Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 15
Laugardagur 1. marz 1958 MORGVNBLAÐIÐ 15 Hreppsnefaidarkosningarnai ó Blondaósi kærðar tvívegis FULLTRÚAR B-listans í hinni nýkjörnu hreppsnefnd á Blöndu- ósi hafa tvisvar kært yfir hrepps nefndarkosningunum 26. janúar síðastl. Þetta hefur þó enn sem komið er ekki haft áhrif á störf nefndarinnar, sem þegar hefur kosið oddvita, og lokið er kosn- ingu manna í fastanefndir. Á fyrra fundi hreppsnefndar- innar eftir hreppsnefndarkosning arnar gerðist ekkert sögulegt fyrst í stað. Oddviti var kjörinn Hermann Þórarinsson af A-list- anum. Síðan var kosið í allar fastanefndir. Fundi var nær því lokið, er Pétur Pétursson, hreppsnefndar- maður, af B-listanum kvaddi sér hljóðs. Gerði hann hrepps- nefndarkosingarnar að umtals- efni og krafðist þess, að upptaln ing atkvæða færi fram, vegna hugsanlegra breytinga milli full- trúa á B-listanum. Mái þessu var vísað til kör- stjórnarinnar. Á fundi um málið lýsti meirihluti kjörstórnarinnar því yfir, að ekki væri óeðlilegt að atkvæðin yrðu talin upp aftur, þar eð meirihluti kjörstjórnar- manna hefði ekki fylgzt með at- kvæðaskiptingunni milli manna á listunum, er talning atkvæða fór fram. Þessa ályktun sendi kjörstjórnin síðan til hreppsnefnd arinnar. Á fundi hennar sam- Fyrsta íslenzka frímerkjasýningin ÁKVEÐIÐ hefur verið að frí- merkjasýning sú, er haldin verð- ur á vegum Félags fi-ímerkjasafn ara, hefjist laugardaginn 27. sept ember nk., í bogasal Þjóðminja- safnsins Þeir frímerkjasafnarar, sem hafa í hyggju að taka þátt í sýn- ingunni, eru hérmeð minntir á, að tilkynningar um þátttöku og óskir um fjölda sýningarramma, þurfa að hafa borizt formanni sýningarnefndar, Jónasi Hall- grímssyni, pósthólf 1116, Reykja- vík, fyrir 1. apríl nk. Rammar til uppsetningar á sýn ingarefni verða í tveimur stærð- um, þ. e. 54x70 sm. og 76x70 sm að flatarmáli og er sýningargjald ið ákveðið kr 25.00 fyrir minni rammana og kr. 40.00 fyrir þá stærri. Sýningarnefndin fær til um- ráða aðeins 100 ramma og má því búast við, að takmarka þurfi rammafjölda þann, er hver ein- staklingur getur átt kost á að fá ieigða. Á það skal bent, að þátttak- endur verða sjálfir að annast upp setningu á sýningarefni sínu. — Sýningarefnið verður vátryggt þá daga, sem sýningin stendur. (Fréttatilk. frá Fél. frimerkja- safnara). Þugnavatrasfram- leiðsla með nvium hætti MOSKVU, 28. febr. — Samkv. frásögn rússneskra vísindamanna hafa þeir fundið nýja aðferð til framleiðslu þungs vatns. Er þetta „djúpfrystingar-aðferð“ — og er vatnið framleitt við 250 stiga kulda. Segir og í fréttinni, að þetta sé langódýrasta aðferðin, sem fundizt hefur til þess að framleiða þungt vatn. Þá segir í fréttinni, að Rússum hafi tekizt að búa til vetnis-ofn — og í hon- lun hafi verið framleitt þungt vatn með milljón stiga hita með tveggja millj. ampera straum- Styrkleika. í þessu sambandi má geta þess, að við tilraunir með brezku Zeta-vélina hefur verið framleiddur l'inuu miilj. stiga hiti. þykkti meirihlutinn að vísa er- indi þessu frá, þar eð viðurkennt væri að upptalning atkvæðaseðl- anna gæti engu breytt. Kærendur áfrýjuðu þessari hreppsnefndarsamþykkt til ráð- herra, en ekki til oddvita sýslu- nefndar, svo sem mælt er fyrir. Sendi ráðherra þessa kæru B-listamanna strax norður aftur til sýslumanns til úrskurðar, og hjá honum er málið nú. Á næsta hréppsnefndarfundi dró enn til tíðinda. B-listamenn kærðu þá