Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. mar7. 1958 MORniJNBLAÐIÐ 3 ú r verinu Eftir Einar Sigurðsson - Togararnir Hagstætt fiskiveður var á tog- aramiðunum sl. viku, yfirleitt hægviðri. Skipin eru nú orðin dreifð nokkuð jafnt frá Víkurálnum út af Patreksfirði og allt suður á Selvogsbanka. Fyrir vestan hefur verið dá- góður afli, karfaborinn. — Hér syðra hefur einstaka skip fengið sæmilegan afla, má t. d. nefna; að Hvalfellið fékk að jafnaði á sóJ- arhring við 20 lestir af stórum og fallegum þorski í Jökuldjúp- inu, og eins fékk Skúli Magnús- son jafnmikinn afla að meðaltali á Selvogsbanka. Fisksölur erlendis voru engar í sl. viku, en eitt skip, Karlsefm. er á leiðinni út til Englands með 220 lestir af fiski og þar af 70 lestir ýsa. Fisklandanir sl. hálfan mánuð: Geir 225 14 daga Hvalfell 226 14 daga Askur 268 13 daga Neptunus 178 11 daga Hallv. Fróðad 238 14 daga Jón forseti 227 14 daga Þorkell máni .... 229 14 daga Marz 210 11 daga Pétur Halldórss. .. 70 21 dag saltfiskur 145 Skúli Magnúss. 70 14 daga saltfiskur 110 Hvalfell 120 6 daga Reykjavík Tíðin var ágæt síðustu viku, austan kæla framan af henni og síðan sunnan og suðvestan goia og róið hvern dag. 1 gær var bræla á suðvestan með lítils hárt- ar snjókomu. Afli hjá smærri lóðarbátum, sem róið hafa á grunnmið, hefur verið frekar tregur, 4—5 lestir í róðri, og lítið eða ekkert betra hjá þeim, sem róið hafa á djúp- mið. Nokkrir útilegubátar komu inn í vikunni, Helga með 42 lestir, Akraborg, Björn Jónsson og Marz með 25 lestir hver. Útilegu- bátarnir eru nú að láta í land línuna og taka þorskanetin. Margir bátar eru nú byrjaðir með þorskanet, og hefur verið frekar langsótt. Hafa flestir sótt suður og út af Sandgerði og allt suður undir Stafnes. Afli hefur venjulega verið 2—4 lestir í róðri, þar til einn bátur, Svanur, lagði net sín norður á Akurnes- ingaslóðir. Hefur hann dregið þar 3 sinnum og fengið alls í þessum 3 umvitjunum 42 lestir. Hafa nú hinir bátarnir verið að flytja sig á þessar slóðir. Aflahæstu bátarnir frá áramót- um til febrúarloka. Róið daglega úr landi: Hafþór .............. 168 t. slægt Útilegubátar: tf Helga ............... 280 t. slægt Rifsnes ............. 240 t. slægt Afli var sæmilegur hjá netja- bátunum á föstudag. Kári Sól- mundarson fékk 16 V2 lest, Barði 11% lest og Reynir 10 lestir. Keflavík Á sjó gaf alla daga vikunnar. Afli var sæmilegur framan a£ vikunni, en tregari er á leið. Yfirleitt hefur verið beitt síld. en einn dag var þó beitt loðnu., sem veiddist austur við Portland og var farið með til Vestmanna- eyja og síðan flutt á mjólkurbátn- um til Þorlákshafnar og loks á bíl til Keflavíkur. Leit loðnan mjög illa út, er hún kom, vg var aðallega kennt um, að ekki höfðu verið skilrúm í lestinni á bátn- um, sem flutti hana til Þorláks- hafnar, svo að hún var slegivi, sem kallað er. Loðnan var þar aí leiðandi stórskemmd sem beita og fiskaðist á hana mun ver en sildina. Afli hefur glæðzt hjá netjabát- um síðustu daga, komizt allt upp í 11 lestir í róðri. 7—8 bátar sneru aftur í gær vegna suðvestan storms og snjó- komu. Aflahæstu bátarnir frá áramót- um til febrúarloka: Guðm. Þórð. . 40 sjf. 297 t. ósl. (Ól. Magnúss. . 36 sjf. 257 t. ósi. Bára ........ 