Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. marz 1958 Fyrir hundrað árum Þegar Jón Sigurðsson var kallaður „kláðakóngur" HÉR á eftir verður gripið niður í Þjóðólf, sem gefinn var út 27. febrúar 1858. Eins og kunnugt er, var ritstjóri Þjóðólfs og ábyrgðar maður Jón Guðmundsson Þjóð- ólfur er allmerkileg heimild og getur verið fróðlegt að athuga, hver voru helztu dægurmálin á Jón Hjaltalin Pétn/r Havsteen íslandi fyrir 100 árum með því að blaða í honum. Þess má geta að þessi árgangur af Þjóðólfi er hinn 10. í röðinni. Á þessum ár- um þóttu skipakomur einna mark verðustu atburðirnir. Þjóðólfur segir: „21. þessa mánaðar undir mið- nætti hafnaði sig hér jaktskipið Sristiansgave, skipstjóri Vandal Kaupmannahöfn, fermt með alls konar vörur. Það hafði bréf og dönsk blöð fram til 29. fyrra mánaðar, og á það stórkaupmað- ur P. C. Knudtzon, en fer þó póstskipsferð og lagði stjórnin að sögn 600 ríkisdali fram til reiðar- ans í því skyni, en íslenjkir kaup menn í Höfn 400 ríkisdali. Skip þetta á að vera ferðbúið héðan aftur til Hafnar 6. dag nk. marz- mánaðar eða undir eins og póstar eru komnir. Þetta skip hafði engin fjár- kláðameðal en póstgufuskipið sem kemur í vor og leggur af stað frá Höfn í byrjun aprílmánaðar, á að færa nægð af þeim.“ — Eins og sjá má minnist blaðið á „fjárkláðameðul“, en fjárkláðinn breiddist þá út hér um land. Um hann kemst blaðið svo að orði: „Fjárkláðinn fyrir norðan er, eftir síðustu fregnum, að út- breiðast meir og meir hérna meg- in Blöndu, en þykir tryggt enn allt norðan megin, bæði í þeim hlutum Húnavatnssýslu, Skaga- fjarðarsýslu og svo norður úr. Amtmaður Havstein hefur nú eft ir því sem skrifað er að norðan skipað niðurskurð í öllum 8 hrepp unum fyrir vestan Blöndu, þann- ig, að skera skuli: Fyrst allt geld- fé á þessu svæði, hvort heldur að er sjúkt eða ósjúkt, alla sauði eldri og yngri, gemlinga alla og að líkindum einnig dilkaær, þær sem eru sumarvanar á afréttum, — og í annan stað er skipað að skera niður hverja kind, eins ær sem gemlinga og sauði á öllum þeim bæjum, þar sem fjárkláðans hefur orðið eða verður vart, þó ekki sé nema í einni kind á bæ.“ Síðan segir blaðið, að þegar þessi blóðugi niðurskurður „á að eiga sér stað, er féið orðið svo rýrt að vart gjöra 4 kindur að mæta einni, búendur ílátalausir og næstu kaupstaðir að sögn salt- lausir eða mjög saltlitlir til alls þess kjöts, sem þannig verður lagt að blóðvelli". Þá segir blaðið frá því, að norðan pósturinn sé ekki enn kominn og því sé ekki vitað, hvort norðlenzkir bændur hyggist fara að boði amt- manns, en þó þykir það sennilegast. Síðar í blaðinu segir frá vand- ræðum fólks út af niðurskurði þess- um og ekki síður vandræðum sjáv- armanna, „því að nú flykkist fjöldi hinna snauðari manna úr sveitunum", eins og í öllum öðrum harðagrum, er gengið hafa yfir landið, og annálar geta um, og mun fólk þetta halda „til sjávarplássana, og leitast við á allar lundir að ná þar bólfestu: Bændur og eink- um grashúsmenn, er nú verða að bregða búi, þegar sauðfénaður inn er fallinn, vinnufólk er um- fram verður í sveitunum, þegar svona er komið og lausafólk er þar hefir haft meginpart atvinnu sinnar, meðan fénaðurinn var, en nú verður að flýja þaðan sakir atvinnuskorts, en því fleiri munu þar að auki leita úr sveitunum til sjávarins, einnig án verulegra nauðsynja, sem auðunnara er að smeygja sér inn í sjóplássin, eftir því sem að visu hefur verið um mörg undanfarin ár“. Þá bendir blaðið á þá viðleitni