Morgunblaðið - 01.03.1958, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. marz 1958
MORGVNBLAÐIÐ
13
Hnsfiií Sigriðni
Kveðjn
í DAG fer fram að Grímsstöðum
á Mýrum jarðarför Sigríðar
Helgadóttur, sem þar var hús-
freyja um 60 ára skeið. Sjálfsagt
verður mannmargt á Grímsstöð-
um þennah dag. Hinir munu þó
verða fleiri, vinir og vaadamenn,
sem, eins og ég, verða að láta sér
nægja að senda úr fjarlægð
kveðju og hjartans þakkir fyrir
liðin ár og ógleyjmanlega kynn-
ingu vrð óvenjulega mannkosta-
ltonu.
Sigríður Helgadóttir hafði ný-
lega fyllt 100 árin, þegar hún
lézt, þ. 22. febrúar, Á aldarafmæl
inu var hennar minnst í blöðum
og útvarpi og æviatriði hennar
rakin svo ítarlega, að við það hef
ég engu að bæta Það eru aðeins
nokkrar persónulegar minningar-
sem mig langar til að rifja upp,
og' verða þær þó á vissan hátt ó-
persónulegar, vegna þess, að ég
veit, að hún reyndist yfirleitt
öllum, sem henni kynntust, á
sama veg og hún reyndist mér.
Eg kom í fyrsta sinn á Gríms-
staðaheimilið vorið 1919, var þá
nýlega gift Haraldi Níelssyni
prófessor, sem var bróðir hús-
St. Helgadóttii
bóndans á Grímsstöðum, Hall-
gríms Níelssonar. Við Sigríður
vorum því svilkonur. Aldrei mun
ég gleyma móttökunum á Gríms-
stöðum, hjá þeim hjónum báðum,
Hallgrími og Sigríði, bæði þá og
jafnan síðan, enda var gestrisni
þeirra orðlögð. En það er ekki
hin almenna gestrisni, sem ég
minnist, heldur það, að þau hjón
tóku mér þegar í stað sem kærri
systur, blátt áfram en eiulæg-
Miðfiiðingai deiia um eignai-
létt bónda 6 fimm ósbilohiossam
HOFI, Vatnsdal, 27. febrúar. —
Snemma í vetur kom það fyrir
í Miðfirði í Vestur-Húnavatns-
sýslu, að hópur óskilahrossa
reyndist vera í hrossastóði eins
stórbónda þar. Við nánari athug-
un kom í ljós, að þarna var um
að ræða sex hross, þar af ein
hryssa fullorðin og mörkuð með
folaldi. Einnig fjögurra vetra
hryssa með folaldi og þrjú tryppi.
Þessi fimm hross voru öll ómörk-
uð.
Minnir á svínin í Vatnsdal.
Eftir markinu, sem var á hryss
unni fullorðnu, var eigandi hénn
ar Magnús Björnsson að Hnaus-
um í Þingi. Hafði hann saknað
hryssunnar lengi. Sterkar líkur
eru á því, að öll ómörkuðu hross-
in séu afkomendur elztu hryss-
unnar, og hafi þau bjargað sér af
sjálfsdáðum til þroska. Minnir
þetta á frásögnina í Vatnsdælu
um Ingimund gamla á Hofi, er
sinin hurfu, en fundust síðar í
Svínadal, miklu fleiri en að heim
an fóru.
Óvíst um eignarrétt á hrossunum.
Miðíirðingar eru margir stór-
bændur með góð og mikil beiti-
lönd. Eiga þeir fjölda hrossa þar
cg viðar og eru þau sennilega
lítt talin saraan, nema þegar
skattskýrsla ársins er gerð. Eigi
hefir ennþá verið fallizt á, að
Magnús fái til eignar öll hin ó-
mörkuðu hross, og mun þá sveit
arsjóður fá verð þeirra, ef hann
getur ekki sannað eignarétt sinn
á þeim. —Ágúst.
Sölumaður
Ungur maður, 25—35 ára óskast til starfa við sölu
á vörum til húsbyggjenda í bænum og nágrenni
hans. Æskilegt væri að viðkomandi væri kunnugur
byggingariðnaðinum. Góð framkoma, ástundun og
reglusemi áskilin. Umsóknir, er greini aldur, mennt-
un og fyrri störf ásamt mynd, sem endursendist,
leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir miðvikudags-
kvöld merkt: „Sölumaður — 8744.
Með allar umsóknir verður farið sem algjört
trúnaðarmál.
Kjörskrá
Kaupfélags Reykjavíkiw og nágrennis,
er gildir fyrir tímabilið frá 1. marz 1958
til jafnlengdar næsta ár, liggur frammi á
skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg
12, félagsmönnum til athugunar, dagana
1.—10. marz n.k. að báðmn dögunum
meðtöldum.
Kærufrestur er til kl. 17 mánudaginn
10. marz n.k.