41 sjf. 247 t. ósi. Kópur ....... 37 sjf. 242 t. ósl. ; Jón Finnss. .. 37 sjf. 234 t. ósl. Hilmir ...... 39 sjf. 237 t. sl Bjarmi ...... 39 sjf. 228 t. sl Af netjabátum er hæstur Bjövg vin með 112 lestir ósl. í 24 sjóf. 30 bátar hafa róið frá verstöð- inni síðarihluta febrúar. Legg.ia (25 af þeim inn fiskinn óslægðan. 15 bátar eru nú með þorskanet. Akranes Róið var alla daga vikunnar, en afli var mjög tregur, 3—8 lest- ir í róðri. Sótt er nú styttra en áður eða á vanaleg vetrarmið. — Enginn fiskur var orðinn úti á Jökultungum. Síðasti báturinr sem þar var, fékk 8 lestir, og var rúmlega helmingur af aflan um keila. Það hefur lítillega lifnað yLr aflabrögðunum hjá netjabátunum síðustu þrjá dagana, og var aL- inn þá 6—11 lestir í 40 net. Heildaraflinn frá áramótum til febrúarloka er 2218 lestir í 502 sjóferðum hjá 17 bátum. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 2464 lestir í 504 sjóferðum hjá 22 bátum. Það er eftirtektarvert, að aflinn er nú enn minni en í fyrra, og þó eru sjóferðirnar svo að segja jafnmargar. Samt er þetta enn verra en tölurnar gefa í skyn, því að nú er við helming- ur af aflanum óslægt, en í fyrra er miðað við allt slægt. Enn er eitt, sem gerir árið í ár enn óhag. stæðara, o* það er, að nú er við % hluti aflans keila, sem var hverfandi í fyrra borið saman vi'c það, sem nú er. Það er kannske of mikið að segja, að aflinn í ár sé % minni miðað við verðmæti og sjóferðir, en hann var í afla- leysinu í fyrra, en sjálfsagt er það ekki fjarri sanni. Hæstu bátarnir frá áramótum til febrúarloka eru: Sigrún ...... 30 sjf. 222 t. ósl Sigurvon .... 31 sjf. 188 t. sl. Reynir ...... 29 sjf. 185 t. sl Höfrungur . . 30 sjf. 183 t. sl. Sigrún tók þorskanet í gær. V estmannaey jar Sjóveður var alla vikuna. j Á þriðjudag veiddist loðna, og var henni beitt um kvöldið. i Næsti dagur, miðvikudagui I inn, var bezti afladagurinn á ver tíðinni, og var þá meðalafli 10 j lestir hjá bát. Er það mun minna I en oft fyrsta daginn, sem loðnu er beitt. Telja margir það benda til þess, að minna sé af þorski á miðunum en venjulega. Strax annan daginn, sem róið var með loðnubeitta línu, dró úr aflanum, og eru margir bátar nú að skipta um veiðarfæri og taka þorskanetin. Afli hjá netjabátum hefur ver- ið lítill, þó fékk Suðurey ágætis- afia á föstudag, 16 lestir, miðað við ósl. Handfærabátar afla lítið. Tiu aflahæstu bátarnir frá ára- mótum til febrúarloka: Gullborg ............... 257 t. ósl. Víðir SU ............... 253 t. ósl. Snæfugl SU.............. 228 t. ósl Bergur VE .............. 211 t. ósl. Stíðandi VE............. 190 t. ósl. Langanes NK ...... 175 t. ósi. Bergur NK .............. 174 t. ósl. Björg SU ............... 174 t. ósb Gullfaxi NK ............ 168 t. ósl. Sig. Pétur.............. 