Morgunblaðið - 28.03.1958, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.03.1958, Qupperneq 3
Föstudagur 28. marz 1958 MORCVNRLAÐIÐ Utanríkisráffherra á Keflavíkurflugvelli 16. ágúst s.I. meff sendiherrum Atlantshafsrikjanna, sem leitaff var eftir samskotalánum hjá. - Tveggja ára afmæli • ••••• Frh. af bls. 1 engin merki, að endurskoðunin sé í nánd“. Þarna var sízt of sterklega til orða tekið. Því fer svo fjarrí, að enn bóli á hinni fyrirheitnu endurskoðun varnarsamningsins, að nú miðast allar gerðir ríkis- stjórnarinnar við áframhaldandi dvöl liðsins hér. Sjálfur forsætisráðherrann, Hermann Jónasson, maðurinn, sem beitti sér fyrir þvi, að Fram- sólcnarflokkurinn ákvað 1956 að hafa forystu um brottvikningu varnarliðsins, fór suður til París- ar fyrir jól í vetur, til að lofa áframhaldandi dvöl hersins hér „að svo stöddu". Hermann hefur að vísu skort þrek til að birta á íslandi ræð- una, sem hann flutti þá í At- lantshafsráðinu. Sú þögn hylur ekki staðreyndina um veru liðs- ins hér. Ef hér væri ekkert sam- an við, mætti að vísu segja, að Hermann Jónasson og ríkisstjórn hans ættu lof skilið fyrir að hafa séð að sér. En því miður hefur mjög verið málum blandað. Frá því hefur verið sagt í við- kunnum heimsblöðum og fullyrt í málgagni stærsta stjórnar- flokksins, að dvöl varnarliðsins hér áfram hafi verið blandað saman við lánveitingar til ríkis- stjórnarinnar. í fyrstu var þetta gert hjá Bandaríkjunum einum. Síðar færði V-stjórnin sig upp ó skaftið. Það er nú komið í ljós, að eng- in tilviljun var, að sendiherrum annarra Atlantshafsríkja var boðið að vera við herforingja- skiptin á Keflavíkurflugvelli 16. ágúst í sumar. En þá var í fyrsta skipti höfð slík hátíðleg athöfn af því tilefni. Einmitt um sama leyti voru teknar upp umleitanir hjá hinum Atlantshafsríkjunum eftir sam- skotaláninu annálaða. í sjálfu sér er eðlilegt, að ísland þurfi hófleg lán og enginn getur haft við það að athuga, að eftir þeim sé leitað hjá vinveittum þjóðum. En hér var vörnum íslands og fjárbeiðnum ráðvilltrar ríkis- stjórnar blandað saman á óvið- urkvæmilegan hátt. Til framkvæmdar þess fór Her- mann Jónasson til Parísar og hélt leyniræðu á Atlantshafs- róðsfundinum þar. H. u. b. viku síðar inntu Bandaríkjamenn af hendi sinn hluta samskotaláns- ins. Og nú hefur erindreki ríkis- stjórnarinnar dvalizt vikum sam- an suður í Bonn til að herja út úr þýzku stjórninni það fé, sem V-stjórnin telur, að dregizt hafi verið á að láta henni þar í té. Allt þetta atferli hefur leitt til þess, að stjórnarflokkarnir skjóta sér alveg undan að ræða varnarmálin efni þeirra sam- kvæmt. Þess vegna er þagað um margt, sem úrslitaþýðingu kann að hafa um nauðsyn og eðli varn- anna og neitað að veita utanrík- ismálum yfirleitt löglega með- ferð. Þetta er afleiðing þess, að annarleg sjónarmið eru látin ráða. Þess vegna má ekki ræða málin fyrir opnum tjöldum og svívirðingu er bætt ofan á svik. Kommúnistar auka einungis skömm sína með því að safna nokkrum orðhákum saman á kvikmyndahúspalli til að skvaldra þar um efndir þess lof- orðs, sem