Morgunblaðið - 20.03.1958, Síða 2
2
MORCVNBL4ÐIÐ
Flmmtudagur 20. marz 1958
Banicasfjóranum heimilf að
draga hallareksfur frá fekjum
f dag- eiga þessir brunaverðir 15 ára starfsafmæli í Slökkviliði
Reykjavíkur, en menn þessir eru í fremri röð frá vinstri: Svav-
ar Sigurðsson, Sigurgeir Benediktsson, Leó Sveinsson og Sigur-
þór Þórðarson. I aftari röð eru, einnig talið frá vinstri: Sveinn
Ólafsson, Finnur Richter, Jóhann Hannesson, Óskar Óiafsson
og Kristinn Ólason. Á myndina vantar einn brunavarðanna,
Gústaf Guðjónsson. — Um leið og þessir brunaverðir tóku til
starfa voru meðal þeirra Sigurbjörn Maríusson, sem lézt af
slysförum í starfi, og Guðmundur Karlsson, sem nú er hættur
störfum í Slökkvilioinu. — Þessir brunaverðir minnast þessa
starfsafmælis í kvöld með hófi.
Framsókn lék fveim skjðldum
við bæjarsfjórakjór á Kúsavík
Bæjarsijórinn látinn víkja vegna þess að
hann er Sjálfstæðismaður
í HÆSTARÉTTI er genginn dóm-
ur í máli, sem tollstjórinn í
Reykjavík fyrir hönd ríkissjóðs
höfðaði gegn Vilhjálmi Þór aðal-
bankastjóra. Var krafizt lögtaks
hjá bankastjóranum til trygging-
ar tekjuskattseftirstöðvum fyrir
árið 1956, en þær námu 51.815,00
krónum.
Vilhjálmur Þór vann þetta mál
í undirrétti og einnig fyrir Hæsta-
rétti.
Bankastjórinn er eigandi að
hálfu að búinu Rangársandur s.f.
í Rangárvallahreppi. Á framtali
sínu fyrir árið 1956, hafði V. Þ.
talið fram sem rekstrarhalla á
búrekstri sínum kr. 199.986,50. En
skattstjórinn í Reykjavík hafði
strikað þennan hallarekstur út
og talið hann ófrádráttarbæran.
Aftur á móti til frádráttar 35 þús.
kr. í vaxtagreiðslur vegna bú-
rekstrar. Þessa skattaálagningu
kærði V. Þ. til skattstjóra, síðan
til yfirskattanefndar og þá til
ríkisskattanefndar.
Fyrir undirrétti var það viður-
kennt að eftirstöðvar tekjuskatts
kr. 51.815,00, stafi eingöngu af
teknahækkun, er skattstjórinn
hafi gert á framtali bankastjór-
ans, vegna þess að hann hafi
ekki viljað leyfa frádrátt á
rekstrarhallanum á búrekstri
hans austur í Rangárvalla-
hreppi.
Fyrir dómstólunum var því um
það fjallað, hvort frádráttur þessi
sé heimill eða ekki. Því var meðal
annars haldið fram fyrir undir-
rétti, af tollstjóra, að búrekstur
bankastjórans sé með þeim hætti,
að honum sé ekki heimilt að
draga halla af honum frá tekj-
um sínum til skatts. Hann hafi
fyrst og fremst tekjur fyrir störf
sem bankastjóri, en búreksturinn
sé ekki rekinn í framfærsluskyni.
Hann búi ekki á jörðum félags-
ins né stjórni þar rekstri á þeim.
Sé þaS í samræmi við þá reglu
ríkisskattanefndar a ðleyfa ekki
frádrátt á tapi þeirra gjaldenda
á landbúnaði, sem hafa aðra
aðalatvinnu. Einnig voru land-
búnaðarskýrslur sem fylgdu
framtali, gagnrýndar af toll-
stjóra.
Bankastjórinn hélt því hins
vegar fram, að ef hann hefði
Fyrirspurn til
heilbrigðismála-
ráðherra og land-
læknis
ÞANN 15. jan. s.l. fór héraðs-
læknirinn héðan úr plássinu, þar
sem honum hafði verið veitt
annað hérað. Þann 1. febr. s.l.
var útrunninn umsóknarfrestur
um héraðið hér. Heyrzt hefur að
sótt hafi verið um Flateyrar-
hérað, en ekki mun það hafa
verið tilkynnt opinberlega. Vegna
almennrar óánægju með læknis-
leysi í héraðipu á þessum tíma
árs, er hér með óskað eftir að fá
upplýst opinberlega, hvort það
sé rétt að umsóknir hafi komið
fram um héraðið, og þá á hvaða
forsendum það hafi ekki verið
veitt eða hvort ekki hafi verið
mögulegt að fá hingað lækni
um tíma. Flateyringur.
