áður en hún hvarf aftur út í gegnum viðar- flækjuna uppi yfir höfðum þeirra. Þau sáu skóla-benab og smíðaskýl ið bera við skógarvegginn. Um- hverfis þau var heimurinn fullur af snemmkvæmum nátt-skuggum og skordýraröddum, sem hækkuðu eftir því sem myrkrið magnaðist. „Hvers vegna voru illúðlegir hausar að dansa í kringum frekn- urnar?“ spurði Berton. „Vegna þess, held ég, að sál Luise héfur tekið sér bólstað í lík amanum, sem freknurnar ber. — Þetta voru allt karlmannshausar". „Heldurðu í raun og veru, að Luise hafi farið ! hana?“ „Já, það held ég. Hvers vegna heldurðu að hún væri annars að eltast svona ákaft við hann?“ „Hefur hún verið að eltast við hann?“ „Hefurðu ekki augu til að sjá með?“ „Hefur hún kysst hann?“ „Ég er viss um að hún hefur gert það — á fimmtudagskvöldið. Ég skynjað; það í móðunni". ! „Móðan getur haft rangt fyrir sér“. „Vitleysa. Hvernig gæti móð- unni skjátlazt?" Hann ók sér órólega: — „En í alvöru talað, Ollie. Heldurðu raun verulega að hlutirnir stefni að blóðugu hástigi? — Heldurðu að hann muni gera tilraun til að drepa þig?“ „Ah moon of my delight...." „Ósköp leiðast mér þessar sí- felldu tilvitnanir þínar“. „The curfew tolls the knell of parting day“. „Ég drep sjálfan mig, ef eitt- hvað illt kemur fyrir þig, Ollie". „Thou wast not born for death, immortal Bird“. „Sál mín myndi leita að þér, eilíflega". „Among the guests star- scattered on the grass?“ „Hættu nú þessu bulli og reyndu .að tala í alvöru“. „Tomorrow I may be myself with yesterdays seven thousand years“. „Mamma er að kalla á okkur í miðdagsmatinn“. „Já, við skulum fara. Þessi hell ir er að fyllast smátt og smátt af þrjózkufullum skuggum. — It is nothing but a Magic Shadow- show—“ „Þú gerir mig hræddan". Við miðdegisverðarborðið var hann svo þögull og órólegur, að Gregory renndi til hans forvitnis augum, öðru hverju og gat sízt skilið, hvað komið hefði honum í svo undarlegt skap. — „Hann er næstum eins torskilinn", hugsaði Gregory með sér — „og Olivia, systir hans“. Berton sat í gamla sætinu sínu, andspænis Oliviu og hún sat við vinstri hlið Gregorys. Hún vii'tist mjög ánægð með sjálfa sig og þeg ar máltíðinni var að Ijúka, hvísl- aði hún að Gregory: „Ég er full af skáldskap í kvöld — sérstak- lega er það Omar. Það veit á illt“. „Er það?“ sagði Gregory. „Já, það þýðir, að ég sé í skyggn isástandi. Manstu morguninn, þeg ar ég mætti þér inni í skóginum, á leiðinni til rústanna? Manstu að ég kallaði þá til þín....?“ „Já, ég man eftir því“. „Þá var ég lika í skyggnis- ástandi". Hann brosti. Mabel leit til hans og brosti líka. Séra Harmston var að tala um nýja bókaskápinn við konu sína. „1 kvöld sá ég líka margt fleira. 1 ljósaskiptunum, i gráu, drauga legu móðunni". „Og hvað sástu?“ „Blóð og hættu. Og Luise“. „Luise?“ „Veiztu ekki hver Luise er?“ „Oh, jú. Nú man ég það. Holl- enzka stúlkan sem lifði á átjándu öldinni og naut þess, að láta nauðga sér“. „Oh, þú manst það þá. Ég hélt að brjálsemi þín hefði hindrað þig í að muna nokkuð af því, sem ég sagði þann morgun. Brjálsemi þín hlýtur að vera mjög sjaldgæf teg- und“. Hann ók sér í stólnum. „Þetta gerir þig vandræðaleg- an. Ágætt. Þú verðskuldar dálitla refsingu. Veiztu það, að sál Luise ógnar þér?“ Baboon (stór apategund), öskr aði einhvers staðar ofar við fljót ið, hásum hryglurómi. Berton ieit aftur fyrir sig, kvíð andi á svip. Gregory sá klukkutuminn í tunglsbirtunni. „Nótt og dag er gerð innrás í þig, hægt og hvíldarlaust". »,Ég er þér mjög þakklátur fyr ir aðvörunina". „Þú skalt ekki hlæja að mér. Varaðu þig, áður en það er um seinan". „Hvaða varúðarráðstafanir ráð leggur þú mér þá að gera?