hreppsnefndarkosning arnar 26. janúar og var þess jafn framt krafizt, að kosið yrði upp aftur! Töldu B-listamenn, að fylgzt hefði verið með þvi, er stuðningsmepn A-listans komu á kj örstað. Meirihluti hreppsnefndar vís- aði kröfunni frá og benti hún á m.a., að fulltrúar B-listans hefðu þegar tekið sæti í hreppsnefnd- inni og hafið virka þátttöku í öllum hreppsnefndarstörfum. Ekki er vitað, hvað kærendur munu næst gera, en á Blönduósi hafa B-listamennirnir sagt, að þeir myndu áfrýja þessum hreppsnefndarúrskurði beint til ráðherra. Geta má þess að lokum, að við hreppsnefndarkosningarnar á Blönduósi höfðu listarnir sam- eiginlegar kosningarskrifstofur til að auðvelda fólki kjörsókn, en slæmt veður var á kosninga- daginn a.m.k. fyrrihluta dags. Selfangari með bilaða vél BRUSSEL, 28. febr. — Belgiska flugfélagið Sabena tilkynnti í dag, að norskur selfangari „Polar hav“ væri á reki stjórnlaust und- an vesturströnd Afríku. Skipið er með bilaða vél. Það er 630 lestir að stærð — og var að koma úr leiðangri til Suður- heimskautslandsins, en þangað flutti það belgiska leiðangurs- menn. Verður flogið með vara- hluti í vél skipsins til Belgisku- Kongó á morgun, en sjóflugvél mun síðan fljúga út yfir hafið og kasta þeim niður til „Polarhav“ í fallhlíf. Vinna Hreingerningar og gluggahreins- un. — Sírni 17897. — Þórður og Geir. — Félagslíf íslandsmótið í körfuknattleik heldur áfram í fyrramálið, sunnudag. Keppt verður í öðrum aldursflokki karla kl. 10,50. KFR á móti ÍR a-liði. — KR á móti Ármann A-liði. Kl. 15,50 ÍR B- lið gegn IKF. Aðgangur ókeypis. Knattspyrnufélagið Þróttur Leikfimi er í dag kl. 4,20 e. h. í KR-hheimilinu. Mætið stundvíslega. Nefndin. Skíðaferð um helgina að skíðaskálanum í Hveradöl- um, laugardag kl. 2 og kl. 6, sunnudag kl. 9—10 og kl. 1,30. — Firmakeppni Skíðaráðsins hefst kl. 11. Keppendur athugið, nafna kall kl. 10,30. Starfsmenn móts- ins, mætið á sama tíma. Lyfta í gangi. SkiðaráS Reykjavíkur. Knattspyrnufélagið Víkingur Æfingar að Hálogalandi í dag: Kl. 1,50 kvennaflokkur, kl. 2,40 meistara og I. flokkur. Munið fjölteflið á mánudag kl. 8 í félagsheimilinu fyrir II. og IIII. flokk. — Félagsheimilið opið | í dag kl. 4—7. Stjórnin. * KVIKMYNDIR * „Sibasti Jbátturinn' STJÖRNUBÍÓ sýnir nú þýzka kvikmynd er nefnist „Síðasti j þátturinn“ er segir frá síðustu ævi stundum Hitlers og Evu Braun, dauða þeirra og hinum miklu ógnum og ofboði, er ríkti i Ber- lín þessa daga, er nazistar börð- ust trylltri baráttu gegn Banda- mönnum er þokuðust æ lengra inn í borgina. — Eins og stað- fest hefur verið af sjónarvottum, voru margir helztu leiðtogar Þjóðverja á þessum örlagaríku dögum orðnir vitstola, en þeirra verstur var þó sjálfur höfuðpaur- inn, Hitler, sem vafalaust hefur um langt skeið verið haldinn mikilmennskubrjálæði og of- sóknaræði. Það er margt og mikið, sem gerist í þessari mynd og vafalaust gefur hún nokkuð raunsanna lýsingu á ástandinu í Berlín og þó einkum í neðan- jarðarbyrgi Hitlers þessa daga, en þó virðist mér efnið ekki tekið þeim listrænu tökum, er búast hefði mátt við, þar eð hinn mikilhæfi þýzki rithöfundur Eric Maria Remarque hefur átt veru- legan þátt að gerð myndarinnar. Verður ekki annað séð en að áróð urinn gegn nazistum og atferli þeirra, sé megintilgangur mynd- arinnar og beri allt annað ofur- liði, en þau vinnubrögð draga mjög úr áhrifum myndarinnar, enda þótt nazistar og þá einkum Hitler og skósveinar hans eigi ekkert sér til málsbótar. — Mynd in er allvel tekin og vel leikin, og gervi hinna þýzku leiðtoga fara að því er virðist mjög nærri hinum raunverulega fyrir- myndum. Ego. Fer&afélag Bslands heldur kvöldvöku í Sjálfstæðis- húsinu sunnudaginn 2. marz. — Húsið opnað kl. 8,30. 