165 t. ósl Á að stuðla að innflutningi fólks til Islands? Vesturfarir íslendinga fyrir og um aldamótin var mikil blóðtaka fyrir þjóðina. Vegið var aftur í sama knérunn, þegar hundruð og líklega þúsundir íslenzkra kvenna giftust úr landi í síðustu styrjöld. Nú er talið, að hundruð manna bíði eftir að fá leyfi til að flytj- ast til Bandarikjanna og Kanada og biðlisti sé fyrir mörg ár. Allir skilja, hvílíkt tap það er fyrir landið að missa syni sína og dætur í blóma lífsins, og kenna réttilega um höftum, skatt- níðslu og sívaxandi skriffinnsku samfara síaukinni skerðingu á frelsi manna. En slíkt er marklaust hjal í eyrum stjórnarherranna. Hví skyldu þeir vera að gera sér grein fyrir orsökum flóttans úi landi, á meðan nógu margir eru til að veita þeim pólitískt braut- argengi? En sé það tap að sjá á bak út- flytjendum, hlýtur það að veia ávinningur að fá innflytjendur. Það er líka svo, að ekkert er tal- ið hafa lyft betur upp „nýju lönd- unum“, svo sem Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Kanada og Bandaríkjun um, en hinn öri straumur inn- flytjenda fyrir utan svo að sjálf- sögðu mikil landgæði. Eitt mesta vandamál Islendinga er, hve fáir fást orðið til að stunda sjó. Launakjör sjómanna hafa dregizt aftur úr launum landverkafólks. Er það mikið fyrir aðgerðir þess opinbera, sem hefur farið í kringum fiskverðs- hækkun með beinum styrkjum, svo sem vátryggingarstyrk vél- bátanna og dagpeningum togar- anna. Þetta hefur nú komið út- gerðinni í köll í sívaxandi erfið- leikum með að manna fiskiskipa- flotann. Að vísu má segja að allt hafi bjargazt þolanlega fram að þessu, því að 1500 Færeyingar hafa hlaupið undir bagga. Er, þetta eru farfuglar og ótryggt til frambúðar, enda eru nú Færey- ingar að auka fiskiskipaflota sinn. Miðað við núverandi skrán- ingu krónunnar hafa þessir menn um helmingi hærra kaup en íslenzku sjómennirnir. Þc missir ríkissjóður við það, að laun þeirra eru flutt úr landi, á að gizka 50—75% í tolltekjum. En íslenzkir útvegsmenn og þjóð- in í heild má samt vera þakklát Færeyingum fyrir þann mikia skerf, sem þeir leggja fram, svc að öllum fleytum verði haldið til fiskjar á íslandi þrátt fyrir almennt fráhvarf landsmanna frá sjómennskunni. Það er eitt, sem má benda á hér og liggur þó í augum uppi, að væri skráð rétt gengi á is lenzku krónunni og öllum upp- bótum hætt, myndi fiskverð til sjómanna vafalítið tvöfaldazt. Er ekki að vita, nema slíkt hefði þau áhrif, að nógu margir fengj- ust til að gefa sig að sjómennsku. Einnig væri mjög æskilegt, að skatt- og útsvarsfríðindi fiski- manna yrðu sem mest. Það er þó allt í áttina, þótt hægt fari. En hvað sem því líður að örva þátttöku landsmanna í fiskveið- um, þá ætti það áð vera til hags- bóta fyrir sjávarútveginn og þó þjóðina í heild, að það opinbera stuðlaði að því, að til landsins flyttust a. m. k. 200 sjómenn ái- lega. Sjálfsagt mætti þessi tala vera hærri, en ætli þetta væri ekki nóg til að glíma við til að byrja með, þar sem hér yrði að eiga sér stað fyrirgreiðsla með húsnæði. Orðtak útgerðarinnar er fleiri skip, fleiri sjómenn, meiri vel- megun. Afli Þjóðverja 1957 var 685.000 lestir eða við % meiri en ársafli Islendinga. Afla- verðmætið upp úr skipi — upp- boðsverðið — var 1000 millj. kr., eða við það sama upphæð og verðmæti allra útfluttra sjávar- afurða íslendinga, en þar er um að ræða að mestu fullunnar af- urðir. Söluverð í Þýzkalandi hafði lækkað um 5% frá árinu áður. Erlendis lögðu þýzkir togarar á land 22.000 lestir, eða við 100 meðaltogarafarma, mest í Eng- landi. Sr. Bjarni Sigurðsson, Mosfelíi PENINCAR ÞAÐ varð hlutskipti þióðarinnar um aldaraðir að hafa ekki nema rétt til fæðis og klæðis. Um