Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1958, Blaðsíða 20
Fólk í fréttum Sjá bls. 8 52. tbl. — Sunnudagur 2. marz 1958. Reykjavíkurbréf er á bls. 11. Iðjufélagar, kosningu lýkur í kvöld í KVÖLD lýkur stjórnarkjöri í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavik. Kosið er um 2 lista, B-listann, lista lýðræðissinna, þar sem Guðjón Sv. Sigurðsson, formaður Iðju er i efsta sæti. og A-listann, sem ekki fannst betri maður til að skipa efsta sætið á en Björn Bjarnason, Moskvu kommúnisti. Kosið er að Þórsgötu 1 frá kl. 10 f.h. til kl. 11 e.h. Iðnverkafólk. Munið þessi atriði, sem birt voru í Iðjublaðinu í fyrradag: x B Stjórn Björns Bjarnasonar lánaði sjálfri sér stórfé úr sjóðum Iðju og hefur orðið uppvis að margs konar misferli með fé félagsins. Sama stjórn torveldaði á margvíslegan hátt starfandi iðnverkafólk að afla sér fullra félags- réttinda í Iðju. Sama stjórn hélt ekki uppi neins konar fræðslu eða skemmtistarfsemi innan félagsins. Sama stjórn var ausveipt handbendi kommún istaflokksins, en sofandi í hagsmunamálum iðn verkafólks. S. Björn Bjarnason launþega sl. vor. var andvígur kjarabótum Núverandi stjórn Iðju náði mikilvægum kjara- bótum sl. vor án verkfalls og án samnmgs- uppsagnar. Núverandi stjórn Iðju hefur hrint af stað iif- eyrissjóðsmáli iðnverkafólks og vinnur nú að því af kappi. Núverandi stjórn Iðju hefur lagt grundvöll að byggingarfélagi iðnverkafólks og þegar fengið lóðir fyrir 30 íbúðir. Núverandi stjórn Iðju hefur haldið uppi fjöl- breyttu fræðslu- og skemmtistarfscmi innan félagsins. Núverandi stjórn Iðju hefur tryggt nær öllu starfandi iðnverkafólki full félagsréttindi í Iðju. Nefnd frá OECC kemur hingaS til lands Kynnir sér m.a. íslenzkt atvinnulif og efnahagsmál A ÞRIÐJUDAGINN 4. marz er væntanleg til Reykjavíkur nefnd á vegum efnahagssamvinnustofn unar Evrópu (OEEC) í París undir forystu René Sergent, for- stjóra stofnunarinnar. I fylgd með forstjóranum verða John G. McCarthy, fulltrúi Bandaríkj- anna hjá stofnuninni, og John Fay, yfirmaður hagfræðideildar stofnunarinnar. Aðal verkefni nefndarinnar er að athuga möguleika á að auka freðfiskútflutninginn frá íslandi, t. d. með bættu dreifingarkerfi og aukinni sölustarfsemi í aðild- arríkjum stofnunarinnar. Jafn- framt mun nefndin kynna sér íslenzkt atvinnulíf og efnahags- mál. Þetta verður í fyrsta sinn, sem forstjóri efnahagssamvinnustofn- unarinnar heimsækir ísland. Er ákveðið, að hann haldi fyrirlest- ur í Háskóla íslands um fríverzl- unarmálið miovikudaginn 5. marz Bílar tefjast LÍTILSHÁTTAR snjór var á jörðu hér - Reykjavík í gærmorg un. Fyrir þá, sem gangandi voru, olli þetta ekki töfum. Aftur á móti attu bílar viða í erfiðleikum, því flughálka var á götum. Var með öllu ófært um sumar götur, sem liggja upp brekkur, og hallinn þurfti ekki mikill að vera, því á Hringbrautinni á móts við Kenn- araskólann, þar sem lítilsháttar halli er, stóðu 17—20 bílar spól- andi. Strætisvagnarnir töfðust nokkuð og urðu á eftir áætlun. — Lögreglunni var kunnugt um fá- eina bílaárekstra árdegis í gær. Vatnamælingar ÞRÍR MENN eru nú staddir uppi í óbyggðum við athuganir, þeir Sigurjón Rist vatnamælingamað- ur, aðstoðarmaður hans og Guð- mundur Jónasson. Fóru þeir yfir 10 dögum héðan úr bænum og var förinni heitið upp að Köldukvísl og Þórisvatni, sem er annað stærsta stöðuvatn landsins. Sigurjón Rist mun ætla að koma fyrir í vatninu sjálfritandi vatns mæli og gera þar ýmsar athug- anir. Einnig mun hann mæla rennslið í Köldukvísl og gera þar aðrar athuganir. Þessi leiðangur er farinn á vegum raforkumála- stjórnarinnar og er Iiður í rann- sókn og mælingum í sambandi við virkjunaráætlanir. Um fyrri helgi hafði verið 25 stiga frost þar sem þeir félagar liggja við í snjóbíl Guðmundar. 