Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. marz 1958 Frú Anna Borg skrifaði fyrir nokkrum dögum stutta grein í Berlingske Tidende, þar sem hún segir frá mesta óhappi og von- brigðum ævi sinnar. Það gerðist árið 1951 í fæðingarbæ hennar, Reykjaviic, þegar hún kom fram í leikritinu „ímyndunarveikin eftir Moliere Skýrir frúin svo frá, að Þjóð- leikhúsið hafi boðið henni að komá heim og leika í tveimur leik ritum, Heilagri Jóhönnu eftir Bernard Shaw og ímyndunar- veikinni eftir Moliere. — Ég vildi þetta mjög gjarn- an, segir hún, þótt ég sæi að þetta gæti verið varhugavert, því að ég átti að leika á íslenzku, — máli, sem ég hafði ekki talað í 25 ár. — Ég var titrandi af spenningi, hvernig þetta myndi ganga. Sem betur fer gekk frábærlega vel með Heilaga Jóhönnu, en svo kom að ímyndunarveikinni. — Fyrst var enginn leikstjóri til taks, en ég minntist þess að bróðir minn, sem annars er lög- fræðingur hafði mikið komið ná- lægt leiklistinni. Ég taldi þess vegna að við tvö í sameiningu gætum sett leikritið sæmilega á svið Þjóðleikhúsið féllst á það. Síðan lýsir frú Anna Borg því, hvernig leikurinn hafi verið sett- ur á svið. Þetta var „farsi“, hún átti að ,leika hina óðamála Pern- illu og stóð varla kyrr eitt ein- asta andartak á sviðinu. — Nærri má geta, hve undr- un mín og vonbrigði voru mikil, þegar ég las það á eftir í blaði einu, að til þess að fylgjast með mér á sviðinu hefðu áhorfendurn ir þurft að hreyfa höfuðið til eins og áhorfendur á knattspyrnuvelli Var þar sagt, að ég leiddi athygl- ina frá hinum leikurunum með því að þjóta stöðugt fram og aft ur. Þessi leikdómur hafði sömu áhrif á mig og löðrungar Að vísu reyndu menn að telja mér trú um að umsögn þessi væri ekki mikils vix’ði, en ég tók hana svo nærri mér, að ég hef aldrei síð- an getað gleymt henni. Að lokum segir frúin að á síð- ustu sýningum í Þjóðleikhúsinu, hafi hún verið orðin veik og með háan hita. Var það byrjun að sjúkdóm, sem hindraði hana í að leika næstu þrjú ár. — Mér gafst þá þeim mun meiri tími til að hugsa um leiklistargagnrýn- anda í Reykjavík, sem hafði líkt mér við knattspyrnumann En líklega hefur mér orðið meiri ami að þessu en efni stóðu til. Yves Saint-Laurent, 22 ára að aldri og arftaki Christians Diors, hlaut eins og kunnugt er rhikið lof fyrir fyrstu tízkusýninguna sína. Ungi maðurinn tók við ham ingjuóskunum með tárin í aug- unum og lýsti þvi yfir í heyranda hljóði, að hann myndi vinna á- fram af miklu kappi og í engu slaka til. Yves fer á fætur kl. 7, fer til vinnustofu sinnar kl hálf tíu og vinnur óslitið til kl. 9 að kvöldi. Hann reykir ekki, drekk- ur ekki og fer aldrei út að skemmta sér... Það er ekki með öllu afleið- mgalaust, að leika þrjóta og of- úopamenn í kvikmyndum, þó æikararnir séu til vill gæf- menn í ver Á þessu Charles Laughton fengið að kenna. Hann hefur eins og kunnugt er leik- ið marga harð- snúna karla, svo sem t.d. Bligh skipstjóra í Uppreisninni á Bounty, svo dæmi sé nefnt. Síðan hefur það legið í loftinu, að Charles Laughton I væri ekki neitt lamb að leika sér við og þetta hefur m.a. kom- ið fram í því að þau hjónin, hann og frú Eisa Lanchester, er kvað vera elskulegasta kona, geta ekki með nokkru móti feng ið hjálparstúlku á heimilið. Ef eftir þvi er leitað, er svarið allt af hið sama: — Við þorum ekki að hætta á að vinna húsverk fyrir svc Sparið og notið Sparr strangan herra. Nú hafa hjónin, eftir margra ára dvöl í Bandaríkjunum, snúið aftur til London, en þar tók ekk- ert betra við. Engin hjálpsöm stúlka eða kona hefur boðið sig fram til að vinna á heimilifiu og nú hefur Charles Laughton gert magnaða auglýsingaherferð til þess að ná sér í húshjálp og hrinda af sér þessu illa orði. „Ef þetta ekki dugar, þá verð eg sennilega e.ns geðillur eins og sögurnar segja að ég sé“, seg- ir Laughton nú. Pliilip, hertogi af Edinborg, hefir