Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 2
2 MORCT’v**' 4 fílb Laugardagur 1. marz 1958 Lagafrumvarp frd SjdlfstæðismÖnnum: Zslendingar láti smíða tveggfa þilfara togara I GÆR var lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga frá fjóruin Sjálf- stæð'ismönnum, um að tvö af fyrstu fjórum skipunum, sem samið verður um skv. lögum um togarakaup frá því á sl. vetri, verði tveggja þilfaia af þeirri gerð, sem tekur vörpuna inn um skutinn. Flutningsmennirnir eru Kjartan J. Jóhannsson, Jóhann Hafstein, Sigurður Ágústsson og Magnús Jónsson. Greinargerð flutningsmanna er á þessa leið: Gerð togara hefur tiltölulega lítið breytzt, frá þvi að togveiðar hófust hér við land, að öðru leyti Einar Ól. Sveins- son í fyrirlestra- för til Banda- ríkjanna EINN af prófessorum norrænu deildar Háskóla Islands, Einar Öl. Sveinson, er farinn vestur til Bandaríkjanna í boði Bandaríkja stjórnar. Mun próf. Einar Ólaf- ur ferðast víða um Bandaríkin, en ýmsir háskólar þar hafa beð- ið hann að flytja fyrirlestra. — Hyggst hann fara allt vestur til Kyrrahafsstrandar. — Einari ólafi leikur einnig hugur á að heimsækja íslendingabyggðir í Vesturheimi: N-Dakota og Mani- toba. 1 viðtali við Mbl. sagði próf. Einar Ólafur Sveinsson að sér þætti Iíklegt að hann fengi tæki færi til að kynnast Vestur-ls- lendingum og halda fyrirlestra á þeirra slóðum. Próf. Einar Ólafur verður fulla tvo mánuði í förinni. Háskólar þeir, sem hann heimsælcir og flyt- ur fyrirlestra við, eru m.a. Berk- eleyháskóli í Kaliforníu, Madison háskóli í Wi.-cor.sin í Baltimore, Cornellháskóli í fþöku og að öll- um líkindum mun prófessorinn einnig flytja fyrirlestur við Har- vardháskóla. Munu fyrirlestrarn ir fjalla um klassiskar íslenzkar bókmenntir. en því, að skipin hafa stækk- að og vélaafl aukizt. Nokkur ár eru þó frá því að hugmyndir komu fram um tveggja þilfara togara, bæði hér á landi og í Englandi. Englendingar breyttu tundurspilli í togara eftir síðari heimsstyrjöldina og hafa síðan byggt fleiri skip af svipaðri gerð. Þá hafa Rússar látið byggja nokk ur skip með líku lagi, og nú ný- verið hafa Þjóðverjar látiö byggja þrjú skip með þessu lagi. Ýmsir byrjunarörðugleikar voru í fyrstu við þessa aðferð tog- veiða, en svo er að sjá sem bæði Þjóðverjum og Englendingum hafi nú tekizt að sigrast á þeim. Þessi nýju skip hafa svo znarga kosti fram yfir eldri gerð togara, að sjálfsagt er fyrir okkur að fá eins fljótt og unnt er a. m. k. tvö skip af þessari gerð til þess að fa samanburð á útgerð þeirra og nýrra skipa af eldri gerð. Með- al kostanna má telja, að svo virðist sem slysahætta ætti að vera mun minni á þessum skip um en eldri gerð togara og vinnuskilyrði öll ólíkt betri. Þess má geta að Morgunblaðið hefur að undanförnu sagt nokk- uð frá togurum af þessari nýju gerð. Hinn 2., 18. og 19. febrúar var t. d. sagt frá þýzka togaran- um Sagitta hér í blaðinu, en hann er með þessu lagi. Síðasta sýning er í kvöld á gamanleiknum Romanoff og eftir Peter Ustanov. Hér sjást sovézku sendiherrahjónin sendiherrann að láta á höfuð konu sinnar hattinn, sem hefir dreymt um daga og nætur. (Inga Þórðardóttir og Gislason). Stossen gerir hreint fyrir ssnum dlyrum WASHINGTON 28. febrúar. — Fyrrverandi sérlegur ráðunautur Eisenhowers í afvopnunarmálum H. Stassen, lagði í dag fram til- lögu í fjórum liðum um samn- ing Bandaríkjanna og Rússa um afvopnun. Gerir Stassen á þann hátt grein fyrir afstöðu sinni til Frá Búnaðarþingi: Miklar umræður um frumvorp til girðingar- og jarðhitaiaga TVÖ MÁL voru mjög til umræðu á Búnaðarþingi í gær. Bæði mál- in voru send frá Alþingi til um- sagnar Búnaðarþings. Voru það frumvörp til laga um jarðhita og frumvarp til breytinga á gird- ingarlögunum. Um frumvarp til laga um jarð- hita komu fram þær skoðanir að í jafnstóru máli og þar væri á ferðinni mætti ekki hrapa að neinu og kom m. a. fram tillaga um það að setja