1. Frumsýnd verður litkvikmynd af Reykjavík fyrr og nú tek- in af Ósvald Knudsen mál- arameistara, með tali og texta eftir dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð. 2. Myndagetraun, verðlaun veitt 3. Dans til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir í Bóka- verzlunum Sigf. Eymundssonar og ísafoldar. Samlcomuar K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10 f. h. Sunnudagaskólinn. Kl. 10,30 f. h. Kársnesdeild. Kl. 1,30 e. h. YD og VD. Kl. 8,30 e. h Fórnarsamkoma. Bjarni Eyjólfsson ritstj. talar. Allir velkomnir. Á eftir verður sýnd kvikmynd Gideo-félagsins: Fólgnir fjársjóð- Kristniboðshúsið Betanía Laufásvegi 13. Á morgun: Sunnudagaskóli kl. 2 e. h. — Öll börn velkomin. Fíladelfía Á morgun, sunnudag: Bæna- og föstudagur fyrir Fíladelfíu- söfnuðinn. Húsið opnað kl. 8 f.h. Brotning brauðsins kl. 4. Fórnar- samkoma kl. 8,30, vegna ný- byggingar Fíladelfíusafnaðarins. Ræðumenn: Guðmundur Markús son og Garðar Ragnarsson. Allir velkomnir! Aðalfundur verður haldinn 1 Kristniboðsfélagi kvenna fimmtudaginn 6. marz á venju- legum stað og tíma. Fundarefni: Venjuleg aðalfund- arstörf. Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin. Hjartanlegar þakkir færi ég börnum mínum og öðrum ættingjum, vinum, samstarfsfólki og húsbændum, sem minntust mín á 75 ára afmæli mínu hinn 19. febrúar sl. með heillaóskaskeytum, blómum, heimsóknum og höfð- inglegum gjöfum. — Hamingjan fylgi ykkur allar Ieiðir. Pétur V. Snæland. Unglinga vantar til blaðburðar við Laugav. III. Hrlngbrauf ÍovgiisttMfkMfr Sími 2-24-80 l&naðarhúsnœði Stórt verzlunar- eða iðnaðarpláss til leigu ca. 600 ferm. á góðum stað í bænum. Til greina gæti komið að leigja hluta af því. Tilboð sendist Morgun- blaðinu fyrir föstudaginn 7. marz kl. 12 á. h. — Merkt: Iðnaður — 1 — 8739. Skrlfstofustúlka óskast í framtíðarstarf, helzt nú þegar. Eigin- handarumsókn merkt „8735“ sendist Mbl. fyrir 4. marz. í umsókninni skulu gefnar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Borgnesingar nærsveitir Höfum opnað nýtt trésmíðaverkstæði við Þórólfs- götu. Smíðum glugga, hurðir, eldhús- og svefnher- bergis-innréttingar, laus eldhúsborð og kolla með plast ofan á. — Höfum fullkomnar vélar — Pantið tímanlega. Trésmiðja Þóris Ormsonar BORGARNESI Móðir mín GUÐRtJN RUNÖLFSnÖTTIR frá Dyrhólahjáleigu lézt á Landakotsspítala 27. febrúcu:. Fyrir hönd aðstandenda. Þorsteinn Sigurjónsson. Jarðarför móður okkar, tengdamó'ður og ömmu DÓRU JOHNSEN fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 3. marz kl. 2 e.h. Lárus Jolinsen, Sif Johnsen, Jóna Johnsen, Atli Helgason, og barnabörn. Þökkum innilega alla samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, fósturföður og tengdaföður GlSLA G. ÁSGEIRSSONAR frá Álftamýri. Sérstakar þakkir flytjum við læknum og hjúkrunarliði Bæjarspítalans. Sigríður Gísladóttir, Jóhanna Gísladóttir, Bjarney Gísiadóttir, Brynjólíur Stefánsson, Rósa Gísladóttir, Guðmundur Blöndal, Soffía Ásgeirsdóttir, Hjálmar Gíslason, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Svanberg Sveinsson, Jónína Jóhannsdóttir, Páll Briem, Jón Mýrdal Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.