Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 14
14 MORGVIVBLAÐIÐ Laugardagur 1. marz 1958 \ Fresthjónin í Mountain í N-Dakota, frú Ebba Sigurðardóttir og séra Ólafur Skúlason og dóttir þeirra Guðrún Ebba. Cömlu íslendingarnir í Mountain báðu að heilsa Fúafrygging fiskiskipa SÉRA ÓLAFUR SKÚLASON frá Keflavík, sem er prestur í bæn um Mountain í N.-Dakota, er staddur hér á landi um þessar mundir ásamt konu sinni og dótt- ur. Fékk hann nokkurra mán. or- 3of frá prestsstörfum sínum. — Vestur í N.-Dakota er séra Ólaf- ur þjónandi prestur við sjö kirkj ur og að auki prestur elliheimilis- ins í Mountain. Þegar ég hafð- lokið messu þar fyrír um 2 vikum, og hinir gömlu Islendingar sem þar dvelja vissu að ég ætlaði að skreppa heim, báðu þeir mig fyrir góðar kveðjur hing að, sagði séra Ólafur. Að óreyndu getur enginn trúað því hve þessir gömlu Vestur-lslendingar eru í rauninni miklir íslendingar, þó ör iögin hafi orðið á þann veg að þeir hafa gevt Ameríku að sínu öðru föðurlandi. 1 elliheimilinu í Mountain hittir maður vistfólk, sem ekki hefur enn þann dag í dag lært að tala ensku. Um helm ingur vistfólksins er íslendingar, eða rúmlega 20 manns. Fyrir svo sem tveim árum voru þar næstum eingöngu . Vestur-íslendingar, en rr.ðir gömlu innflytjendanna eru nú teknar að þynnast mjög. Islenzkum guðsþjónustum í kirkjum fækkar stöðugt, og má heita að ég nr-'ssi ekki á íslenzku í neinni hinna sjú kirkna sem ég þjóna, nema þá að eitthvert sér- stakt tilefni sé og á stórhátíðum. Safnaðarstjóinir kirknanna eru heldur ekki eingöngu skipaðir Vestur-íslendingum eoa afkom- endum þeirra, því þar elga ^æti Norðmenn og Frakkar, svo ég nefni dæmi, sagði séra Ólafur. Séra Ólafur Skúlason sagði að kirkjusókn væri góð hjá sér. !>að er raunar svo um gjörv"ll Bai.da- ríkin að kirkjusókn fer þar vax- andi svo og áhugi fóiks á þeim margháttuðu störfum, sim kirkj- an vinnur fyrir eldri stíin yngri. Skipulag kirkjustarfs'.. ; er líka mjög til fyrirmyndar ao minum dómi. Yfirstjóm kirkjunnar, und ir forsæti Fry forseta alheims^am taka lútersku kirkjunnar, hefir stöðugt samb. \ið prestana með bréfaskriftum, til þess að auð- velda þeim starfið og aðstoða þá á allan nátt við almennt safnaðar starf, sem er mjög mikið. Starf kirkjunnar fyrir æskuna er um- fangsmikið, og hjá mér sjálfum verð ég bráðlega að skipta urígl- ingaflokkunum niður í þrjár dsild ir, til þess að kon.ast yfir að ræ^ a það starf að nokkru gagni. En þrátt fyrir svo mikinn og almennan áhuga á kirkju og kistni vestur £ Bandaríkjunum, er þar mikill skortur á prestum. Þar er meðaltími presta hjá söfn- uðui- fimm ár. Þar er langseta presta í sama brauði talin óæski- leg. Þá skýrði séra Ólafur frá því að nokkru áður en hann hélt af stað hingað heim, hafi hann hitt Harald Bessason prófessor við ís- lenzka kennarastólinn í Mani- toba. Haraldur ei-mjig gegn mað ui í þessu starfi, sagði Ólafur. Haraldur kvað nú eitthvað um 18 stúdenta leggja stund á íslenzku, Það þótti mér há tala neme.»da þegar þess er gætt hve stutt er síðan kennarastóllinn tók til starfa, sagði séra Ólafur. Séra Ólafur kvaðst einnig hafa hitt prófessor Richard Beck, er bað hann fyrir hinar beztu kveðj ur til Islendinga, sömuleiðis Valdi mar Björnsson, fjármálaráðherra Minnesota-ríkis. Séra Ólafur