milliþinganefnd í málið og rannsaka það mjög I gaumgæfilega. Komu fram marg- I ar athugasemdir við frumvarpið, en því var vísað til annarrar um- ræðu og nánari athugunar nefnd- ar. Þá var og mikið rætt um girð ingarlögin og sýndist þar sitt hverjum. Kom fram tillaga Fjórir Fulbright-ferðaslyrkir á þessu ári. 3 sveitir keppa um meistaratitiliim FYRIR nokkru lauk meistara- flokkskeppni Bridgefél. Reykja- víkur. Tólf sveitir tóku þátt í keppninni og er keppninni lauk, voru þrjár sveitir jafnar: Sveit Harðar Þórðarsonar, sveit Ólafs Þorsteinssonar og sveit Stefáns Guðjohnsen. Þessar sveitir eiga að keppa innbyrðis um meistara- titilinn. Verður spilaður einn leikur, 40 spil. Á sunnudaginn var spiluðu sveitir Ólafs og Stefáns og skildu þær jafnar. Á morgun, sunnudag, klukkan 1,30, mætast sveitir Harðar og Ólafs. Spilað er í Skátaheim- ilinu. FULBRIGHT stofmmin á fs- landi hefur tilkynnt að hún ætli að veita fjórum íslenzk- um kennurum styrk til sex mánaða náms og kynnisdvalar í Bandaríkjunum á þessu ári. Eru það jafnmargir styrkir þessarar tegundar og veittir voru sl. ár. Styrkir þessir eru fólgnir í ókeypis ferð fram og aftur og dagpeningum, sem eiga að nægja til greiðslu dvalarkostn aðar í Bandaríkjunum í sex mánuði. Einnig verður veittur nokkur styrkur til að ferðast innan Bandaríkjanna. Þeir sem styrk hljóta þurfa að skuldbinda sig til að dveljast vestanhafs I. sept 1958 til 28. febrúar 1959. Umsóknir um styrkina þurfa að hafa borizt stofnuninni í pósthólf 1059, fyrir 22. marz nk. um að skipa milliþinganefnd x málið til heildarendur- skoðunar girðingarlaganna. Málið fór til annarrar umræðu með til- mælum um að nefnd sú er um málið fjallaði tæki það til nánan yfirvegunar. Ólafur Sigurðsson á Hellulandi flutti erindi um æðarvörpin fyr:’ og nú og mun það birtast hér síðar í blaðinu. 3. sinfónía Beet- hovens flutt á morgun NÆSTA tónlistarkynning háskól- ans verður í hátíðarsalnum á morgun, sunnudaginn 2. marz og hefst kl. 5 stundvíslega. Verður þá haldið áfram kynningum þeim á sinfóníum Beethovens, er hóf- ust þar fyrir hálfum mánuði, og nú flutt af hljómplötutækjum skólans þriðja sinfónía tónskálds- ins, í Es-dúr, op. 55, „Eroica“ eða hetjuhljómkviðan. Með henni kemur Beethoven fyrst fram í fullu veldi sínu sem sinfóníutónskáld, og ber hún svo mjög af fyrstu sinfóníunum tveimur að mikilfengleik og dýpt, að jafnskyndileg þroska- aukning er talin með fádæmum í allri listasögu. Sinfóníuna flyt- ur hér hljómsveitin Filharmonia undir stjórn Ottós Klemperers. Þessi hljómplata er nýtega konx- in á markað, og eru þar bæði flutningur og hljóðritun með á* gætum, svo að sinfónian nýtur sín einkar vel af hljómplötutækjum háskólans. Dr. Páll Ósólfsson mun skýra verkið og leika helztu stefin á flygil. öllum er heimiil ókeypis að gangur. þessara mála, en sem kunnugt er, hefir verið deilt hart á hann að undanförnu. Meðal þess, sem í tillögunni felst, er stöðvun til- rauna með með kjarnorkuvopn í ákveðinn tíma t. d. tvö ár, og stofnun nefndar S. Þ., sem eftir- lit skal hafa með öllum afvopn- unarsáttmálum. Þá er og gert ráð fyrir að reistar verði 12 eft- irlitsstöðvar í þessu skyni. Þá segir í fréttum, að Nato- ríkin hafi orðið sammála um það að fara þess á leit við S. Þ. að afvopnunarnefndin komi saman á næstunni. 1 haust var fulltrúum í henni fjölgað upp í 25. Ef Rúss- ar vilja enn ekki taka þátt í störfum nefndarinnar munu Vest urveldin leita ásjár öryggisráðs- ins. Viðskiptasamn- ingur við Finna framlengdur VIÐSKIPTASAMNINGUR ís- lands og Finnlands frá 12. janúar 1958, hefir verið framlengdur óbreyttur til 31. janúar 1959. Framlengingin fór fram í Stokkhólmi hinn 20. febrúar sl. með erindaskiptum milli Magn- úsar V. Magnússonar ambassa- dors og P. K. Tarjanne ambassa- dors Finnlands í Stokkhólmi. (Frá utanríkisráðuneytinu). Skákþing Akraness AKRANESI, 27. febr. — Skák- þingi Akraness er nýlokið og voru