Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 1
20 siður Af hverju snýr Tíminn sér ekki til Varnarmáladeildar og dótturfyrirtækis S.Í.S.? Með skröksogum Tímans og þögn Aðal- verktaka á að breiða yíir braskið í Silfurtúni Dr. Vivian Fuchs kemst á ákvorðunarsfað Aætlun hans hefur stað'izt nákvæmlega — hann ráðgerði aö vera 100 daga á leiðinni yfir Suðurskautslandið. Frá því var skýrt í fréttatil- kynningu utanríkisráðuneytisins, sem birt var hér í blaðinu á dög- unum að ráðuneytið hefði á ár- unum 1957 veitt Sameinuðum verktökum leyfi til að selja af- E'inga frá starfsemi samtakanna á Reflavíkurvelli og þá fyrst og fremst afganga af byggingarvör um. Eins og getið hefur verið um hér í blaðinu, skv. upplýsingum frá S.V., var hér um að ræða byggingarvörur og tæki, sem sam tökin ýmist höfðu keypt á inn- lendum markaði eða flutt inn á venjulegan hátt, að fengnum gjaldeyris- og innflutningsleyf- um til starfsemi sinnar, en vörur þessar höfðu aldrei verið í eigu varnarliðsins og voru á engan hátt frá því komnar. Tíminn beinir í gær spurning- um til Mbl., út af þessu leyfi ut- anríkisráðuneytisins og meðferð þess. Tímanum skal bent á að hann þarf sízt af öllu að spyrja Mbl. um þessi atriði, því blaðið Listkynning Mbl. Kristján Daviðsson í GÆR hófst sýning á verkum eftir Kristján Davíðsson, listmál- ara, á vegum listkynningar Morg unblaðsins. Sýnir listmálarinn 9 málverk, sem eru máluð á síð- ustu 2 mánuðum. Öll eru þessi málverk ,,non-figurativ“. Kristján Daviðsson hélt tvær málverkasýningar á sl. ári, hina fyrri á vegum listkynningar Morgunblaðsins og hina síðari í Sýningarsalnum á Hvcrfisgötu, þar sem hann sýndi 24 málverk. Hann málaði mjög mikið á sl. ári og seldi margar myndir. Und- anfarið hefur hann m.a. unnið að myndskreytingu á nýrri Ijóðabók eftir Jón Óskar skáld. Mörgum mun leika forvitni á því að sjá nýjustu listaverk Kristjáns Davíðssonar, sem er frumlegur og sjálfstæður listamaffur. Málverkin, sem hann sýnir nú á vegum listkynningar blaðsins, eru tii sölu hjá listamanninum og afgreiðslu Morgunblaffsins. hefur vafalaust belnan aðgang að Utanrikismálaráðuncytinu og Varnarmáladeild og auk þess er Reginn hf. einn stærsti aðilinn að S.V., svo Tíminn hefur allavega færi á að upplýsa hér allt, sem liann vill án aðstoðar Mbl. Hitt sjá svo auðvitað allir, að þessi leikur er eingöngu gerður til að breiða yfir brask „íslenzkra aðal- verktaka“ með allskonar vö'rur frá Varnarliðinu sjálfu, sem selja átti frá bækistöð dótturfyr- irtækis. S.Í.S. í Silfurtúni. Tíminn ætti fremur að hlutast til um, að „íslenzkir aðalverktak ar“ svöruðu þeim fyrirspurnum, PARÍS. — Serge Vinogradov, sendiherra Sovetríkjanna í París, hefur hitt Charles de Gaulle að máli og rætt við hann um deilu Frakka og Túnisbúa. — Fréttamenn benda á, að það sé engin tíl- viljun, að sendiherrann ræðir við de Gaulle um mál þetta, því að það sé á allra vitorði. að áhrif hans aukast jafnt og þátt, eftir því sem vandræði Frakka í Norður-Afríku magnast. Fréttamenn segja, að Vino gradov hafi skýrt de Gaulle frá því, aff Rússar hafi áhuga á, að Frakkar haldi flotahöfn- inni í Bízerta, en sem kunnugt er, hefur Bourguiba, forseti Túnis, krafizt þess, að þeir yf irgefi höfnina og Bandaríkja- menn effa Atlantshafsbanda- lagið taki við henni. Undir yfirstjórn NATO í viðræðum sínum við forset- ann hefur Murphy, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, minnzt á þann möguleika að NATO fái Bízerta, en Frakkar hafa ekki mátt heyra á það minnzt. Pineau, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í ræðu, sem hann hélt nú í vikunni um ástandið í Norður-Afríku, að ef Frakkar yrðu neyddir til að yfir- geifa Fl'l.erta, þá mundu þeir krefjast þess, að flotahafnir Breta á Möltu og Gíbraltar yrðu einnig settar undir yfirstjórn NATO. Tillögur de Gaulle Fréttamenn í Pans segja, að Bourguiba hafi mikinn áhuga á því, að de Gaulle reyni að leysa vandræðin í Norður-Afiúkulönd um, og bæta við, að stjórnir Mar okkós og Túnis hafi lengi verið í sambandi við hann um væntan lega lausn deilunnar. Þá er þess getið til, að leiðtogar uppreisnar- manna i AlAsír séu fúsir að við sem fram hafa komið um það á hvaða verði ísskáparnir, vefn- aðarvaran og allar hinar vöruteg undir, sem skiptu hundruðum, voru keyptar af Varnarliðinu og hve hátt þessar vörur voru metn- ar til tolls. Um þetta hafa engin svör fcngist, heldur er reynt að skýla sér bak við upplognar Tíma sögur og meiðyrðakærur. Það er sýnilega lítil tilhneiging til að upplýsa þetta einstæða