reynslan hefur sýnt að ráðamennirnir hafa að engu. Leiðheiningabæklingur fyrir fólk sem verzlar í kjörbúðum Kjörbúðafyrirkomulag fer mjög í vöxt hér á landi LÁRUS Pétursson, framkvæmda stjóri Sambands íslenzkra smá- söluverzlana, boðaði fréttamenn á sinn fund í gær. Tilefni fund- arins var það, að skýra frá bækl ingi sem dreift verður í kjörbúðir næstu daga til leiðbeiningar fyrir fólk, sem þar.verzlar. Hálft þriðja ár er nú síðan kjör búðir hófu sarfsemi sína hér á landi og hefur þnóunin á því sviði orðið ör. Milli 30 og 40 kjörbúðir eru nú starfandi og þar af tæpar 30 í Reykkavík. Verzlunarmáti þessi hefur gefizt vel og orðið vinsæll hjá almenningi. Nefnd kosin. Kjörbúðirnar eru aðallega ný- lenduvöruverzlanir, áhaldaverzl anir og kjötbúðir. Eigendur þess ara verzlana í Reykjavík og nágrenni hafa nýlega komið saman til fundar og rætt það mál, hvort ekki væri hægt að samræma þjónustu slíkra verzlana. í því tilefni hef ur verið kosin nefnd til þess að athuga þá möguleika. í henni eiga sæti: Sigurður Magnússon, kaupmaður, Bjarni Grímsson, for stjóri, Kolbeinn Kristinsson, verzlunarstjóri og Valdimar Ól- afsson verzlunarráðunautur. Bæklingur sá, sem prentaður hefur verið á vegum Sambands íslenzkra smásöluverzlana, gef- ur upplýsingar um, hvernig hægt sé á sem hagkvæmastan og þægi legastan hátt að nota sér þægindi þau sem kjörbúðirnar hafa upp á bjóða, og sérstaklega er þar brýnt fyrir fólki, að nota innkaupakörfur verzlananna,sem bæði flýti fyrir því sjálfu og gjaldkei’anum, við afgreiðslu á vörunum. Þórður Þórðarson skákmeistari Hreyfils TAFLFÉLAG s.f. Hreyfils hóf vetrarstafið 29. okt. s.l., með hinu árlega innanfélagsmóti sínu, og lauk því 11. febrúar s.l. Þátttakendur í mótinu að þessu sinni voru 24 og skiptust í þrjá flokka. — í meistaraflokki tefldu 6 félagsmenn, og auk þess skákmeistarinn Eggert Gilfer er tefldi sem gestur félagsins á mót inu. , I. flokk skipuðu 5 keppendur, en 12 í II. flokk. Úrslit í mótinu urðu þau, að í meistarafl. urðu efstir í 1.—2. sæti Þórður Þórðarson og Eggert Gilfer jafnir með 5Vz v., í 3. sæti Guðlaugur Guðmundsson með 4 v., í 4. sæti Anton Sigurðsson með 3 v. Þórður Þórðarson varð því skákmeistari félagsins 1958, en hann vann' þann titil einnig 1957. í I. fl. varð efstur Jónas K.r Jónsson með 33/i v., 2. Dómald Ásmundsson með 3 v., 3. Þor- valdur Magnússon með IVi v. Efstur varð í II. fl. Gunnar Guðmundsson með 10 v., 2. Árni Björnsson með 9 v., 3. Snorri Jónsson með 8V2 v. Þann 25. febr. voru tefldar undanrásir í hraðskákmóti fé- lagsins, en úrslit voru tefld 4. marz. Keppendur voi’u 23. Undanrásir voru tefldar í tveim riðlum, og tefldu síðan 5 úr hverjum riðli til úrslita, auk Eggerts Gilfer sem einnig tefldi þar sem gestur. — Endanleg úr- slit urðu þau að efstur varð: Eggert Gilfer með 10. v., 2. Þói’ður Þói’ðarson með 7V2 v., 3. Magnús Vilhjálmsson með 6v., 4. Anton Sigurðsson með 5!A v. Þóx’ður Þórðarson vai’ð því einnig hraðskákmeistari félags- ins 1958. Þann 28. febr. s.l. tefldi Egg- ert Gilfer fjöltefli við félags- menn á 18 boi’ðum, og vann