1 fyrradag var gott veður og frost ið aðeins um 5 stig. Þeir munu alls verða um tvær vikur í för þessari. Gisli Magnússon Orðsending til meðlima fnlltrúa- ráðs Sjálfstæðis- félaganna MJÖG áríðandi er að með- limir fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna hafi samband við skrifstofu fulltrúaráðsins í Valhöll eftir kl. 10 f. h. Símar 17100 og 18192. Gísli Magnússon, píanóleiknri heldur tónleika n.k. miðvikndag GISLI MAGNUSSON, pianó- leikari, heldur tónleika n. k. miðvikudag í Þjóðleikhúsinu. Á efnisskránni verða Konsert í ítölskum stíl eftir Bach, Tilbrigði og fúga um stef eftir Hándel eftir Brahms, Allegro barbaro og Sonatina eftir Bartók, Ballade, Nocturne og Mazurka eftir Chop- in og Polonaise eftir Liszt. Stamdaði nám við tónlistar- háskólann í Ziirich Þessi ungi píanóleikari er ís- lenzkum tónlistarunnendum þeg- ar að góðu kunnur. Hann hélt sína fyrstu opinberu tónleika á vegum Tónlistarfélagsins 1951, þá aðeins 22 ára að aldri. Hann var þá nýkominn heim frá Sviss, þar sem hann hafði stundað nám í hálft annað ár við tónlistar- háskólann í Zúrich, og var Walter Frey kennari hans. Hélt hann síðan áfram námi í tvö ár hjá Walter Frey og lauk burtfarar- prófi með mjög lofsamlegum vitnisburði. Að loknu námi hélt hann tón- „Björn i Iðju" felur niðr- andi ummœli um að hann hafi reynt að verja sig ! En ekki meiðandi, þegar sagt er að hann hafi gefizt upp! Undarleg málssókn gegn Mbl. BJÖRN „lðju-maður“ hefur nú, þegar Iðjukosningarnar eru að hefjast, mannað sig upp í að senda Mbl. sáttakæru í meiðyrða- máli út af greinum um mcðfcrð kommúnista í Iðju, en greinarn- ar birtust fyrir meira en mánuði síðan eða 17.—18. jan. s. 1. Er engu líkara en að Björn hafi vaknað við, þegar hann sá fréttirnar um meiðyrðastefnur Erlends Sambandsforstjóra og Regins-manna út af Keflavíkur- braskinu mikla, og væri synd að segja annað en að Björn velji sér fagrar fyrirmyndir. Sátta- kæran er á margan hátt kátlegt plagg. M. a. telur Björn eftir- farandi ummæli úr Mbl. niðr- andi: „í fyrstu reyndi Björn Bjarnason fyrrverandi formað- ur að halda uppi vörn fyrir at- hæfi sitt og stjórnarinnar-----“. Hins vegar er EKKI stefnt vegna orðanna í lok þessarar sömy setningar, sem hljóða svo: „— en gafst fljótlega upp“!I Eftir þessu telur Björn það rangt og meiðandi fyrir sig að hann hafi haldið uppi vörnum en hinsvegar finnst honum ekki rangt og meiðandi, þegar sagt er að hann hafi gefizt fljótlega upp! Þessi sáttakæra er um margt annað eitt mesta endemis-plagg. Það er meira að segja tæpt, að slíkt geti enzt Birni til að fá „plástur", eins og Sambandsfor- stjórinn og Regins-menn eru að leita eftir en vafalaust er hugsun- in sú að „slá þvi upp“ gagnvart Iðjufélögum að Björn sé „hvergi hræddur hjörs í þrá“ og hafi stefnt Morgunblaðinu! Enn einn skripaleikurinn og kemur hann félögum Iðju, sem Björn þekkja, vafalaust ekki á óvart. Algjör samstaða lýðrœBis flokkana á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 1. mars. — Und- anfarið hafa staðið yfir samn- ingaviðræður .nilli lýðræðisflokk- anna um oæjarstjórnarsamstarf oc meirihlutamyndun innan bæj- arstjórnarinnar. Eru þessar samningaviðræður í framhaldi af samstöðu lýðræðisflokkanna í bæjarstjórn Siglufjarðar um kosningu bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar. Samningaumleitunum er nú lokið með algjörri samstöou lýð- ræðisflokkanna, sem