Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 1. marz 1958 Iðnlánasjóður verði sfórefldur Hlutverk hans verbi oð veita stofnlán TVEIR þingmenn úr Sjálfstaeðisfloklcnum, Magnús Jónsson og Jó- hann Hafstein, hafa lagt fram tvö lagafrumvörp varðandi iðnlána- sjóð. Annað fjallar um endurskoðun á lögunum um sjóðinn, en þau ertc frá 1946. Er lagt til, að starfsemi hans verði hér eftir bundin við að veita stofnlán til iðju og iðnaðar. í hinu frumvarpinu er lagt til, að lögunum um gjald af innlendum tollvörutegundum verði breytt og það látið renna að hálfu í iðnlánasjóð. Þeir Magnús og Jóhann leggja til, að 1. gr. laganna um iðnlána- sjóð verði orðuð þannig: „Hlutverk iðnlánasjóðs er að styðja iðju og iðnað í landinu með hagkvæmum stofnlánum. Heliningur gjalds af innlendum tollvörutegundum, sem á er lagt með sérstökum lögum, rennur til sjóðsins". 4. gr. laganna orðist þannig: „Eán veitast iðnrekendum og iðjurekendum, sem erfitt eiga um Iántöku á annan hátt, tíl kaupa á vélum og stærri áhöld- um (ekki handverkfærum) og til að koma upp nauðsynlegum hús um fyrir rekstur sinn“. Ýmis önnur ákvæði eru i frum- vörpunum. — í greinargerðunum segir, að Sjálfstæðismenn hafi áður lagt til, að lögunum um iðn- lánasjóð verði breytt. Þá eru rök- in fyrir máli þessu rakin og m. a sagt: Sjóðurinn of lítill Frá því að iðnlánasjóður tók fyrst til starfa, skv. lögum frá 1935, hefur hann verið svo til eina lánsstofnun í landinu, sem veitt hefur iðju og iðnaði samn- ingsbundin lán til langs tíma með hagstæðum vaxtakjörum. Hefur starfsemi sjóðsins því komið að góðum notum, svo langt sem húr hefur náð. Frá byrjun hefur starfsfé sjóðsins verið allt of lít- ið, enda þarfir iðnaðarins fyrir aukið lánsfé vaxið með ári hverju. Nauðsyn stofnlánasjóðs Það er að vonum mikið áhuga- mál iðnrekenda og iðnaðar- manna, að iðja og iðnaður eignist sérstakan byggingarlánasjóð, hhð stæðan stofnlánasjóðum landbún- aðar og sjávarútvegs. Er hér auð- vitað um fullkomið sanngirnis- mál að ræða vegna hins mikla þjóðhagslega gildis þessa atvinnu vegar. íslenzkum iðnaði hefur fleygt fram á undanförnum ár- um og íslenzkar iðnaðarvörur í mörgum greinum fullkomlega sambærilegar við erlenda iðn- framleiðslu. Þótt einstakar grein- ar iðnaðarins kunni að eiga vafa saman rétt á sér, þá er það hin mesta þjóðarnauðsyn að efla sem mest heilbrigðan iðnað í landinu og tryggja íslenzkum iðnaðar- mönnum viðunandi aðstöðu til þess að inna af hendi sem flesta þá þjónustu, sem ella yrði að kaupa erlendis frá. Iffnlánasjóður er þess nú alls ómegnugur aff veita nokkur telj- andi lán til stofnframkvæmda í iffnaffinum, og eins og nú standa sakir, er það nær eingöngu fisk- iðja, sem á kost á stofnlánum, ef undan eru skilin einstaka stór- . fyrirtæki, svo sem áburðarverk- smiðja og sementsverksmiðja. Iffnaffurinn sjálfur njóti tolla af iffnaffarvörum Flutningsmenn þessa frum- varps telja sjálfsagt, að Alþingi mæti sanngjörnum óskum sam- taka iðnrekenda og iðnaðai- manna um