skákmeistai’inn 10 skákir, gerði eitt jafntefli og tapaði 7 skák- um. 3. marz fór svo fram skák- keppni milli Taflfélags s.f. Hreyfils og Taflfélags alþýðu, á 13 borðum, og lauk henni með 7:6 Hreyfilsmönnum í vil. SMSTEIMR Þögn um ,,þriðju leiðina£ Smfóníukljómsveitin í Þjóðleikhúsinu Reumert heiðraður í Höfn KAUPMANNAHÖFN, 27. marz. — Poul Reumert var hjartanlega fagnað á hátíðasýningu í Kon- unglega leikhúsinu í gærkvöldi. Hirðsorgin í tilefni af dauða Ingiborgar prinsessu var látin niður falla þetta kvöld, og kon- ungshjónin voru viðstödd sýn- inguna til að votta mesta leik- ara Dana virðingu sína á 75 ára afmælinu. Nokkrir áhorfenda höfðu eytt heilli ískaldri nótt fyrir utan miðasölu leikhússins til að tryggja sér aðgöngumiða. Þegar Reumert kom fyrst inn á sviðið var honum fagnað með löngu og dynjandi lófataki. Að sýningu lokinni færði Brönsted ' sýnd. leikhússtjóri Reumert gríðar- stóran lárviðarsveig. „Þessi sveig- ur er tákn, og þess vegna verður hann að vera stór“, sagði Brön- sted, „stór eins og ást yðar á list- inni, stór eins og auðmýkt yðar gagnvart listinni, mikill eins og hin ómælanlegu verðmæti sem þér hafið fært okkur og stór eins og þakklæti okkar og stolt yfir yiur“. Buhl hæstaréttarlögmaður af- henti Reumert 117.000 króna ávísun í Reumertsjóðinn, serr. búizt er við að stækki enn að mun. Að lokum þakkaði leilcar- inn hrærður fyrir móttökurnar og virðinguna, sem sér hefði verið — Páll. Dr. Vacláv Smetacék stjórnaði öðrum tónleikum sínum í Þjóð- leikhúsinu þriðjudaginn 25. þ. m. Einleikari á píanó var Guðrún Kristinsdóttir. Tónleikar þessir voru helgaðir Beethoven, og hóf ust með Prometheus-forleiknum, sem er eitt af aðgengilegustu verkum meistarans. Hljómsveitin lék foi’leikinn mjög vel í alla staði, og var sem vorblær færi um salinn, er þessir elskulegu tónar bárust manni að eyrum. Píanókonsertinn í Es-dúr er mjög voldugt verk, og eftirlætis verk allra mikilla píanósnillinga. Guðrún Kristinsdóttir vann mik inn sigur með glæsilegum leik sínum. Lék hún nú í fyrsta sinn með hljómsveit og má kalla alla meðferð hennar á þessu dásam- lega verki mikið afrek. Þess hefur oft áður verið getið hversu framúrskarandi góður píanóleik- ari Guðrún er. Að þessu sirxni bætti hún enn rniklu við hróður sinn sem listakona af guðs náð. Áttunda sinfónían sýnir meira hinar björtu hliðar Beethovens. Hún hefur ranglega orðið nokk- uð útundan (eins og raunar fjórða sinfónían), vegna þess, að hún er á milli þeirrar sjöundu og níundu, sem báðar eru ris- meiri verk. Hér er „húmör" Beethovens í algleymingi, einkunx í öðrum og fjórða þættinum, sem er djarfur og glettinn í senn, með snar- brattri „modulation“ frá fis- moll til F-dúr á einum stað undir lokin, svo að hlustandann sundl ar (ef hann þá heyrir, hvað er að gerast). Já, Beethoven, hvenær kemur aftur hans líki? Og. dr. Smetacék kann tökin á hljómsveitinni. Það er óþarft að bæta nokkru við það, sem sagt var hér í blaðinu eftir fyrri tónleika hans. Maður vonar að eins að hann komi aftur sem allra fyrst. Slíkir listamenn eru au- fúsugestir, og hljómsveitin