kvaðst mundu hverfa aftur vestur til Bandaríkj- anna í maímánuði. Hann er nú eini Islendingurinn sem stund- ar prestskap í byggðum Islend- inga í Bandarikjunum. Kveðst hann una hag sínum vel vestra og vera ráðinn í því hvenær hann myndi leggja til orrustu við prest kosningar hér á landi. RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fyr- ir Alþingi frumvarp um vátrygg- ingu fiskiskipa gegn skemmdum af bráðafúa (þurrafúa). Allir eigendur tréskipa, sem fiska við Island og hafa þilfar, eru skyldaðir til að tryggja þau í þessu skyni hjá Samábyrgðinni. Ráðherra skal ákveða iðgjöld og tjón bætast eftir mati, jafnótt og viðgerð fer fram. Skipaskoðun rikisins skal ár- lega rannsaka hvert skip til að leita að fúa og tilkynna Sam- ábyrgðinni, ef hans verður vart. 1 greinargerð frumvarpsins seg ir, a'ð eftir heimsstyrjöldina síð- ari hafi skyndilega tekið að gæta hér bráðafúa í fiskiskipum. Mikl- ar skemmdir háfa orðið af þess- um sökum, og ekki hefur annað þótt fært en að ríkissjóður veitti ábyrgð á lánum, sem tekin hafa verið til að borga viðgerðir. Sam- tals hefur rflsissjóður veitt ábyrgð ir að f járhæð kr. 9.498.928,03. Auk þess liggja fyrir fyrirheit og beiðnir un ábyrgðir, er nema ca. 4,8 millj. kr. Fúinn hagar sér þannig, að jafnvel þótt engin missmíði sjá- ist á skipinu, geta innviðir þess og byrðingur verið svo étnir, að við liggi að skipið hrynji saman. Bráðafúinn stafar af lífverum í í jurtaríkinu, og er ekki fullsann- að, hvernig stóð á því, að hans tók skyndilega að gæta hér á landi. Sterkar líkur eru til, að höfuðástæðurnar séu þessar: 1) Skipaviður hefur ekki fengið hæfilegan geymslutíma og meðferð. Ófullnægjandi loftstreymi. Hrái farmsins, sem stendur í sambandi við notkun salts er svo til horfinn. - Frumvarp þetta kom til 1. umr. á fundi í neðri deild í gær. — Hannibal Valdimarsson fylgdi því úr hlaði, en síðan tók Kjart- an J. Jóhannsson til máls. Taldi hann frurnvarpið vera til mikilla bóta. Hinsvegar kvaðst hann vilja benda á, að í Danmörku væru bátar nú ekki teknir í trygg ingu gegn bráðafúa nema þeir væru varðir með sérstöku efni, sem farið er nota gegn fúasvepp unum. Sagði Kjartan, að mikil nauðsyn væri á, að tekið væri til athugunar, hvers árangurs mætti vænta af notkun efnis þessa. Frv. var vísað til 2. umr. og sjávarútvegsnefndar. Kvikmyndin „Reykjovík fyrr og .»» u eitir 0. Knudsen sýnd kvöldvöku Ferðafélagsins Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ var fréttamönnum boðið að sjá nýja kvikmynd sem Ósvald' Knudsen hefur tekið og nefnist „Reykja- vík fyrr og nú". Mynd þessi verð ur sýnd á kvöldvöku Ferðafé- lags íslands annað kvöld. Kvikmynd þessi er bráð- skemmtileg og vel tekin og hin fróðlegasta í alla staði. Hún hefst 1776 og nær allt fram til síð- ustu tíma. Er' þar hægt að fylgj- ast með þróun og vexti bæjarins, frá því hér bjuggu um 1000 íbúar og þar til nú. Kristján Eldjárn hefur samið texta með myndinni og talar inn á hana. Mynd þessi er eins og aðrar myndir Knud- sens, unnin af hinni mestu vand- virkni. Þetta er 10. kvikmyndaþáttur- inn sem Ósvald Knudsen heíur gert. Undanfarið hefur Ferða- félagið sýnt margar myndir eftir Knudsen og allar mjög skemmti- legar og vel teknar. Annað kvöld heldur Ferða- félagið fjórðu kvöldvöku sína á þessum