nýlega gert heildsölum, sem verzla með fuglakjöt í grennd við Sand ringhamhöll, ó- þægilegan grikk Þannig er mál með vexti, að á síðasta veiði- timabili skaut hann og vinir hans í veiðiland inu umhverfis Sandringham- höll 400—500 fasana á dag. Ráðs- maðurinn seldi smásölum þegar veiðina Framboðið á fasönum varð því svo mikið, að verðið féll 60—80%. Heildsalarnir í ! grenndinni voru því ekki lengur 1 samkeppnisfærir og hafa í bili hætt allri vei'zlun með fasana. Anita Ekberg, hin íturvaxna sænska kvikmyndaleikkona, dvelst nú hjá móður sinni í Malmö um ó- ákveðinn tíma, að því er sagt er. Eiginmaður An- itu, Anth. Steele dvelst nú í Ind- landi. Þá tóku menn að tala um, að skilnað- ur stæði fyrir dyrum. Anita hefir engan veginn látið orð falla í þá átt, en sagði hins vegar, að Anthony væri „hræðilega af- brýðisamur". „Ég fæ áreiðan- lega aldrei að fara ein út að skemmta mér, fyrr en sú breyt- ing verður á, að karlmennirnir horfa aðeins framan í mig, en virða mig ekki að öðru leyti fyrir sér...“, sagði hún. I Jeff Chandler, „villimaðurinn ' ‘á Hollywood“, og kvikmynda- leikkonan Kim Novak hafa slitið öll vináttubönd sín á milli. Bæði hafa kunngert, að þau hati hvort annað. Ó- vináttan hófst, þegar Jeff lýsti yfir því, að það væri hreinasta kvalræði að leika ástaratriði á móti Kim Novak. Hún gæti ekkert leikið og væri ekki annað en sæmilega snotur, ljóshærð brúða! „Ég hef næga leikarahæfi- leika-“ hreytti Kim út úr sér. „A.m.k í því að klóra — og það skal ég bráðlega sanna Chandler áreifanlega“. í London er alþekkt vaxmynda safn, sem fjöldamargir íslend- ingar kannast við og kallast Vax myndasafn ma- dame Tussauds. Þar hefur um langa hríð staðið mynd af Lord Mountbatten, er ?ar seinasti vara konungur í Ind- landi og mikil sjóhetja í styrj- öldinni sem leið. Nú á að endurnýja vaxmyndina, ina, sem er frá árinu 1942 en þar er hann miklu unglegri í útliti heldur en nú, en lávarðurinn hefir síðan orðið allmiklu feitari og þunnhærðari. En Mountbatt- en er ekki á því að láta hlunn- fara sig í sambandi við þessa nýju vaxmynd. Þegar setja átti vaxmyndina upp, sendi hann þess vegna einkahárskexa sinn, með ök tæki og tilfæringar, til þess að laga harið á vaxmyndinni, svo að það yrði sem ellra líkast því, sem er á honum sjálfum. Forst.iori í.vrir safninu sagði, að þetta væn mjög óvenjuiegt, en eKkert væri við því að segja, þótt lávarðurinn vildi sjálfur hafa hönd í bagga svo að vaxmyndin liti út eins og hann væri sjálfur. Harry S. Truman, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ætlar nú að taka sér nýtt starf fyrir hendur — sem útvarps- stjarna. Ásamt forráðamönnum stórrar, banda- rískrar útvarps- stöðvar leggur Truman nú á ráð in um „mjög skemmtilegan dagskrárlið", er einkum er ætl- aður ungu fólki. „Auðvitað verð ég að fá fagmenn mér til aðstoð- ar“, sagði Truman. „Ég er ekki sérstaklega vel til þess fallinn að skemmt.a fólki einn“» í Vestur-Berlín er nú hafin op- inber rannsókn, sem vekur mikla athygli í Þýzkal. og er líkt við hin frægu réttarhöld gegn Ad- ams lækni i Englandi. Er málið gegn Stefanie Burgmann, sem er apótekari og er hún ákærð fyrir að hafa 3. nóv. 1956 myrt 16 ára dreng með eitri og reynt að drepa móðursystur og bróður hins myrta á sama hátt. Réttar- höldin fara fram fyrir opnum tjöldum og safnast þangað múgur og margmenni. Svo bar við fyrir stuttu síðan að tvítug stúlka Gloria Stone að naím, sem hefur þá at vinnu að vera skotspónn fyrir hnífakastara i hinum stóra „Mainstreet kabaretti" i Ohio, féil í yfir lið í miðri jýn- ingu. Fólkið j salnum stökk á fætur og æpti því að allir neldu að einn hnífurinn hefðí lent í Gloriu. En svo var ekki, þvi að í Ijós kom, að Gloria hafði misst meðvit- undina vegna þess að hún varð þess vör að kónguló var a8 skríða upp eftir vinstri fætinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.