gengu sam- einaðir til nefndakosninga á fundi bæjarstjórnar í gær. 1 bæj- arráð voru kjörnir þeir Öfeigur Eiríksson, Ragnar Jóhannesson og Þóroddur Guðmundsson. Framkoma kommúnista, sem ein angrazt hafa í bæjarmálum Siglu fjarðar, hefur verið með fádæm- um undanfarið. Þeir neituðu að mæta í hófi, er fráfarandi bæjar- stjóri Jón Kjartansson var kvadd u af bæjarstjól'n við brottför sína úr bænum. í gær fluttu þeir tillögu um að fella niður nefnd- arlaun. En síðar á sama fundi flutti bæjarfulltrúi þeirra, Ár- mann Jakobsson, viðbótartillögu þess efnis, að tilteknum bæjarfull t?'úa Alþýðuflokksins skuli þó greitt fyrir nefndarstörf. En sá bæjarfulltrúi, sem er verkamaður hér í bæ, hafði upplýst, að sam- þykkt tillögu kommúnista hefði í för meé sér fjárhagslegt tjón fyrir verkamenn, sem sleppa þyrftu vinnu og launum til að sinna borga'ralegum skyldustörf- um í nefndum og bæjarstjórn. Var þessari ósmekklegu viðbót- rrtillögu Ármarins vísað frá sem ósæmandi og móðgandi. Aðaltil- lögunni var vísað til umsagnar bæjarráðs. — Stefán. leika á vegum Tónlistarfélagsins í annað sinn í marz 1954 og fékk góða dóma. Örstuttu siðar lék hann með Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Olavs Kiellands. Lék hann þá Pianókonsert eftir Liszt. Síðar lék hann með Sin- fóníuhljómsveitinni undir stjórn Róberts A. Ottóssonar, og var viðfangsefnið í það sinn Píanó- konsert eftir Mozart. Nam hjá Carlo Zecchi Árið 1954 fór Gísli í hljóm- leikaför til Norðurlanda með Samkór Reykjavíkur. Þetta sama ár fékk hann styrk frá ítalska ríkinu og fór til framhaldsnáms við Santa Cæcilia tónlistarhá- skólann í Rómaborg. Nam hann þar í 8 mánuði hjá Carlo Zecchi, hinum fræga píanóleikara og hljómsveitarstjóra. Fyrsta hæggenga hljómplatan fyrir íslenzkan markað Meðan Gísli dvaldist á Ítalíu, lék hann inn á hljómplötu, og er það fyrsta hæggenga platan, sem gefin er út sérstaklega fyrir íslenzkan markað. Á plötunni eru Glettur, þl'jú píanólög eftir dr. Pál ísólfsson, Vikivaki eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Ensk svíta i d-moll eftir Bach. Nýlega fékk Gísli tilboð um að leika fyrir norska útvarpið og fer hann sennilega til Noregs í maí n. k. Tónleikar Gísla á miðvikudag- inn hefjast kl. 8,30 og verða að- göngumiðar seldir í Þjóðleik- húsinu. TrésmiBir, hrindiB áhlaupi kommúnista STJÓRNARKJÖRI í Trésmiðafélaginu lýkur í dag. B-list- inn, listi lýðræðissinna, er skipaður núverandi stjórn félags- ins, sem kosin var í fyrra, er trésmiðir voru orðnir lang- þreyttir á óstjórn kommúnista í félagi þeirra. Það hefur vakið mikla athygli undanfarna daga, að nú er upplýst orðið, að kommúnistar lánuðu sér og gæðingum sínum stórfé úr sjóðum t'élagsins, meðan þeir höfðu aðstöðu til. Skriffinnar Þjóðviljans hafa varið miklu rúmi til að freista þess að verja þetta einstæða hneyksli. í gær birta þeir tölur og segja að lánin hafi ekki verið kr. 199.500 eins og stjórn félagsins hafi talið heldur kr. 200.500 — eða 1000 kr. hærri! Jafnframt fara þeir rangt með, til hvaða aðila lánin voru veitt. Þessi mál hafa nú verið falin löggiltum endur skoðanda til rannsóknar, og má eins gera ráð fyrir, að upp- hæð lánanna muni enn hæklta, er hanri hefur yfirfarið bæk- ur félagsins. Trésmiðir! Koiriið í veg fyrir, að kommúnistar taki upp sína fyrri iðju í félaginu. Kjósið B-listann. Muriið, að kosningu lýltur kl. 10 í kvöld. Kosið er í skrif- stofunni að Laufásvegi 8. Kosningaskrifstofa B-listans er að Bergstaðastræti 61, símar: 22616, 19113 og 23885.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.