vetri. Auk kvik- myndarinnar „Reykjavík fyrr og nú" verður myndagetráun og síðan dans. Samkoman fer fram í Sjálfstæðishúsinu, eins og venja er. Bjarni Jónsson Cerði - Minnlng McFerrin óperusöngvari Metropolitan- sóngvari í Reytjavík ÓPERUSÖNGVARINN McFerrin söng í gærkvöldi fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélagsins í Aust- urbæjarbíói, verk eftir Handel, Purchell, Verdi, Schubert, Schu- mann auk allmargra negrasöng- vara, en söngvarinn er sjálfur blökkumaður. Um þessa tónleika er hægt að vera fáorður, þ-ví söngvarinn er slíkur snillingur, listamaður af hjarta og sál, en aðeins er hægt að lýsa söng hans með nokkrum stórum upphrópunarorðum.Breið og hrífandi rödd, kunnáttan með afbrigðum og söngurinn fágaður og tilfinningaríkur. McFerrin, sem er aðeins 34 ára gamall, hef- ur þegar hlotið mikla frægð fyr- ir túlkun sína á Rigoletto, og hann er nú á leið til Finnlands til þess að koma fram í þessu uppáhaldshlutverki sínu. Á tón- leikum í dag kl. 3 í Austurbæj- arbíói, þar sem öllum er gefinn kostur á að fá aðgöngumiða, mun hann meðal annars syngja úr Rigoletto. Ætti enginn, sem yndi hefur af listasöng að láta það tækifæri ganga sér úr greipum. Vikar. F. 20. 9. 1874. — D. 20. 2. 1958. í DAG er borinn til hinztu hvíld- ar í grafreit sóknarkirkju hans að Innrahólmi merkur sæmdar- maður og góður búhöldur, Bjarr.i Jónsson, bóndi í Gerði í Innri- Akraneshreppi. Bjarni varð maður háaldraður. kominn nokkuð á fjórða ár hins níunda tugar, er hann lézt. Var hann þá elztur maður í byggðai- lagi sínu. Hafði Bjarni búið í Gerði tveim árum betur en hálía öld. Tvö síðustu árin dvaldi hann þar hjá dóttur sinni og tengda- syni. Bjarni var fæddur í Stórabotni í Botnsdal. Foreldrar hans, Jón Jónsson og Guðríður Jóns- dóttir voru þar þá í hús- mennsku. Þau fluttust nokkru síö ar búferlum að Stórubýlu í Innri- Akraneshr., og ólst Bjarni þarupp hjá þeim. Ungur fór hann að heiman í vinnumennsku. Varð það á þeim árum lengstum hlut- skípti hans að stunda jöfnum höndum sjómennsku og landbún- aðarstörf. Á æskuárum Bjarna var blómatími skútuútgerðarinn- ar hér á landi. Innan við tvítugs- aldur fór Bjarni til fiskveiða á skútum, einkum á vetrar- og vor- vertíðum. Á öðrum tíma árs vann hann gjarnan við sveita- störf. Bjarni var snemma röskur maður og áhugasamur, að hverju sem hann gekk. Gætti þeirra eig- inleika hans, og karlmennsku í hverri raun, eigi síður í sjó- mennskunni en öðrum störfum. Bjarna farnaðist vel skútuveraji, því auk dugnaðar hans við sigí- ingastörfin var hann vel fiskinn. góður fiskdráttarmaður, eins og það var kallað við handfæraveið- arnar á skútunum á þeirri tíð. Var þetta höfuðkostur hverjum skútumanni, þvi þeir, sem fiskn- astir voru, gengu frá borði meS bezta „hýru". Var það sjómönn- um og öðrum jafnan mikil ráð- gáta, hvernig á því gæti staðið, hve miklu munaði á fiskni manna, þótt þeir stæðu hver við annars hlið og eigi væri á því sýnilegur munur, hvernig þeir bæru sig að við fiskdráttinn. Á skútunum hélzt lengi þaö' aflaskiptafyrirkomulag, að menn voru ráðnir upp á hálf drætti, þ. e. að hásetar. áttu sjálfir helming alls bolfisks, er þeir drógu, auk trosfisks. Var fiskurinn svo markaður á sporði eða uggum. áður en hann fór í saltið, og hafði hver maður sitt mark út aí fyrir