FRÁ ALÞINGI
Á DEILDAFUNDUM í dag eru
þessi frv. á dagskrá: Efri deild:
Ríkisreikningurinn 1955. Hús-
næði Vinnuveitendasambandsins.
Innflutningsskrifstofur utan
Reykjavíkur. Stóreignaskattur.
Skólakostnaður. í neðri deild:
Bráðafúi. Ríkisborgararéttur.
Húsnæðismál. Eyðsla hjá ríkinu
(frv Jóns Pálmasoiiai;.
rekið útgerð á sama hátt og hann
rekur landbúnað og orðið fyrir
taprekstri, þá hefði hann orða-
laust fengið þann taprekstur
dreginn frá tekjum sínum til
skatts. Væri um hreina valdníðslu
að ræða hjá skattyfirvöldunum
að neita honum um frádrátt á
tapi vegna búrekstrar síns, þeg-
ar þau heimila aðiljum, sem eins
eru settir, frádrátt á tapi vegna
útgerðar. Þessu sjónarmiði hafði
tollstjóri mótmælt, en banka-
stjórinn aftur á móti mótmælt
því, að það skipti nokkru máli
hvort hann hefði framfræslu af
búrekstrinum eða byggi sjálfur
á jarðeignum sínum.
f forsendum dóms undirréttar,
segir m. a. á þá leið: „að telja
verði að bankastjórinn hafi gert
fullnægjandi grein fyrir tapi sínu
á skattframtali, og að honum hafi
því verið heimilt skv. 10. gr.
b-lið laga nr. 46 frá 1954, að
draga margumrætt reksturstap
sitt frá skattskyldum tekjum sín-
um“.
Síðan segir: „Skattstjóra var
því ekki heimilt að hækka skatt-
skyldar tekjur bankastjórans um
hið framtalda tap hans á bú-
rekstri á árinu 1955“.
Með þessum orðum var synjað
um framgang hins umbeðna lög-
taks.
í forsendum dóms Hæstaréttar
er staðfesti dóm undirréttar, seg-
ir m. a.:
Áfrýjandi (Tollstjórinn), sem
hefur skotið máli þessu til Hæsta-
réttar, gerir aðallega þær dóm-
kröfur, að hinum áfrýjaða úr-
skurði verði vísað heim í hérað
og að hvorum aðilja verði gert
að greiða sinn kostnað af málinu.
Tíl vara krefst hann þess, að lög-
tak verði heimilað fyrir kr.
51.815.00 ásamt dráttarvöxtum og
kostnaði og að stefnda verði
dæmt að greiða áfrýjanda máls-
kostnað í héraði og fyrir Hæsta-
rétti. Stefndi krefst staðfesting-
ar hins áfrýjaða úrskurðar og
málskostnaðar fyrir Hæstarétti
að mati dómsins.
Engir þeir gallar eru á með-
ferð máls þessa í héraði né á
hinum áfrýjaða úrskurði, er vald-
ið geti heimvísun málsins. Verð-
ur aðalkrafa áfrýjanda því ekki
tekin til greina.
Það er almenn regla íslenzkra
skattalaga, að tekjur, sem skatt-
þegn kann að afla með ýmiss kon
ar atvinnurekstri eða á annan
hátt eru lagðar saman og tekju-
skattur síðan reiknaður af þeim
í einni heild. Þegar skattþegn
kann að bíða halla á atvinnu-
rekstri, svo sem hér er um að
ræða, leiðir að sjálfsögðu af
þessu, að þann halla ber að draga
frá öðrum tekjum hans, áður en
tekjuskattur er á þær lagður,
nema lög kunni að mæla fyrir
á aðra leið. En um það er hér
ekki að ræða. Með skírskotun til
þessa og til þeirra raka, sem
greind eru í hinum áfrýjaða úr-
skurði, á stefndi kröfu til, að tap
hans á landbúnaði sé dregið frá
tekjum hans, áður en skattur er
á þær lagður.
Áfrýjandi hefur vefengt að tap
stefnda á landbúnaði hafi orðið
eins mikið og í framtali hans
greinir.