yfirvaldanna, að reyna að koma í veg fyrir, að tómthúsmönnum fjölgi í sjóplássunum. Hafi konungs-úr- skurðirnir frá 21. og 30. júlí 1808 miðað í þá átt. Slíkar lagaákvarð- anir hafi þó oftast nær verið hald- litlar enda margbrotnar. Þá segir blaðið frá niðurskurðarmönnum og lækningarmönnum, sem það nefnir svo, og bendir á að það séu „þessi tvö öfl, sem eru hér „öll í loftinu“, hvort á móti öðru, svo langt sem auga eygir, hvar sem er í landinu; þetta earu þeir flokkarnir, sem nú eru einir fram á vígvellinum og „hafa orðið“, Halldór Kr. Jón Guðmundss. Friðriksson berjast og berja hver á öðrum með ýmsum vopnum , sönnum og ósönnum sögum hvor um ann- an og sakargiftum um sauða- morð og blóðsúthellingar, vit- leysu og þverhöfðaskap og aftur um uppdiktaðar lækningar, ár- angurslausar lækningstilraunir, sundurleitar og ónógar ráðlegg- ingar, skort á kláðameðulum og skipanir um að lækna svo gott sem með tómum fingrunum. Þetta er aðalinntak sakargiftanna og getsakanna, er þessir flokkar gera hvor öðrum“. Blaðið bendir á að ekkert vinnist á með slíkum bægslagangi, kláðinn hætti ekki að breiðast út fyrir það. Síðan ásakar blaðið stjórnina fyr- ir ráðaleysi í málinu og hún eigi raunar sjálf mesta sök á því I hvert óefni kláðamálið er komið: Hún hafi látið koma þeirri flugu í munn sér, ,,að hafa að engu uppástungu Al- þingis né heldur að útvega hjá konungi neinar aðrar lagaákvarð anir til bráðabirgðar, er allar bindi og gildi yfir allt heldur láta ráðstafanirnar lenda við það eina, sem segir í ráðherrabréfinu 30. sept. fyrra ár, þar sem aðeins er heldur lagt til að lækningar verði reyndar heldur en að skera allt niður“. Þá er bent á, að jafnframt því sem stjórnin látist „halda fram lækningu og fylgja í því mein- ingu lækningamanna“, þá veiti hún niðurskurðarmönnum allt það traust og fylgi, er þeir hafa óskað, stjórnin hafi komið báð- um þessu andstöðuflokkum „í alspennu hvoruin við annan“, í staðinn fyrir að sameina krafta þeirra með gagnlegum lagaákvæð um. Loks bendir blaðið á, að lækningamönnum hafi tekizt víð ast hvar, að halda við hold og hams fáeinum kindum á bæ með meðulum og lækningum. Þá er getið útlendra frétta, sem bárust með skipi því, sem fyrr er nefnt, en blaðið segir að fáar séu merkilegar og „færri góðar íslandi til handa". Skýrt er frá því að póstferðir milli Danmerkur og ís- lands á gufuskipi eigi að hefjast með vorinu. Þá segir blaðið, að einnig sé „skrifað“, að ráðherrann hafi verið búinn að leggja fyrir konung til samþykkis að fá tillögu Alþingis að stofnað yrði embætti tveggja málaflutningsmanna við yfirdóminn hér. Engar embætta- veitingar eru í frásögur færandi og „ekki hafa neinir íslendingar fengið nafnbót nema kammerráð og sýslu- maður Magnús Stephensen í Vatns- dal, hann er sæmdur justizráðs- nafnbót". Meðal merkra raanna, sem fréttir hafi borizt um að látizt hafi, er Þorleifur Repp Guðmundsson, „nafnkunnur víða erlendis að gáf- um, málfræði og annarri fjölvísi". Hann var 67 ára gamall, þegar hann lézt. Síðan segir blaðið: „Hann vildi láta flytja sig örendan hingað til íslands og verða jarðsettur hér á jörð feðra sinna; doktor Jakob- sen, borgarlæknir í Höfn og tryggur vinur Repps sáluga, bal- samaði því lík hans, var það síð- an lagt í kistu, er að innanverðu var alfóðruð blý- eða zink- pjátri, og hún síðan sett í „Holm- ens“-kirkju-kapelluna í Höfn, þar til í vor, að póstgufuskipið á að færa hana hingað og mun þá annar tryggðarfornvinur hans og jafnaldri hér, biskup vor herra Thordersen hafa verið beðinn að ætla sér að gangast fyrir jarðar- för hans.