Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 2
2 MORGVlvnr 4Ð1Ð Sunnudagur 2. marz 1958 Guffni H. Árnason íorm. Trésmiffafélagsins. Iresmiðir Stjórnarkosningar í Trésmiða- félagi Reykjavíkur halda áfram í dag kl. 10—12 og 1—10. Kosiff er í skrifstofu félagsins á Laufás- vegi 8. Liisti lýffræðissinna er B-listi. Kosningaskrifstofa hans er á Bergstaðastræti 61, símar 22616, 19113 og 23885. Stuðningsmenn B-listans eru beffnir aff koma á skrifstofuna og veita aðstoð sína. xB Húsnæði fyr*r •> félagsstarf raf- virkja og inúrara EINS og áður hefur verið skýrt frá í Morgunblaðinu bar Eggert Þorsteinsson fyrir nokkru fram frumvarp til laga um húsnæði fyrir félagsstarfsemi múrara og rafvirkja í Reykjavík. Efni þess var, að styrktarsjóðum þessara stétta skyldi heimilt að taka hús- næði að Freyjugötu 27 fyrir félagsstarf, en sjóðirnir keyptu snemma árs 1956 hluta í húsi þessu, er það var í smíðum. Síðar voru sett lög um afnot íbúðar- húsnæðis, og var talið, að þau kynnu að taka til þessa húsnæðis og koma í veg fyrir not þess til félagsstarfs. Frumvarp Eggerts var sam- þykkt sem lög frá Alþingi í fyrradag. iK v i kmyndÍr* „Bonjour Kafhrin" ÞÝZKA dans- og söngvamyndin „Söngstjarnan" með hinni glæsi- legu þýzku dægurlagasöngkonu Caterina Valente í aðalhiutverk- inu, er sýnd var 1 Austurbæjar- bíói sl. haust, vakti mikla hrifn- ingu, enda var myndin bráð- skemmtileg, ytri gerð hennar skrautleg og leikurinn ágætur. — Nú sýnir Austurbæjarbíó nýja þýzka dans- og söngvamyr.d i litum er nefnist „Bonjour Kathrin", með sömu leikkonu í aðalhlutverkinu. Er mynd þ~ssi jafnvel enn skemmtilegri en „Söngstjarnan“, útbúnaður aliur með miklum glæsibrag og söngur og dans hinn prýðilegasti. At- burðarásin er mjög hröð og rekur hvert skemmtiatriðið ann- að, svo að aldrei slakar á. Kathrin og félagar hennar tveir eru snillingar á fleiri sviðum en einu, dansa og syngja og leika á hljóðfæri með þeim ágætum að þeim eru að lokum allir vcgir færir. Margt annað fólk kemur þarna við sögu og á það sam- merkt að það er allt skemmtilegt. — Efni myndarinnar verður hér ekki rakið, enda sjón sögu ríkari. — En sem sagt myndin er bráð- skemmtileg og tilvalin fyrir þá sem vilja létta af sér skamrndegis drunganum eina kvöldstund. ^ E* • Gamall trésmiður sendir Benedifct og félögum kveð|u sína ÉG SÁ af tilviljun dagblaðið „Þjóðviljann" sl. föstudag 28. þ. m. Á forsiðu blaðsins gaf að líta eftirfarandi fyrirsögn: „Stjórn Trésmiðafélagsins þor ir ekki að halda fé)agsfund“. Mér varð það á, þar sem þarna er um mitt stéttarfélag að ræða, og það félagið sem ég hefi lengst af verið meðlimur í, að staidra við og lesa það sem undir þessum óskopum stóð. Við lestur« greinarinnar, sem er að mínuui dónri skrifuð eins og flestar aðrar gnunar sem ég hefi :e?ið í blaði þessu, þá sjaldan ég sé það, með strákslegu og hroka- fullu orðalagi, var það einkum tvennt, sem vakti athygli mina, og varð þess valdandi að ég tók mér penna í hönd og hugðist rita nokkrar línur. Hið fyrra atriðið, sem ég ætla að gera hér að umræðuefni, er þessi málsgrein úr umræddri blaðagrein: „í Trésmiffafélaginu munu vera 540 manns — að öllum gamal- mennum mefftöldum". Ég vil sérstaklega vekja at- hygli félaga minna í Trésmiða- félaginu á þessum setningum. Þarna