Morgunblaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1958, Blaðsíða 12
12 MORGVISBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. marz 1958 WJ cií reihan di Eflir EOGAR MITTEL HOl.lER ÞíSii.g: Sverrir Haraldsson Jafnvel pabbi ]pinn heldur því fram“. „Við skulum hætta að tala og hlusta“. „Gott og vel. Hættum þá að tala og hlustum". Hamarshögg heyrðust í kyrru kvöldloftinu. Inni í kjarrinu rak fugl upp hvella, langdregna skræki....... Tweep-reet........ Tweep-reet.....Aftur heyrðust hamarshöggin...... „Hann er inni í smíðaskýlinu". „Hver? Pabbi þinn? Og hvað með það?“ „Hanr. er að smíða líkkistu". „Líkkistu ?“ ,Já. Hier leyt begraven. .. .“ „Komstu til að segja mér það?“ „Mamma sendi mig“. Hún depl aði augunum, leit undan og Gre- gory heyrðist hún snökkta með þungum ekka. Svo sagði hún, næst um óheyranlega lágt: „Meðan þú sazt hérna og málaðir, kom dá- lítið hræðilegt fyrir". „Hvað var það?“ „Dauðinn". „Er einhver dáinn?“ „Já“. Hann fann hvernig hláturinn kafnaði innra fyrir og skildi eft- ir stórt holrúm í maganum á hon- um. Svo leit hann á hana, titrandi af kvíða og eftirvæntingu. „Hver er dáinn?" i u 65 a Hann sá að höfuð hennar titr- aði: „Þín heitt elskaða", sagði hún. „Nei, hættu nú öllu heimsku- legu gamni og segðu mér til hvers þú komst hingað“. Hann talaði hranalega og með uppgerð ar alvöru. — „Svona, talaðu nú. Hver er dáinn? Hættu þessum bjánaskap, Olivia og vertu nú einu sinni á ævinni alvarleg". Hún leit til hans tárvotum aug um, kjökrandi og ætlaði að hlaupa út úr herberginu. Hann fleygði frá sér lita- spjaldinu og penslinum og greip í handlegg hennar. — „Láttu nú ekki eins og geit, heimska....... Hættu því, segi ég.......Segðu mér afdráttarlaust hvað komið hefur fyrir. Hvers vegna ertu að gráta?“ „Er ég ekki búin að segja þér það? Er ég ekki búin að segja þér það?“ Hún sleit sig lausa og kastaði sér á grúfu í rúmið og hristist öll af áköfum ekka. Hann stóð þögull og horfði á hana. Að nokkurri stund liðinni, sagði hann: „Þú blekkir mig ekki með þessu — þessu góli þínu. Stattu á fætur, undir eins“. Hún virtist ekki einu sinni hafa heyrt til hans. Hann settist á Vanfar stúlkur til aðstoðair í eldhús MATARDEILDIN Hafnarstræti 5 ðtgerðarmenn Rétt stilling á dieselolíuverki og toppum tryggir öruggan gang bátsins. Önnumst viðgerðirnar með full- komnustu tækjurn og af æfðum fagmönnum. BOSCH umboðið ó íslandi Bræðumir Ormsson h.f. Vesturg. 3. — Simi 11467. HOLMENS KANAL 15 C. 174 Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn 1 miðborginni — rétt við höfnina. Herbergi með morgunkaffi frá dönskum kr. 12.00. stokkinn fyrir framan hana og reyndi að róa hana: — „Þú hef- ur ekki sagt mér neitt ennþá, kjáninn þinn. Hefur orðið slys eða hvað?“ Hún hreyfði höfuðið, til sam- þykkis: — „Já. Hún — hún var á verði“. „Á verði?" „Hún var á verði, þegar það gerðist. Það var snákur sem beit hana“. Hún settist upp og byrj- aði að nudda þumalfingurinn og hrista höfuðið með örvæntingar- fullum svip. Tár hennar höfðu skilið eftir rakan blett á rekkju- voðinni. — „Hún var svo góð. — Svo góð og falleg og ....