Stjórnvöld skattamála hafa
ekki notað heimild 35. gr. laga
nr. 45/1954 til þess að skora á
stefnda að láta í té nánari skýr-
ingar á landbúnaðarskýrslu hans
og áætla síðan rekstrarhalla hans
á landbúnaði, ef hann varð ekki
við þeirri áskorun eða svar var
ekki fulinægjandi. Þar sem þetta
var ekki gert, verður að leggja
skýrslu þessa til grundvallar við
ákvörðun rekstrarhallans.
Samkvæmt framanskráðu ber
að staðfesta hinn áfrýjaða úr-
skurð.
Eftir þessuiyi úrslitum er rétt,
að áfrýjandi greiði stefnda máls-
kostnað í Hæstarétti.
HÚSAVÍK, 19. marz. — Bæjar-
stjórakjör hér í Húsavík hefur
þótt allsögulegt og endalok
þeirra mála munu ekki vera að
vilja meirihluta bæjarbúa, en
bæjarstjórn Húsavíkur kaus í
dag Áskel Einarsson skrifstofu-
mann úr Reykjavík sem bæjar-
stjóra.
Bæjarstjórn Húsavíkur er
þannig skipuð að Sjálfstæðis-
menn eiga 1 fulltrúa, en hinir
flokkarnir tvo hver. Á fyrsta
bæjarstjórnarfundi eftir kosning
arnar í vetur báru Framsóknar-
menn fram till. um að endur-
kjósa Pál Þór Kristinsson, sem
bæjarstjóra til næstu fjögurra
ára. En þeir voru jafnframt vit-
andi þess að kratar og kommún-
istar mundu bera fram tillögu
Varnir gegn
bráðafúa
STJÓRNARFRUMV. um varnir
gegn bráðafúa í fiskiskipum var
til 2. umr. á fundi neðri deildar
Alþingis á þriðjudag. Sjávarút-
vegsnefnd deildarinnar hafði
skilað áliti um málið og lagt til,
að það yrði samþykkt með
nokkrum breytingum á orðalagi.
Einnig lagði nefndin til, að ekki
yrði lögskipað, að gerðardómur
um ágreining vátryggða og
vátryggingarsala yrði háður í
Reykjavík. Stjórnarliðar í nefnd
inni lögðu loks til, að samráð um
iðgjöld skyldi haft við atvinnu-
og fjármálaráðuneytið meðan
leita þarf endurtryggingar hjá
ríkissjóði. í frumv. var upphat-
lega gert ráð fyrir, að aðeins
þyrfti að hafa samráð við fjár-
málaráðuneytið.
Gísli Guðmundsson var fram-
sögumaður nefndarinnar, en síð-
an tók Péiur Ottesen til máls.
Hann sagði m.a., að nefndin
hefði rætt um, að nauðsynlegt
væri, að með iðgjaldagreíðslur
vegna þessarar tryggingar væri
farið eins og aðrar iðgjalda-
greiðslur útvegsins, meðan nú-
verandi ástand er í íjárhagsmál-
um hans. — Allar breytingatillög
urnar voru síðan samþykktar og
málinu vísað til 3. umr.
um að starfið yrði auglýst. Fékk
tillaga um að kjósa Pál Þór 3 at-
kvæði, en tillagan um að aug-
lýsa starfið var samþykkt með 4
atkvæðum. Síðan hafa framsókn-
armenn og kratar unnið að því
að útvega bæjarstjóraefni úr sín-
um herbúðum, en ekki unnið að
því að fá Pál Þór Kristinsson
kjörinn, en það er almennur vilji
bæjarbúa. — Páll Þór hefur
reynzt traustur og dugandi bæj-
arstjóri þau 2i/a ár, sem hann
hefur gegnt starfinu, eftir að
kratar og kommúnistar gáfust
upp á samstarfi.
Bæjarbúar telja, að landsmála
pólitík eigi ekki heima í bæjar-
málum Húsavíkur. Bæjarbúar
vildu ekki að Páll Þór yrði lát-
inn víkja úr bæjarstjórastarfinu
vegna þess að hann væri Sjálf-
stæðismaður.
Hér hefur það enn einu sinni
sannast áþreifanlega að þar sem
mögulegt er að koma á vinstra
samstarfi í bæjum landsins skal
því komið á hvað sem það kostar.
, — SPB.