stofnlánasjóð, er veict geti lán til nauðsynlegra bygg- inga og vélakaupa til eflingar iðju og iðnaði í landinu. Nú er lagt hátt tollgjald á ýmsar inn- Iendar iffnaffarvörur. Fiskveiffa- sjóður er fyrst og fremst byggff- ur upp af sjávarútveginum sjálf- um meff útflutningsgjaldi af sjáv- arafurffum. Á sama liátt sýnist efflilegt og sanngjarnt, aff iffnað- urinn njóti sjálfur aff verulegu Ieyti þess gjalds, sem honum er gert aff greiffa af framleiffslu sinni. Þar sem gjald af innlend- um tollvörum er allstór tekju- stofn fyrir ríkissjóð, þykir flutn- ingsmönnum ekki fært að svipta ríkissjóð þessum telcjum að öllu leyti, en leggja til, að gjaldið skiptist að hálfu milli ríkissjóðs og iðnlánasjóðs. Hér myndi verða um mikla efl- ingu iðnlánasjóðs að ræða og má ætla, að tekjur hans verði 5—6 millj. kr. á ári, ef frumvörp þess' ná fram að ganga. Sjálfvirkar símstöðvar í Eyjsasn og við Djúp Á FUNDI sam. Alþ. á miffviku dag var rætt um 2 þingsályktun- artillögur um sjálfvirkar sím- stöffvar. Karl Guffjónsson mælti fyrir tillögu um að slíkri stöð skyldi komið upp í Vestmannaeyjum, en hann flytur tillöguna með Jó- hanni Þ. Jósefssyni. Taldi ræðu- maður, að verr hefði verið búið að Vestmannaeyingum á þessu sviði en íbúum ýmissa smærri kaupstaða, og gat þess, að hús næði væri fyrir hendi í Eyjum fyrir sjálvirka stóð. Kartan J. Jóhannssonn flutti framsöguræðu um tillögu, sem hann flytur með Sigurffi Bjarna- syni, um sjálfvirka símstöð fyrir ísafjörð, Hnífsdal, Bolungavík og Súðavík. í tillögunni er einnig ákvæði um að hraða íramkvæmd um til að bæta símasamband Vest fjarða við aðra landshluta. Kjart- an benti á þá örðugleika, sem af einangrun Vestfjarða stafa, og taidi, að umbætur í símamálum myndu auka öryggi og greiða fyrir atvinnulífinu í þessum landshluta. Báðum þessum tillögum var vísað til 2. umr. og fjárveitinga- nefndar. sterifap úi* i daglega lífinu Lyftur FÓLKSLYFTUR í húsum eru afar gagnleg tæki. þær spara mönnum spor og eru ekki aðeins til þæginda heldur og beinlinis til heilsuverndar. Mig minnir, að einhverjir vitrir og góðgjarnir menn hafi sagt i vetur, að ekki ætti að leyfa að byggja íbúðar- hús, sem eru meira en 3 hæðir áu þess að hafa í þeim lyftu. Fjögurra hæða íbúðarhús eiu al- geng hér í borginni, og mun það heyra til undantekninga, ef I þeim eru lyftur. Sums staðar mun rishæð húaa einnig vera not uð til íbúðar, og hlýtur ferða- lagið upp alla stigana að vera hin mesta þrekraun. Þær fólkslyftur, sem til eru í Reykjavík, eru flestar í skrif- stofuhúsum. Að þeim er auðvitað mikil bót, en ósköp eru þær sum- ar orðnar gamlar og leiðinlegar. Þó að Velvakandi sé orðinn stirð ur og feitur, tekur það því varla fyrir hann að nota lyfturnar í Landsímahúsinu og Reylcjavíkur apóteki, svo að tekin séu dæmi úr flokki hæggengustu lyftna. Þó að maður klífi stigana ósköp ró- við lyftunum. í nokkrum nýleg- um byggingum eru hins vegar hraðgengar lyftur, sem þar að auki þarf ekki sérstakan mann til að stjórna eins og gömlu