Kjörstjórnin.
lega. Sigríður var höfðingleg
kona í framkomu og viðmóti, en
jafnframt var alúðin svo mikil
og persónan svo heilsteypt, að ég
fann það þegar í stað, að til þess
arar konu gat ég leitað með hvað
sem var og jafnan fundið skiln-
ing og þá hjálp, sem hún gat í té
lártið
Á aldarafmælinu var viðtal við
Sigríði í útvarpinu. Gat hún þess
þar, að afkomendur sínir væru
orðnir 56. Kona, sem hlustaði á
viðtalið, sagði við mig, að það
væri nú varla hægt að ná út yfir
það, að rúma svo marga afkom-
endur í hjarta sér, þetta hlytu
bara að verða nöfnin ein. En sann
leikurinn var sá, að hið stóra
móðurhjarta Sigríðar Helgadótt-
ur rúmaði miklu meira en henn-
ar eigin börn og barnabörn. Á
Grímsstöðum ólust upp eða
dvöldust, lengri eða skemmri
tíma, fjöldamörg börn, auk barna
og barnabarna hjónanna sjálfra,
sum vandalaus, önnur börn vina
eða ættingja. Öllum þessum stóra
barnahópi voru þau Grímsstaða-
hjón eins og beztu foreldrar, og
víst mun hugur þeirra allra
hvarfla að Grímsstöðum í dag og
senda kveðju og hinztu þakkir til
hennar, sem alltaf sýndi þeim
umhyggju og ástríki á meðan þau
voru á hennar vegum, og lét sér
annt um þau alla tíð síðan
Auk barnanna var einnig pláss
á Grímsstöðum fyrir gamla fólk-
ið, sem unnið hafði heimilinu á
yngri árum, eða af öðrum ástæð-
um fundið þar athvarf í ellinni.
Þegar ég kom fyrst að Gríms-
stöðum var þar hópur af slíku
fólki, og það fór þaðan aldrei,
fyrr en það kvaddi lífið að síð-
ustu. Það var aðdáanlegt að sjá
aðbúnaðinn, sem þetta fólk átti,
hjá heimilisfólkinu yfirleitt,
jafnt húsráðendum sem börnum
þeirra. Það var eðlilegur liður í
heimilislífinu, sem enginn vildi
missa, og sjálft hefur gamla fólk-
ið áreiðanlega ekki þjáðst af
þeirri ósjálfbjarga einstæðings-
kennd, sem svo oft fylgir ellinni,
enda tengdist það margt innileg-
um böndum æskufólkinu, sem á
öllum tímum fyllti þetta heimili
Enda þótt lífið gæfi Sigríði
Helgadóttur fjölmargar af sínum
beztu gjöfum, og hún mætti að
mörgu leyti teljast hamingjusöm
kona, þá má nærri geta, að 100 ár
er ekki hægt að lifa svo á þessari
jörð, að ekki steðji að margskon-
ar bitur reynsla og djúpar sorg-
ir Sigríður fór þá heldur ekki
varhluta af þessu, en það skal
ekki talið hér, því lítt mundi það
vera henni að skapi. Hún átti
dæmafáa skapgerð og svo óbil-
andi traust á því, að lífið væri
gott og stefndi að háleitu marki,
að eiginlega sást henni aldrei
bregða, nema þá rétt sem snöggv-
ast. Fram á síðustu stundu var
hún glöð og þakklát fyrir allt,
sem henni fannst fyrir sig gert.
Um hitt fannst henni minna,
hvað hún hefði unnið í þjónustu
lífsins, eða orðið öðrum að liði.
Vissulega var hún umkringd af
ástvinum á ævikvöldinu, og dótt-
irin og tengdasonurinn, sem hún
dvaldi hjá síðustu árin létu henni
í té samskonar þjónustu og hún
sjálf hafði áður veitt svo mörg-
um gamalmennum.
Góð mun heimkoma* eftir slíkt
dagsverk, sem hér hefur verið af
hendi leyst og mikill fögnuður-
inn að hitta aftur ástvinina, sem
á undan eru farnir
St. Akureyri, 24. febr. 1958
Aðalbjörg Sigurðardóttir.
Hið mjúka Rinso þvæli
skilar dúsamlegum þvotti
Hið freyðandi HINSO þvær allt og þvær vel. Og þvott-
urinn er lifandi og sem nýr, og hendurnar mjúkar, eins
og þær hefðu aldrei komið í vatn. Það er vegna þess, að
Rinso freyðir sérstaklega vel, — og er milt og mjúkt
pg drjúgt.
Þúsundir húsmæðra um allan heim vita, að Rinso ber
af öllum þvottaefnum, af því að hið mjúka Rinso þvæli
gefur alltaf fullkominn árangur og skilar fatnaðinum
sem nýjum.
Freyðandi Rinso er sjálfkjörið i þvottavélar.
Nýja mágkonan
hennar mömmu
Þegar nýja mágkonan hennar mömmu í
heimsótti okkur í fyrsta skipti tjaldaði •
mamma því sem til var og bar á borð '
þær beztu kökur, sem hún hefur nokkurn í
tíma bakað. ‘ S
En það voru ekki kökurnar, sem vöktu |
* mesta hrifningu, heldur mjallhvíti dúk-
urinn á borðinu. Þegar mamma sagði, að
hann væri þveginn úr Rinso, varð mág-
konan ekkert hissa. „Ég kaupi sjálf alltaf ’
Rinso. Þvotturinn verður svo lifandi",
sagði hún. „Það jafnast ekkert á við það“.
RINSO þvær betur
— og kostar minno