BONN, 19. marz. — Þingmenn frá
Atlantshafsbandalagslöndunum
luku í gær tveggja daga fundi í
Bonn. Samþykkti fundurinn að
leggja til við Atlantshafsráðið að
skipuð verði nefnd borgara frá
bandalagsríkjunum til þess að
vinna að bættri samvinnu banda-
lagsríkjanna — og gera tillögur
í KVÖLD heldur félagið Alliance
Francaise skemmtifund fyrir fé-
lagsmenn sina og aðra í Tjarnar-
kaffi. Hefst fundurinn með því
að franski sendikennarinn við Há
skólann, ungfrú Madeleine Gagn
aire flytur erindi um franska
myndhöggvarann Bourdelle, sem
lifði í byrjun þessarar aldar og
er kunnur í Frakklandi fyrir
j msar áhrifamiklar höggmyndir.
Rit
Jóns Sigurðssonar
Á FUNDI í samcinuðu þingi í
gær var rætt um þingsályktunar
tillögu þá um útgáfu á ritum
Jóns Sigurössonar, sem sagt var
frá í Mbl. á laugardaginn.
Emil Jónsson flutti framsögu-
ræðu, en hann er flutningsmaður
tillögunnar ásamt þeim Bern-
harð Stefánssyni og Einari Ol-
geirssyni.
Tillagan gerir ráð fyrir heildar
útgáfu á ritum Jóns Sigurðsson-
ar. Málið kom upphaflega til
umræðu í menntamálaráði, og
liggja fyrir áætlanir um stærð
ritsafnsins og kostnað við útgáf-
una. Er gert ráð fyrir, að hún
verði í 10 bindum, og kosti um
5.5 millj. kr., ef miðað er við
5000 eintaka upplag. Ríkið sjálft
og menntamálaráð myndu skipta
kostnaði á milli sín í hlutfallinu
3:2, en hagnaður, sem gert er ráð
fyrir að verði nokkur, þegar verk
inu er lokið, renni í „Gjöf Jóns
Sigurðssonar11.
Rit Jóns Sigúrðssonar eru
geysimikil að vöxtum, bæði
prentuð og óprentuð, en almenn
ingur á ekki greiðan aðgang að
þeim. Gert er ráð fyrir, að útgáfa
þeirra myndi skiptast í 5 aðal-
flokka:
DÞingræður og þingskjöl.
2) Blaðagreinar.
3) Ritgerðir um stjórnmál.
4) Vísindalegar ritgerðir.
5) Bréf.
Ætlun þeirra, sem unnið hafa
að málinu, er sú, að 1. bindi rit-
safnsins komi út 17. júní 1961, á
150 ára afmæli Jóns Sigurðsson-
ar.
Dnnslngnkepp-
nin heist í kvold
DANSLAGAKEPPNI Félags ís-
lenzkra dægurlagahöfunda hefst
á Þórscafé í þessari viku. Keppn-
in í gömlu dönsunum hefst í
kvöld, fimmtudag, og leikur þá
J.H.-kvintettinn, söngvari Sig-
urður Ólafsson.
Keppnin í nýju dönsunum
hefst hins vegar á föstudagskvöld
ið og leikur þá hljómsveit Aage
Lorange, söngvarar Didda Jóns
og Ragnar Halldórsson.
Átta lög verða hvert kvöld,
alls 16 í hvorum flokki. eða sam-
tals 32 lög. Um 60 danslög bárust
keppninni að þessu sinni.
til ráðsins um beztu leiðirnar til
slíkrar samvinnu.
Jafnframt var lagt til að á
næsta ári, á 10 ára afmæli banda-
lagsins, yrði boðað til mikillar
ráðstefnu sem aðallega skal ræða
samvinnu bandalagsríkjanna á
sviði stjórnmála, efnahagsmála
og vísinda.
Með erindinu loknu verða sýnd
kvikmynd sem fjallar um ævi
Bourdelles og listaverk hans.
Annað atriði á dagskrá sam-
komunnar er, að Ingvar Jónasson
leikur einleik á fiðlu, en Fritz
Weisshappel leikur undir á píanó
Er það nú orðin venja, að ágæt-
ir íslenzkir listamenn koma fram
á samkomum Alliance Francaise.
Að lokum verður svo stiginn
dans til kl. eitt um nóttina.
Tillögur um aukna sam
vinnu NATO-ríkjanna
Erindi um f ranskan myndhöggvara
á kvöldvöku Alliance Francaise