brask með varnarliðsvörur, sem stofna átti til þar í Silfurtúni og hefur það vafalaust sína skýringu. Það sem almenningur fyrst og fremst festir augun á, í sambandi við þetta mál, er að hér var til þess stofnað að veita hagnaðin- um af stærstu viðskiptum með vörur, sem gerð hafa verið viff varnarliffiff, til „ísl. affalverk- taka“ og að braskið átti að fara fram frá bækistöff dótturfyrir- tækis SÍS. Það var svo sízt af öllu í það horft þó slík viðskipti, sem enginn hefur áffur fengiff leyfi til að gera, hefffu í för með sér stórfellt tjón fyrir ríkissjóð og vafalaust einnig gjaldeyris- tjón. urkenna de Gaulle sem sáttasemj ara í deilunni við Frakka og ganga að þeim kröfum, sem hann hefur sett fram um aðild full- valda Alsírs að væntanlegu ríkja sambandi Frakklands, Marokk- ós og Túnis. Hefur Bourguiba rætt þessar tillögur de Gaulles við Murphy. , Franskir valdamenn eru ekk- ert hrifnir af því að de Gaulle sé bland.að inn í Túnisdeiluna. Þeir óttast aukin áhrif hans og vilja halda honum í hæfilegri fjarlægð. LUNDÚNUM, 1. mars, — Dr. Vivian Fuchs og félagar hans eiga nú skammt eftir ófarið á leiðarenda, en eins og kunn- ugt er, þá er förinni heitið til Scott-stöðvarinnar. Þeir fé- lagar eru hinir fyrstu, sem farið hafa þvert yfir Suður- skautið og þykir afrek þeirra framúrskarandi. Þeir hafa mætt ýmsum erfiðleikum á leið sinni, en koma þó í tæka tíð á ákvörðunarstað, því að pólarveturinn hefur ekkl enn haldið innreið sína, þótt hans sé skammt að bíða. Síðustu vikurnar hafa þeir félagar verið í eins konar kapphlaupi við veturinn. Gert var ráð fyrir því, að leiðangurinn komi til Scott- stöðvarinnar í kvöld eða á morgun. Áætlun dr. Fuchs hefur staðizt mjög vel, því að hann ráðgerði að vera 100 daga þvert yfir Suðurskauta- landið, en á morgun er 90. dagurinn. Kona dr. Vivians Fuchs bíð- ur hans í Scott-stöðinni. Þang að flaug hún í gær. Benzíngeymir lendir á flugvél ; LUNDÚNUM, 1. marz — í morg- un kviknaði í bandarískri l sprengjuflugvél, sem hafði bæki- stöðvar í Bretlandi. Tíu menn önnuðust slökkvistarfið og lézt einn þeirra. Slys þetta varð með þeim hætti, að bandarísk sprengjuflugvél varð að létta á sér og losaði sig við benzíngeyma. Féllu þeir á sprengjuflugvéiina, sem var af gerðinni Stratojet B-47, og fiug- skála skammt frá. Varð mikil sprenging og stóðu skálinn og flugvélin þegar í björtu báli. Flóð í Frakklandi PARÍS, 1. marz — Mikill vöxtur hefur hlaupið í stórár í Frakk- landi. Signa hefur flætt yfir bakka sína og valdið miklu tjóni. Er talið, að um 1600 manns hafi misst heimili sín af völdum flóð- anna. Lögreglan í París hefur orðið að skjóta skjólshúsi yfir 1000 flakkara, sem höfðust við á Signubökkum, en urðu að flýja þaðan vegna flóðanna. Kommúnistar óttast rétta kjörskrá í Iðju ÞEIR, sem höfðu fyrir því að líta á forsíðu Þjóðviljans í gær, sáu, að kommúnistar hafa nú fengið æðiskast í tilefni af Iðjukosningunum. Blað þeirra birtir alllanga grein í ramrna á forsíðu, þar sem því er haldið fram, að kjörskrá Iðju hafi verið fölsuð. Grein þessi er morandi í ósannindum. Stjóm Iðju hefur alls ekkert gert til, að fólk fái að kjósa, sem ekki á rétt til þess — hvorki unglingar undir 16 ára aldri, eða menn, sem farnir eru úr Iðju. Ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir, að þeir, sem eiga rétt á að kjósa, noti þann rétt. Hins vegar hefur stjórn Iðju með öllu neitað að svipta erlenda iðnverkamejm í Reykjavík félagsréttindum, en þeir hafa árum saman notið þeirra, og útlendingur hefur jafnvel setið á Alþýðusam bandsþingi fyrir Iðju, meðan kommúnistar réðu í félaginu! Nú hamast Björn Moskvukommúnisti gegn því, að Ungverj- ar fái að kjósa. Því máli var skotið til Alþýðusambandsins, þar sem flolcksbræður Björns ráða húsum, en jafnvel þeir treystust ekki til að úrskurða að erlendir menn skyldu strik- aðir út af kjörskrá. Reyndi Björn þó hvað hann gat til að knýja fram úrskurð sér í vil. Öll ósannindin um kjörskrá Iðju stafa af því, að kjör- skráin nú sannar það, sem lýðræðissinnar héldu fram, þegar síðast var kosið til Alþýðusambandsþings, að um 600 Iðju- félaga vantaði á kjörskrá. Nú eru rúmlega 1400 á kjörskrá, en þá voru þeir á níunda hundrað. Er þó ekki vitað, að starfandi iðnverkafólki hafi fjölgað að ráði í bænum. Iðnverkafólk! Stjórnarkjörinu lýkur í kvöld kl. 11. Kosið er að Þórsgötu 1. Kosningaskrifstofa B-listans er í Vonar- stræti 4 (VR), símar: 10530 og 24753. Verður de Caulle falið að leysa Túnisdeiluna ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.