“ ★ Athugasemd: Þess má geta hér, að deilurnar út af fjárkláðamálinu hófust 1857. Yfirleitt voru Norðlendingar með Pétur Havstein í fylkingarbrjósti fylgjandi niðurskurði, en Sunnlend- ingar vildu reyna lækingu. Helztu talsmenn þeirra voru Jón Hjaltalin landlæknir og Halldór Kr. Friðriks- L 2 T~* F3. L T~1 ir—fTF J Nú er ykkur tvöfaldur vandi á herðum. Fyrst er að komast inn í völundarhúsið — og síðan út úr því. Og til þess að veita ykk- ur ofurlitla hjálp, þá gerir ekkert til þó að við segjum ykkur, að það er sennilega auðveldara að komast fyrst inn í K2, og fara þá inn um dyrnar til hægri. Síðan eigið þið að komast frá K2 til K1 — og þá út um hinar dyrnar. Lausnina finnið þið í blaðinu á þriðjudaginn. Viljið þið spreyta okkur á smá reikningsþraut? Ef svo er — þá skuluð þið lesa eftirfarandi með mikilli athygli: Siglingaleiðin milli New York og Southampton er 3,091 sjómíla (sjómílan = 1,85319 km). Tvö skip, dieselskip og gufu- skip, fara samtímis frá Southamp ton til New York. Þau liggja hvort um sig einn sólarhring í höfninni í New York, en halda síðan aftur til Southampton. Venjulegur siglingahraði beggja skipanna er hinn sami, 14 hnútar á klst. (Hnútur = sjómíla). sbrifar úr daglega lífinu Óboðnir gestir UNG stúlka hefur sent Velvak- anda nokkrar línur og kvart- að undan framkomu þjónustu- liðs á veitingastað einum hér í Reykjavík. Hún kveðst hafa farið með frænku sinni á dansleik fyrir nokkrum dögum. Þeim var vísað til sætis við 5 manna borð. Engin þröng var í salnum, svo að þær gerðu ráð fyrir að ráða sjálfar borði þessu, en úr því varð þó ekki. „Skömmu síðar“, segir stúlk an,“ kemur þjónninn með 3 blind fulla róna að borðinu og býður þeim sæti án þess að spyrja um álit okkar. Önnur okkar spurði þjóninn kurteislega, hvort hann gæti ekki látið þessa menn sitja annars staðar, því að nóg væri af auðum borðum, en hann svar- aði því til, að hann þyrfti að fylla borðið strax, og fór við svo búið.“ Hinir óboðnu borðfélagar gerðu sig nú líklega til að halda áfram vínsvolgri sínu og _ lögðu stúlkurnar þá á flótta. „Ég hef verið á skemmtistöðum" segir stúlkan að lokum „í öðrum lörid- um og líka hér í Reykjavík. en hef aldrei lent í slíku áður.“ Hlegið í Hafnarfirði AFBRÝÐISÖM EIGINKONA“ sendir pistil um leikritið, sem nú er sýnt í Hafnafirði — og heitir „Afbrýðisöm eiginkona". „Veiztu um nokkurn, sem hefur efni á að missa af hressandi hlátri, svona kvöldstund í skamm degi og kreppu“ (Nei, Velvakandi man ekki eftir neinum, sem ekki hefði gott af að hlæja meira). „Ég hló svo mikið, þegar ég sá Afbrýðisama eiginkonu, að tárin streymdu niður kinnarnar. Ég vil ekki gera á milli leikenda, því að á slíku hef ég ekki nægilegt vit, en eitt er víst, að allir skiluðu bröndurunum ólöskuðum". Bréf ritari bendir síðan á, að Leikfé- lag Hafnarfjarðar vinnur rösk- lega og bætir við: „Það má náttúr lega segja, að þeir hafí valið heppilegustu leiðina til að fá eitt- hvað í kassann með því að íæra upp slíkan farsa, sem þessi er. En ég verð aðeins að segja það, að öllum almenningi er eins mikil þökk á því að fó að hlæja og Leikfélaginu á að ná í aurana“. Orfeus og Euridike IKVÖLD verður óperan Orfeus og Euridike flutt í útvarpið af íslenzkum listamönnum. Höf- undur tónlistarinnar, Gluck, er elztur þeirra óperutónskálda, sem lagt hafa óperuhöllum nútímans til þau verk, sem telja má að flutt séu reglulega. Orfeus og Euridike var frumsýnd í Vín 