“ Síð- ustu orðin köfnuðu í sárum grát ekka. Hann byrjaði að tala, en varð að hætta, til þess að ræskja sig. Að lokum tókst honum að segja: „Segðu mér nú hvað það var, sem kom fyrir. Snákur beit hvern? Mabel? Hvenær? Hvar gerðist þetta?" „Hún var að ganga eftir stígn um, sem liggur yfir til Ibi. Hún var á verði og átti að fara og gæta að bátunum. — Þeir voru hlaðnir af framleiðsluvörum — og það átti að senda þá heim til hr. Buckmasters". „Já, haltu áfram“. „Ég — ég get það ekki. .. Það var bushmaster“. „Bushmaster?" „Já, hann stökk á hana, út úr runnunum, og beit hana. Robert í Art Squad heyrði hljóðin í henni og flýtti sér henni til hjálpar. Hann drap snákinn. Snákurinn réðist á Robert, en tókst ekki að bíta hann. Hann drap hann með saxinu sínu. Hann reyndi að sjúga eitrið út úr öklanum á Ma- bel, en það kom ekki að neinu haldi. Það var of seint. Hann fór með hana til Benab ellefu og nokkrum mínútum síðar var hún dáin“. „Dáin?‘ Hún kinkaði kolli. „Ég get ekki trúað því. Ég talaði við hana nokkrum mínútum áður en við Berton fórum yfir Ibi. Við mætt- um henni við Benab sextán, þar sem hún var að tala við í Gunt- her og konuna hans. Oh, nei, ég get ekki trúað því — vil ekki trúa því“. „En .... heyrðu mig. Hvar er allt hitt fólkið? Joan frænka og Gerald frændi og — og Garvey? Ég veit ekki.. ..“ Hún byrjaði aftur að snökkta. Hann hristi hana og sagði: „Segðu mér, hvar þau eru?“ — Rödd hans var skipandi. „Spurðu mig ekki. Spurðu mig ekki. Ég .... Þau eru í Benab ellefu — hjá Mabel. Ég skildi þau þar eftir. Mamma bað mig um að fara og segja þér frá því“. „Hvar er pabbi þinn?“ „Pabbi er inni í smiðakofanum, að smíða líkkistu". „Smíða líkki — sjáðu nú til. Ég vona að þetta sé ekki ein af þín urn heimskulegum glettum. Ertu kannske að gera að gamni þinu, á svona smekklausan hátt?“ Hún sagði ekki orð, sat bara kjökrandi og starði út í eitt horn ið í herberginu. Kinnar hennar voru tárvotar. Gregory horfði á hana, gekk svo yfir að glugganum, kom aft- ur og hélt áfram að horfa á hana. „Ég get ekki trú .. nei, í gær- morgun var hún einmitt að segja mér frá þessum bushmasters, — I hvernig þeir réðust á menn. ...“ Hann greip um öxl hennar og ■ hristi hana til: „Ég trúi þér ekki. ; Þetta er bara eitt af þessum venjulegu hlægilegu hrekkja- brögðum þínum. Og það mjög lélegt og ósmekklegt“. „En hún er dáin......Hún er dáin. Heldurðu að ég sé að gera að gamni mínu? Maby er dáin. Þú tekur aldrei neitt alvarlega sem ég segi. En hún er dáin. Dáin.... Ef þú trúir mér ekki, þá skaltu bara-fara og sjá það sjálfur“. í Hún hljóp út úr herberginu og grét hátt og móðursýkislega. — Hann heyrði að hún fór inn í næsta herbergi og fleygði sér út af í rúmið. Hann hristi höfuðið ofsalega, fannst hann ætla að riða til, greip eftir samanvöfðu flugna- netinu, missti af því, en skjögr- aði samt ekki hið minnsta í spori, j Sviminn var bara ímyndun. Aðr- ir hlutir gátu þá líka verið ímynd anir. Jafnvel vera hans í þessu Húsgagnasmiðlr Nokkra planka af ýmsum harðviði, svo sem ask, birki, álm o. fl., getum vér selt fyrir lágt verð. Trésmibjcm SILFURTÚN hf. Silfurtúni il DECKER TRIED TO RUN OUT ON AftE, MRS. BLITZ... I OVERTOOK HIM AND IN THE FIOHT HE FELL NEAR A HORSE AND WAS OL r L ú ó 1—2) „Króka-Refur ætlaði að tUjúka og skilja mig eftir“, sagði Markús, „en ég náði honum og réðist á hann. í átökunum íéll hann og einn hesturinn sló hann. Hann er illa særður“. — „Já, ég skal sjá um að honum veröi veitt nauðsynleg aðstoö'', mælti frú Anna. 3—4) „Þér líður betur r.úna, Markús, er það ekki?