sig. Fiskurinn var síðan, er lokið var verkun hans í landi. dreginn í sundur eftir mörkum og veginn. Sagði þá vigtin til um hve fisknir menn voru og það hve fast þeir höfðu sótt fisk- dráttinn, með því að standa frí- vaktir o. fl. Með fráfalli Bjarna, og annarra manna á hans aldursskeiði, deyja út endurminningarnar um þenn- an þátt útgerðarsögu þjóðar vorr- ar, líf manna og athafnir um borð í skútunum. Skráðar heim- ildir varna því þó væntanlega, að þessar minningar glatist oss með öllu. Bjarni var hagleiksmaður að eðlisfari og hneigður til smíða. Þegar þar kom, að hann fór að slá slöku við sjómennskuna, hvarf hann að smíðanámi um hríð. Stundaði hann smíðar tvö tíðustu árin áður en hann hóf búskap í Gerði á fyrsta áratug aldarinnar. Það var svo um Bjarna, sem og um fjölda annarra ungra manna á þeim tíma, að þeir áttu þess fæstir kost að sinna frá upp- hafi þeim verkefnum, er hneigð þeirra og upplag stefndi að og þeim voru ríkust í huga. Þurfti löngum til þess alllangan að-} draganda, að menn hefðu búið svo í haginn fyrir sig, að þeir gætu hafið sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Var þessu eigi sízt svo varið um þá, er ráðið höfðu við sig að hefja búrekstur í sveit. En að því stefndi hugur Bjarna strax í æsku. Sýndi reynslan það Ijóslega á hinum langa búskapar- ferli hans, að þar hafði frá upp- hafi fylgt hugur máli. Bjarni bjó jafnan góðu búi á eignarjörð sinni og ger'ði þar miklar umbæt- ur. Háfði hann og jafnan þar nokkurt sjávargagn, eftir því sem við varð komið með heimanræði. Bjarni Vur maður félagslyndur og var jafiicn hvetjandi og reiðu- þúinn tii þcicttöku í félagssam- tökum, er til framfara horfðu, og þá ekki sízt á sviði landbúnaðar. en áhugi hans og umhyggja fyrir eflingu og velfarnaði búnaðarins í hvívetna lá dýpst í eðli hans, þótt öðrum verkefnum ýmsum hefði hann sinnt um ævina og þá jafnan af alúð og kostgæfni. — Bjarni starfaði lengi í hrepps- nefnd í sveit sinni og lagði þar margt gott til mála. Einnig var hann í sóknarnefnd. Sýndi hann sóknarkirkju sinni jafnan mikla ræktarsemi, sem meðal annars kom fram í því, að hann og kona hans, færðu kirkjunni myndar- lega gjöf á efri árum þeirra. Bjarni átti lipra og létta lund, var jafnan í daglegri umgengm heima og heiman glaður og reii- ur. Hann var maður vinsæll, hug- þekkur og hjálpsamur, hvenær sem til hans var leitað. Bjarni var kvæntur veglyndri heiðurskonu, Sigríði Jónsdóttur. Hún lézt árið 1956, eftir fimmtíu og þriggja ára farsæla sambúð þeirra hjóna. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og eru þau öll á lífi: Bö'ðvar trésmíðameistari 1 Reykjavík, kvæntur Ragnhildi Jónsdóttur. Eiga þau sex börn uppkomin. Sesselja Ásta, gift Ai- manni Guðmundssyni trésmíða- meistara í Reykjavík, og eiga þau fimm uppkomin börn. Eru þau hjónin systkinabörn. Guðrún Indí ana, gift Guðna Eggertssyni bónda í Gerði. Eiga þau tvö upp- komin börn. Við fráfall þessa aldna bónda er í valinn hniginn mikill dreng- skapar- og sómamaður, er skilur eftir góðar, hlýjar og hugstæðar endurminningar hjá öllum, er af honum höfðu kynni. Kveð ég, sem þessar linur rita, minn góða tryggðavin með innilegu þakk- læti fyrir margra áratuga gott og ánægjulegt samstarf. íetur Ottesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.