lyft- unum. Maður þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að opna hurðir í sumum þeirra. Viija nú ekki eigendur húsa með þessum lyftu- skömmum, sem ekki gera meira gagn en bíll í jólaös í miðbænum, athuga, hvort ekki væru einhver tök á að fá fullkomnari tæki til að flytja fólk milli hæða? Ýtt við reikningshausum EG held, að það sé nú orðinn næstum því mánuður síðan ég lagði þessa þraut fyrir reikn- ingsglögga lesendur: Hvernig er hægt að rita heilar tölur milli 1 og 100 með tölustafn um 4 einum saman? Það er heldur létt verk að finna út, að 4/4 = 1, hvaðratrótin af 4 = 2 og 4 + 4/4 = 3. En enginn hefur enn sem komið er getað fundið út, hvernig rita má tölurnar 73 og 89 með þessum hætti? Vill ekki einhver reyna betur? Miðarnir kosta 15 og 30 kr. ÞAÐ var misslcilningur, sem sagt var hér í dálkunum í gær, að barnamiðar að Fríðu og dýrinu í Þjóðleikhúsinu kostuðu 20 og 30 kr. Þeir kosta 15 og 30 kr., eftir því, hvar sætið er. Um forarslettur NÚ í blotanum er ástæða til að minna bifreiðarstjóra á, að það er bannað að aka með sliku offorsi um bæinn, að pollar á götunum þorni upp vegna skvettu gangs — og hafni á fötum fót- gangandi manna. í lögreglusam- þykkt Reykjavikur, 46. gr. undir lokin, stendur ,,Sé for eða bleyta á götu, skal aka svo, að ekki slettist á aðra vegfarendur, gang stéttir né byggingar." Velvakandi talar af reynslu, er hann segir, að ákvæði sé ekki hlýtt sem skyidi þessa dagana. Og hér með tilkynnist bifreiðastjórum í höf- uðstaðnum, að hann mun ekki hika við að gera skaðabótakröfu á hendur næsta manni, sem leyfir sér að sletta á hann úr forarpolli! lega liggur við, að maður haíi Hljómsveit Vic Lewis á Reykjavíkurflugvelli. Því miffur voru hljófffærin þeirra læst niffur í ferffatöskur. — Annars hefffu þeir veriff til meff aff taka lagiff. Vic Lewis viil gfarna leika fyrir Beykvíkinga EIN FRÆGASTA jazz-hljóm- sveit Breta, hljómsveit Vic Lewis, hafffi stutta viffdvöl hér í Reykja- vík á miffvikudagskvöldiff, en hún var þá leiff til Amcríku frá Bretlandi meff einni af flugvél- um Loftleiffa. Þeir menn hér á landi, sem hlusta á brezka útvarpið munu kannast við hljóm'sveit Vic Lew- is. Hún kemur einnig oft fram í sjónvarpi þarlendis og hefur leikið í flestum hinna frægustu danshalla Bretlands. Fyrir nokkrum árum fóru Bret- ar og Bandaríkjamenn að skipt- ast á danshljómsveitum og er hljómsveitunum boðið af hinu opinbera. Sl. ár fór hljómsveit Vic Lewis í hljómleikaferð til Bandaríkjanna í skiptum fyrir hljómsveit Lionels Hamptons. Fékk hún svo góðar undirtektir, að nú var ákveðið að bjóða henni til Bandaríkjanna í annað sinn og nú í skiptum fyrir hljómsveit Glen Millers. Sextán manns eru í hljómsveit Vic Lewis. Munu þeir félagar dveljast um þriggja vikna tíma í Bandaríkjunum. Þeir munu spila á kunnum dansstöðum, fyr- ir útvarps- og sjónvarpsstöðvar og einnig fyrir nokkra háskóla. Viðstaða þeirra jazz-leilcaranna var mjög stutt hér. Hljómsveitar- stjórinn Vic Lewis, sagði að þeir félagar hefðu