auð- söfnun gat því aldrei orðið að ræða hjá þorra fólks þó að ein- staka manni tækist að næla sam- an umfram brýnustu þarfir. Nirf- illinn er alkunn persóna í íslenzk um skáldskap og naut allt af frem ur lítilla vinsælda. — 1 vitur.d manna voru örlög hans og afdrif ömurleg óg varla til að sækjast eftir fyrir nokkra skildinga. Góðverka varð sjónin sjúk, svartan bar á skugga, ágirndar þ -í flygsufjúk fennti á sálar glugga. Það var á þeim dögum, þegar ágirnd og nirfilsskapur töldust að kalla einu hættur peningafíknar- innar. Nú er öldin önnur. Nirfill- inn heyrist varla nefndur á nafn framar, og sé hann til, þá vor- kenna menn honum nú miklu frem ur en þeir hafi horn í síðu hans. ★ Vér erum börn tveggja heima, sem hafa um sinn látið meira af | manndómi sínum fyrir efnisgæð- | in en fyrri kynslóðir, en lagt ann að fyrir óðal. Og þar sem efnis- gæðin eru aðeins föl við fé, og þau eru þar að auki alltaf föl, ef það er i boði, hlaut að því að reka, að peningar yrðu í vitund manna eftirsóknarverðastir allra hluta. Og nú er svo komið, að vér gætum tekið Rómverjana fornu okkur til fyrúmyndar og hengt fyrir ofan bæjardyrnar spjald með orðunum: Gróðinn fyrst. 1 Grót.asöng, sem ortur var fyr ir 1000 árum, er því lýst með orð- um, sem nálgast spámannlegan innblástur hvernig maðurinn verð ur gullinu að bráð. Fróða konungi var gefin kvöx-nii. Grótti, sem sú náttúra fylgdi, að það mólst í kvörninni, sem sá mælti fyrir, er mól. Konungur lt; leiða ambáttir sínar til kvarnarinnar og bað þær mala sér gull og frið og sælu. Og svo mikil var fikn hans í gullið, að hann gaf ambáttunum ekki lengri hvíld eða svefn en gaukur- inn þagði eða ljóð mátti kveða. En svo fór um síðir, að ambátt- irnar urðu ofjarlar húsbónda síns og herra og mólu að honum her og tortíming. ★ Nútíma vísindi og tækni megna sannarlega að auka okkur gull og frið og sælu, ef rétt er á haldið, en því er verr og miður, og við [ fáum iðulega á því að kenna, að ' kunnátta okkar kemur okkur í i koll, í stað þess að mala okkur hamingju og gleði. Auðsæld vél- menningar og tækni hefur ruglað okkur svo £ ríminu, að við vitum scundum ekki okkar rjúkandi ráð. Kristnir menn synja að vísu fyrir það, að peningarnir séu æðstu gæði í þeirra augum, og þeir eru kannske í góðri trú, en þegar til kastanna kemur, hljótum við að viðurkenna, að heimur sáiarþroska og mannbóta er undirtylla á bæn- um, hornreka í tvíbýlinu. Hér er ekki verið að halda því fram, að mannheimar séu byggðir tómum óþokkum og svíðingum. En hinu verður ekki neitað, að sá stakkur, sem við höfum sjálf skor ið okkur, þrengir einatt svo að andlegum vexti okkar, að hann nýtur ekki réttar síns til jafns við þá veraldarhyggju, sem okk- ur er óneitanlega nauðsynleg að vissu marki. ★ Ef til vill spyrja nú þeir, sem New York - eða FENEYJUM, 28. febrúar. — Það' getur stundum komið sér illa að þekkja ekki Feneyjar frá New York. A. m. k. kom það sér ekki vel fyrir grískan pilt, sem gerð- ist laumufarþegi með grísku skipi frá Aþenu til New York, en gekk svo einn góaðn veður- dag á land } Feneyjum — og átt- aði sig eklci fyrr en um seinan ekki þykjast betur vita: Hvers konar trúarbrögð eru þetta, sem við eigum að burðast með? Mega þau eklci vita til