“ spurði Dídí, sem tæplega haf'ði vikið frá honum. — „Jú, Dídí. mér hefir var aðeins orðinn svangur, kald- ur . . . . og einmanna". — „En nú er alt mótlæti úr sógunm“, sagði Dídí. Þú verður að minnsta ekei t orðið meint af volkinu. Ég ‘ kosti ekki einmanna framar" herbergi. Hann lokaði augunum, opnaði þau svo aftur og horfði út um gluggann. . . Hann heyrði hamarshöggin í smíðaskúrnum og söng fuglanna í skóginum. Allt gátu þetta verið tómar ímyndan- ir — líka bushmaster. Og Benab ellefu. Hann fór út úr herberg- inu, hikaði örlítið úti á gangin- um, gekk svo inn í næsta her- bergi og horfði á Oliviu, sem lá í rúminu. Hún snökkti lágt og þrýsti andlitinu niður í koddann. Hann opnaði munninn, til að segja eitthvað, en ekkert orð kom af vörum hans. Svo gekk hann aftur fram á ganginn. Hann reikaði að stiganum og var kominn niður í hann, þegar hann heyrði Berton kalla. Hann var einhvers staðar úti. „Olivia, hvar ertu?“ Gregory hitti hann inni i dag- stoíunni. — „Hefur'ðu séð Ollie?" Hann var mjög fölur í framan og raunamæddur. „Hún er uppi. Hvað hefur ann- ars komið fyrir?“ „Hefur Ollie ekki sagt þér það? Bushmaster .... hann beit Ma- bel. Hún er dáin“. Hann deplaði augunum ört, snökti lágt og flýtti sér upp stigann. Gregory litaðist urn í stoíunni. Hann horfði á grammofóninn, sem stóð á bambus-borðinu, forn- fálega borðið á miðju gólfinu, með útskornu fótunumt skinnfóðr aða hægindastólinn, tréstólana tvo og litla ómálaða borðið með taflborðinu og öskjunni með taflmönnunum. Fleiri húsmunir voru ekki þar inni. Hann horfði á myndirnar á veggjunum —■ þrjár myndír, ein á hverjum vegg. Ein þeirra var af stórri byggingu með turni. — Seinna fékk hann að vita, að það var ráð húsið í New Amsterdam. Önnur var af corials á fljótinu. Og þessi — fyrir ofan grammófóninn — var olíumálverk. Eftir Mabel. — Olivia hafði sagt honum það nokkru áður. Hann heyrði rödd Bertons og fótatak hans, uppi á lofti. Olivia var enn kjökrandi. Berton snökkti lika. Gregory gekk niður eldhúss- SPtltvarpiö Fixnmtudagur 20. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrúr Erlendsdóttir). 10.30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Framburð arkennsla í frönsku. 19,10 Þing- fréttir. — Tónleikar. 20,30 „Víxl- ar með afföllum", framhaldsleik- rit fyrir útvarp eftir Agnar Þórð arson; 7. þáttur. — Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Rúrik Haraldsson, Herdís Þor- , valdsdóttir, Valur Gíslason og | Lárus Ingólfsson. 21,10 Kórsöng- | ur: Karlakór Akureyrar syngur I undir stjórn Áskels Jónssonar —■ (Hljóðritað nyrðra á s. 1. ári). — 21,45 íslenzkt mál (Dr. Jalcob ! Benediktsson). 22,10 Passíusálm- j ur (39). 22,20 Erindi með tónleik I um: Baldur Andrésson kand. theol. talar um norska tónlist. — 23,00 Dagskrérlok. Föstudagur 21. niarz: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Framburðarkennsla í esperanto. 19,10 Þingfréttir. Tón- leikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,30 Erindi: Æsir, vanir og austræn goð; síðara erindi (Hendrik Ottós son fréttamaður). 21,00 Tónleik- ar: Enskir listamenn syngja og leika létt-klassisk lög (plötur). 21.30 Útvarpssagan: „Sólon íslandus" eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi; XVI. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 22,10 Passíusálm- ur (40). 22,20 Þýtt og endursagt: Söngkonan Melba eftir Beverley Nichols (Svcinn Sigurðsson rit- stjóri). 22,35 Frægir hljómsveit- arstjórar (plötur). 23,15 Dagskrár lok. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.