þátttakendur 19, þar af 10 í 1. flokki en 9 i II. flokki. Skák- meistari Akraness varð Hjálmar Þorsteinsson með 6V2 vinning. Annar varð Guðni Þórðarson með 6 vinninga, þá Þórður Egilsson 5% v., Stefán Teitsson 5 v., Víg- lundur Elísson 4'/2 v., Jón Z. Sigríksson 4 vinninga og Guð- mundur Torfason 4 v. Ingimund- ur Leifsson IV2 v. og Jóhannes Finnson með Vz vinning. Þessir urðu efstir í II flokki: Helgi Sigurðsson með 8 vinninga og flyzt hann upp í 1. flokk. Þor- valdur Loftsson með 6 vinninga og 3—4 Gylfi Þórðarson (12 ára) og Magnús Finnbogason með 4 vinninga. Hjálmar Thedórsson tók þátt í móti þessu sem gestur og hlaut IV2 v„ en hann er hraðskák- ! meistari Norðurlands. ViSurlöp; við van- rækslu á spari- merkjakaupum RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fyrir Alþingi lagafrumvarp um breytingar á húsnæðismálalög- gjöfinni. Miðar frumvarpið að því að bæta úr ýmsum missmíð- um, sem taldar eru hafa komið fram á löggjöf þessari, en hún var sett fyrir tæpu ári sem kunn ugt er. Helzta atriðið varðar skyldu- sparnaðinn. Þegar hann var álcveðinn í fyrra, láðist að setja fyrirmæli um viðurlög við van- rækslu á sparnaðarskyldunni. Er nú lagt til, að menn verði skyldað ir til að gera skattyfirvöldunum grein fyrir sparimerkjakaupum sínum „að viðlögðu 200 kr. gjaldi“. Einnig skulu menn skv. frumvarþ5nu greiða gjald, ef þeir vanrækja að kaupa sparimerki. Má það vera allt að þrefalt and virði þeirra merkja, sem van- rækt hefur verið að kaupa. Loks er lagt til, að í lögin verði sett ákvæði um, að brot gegn þeim og reglugerðum, sem settar eru skv. þeim, varði allt að 10.000 kr. sektum. Nokkur fleiri ákvæði eru í frumvarpi þessu. ★ Fyrsta umræða um málið fór fram á Alþingi í gær. Iiannibal Valdimarsson flutti framsögu- ræðu og rakti efni frumvarps- ins. Síðan tók Magnús Jónsson til máls. Ilann benti á, að húsnæðis- málafrumvarpið, sem ríkisstjórn- in lagði fram í fyrra var mjög illa undirbúið og þingið gerði á því mög miklar breytingar. Komið hefur í ljós, að framkvæmd skyldusparnaðarins er hið mesta vandræðamál og hefur þurft að gefa út 2 reglugerðir um það atriSí. Skyldusparnaðinum fylgir geysileg skriffinnska, sagði Magn ús, og eru dæmi til þess, að íyrir- tæki hafi þurft að fjölga starfs- liði af þeim sökum. Magnús minnti síðan á, að nú ætti að innheimta skyldusparnað arfé fyrir hálft árið 1957 með sköttum til ríkisins. Taldi hann að þetta myndi gera mörgu ungu fólki erfitt fyrir og afleiðingin myndi vexða sú, að andúð skap- aðist á skyldusparnaðinum þegar í upphafi. Þá benti hann á, að þeir, sem undanþegnir eru skyldu sparnaði skv. sérstökum ákvæð- um, verða engu að siður að taka við hluta af kaupi i sparimerkj- um, sem þeir fá síðar endurgreidd nokkrum sinnum á ári. Magnús lagði áherzlu á, að þetta fyrir- komulag skapaði fólki mikil óþægindi. Hann taldi. að réttara hefði verið að setja í fyrra ákvæði um frjálsan sparnað, eins og Sj álfstæðismenn lögðu til, og ekki bætti það úr skák, að fram- kvæmd laganna hefði farizt Hannibal sérlega klaufalega úr hendi. Jón Sigurðsson á Reynistað kvað það skoðun sína, að ungt fólk í sveitum, sem tekur laun að mestu eða öllu í fóðx’um og búfé, ætti að vera undanþegið skyldu- sparnaði, enda hygði það yfirleitt á bústofnun og bæri að undirbúa hana með þessum hætti. Nokkur frekari orðaskipti urðu um málið. Hannibal Valdimars- son taldi sig ekki geta fallizt á sjónarmið Jóns á Reynistað og taldi yfirleitt, að húsnæðismála- löggjöf sú, sem ríkisstjórnin setti í fyrra, hefði verið ágætlega und irbúin og „eitt af vinsælustu mál- um, sem framkvæmd hafa verið með löggjöf á síðustu árum“. Engar viðræður BONN, 28. febr. — V-þýzka stjórnin hefur kunngert, að hún muni ekki hefja beinar viðx-æður við pólsku stjórnina vegna Rapa cki-áætlunarinnar um myndun beltis í Evxópu þar sem engin kjarnorkuvopn yrðu geymd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.