þess, að við kom- umst bærilega af? Eiga þau ekki rúm fyrir velmegun og veraldlega hagsæld? Peningar hafa lengi setið um mannssálina, sn aðstæður höguðu því svo til, að hún varð þeim fyrst að bráð með vélmenningu nútím- ans. Upp frá þvi er sjaidnar spurt um gildi hlutanna í innsta kjarna þeirra, heldur um verð þeirra, þar sem allt er metið eftir efnisgæð- um, jafnvel tíminn sjálfur: Tím- inn er peningar. Þannig hefur einnig hann gjörzt harðstjóri okk- ar og húsbóndi, og við þrælar hans, þar sem kristin lífshyggja skoðar hann miklu fremur eins og þjón, sen gengur til móts við okkur og fær’ okkur upp í hend- ur þúsund tækifæri til þroska og mannbóta. Við erum orðin peningunum ískyggilega háð, þessum örsmáu munum, sem fara svo vel í vasa, en sem kaupa má þó fyrir alit það, sem við erum sólgnust í. Það er engu líkara en púkinn hafi sloppið upp úr flöskunni, og við hirðum ekki einu sinni um að koma honum þar fyrir aftur. Kristur varar iðulega við freistni efnisgæöanna. Og hann leggur fyrir okkur þessa spurn: Hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni? Nú þykjumst við vel á teið kom- in að eignast allan heiminn. Við höfum leyst þær hverja af ann- arri gáturnar um eðli hans og lögmál. Efnisheimui-inn er að verða leikfang í höndum okkar. — Við beizlum orkulindir hans og hagnýtum gæði hans hvert af öðru til þess að geta fremur leikið okk ur að yild. En hvað stoðar þetta okkur, þegar niður í kjölinn er skoðað? Jú, enginn þyrfti framar að þola skort, enginn þyrfti að ofreyna sig framar við strit í sveita síns antMits, enginn að vera í tímaþröng til hugleiðinga ot. tilbeiðslu, enginn að klæðast tötrum, enginn að þola önn fyrir fáfræði sína og kunnáttuleysi, enginn að bere kvíðboða 'yrir morgundeginum, að hann færi ekki að hendi nægtir alls, sem heim- urinn getur veitt. Kannski vant- ar samt nokkuð á, að svo sé því farið í raun og veru. Kannski hefur máttur peninganna geigað líka að þessu leyti, en það er ekki þeirra sök, heldur okkar. En hvar er þá komið andlegum hag okkar? Þar höfum við í sann- leika fyrirgjört miklu, peningar eru ekki aðgangseyrir að himnin- um, þvert á móti kann svo að fara, að þeir kosti okkur himin- inn. Við búum að vísu við alls- nægtir, en hljómur hins slegna gulls glepur svo fyrir okkur, að við gleymum jafnvel guði, eilífð- inni, himninum og glötum okkar sálarró. Oft er vitnað í orð rithöfundar ins Arne Garborgs um efnisgæð- in: Menn segja, að allt fáist fyr- ir gull eða peninga. Það er þó ekki alveg rétt. Það er hægt að kaupa mat, en ekki matarlyst, lyf, en ekki heilbrigði, mjúkar sæng- ur, en ekki svefn, glit en ekki feg- urð, glæsileik, en ekki unað, skemmtun, en ekki gleði, þjóna, en ekki trúmennsku, náðuga daga, en ekki frið. 1 stuttu máli sagt: Menn geta keypt hismið, en ekki kjarnann fyrir peninga. Það er ekki ástæðulaust, að við leggjum fyrir okxur þessa spurn í fullri hreinskilni „g svörum henni undandráttarlaust: — Hvað stoðaði það mig, þó að ég eignað- ist öll ríki veraldar, ef ég fyrir- gjöri um leið þeim gjöfum guðs, sem ekki eru falar við fé? — Maðurinn lifir ekki á einu sam- an brauði. Lífið verður aldrei svo einfalt — og au'-;'ðilegt. Ijj--. ,u Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.