“ „Eyrst og fremst skaltu aldrei vera einn með Mabel. Sál Luise hefur náð henni á sitt vald“. Hann brosti. „Vertu ekki að sýna tennurnar, eins og hreysiköttur. Reyndu held ui að reka upp góðan, hljómfagr an, enskan hlátur, svona til til- breytingar. Geturðu það ekki?“ „Ég skal gera það eftir mat- inn“. „Veiztu það“, sagði hún — „að þú hefur brugðizt vonum mínum alveg voðalega“. „Hef ég? Að hvaða leyti?“ „Þegar þú varst brjálaður, varstu mörgum sinnum betri. Þú áttir svo vel heima í hinum trúar- legu goðsögum okkar. Sjáðu t. d. hvernig þú drapst hanann á sunnu daginn var. Það var aldeilis ágætt. Slíka hluti kunnum við vel að meta. Þeir eru óvenjulegir og skuggalegir. Ef þú hefðir getað haldið áfram að gera fleira af sama tagi, þá hefðir þú hlotið hrós okkar og samþykki. — En í þess stað þarftu endilega að verða heilbrigður og haga þér eins og venjulegur maður“. Orð hennar röskuðu ró hans, enda þótt hann gerði sér ekki grein fyrir orsökinni. Hann hafði óljósan grun um það, að þarna hefði hún hreyft einhverju þýðing armiklu máli. Garvey, sem sat við hlið hans, spurði skyndilega: — „Hefurðu frétt nokkuð um Sigmund, pabbi? Hafa leitarflokkarnir ekkert látið til sín heyra?“ „Tveir þeirra hafa tilkynnt mis heppnan, drengur minn“, sagði faðir hans. — „Ég er að bíða eft- ir orðum frá þeim þriðja". Hann talaði með örlítinn áhyggjuvott í röddinni. Það var í fyrsta skipt- ið, sem Gregory sá hann öðru vísi en. í sólskinsskapi. „En hvað í ósköpunum getur hafa komið honum til að hlaupast svona á brott?“ sagði Garvey. „Olivia hefur komið með þá til- gátu“, sagði faðir hans — ,,að hann muni hafa stolið einhverju og þori svo ekki að taka afleiðing um gerða sinna. Mjög sennileg tilgáta, enda þótt ég hafi ekki fengið neina tilkynningu um þjófnað". „Það væri þá fjórða afbrotið hans, er það ekki?“ sagði frú Harmston. „Jú“, sagði maður hennar. SUtttvarpiö Laugardagur 1. marz: Fastir liðir eins og vtnjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Laugar- dagslögin". 16,00 Fréttir og veður fregnir. — Raddir frá Norðurlönd um; XI: Sænska Nóbelsverðlauna skáldið Per Lagerkvist les frum ort kvæði. 16,30 Endurtekið efni 17,15 Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugsson). — Tónleikar. 18,00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarps saga barnanna: „Hanna Dóra" eftir Stefán Jónsson; VIII. (Höf. les). 18,55 1 kvöldrökkrinu: Tón- leikar af plötum. 20,30 Skopstæl- ing á sinfónískum tónleikum, gerð í gamni og alvöru af ymsum þekktum tónskáldum og hljóðfæra leikurum (Hljóðritað á plötu í Royal Festival Eall í Lundúnum 13. nóv. 1956). — Guðmundur Jónsson söngvari kynnir. 21,10 Leikrit: „Hálftími eftir. Gjörið þið svo vel!“ eftir Stanley Ric- hards. Þýðandi: Helgi Bachmann. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22,10 Passíusálmur (24). 22,20 Danslög (plötur). — 24.00 Dag- skrálok. EINAR ÁSMUNDSSON hæsiarcttarlögmabur. HAFSTEINN SIGURÐSSON héraðsdómslögmaíur. Sími 15407. Skrifstofa, Hafnarstræti 6. Til solu 8 lesta vélbátur nú þegar. Ný ELAC MINISKOP fisksjá er í bátnum. Einnig nýr seglaútbúnaður og lífbátur. Bátur- inn er tilbúinn til færaveiðá nú þegar. Veiðafæri geta fylgt Vél og bátur í prýðislagi. Semja ber við undirritaðan SVEBBIK SIGUKÖSSON, Hábæ, Vestmannaeyjum BólstruB húsgögn Útskorin sófasett Hringsófasett Armstólasett nýtízku sett Armstólasett, alstoppuð Svefnsófar Sófaborð og smáborð Höfum úrval húsgagnaáklæða Kaupið eða pantið húsgögnin strax, áður en þau hækka í ve*rði. — Beztu greiðsluskil- málana fáið þið hjá okkur. Bólsturgerðin I. Jónsson hf. Brautarholti 22 — Sími 10388 Lampar Fjölbreytt úrval nýkomið Þ. á. m. hiniir margeftirspurðu DRAGLAMPAR Skermabuðin Laugavegur 15 — Sími: 19635 Markús heldur enn af stað með Króka-Ref, en ferðin gengur seint eins og áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.