leikið víða um heim, en aldrei í Reykjavík. Kvaðst hann vona að þeim gæfist seinna tækifæri til þess. Sög&ifélaglð leitar eftir nýfissn félagsmönnum SÖGUFÉLAGIÐ hefur nú starfaff um rösklega hálfrar aldar skeiff og á aff baki sér mörg góff verk. Má þar nefna síðari útgáíuna á Þjóffsögum Jóns Árnasonar. út- gáíuna á Biskupasögum séra Jóns i Hítardal, ævisögu Gisla Kon- ráffssonar, ævisögu Jóns Stein- grímssonar og „Blöndu“, sem miklum vinsældum hefur náð auk fjölda margs annars scm félagiff hefur gefiff út á liffnum tíma. Nú ætlar félagið að gefa út nýtt verk — sýslulýsingarn- ar, sem samdar voru að tilhlutun landsstjórnarinnar á árunum 1742—1749, en það verður mjög fróðlegt verk. í ár gefur félagið auk þess út hefti af tímaritinu Saga, og eitt hefti af Alþingis- bókunum. Félagsstjórnin hefur hinn mesta áhuga á að auka útgáfu fé- lagsins að mun. Það er nú helzti þrándur í þeirri götu, að félags- menn eru ekki nógu margir. Um sl. áramót voru þeir ekki nema um 800 talsins og þyrfti að vera hægt að auka félagatöluna um helming. Stjórnarformaffur Sögufélags- ins, Þorkell Jóhannesson, háskóla rektor segir í ávarpi, sem sent hefur veriff út: „Verkefni hefur félagiff mörg. En þaff vantar fé- lagsmenn til þess aff geta einbeitt sér meff krafti aff þessum verk- efnum. Einkum vantar okkur ungt fólk í félagið. Sögufélagiff er eina útgáfufélagiff á íslandi, scm vinnur aff útgáfu sagnrita og sögulegra heimilda. Þetta verk er harla þýffingarmiktff og má í etigu falla niffur.“ Er síðan óskað eftir að félags menn taki nú að minnsta kosti einn nýjan íélagsmann með sér í félagið og geri ísafoldarprent- smiðju hf. aðvart, en hún annast prentun bóka félagsins og útsend ingu. Það þarf ekki að efa, að undir þetta verði vel tekið. Vafaiaust munu einhverjir dugnaðarmenn ganga hér fram fyrir skjöldu, eins og svo oft er, og safna miklu af félagsmönnum. Hver einstak- ur, sem í félaginu hefur verið og til þess þekkir mun líka reyna að leggja fram sitt lið, enda mun ar mikið um slíkt. Auk þess ætti almenningur af sjálfsdáðum að kynna sér starfsemi félagsins og gerast síðan félagar. Sögufélagiff á, eins og áður er vikiff aff, aff baki sér mjög merlci- lega starfsemi, sem sízt af öllu má falla niffur. En þaff er á valdi almennings, hvernig um þaff fer og þegar félagiff leitar nú til þjóff arinnar um aukna þátttöku, þá á þaff sízt af öllu skilið aff slíkr! beiðni sé mætt meff tómlæti. Grotewohl friðmælist A-BERLÍN — Grotewohl hefur ritað blaðagrein, þar sem hann segir, að hann meti alltaf hags- muni kommúnistaflokksins meira en persónulegar deilur hans viff flokksbræður. Á þann hátt vill hann gefa til kynna, að hann sé samþykkur hreinsununum i a-þýzka kommúnistaflokknum á dögunum — og að hann standi einhuga með Ulbricht. Áður hafði verið orðrómur á kreiki þess efnis, að Grotewohl og Ulbricht hefði sinnazt — og hinn fyrr- nefndi væri að einhverju leyti samsekur hinum brottreknu leið- togum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.