1762. Gluck hafði haft náið samstarf við höfund textans, ítalska diplo- matinn Calzabigi, um að leggja inn á nýja braut í söngleikalist- inni. í stað væmins og innihalds- lítils samsetnings, sem ætlazt var til að söngvararnir skreyttu rneð improviseruðum raddæfingum í tíma og ótíma kom texti, sem telja varð að hefði talsvert drama tiskt gildi, og tónlist, sem dró fram gildi textans og var ein- föld í sniðum. Efni óperunnar er auðvitað úr grískum .goðsögnum. Euridike, kona Orfeusar, er látin, en nann fær leyfi guðanna til að sækja hana í ríki dauðra. Hann má þó ekki líta til hennar eða skýra henni frá þeim skilyrðum, er guðirnir hafa sett. Euridike þykir maður sinn svo þumbaralegur, að hún álítur sig hafa glatað ást hans, en vill vinna hana aftur. Þetta stenzt Orfeus ekki, snýr sér að henni og faðmar hana, en þá hefúr hann rofið sáttmálann og misst konu sína. Sorg Orfeusar brýzt út í hinni undurfögru aríu „Hver er ég án Euridike?" en þann söng stand- ast guðirnir ekki og kalla hana enn til lífsins. son kennari. — Fjárkláðinn kom upp á Suður- og Suðvesturlandi haustið 1856. Um sumarið 1857 urðu harðvítugar deilur um málið á þingi og áttu lækningamenn þá góðan liðsmann, þar sem var Jón Sigurðs- son, Trampe stiftamtmaður var einnig á bandi lækningamanna, sem gáfu nú út sérstakt blað „Hirði“ undir ritstjórn Jóns Hjaltalíns og Halldórs Kr. Friðrikssonar. 1859 fengu svo Jón Sigurðsson og Tscher ing prófessor við dýralækninga háskólann í Kaupmannahöfn al- ræðisvald í kláðamálinu. Þegar þeir komu heim til íslands, fengu þeir heldur kaldar kveðjur, voru m. a. kallaðir „kláðakóngar" og „konunglegir kláðarekar". Notuð er nútímastafsetning í til- vitnunum öllum. — Dieselskipið fer alla leiðina vestur um hafið með .venjuleg- um hraða, en heimleiðina með hálfri ferð (7 hnúta). Gufuskipið fer báðar leiðir með venjulegum hraða annan sólarhringinn, en hálfum hraða hinn — til skiptis. Hvort skipið kemur fyrr til Southampton aftur. Svar á bls. 13. ★ VIÐ skulum spreyta okkur á gamalkunnri þraut: — Finnið lausn eftirfarandi 5 atriða. Síðan takið þið fyrsta stafinn framan af hverri ráðningu um sig — og úr þessum 5 stöfum lesið þið vel þekkt erlent staðarheiti, eX allar lausnirnar eru réttar: 1. Konungur lands fyrir botni Miðjarðarhafs. 2. Eldfjall á hálendi íslands. 3. Brezkur aðalimaður, sem kom mjög við sögu NATO. 4. Menn á islenzkum fiskiskip- um. 5. Fornafn Mikoyans. Ráðningu er að finna á bls. 13. rjóðri einu í fjarlægu landi. — Svörtu ferhyrningarnir 10 eru íbúðarhús, sem landsstjórninn vill nú endilega girða hvert frá öðru. Hann ætlar að gera það á mjög einfaldan hátt: Með 4 bein um línum. En getið þið það líka. Þið skuluð reyna. Dragið fjórar þráðbeinar línur yfir myndina og skiljið húsin þannig hvert frá öðru. Engin tvö hús mega vera í sama reitnum, tvær fánasteng- ur mega heldur ekki vera í sama reitnum, en fánastöng og hús mega hins vegar vera saman. — Ráðninguna finnið þið í næsta blaði. Sturlo-bræðrahús sendiráðsaðsetur í NÓVEMBERMÁNUÐI síðast.1. varð brezka ríkið eigandi að öðru hinna svonefndu Sturlu- bræðrahúsa við Laufásveginn, nr. 49—51, en það er við hlið barnaheimilisins Laufásborgar. Brezka sendiráðið hér í Reykjavík mun koma sér fyrir í stórhýsi þessu, en gera þarf allmiklar breytingar á því. Verða skrifstofur í nyrðri enda þess, en íbúðir í suðurenda. Sendiherr- ann sjálfur mun þó eftir sem áður búa í sendiherrabú- staðnum að Laufásvegi 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.