fá þeir menn, sem lengst og bezt eru búnir að vinna félag- inu, sannarlega hlýja og alúðlega kveðju frá kommúnistunum. Það liggur í orðunum, að það geri svo sem ekki mikið til, hvorum megin hryggjar „gamal- mennin" liggja. Nei, þeir mega svo sannarlega þakka fyrir, meðan þeir fá að vera þess aðnjótandi að fá að sækja félagsfundi, og halda rétt- indum sínum í félaginú. í þessu sambandi finnst mér rétt að geta þess, að ég var á síðasta félags- fundi þar sem „gamalmennin" voru gerð að umtalsefni, og fyrr- verandi formaður félagsins, Benedikt Daviðsson, sendi þeim kveðju sína, af sömu smekkvisi, og hann og félagar hans gera í umræddri „Þjóðviljagrein", nema hvað hann gekk öllu rösk- legar fram á fundinum. Hæddi hann „gamalmennin" og hélt því mjög á loft, að þau hefðu verið 2 umferðum lokið á skákmóti Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI. _ Skákmót Hafnarfjarðar hófst sl. miðviku- dagskvöld. Er teflt í Góðtempl- arahúsinu þrjá daga vikunnar’ miðvikud., föstud. og sunnudaga Riðlarnir eru þrír: meistaraflokk- ur, 1. og 2. fl. í meistaraflokki eru átta þátttakendur, þar af 3 úr Reykjavík, þeir Guðmundur S. Guðmundsson, Eggert Gilfer og Haukur Sveinsson. 1 1. fl. eru þátttakendur einnig 8 og 12 í 2. það brött í síðustu kosningum í félaginu, að margir hverjir hefðu getað komizt á kjörstað- inn hjálparlaust, og án þess að láta bera sig, þótt sumir hefðu óneitanlega þurft að hafa þær tilfæringar, áður en þeir höfðu komið kjörseðlinum í atkvæða- kassann. Það er óþarfi að fara um þetta fleiri orðum, en ég vil þó segja þessum kommúnista-pilti það, að hann ætti að snúa sér að ein- hverri þarfari iðju, en reyna að hæða þá menn, sem af heiðarleik og ábyrgðartilfinningu hafa unn- ið félaginu á liðnum árum. Hitt atriðið, sem ég vil gera lítillega að umræðuefni, er eitt nafnið á undirskriftalista þessar- ar ritsmíðar, en þar ritar Sigurð- ur Pétursson undir ásamt fleir- um. Ég verð að segja það, að mér kemur það nokkuð spanskt fyrir að sjá þetta nafn þarna, án þess þó að ég vilji á nokkurn hátt veitast að manninum persónu- lega. Sigurður Pétursson hélt, að því að mér fannst, ágæta ræðu á umræddum fundi í félaginu, þar sem hann gagnrýndi fram- komu Benedikts mjög, og sagði meðal annars, að hundflatari maður í pólitík væri ekki til en Benedikt Davíðsson, og hann Einherjar á ísafirði 30 ára SKÁTAFÉLAGIÐ Einherjar á ísafirði minnist í dag 30 ára af- mælis síns með fjölmennum fagn aði í skátaheimilinu á ísafirði. Félagið var stofnað hinn 29. febr. 1928 og var aðalhvatamaður að stofnun þess hinn vinsæli æsku- lýðsleiðtogi Gunnar Andrew, sem var foringi félagsins fram til árs- ins 1941, er hann fluttist til Reykjavíkur. Með honum stóðu að stofnun félagsins tveir Reyk- víkingar, Leifur Guðmundsson, verzlunarm., og Henrik V. Ágústs son, prentari. Hefur skátafélagið boðið öllum þessum mönnum vestur til þess að taka þátt í af- mælisfagnaðinum. Einherjar hafa jafnan starfað með miklum blóma og hefur félagið átt drjúgan þátt í upp- eldisstarfi ísfirzkrar æsku. Félagsforingjar auk Gunnars Andrew hafa verið Hafsteinn O. Hannesson, bankafulltrúi og Gunnlaugur Jónsson, bóksali. — Einherjar eiga nú skíðaskálann Valhöll i Tungudal og skáta- heimili í kaupstaðnum — og sæk- ir ísfirzk æska þangað hollar og nytsamar skemmtanir. 30 ára starfsemi Einherja hefur verið holl og þroskandi — og þess vegna munu margir gamlir félags menn, sem nú eru hættir skáta- starfinu, minnast gamla félags- ins í dag og senda því kveðjur. Gamall félagi. kvaðst geta upplýst það, að B.D. hefði aldrei komið á fund í Tré- smiðafélaginu án þess að fá sitt veganesti á fundinn frá helztu kommúnistaleiðtogunum í verka lýðshreyfingunni. Síðan ritar maðurinn undir áróðursgrein í kommúnistablaðið ásamt Bene- kommúnistar hafi tekið nafnið traustataki. Ég ætla ekki að hafa þessar línur mikið fleiri að þessu sinni en ég vil þó að lokum þakka nú- verandi formanni félagsins og öðrum, sem vilja félaginu vel, fyrir þá ráðningu sem þeir veittu kommúnistum á þessum fundi. Sérstaklega vil ég þakka Sigurði fyrir hans góða hlut í þeim um- ræðum. Skora ég á alla félagsmenn, og sérstaklega eldri mennina, sem þykir vænt um félagið, og vilja forða því frá þeirri hættu, sem bíður þess ef kommúnistar fá þar aukin völd, að slá skjaldborg um þá menn, sem vilja, og geta auk- ið hróður þess og styrk í hags- munamálum stéttarinnar. Ég lýk svo þessu með því að segja: „Gam almennin þakka Benedikt, og fé- lögum fyrir þessar hlýju kveðj- ur fyrir kosningarnar í félaginu, og hvernig sem við komumst á kjörstað, þá skuluð þið vera viss- ir um það, að við munum koma og gegna skyldum okkar við fé- lagið eins og endranær, þegar mikið hefir legið við. „Gamal- mennin“ eru ekki dauð ennþá, þess vegna geta þau komið á kjörstað og kosið B-listann“. Gamall trésmiffur. Miðsvetrarblót RITHÖFUNDAFÉLAG íslands gengst fyrir miðsvetrarblóti fimmtudagskvöldið 6. marz n. k., að Hlégarði í Mosfellssveit. Er til þess stofnað sem kynningar- fundar með rithöfundum og öll- um ríthöfundum heimil þátttaka. Þar verður það helzt til fagn- aðar, að Halldór Kiljan Laxness rifjar upp eitthvað frásagnar- vert úr ferð sinni umhverfis hnöttinn. Auk þess mun forn- fróður maður flytja þorraspjall og þeir Karl Guðmundsson og Jón Hreggviðsson leggja eitthvað til gamanmála yfir matar- og drykk j arborðum. Þátttökulistar liggja frammi í bókabúð KRON í Bankastræti og bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- Nýtt tínmrit NÝTT tímarit hefur hafið göngu sína. Nefnist það „Fram“ og flyt ur sögur og frásagnir til skemmt- unar og fróðleiks. Af efni þess má nefna frásögn af „Vélhjart- anu“, sem er nýjung á sviði læknavísindanna — og einnig er á kvikmyndaopnunni greint frá helztu kvikmyndunum, sem sýnd ar verða hér í marz-mánuði. Ábyrgðarmaður er Brynjólfur Jónsson. Guffjón Sv. Sigurðsson formaður Iðju Iðjufélagar STJÓRNARKOSNING í Iðju, félagi verksmðijufólks í Reykja- vík, hófst í gær. í dag hefst kosn- ingin kl. 10 f. h. og henni lýkur kl. 11 í kvöld. Kosið er í skrif- stofu félagsins á Þórsgötu 1. Stuðningsmenn B-listans, lista lýðræðissinna, eru beðnir að hafa samband við kosningaskrifstofu listans í félagsheimili VR, Von- arstræti 4. Símar: 10530 og 24753. Fyrirlestur um Biblíuna, vísindin opheimsmvndina o KIRKJUKVÖLD í Hallgríms- kirkju mun gefa Reykvíkingum tækifæri til að heyra einn af vin- sælustu fyrirlestrum þjóðarinnar tala um efni, sem nútiminn brýt- ur heilann um. Með orðinu heims mynd er átt við þá heildarmynd, er menn gera sér af heiminum. Sú mynd breytist verulega, þegar vísindi og þekking leiða í ljós ný sannindi. Hin öra þróun, sem orðið hefir á þessari öld, hefir valdið byltingum í þessum efni, og má með sanni segja, að vís- indi nútímans hafi engu síður valdið óvissu en vissu um gerð og eðli heimsins. — Spurningin um það, hvað fái staðizt í gömlum heimsmyndum, hlýtur að vera hugðarefni allra sannleiksleitandi manna. í erindi sínu mun próf. Sigurbjörn ræða meðal annars þessar spurningar: Hvaða áhrif hefir Biblían haft á vísir.dalega hugsun? Hvaða heimsmynd kem- ur fram í Bibliunni? Hver er afstaða vísindanna til þeirrar heimsmyndar? Frú Katrin Dahlhoff mun leika einleik á fiðlu á samkom- unni, með aðstoð Páls Halldórs- sonar organista kirkunnar. — Kirkjukvöldið hefst kl. 8,30 I kvöld stundvíslega, og eru allir velkomnir. Jakob Jónsson. flokki. Þátttakendur eru alls 28 á mótinu og er það langmesti fjöldi þátttakenda, sem verið hefur á skákmóti hér í Hafnarfirði um árabil. í meistaraflokki er aðeins þremur skákum lokið. Ólafur Sig- urðsson gerði jafntefli við Skúla Thorarensen, Sigurgeir Gíslason jafntefli við Jón Kristjánsson og Guðm. S. Guðmundsson vann Eggert Gilfer. I 1. fl. eru efstir eftir tvær um- I ferðir þeir Pétur Kristbergsson | og Kristján Finnbjörnsson með 2 vinninga hvor. í 2. fl. eru Friðberg Guðmunds- son og Rúnar Brynjólfsson efstir eftir 2 umferðir með 2 vinninga. Skákstjóri er Lárus Gamalíels- son. Næsta umferð verður tefid í dag og hefst kl. 2. — G.E. Kaffisala kvennadeildar Slysa varnarfélagsins í Reykjavík hefst í Sjálfstæðishúsinu kl. 2 í , dag. — Rnssar faSIast ó. að »lnl verðí til fumdlar latanrífcisráðiserranna Nýtt bréf til Bandaríkjastjórnar um væntanlegun LUNDÚNUM, 1. marz — Kuasar hafa ritaff Bandarikjastjórn bréf, sem afhent var í gærkvöldi. Fjall ar bréfiff um tillögur Sovétstjórn arinnar um væntanlegan fund æðstu manna stólveldanna. Efni bréfsins hefur ekki verið birt, en bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur staðfest, að það fjalli um stórveldafund. Eins og kunnugt er, hefur mikiff verið rætt um slíkan fund undanfarið og hefur fastaráff Atlantshafs- bandalagsins málið nú til athug- unar. Vesturveldin hafa gert þaff stórveldafund að skilyrði, að slíkur fundur verffi rækilega undirbúinn og hafa þau einkum lagt til, að uian- rikisráðherrar rikjanna reifi þau mál, sem væntanlega yrðu rædd á slíkum fundi og gengju úr skugga um, hvort einhverjar horfur séu á, að samkomulag geti tekizt. Vesturveldin hafa ekki viljað sækja stórveldafund án undirbúnings og segja, að ef hann færi algjörlega út um þúf- ur, væri verr fariff en heima setið. Ráðstjórnin hefur ekki viljað faliast á utanrikisráðherra fund og Krúsjeff lýsti því yfir ekki alls fyrir löngu, að ekki kæmi til mála aff halda slíkan fund. Nú hefur þaff undarlega gerzt, að Rússar hafa fallizt á utanríkisráð'herrafund til undh'búnings væntanlegum stórveldafundi og þykir þaff miklum tíðindum sæta. — Franska stjórnin hefur lýst yfir, að í bréfi, sem Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, hefur sent Pineau, ut- anríkisráffherra Frakklands, sé frá því skýrt, aff Rússar geti fallizt á tillögu Frakka um fund utanrikisráðherra stórveldanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.