þarfn ast slíkrar forustu mjög. Undir henni er líf sveitarinnar og starf komið í framtíðinni. Það, sem nú þarf að gera, er að ráffa fastan stjórnanda, sem þjálfar hljóm- sveitina stöðugt og heldur henni vel við efnið. Hún hefur marg- sinnis sýnt það, að hún er fær í flestan sjó. Og að þessu sinni var leikur hennar yfirleitt prýði legur. — Auðvitað mundu góðir gestir stjórna henni jafnt og áður. — Fagnaðarlátum áheyrenda ætl- aði ekki að linna eftir konsert- inn, og voru þau Guðrún og dr. Smetacék ótalsinnum kölluð fram. En í lok tónleikanna hylltu áheyrendur dr. Smetacék ákaft og hjartanlega. Þökk fyrir komuna. P. í. Ekkert stjórnarblaffanna minn- ist í gær einu orði á „þriðju „leiffina“, sem Alþýðublaffiff boff- aði í fyrradag. Þá áttu henni þó að fylgja „tímamót í íslenzkri stjórnmálasögu", sem „senniiega" mundu þó ekki verffa fyrr en eftir páska! Af þögn Alþýðublaffsins í gær er það helzt aff ráffa, að þaff vilji halda mönnum í ofvæni allt fram aff „tímamótunum“, um hvers þeir eiga aff vænta á „þriffju leiffinni“. En úr þvi aff alger „tímamót" eru í vændum, hefffi mátt ætla, aff samstarfsblöðin segðu írá þeim, þótt ekki væri vegna ann- ars en aff verða ekki aftur úr í fréttaflutningi. En hvorki Tím- inn né Þjóffviljinn virffa „þriffju leiffina“ þess að nefna hana á nafn. Bæffi ræffa þó ýtarlega um efnahagsmálin í gær. Hvað á Haraldur nú að „sanna“? Þjóðviljinn birtir grein eftlr Harald Jóhannsson efnahags- ráðunaut ríkisstjórnarinnar. Heit ir hún: „Getur gengislækkun verið varanleg lausn efnahags- vandamálanna?“ Aðeins fyrri hlutinn er birtur í gær, svo aff svar Haralds er enn óvíst. Skoðanir hans eru hins vegar kunnar frá því í haust. Þá skrif- aði hann miklar langlokur til aff sanna, aff gengi krónunnar væri ofskráff og gengislækkun væri nauðsyn vegna sjávarútvegs- ins. í sjálfu sér skiptir ekki miklu máli hvaff maður þessi segir. En þaff gefur nokkra innsýn í hug- arlieim kommúnista, hvort liann heldur nú fast viff sína fyrri skoff- un, sem Þjóffviljinn gerffi þá enga athugasemd við. Hitt er óneitanlega sennilcgra, miðaff viff skrif Þjóðviljans síðustu vikurn- ar, aff hann sé nú sendur út af örkinni til aff sanna skaffsemi gengislækkunar. í þvílíkum efn- um á þaff viff um kommúnista, aff sannfæring fyrirfinnst engin. Flokksþjónustan er fyrir öllu. Þó má einnig vera, að nú sé búið aff ákveffa aff verffa við gengislækk- unarkröfum Framsóknar og þá liafi Ilaraldi þessum veriff sleppt lausum til aff sanna ágæti henn- ar! „Ekki Ijóst, hvað við tekur“ Timinn virffir ekki fremur en Þjóffviljinn „þriðju Ieiff“ Alþýðu- flokksins umtals. Iiann ræffir þó cfnahagsmálin og segir: „Nú er fresturinn, sem veittur var meff ráffstöfunum um fyrri áramót raunar á enda, og enn er ekki ljóst, hvaff viff tekur. Framsóknarmenn hafa liiklaust lýst því yfir, aff þeir telji aff breyta þurfi til og stefna rakleitt aff því aff Iosna viff styrkjakerfiff. Ef gera þarf þá breytingu í áföng- um, veltur á miklu, aff hver aff- gerff sé gerff meff þaff takmark i Iwga, aff styrkjakerfið eigi aff hverfa aff lokum“. Þaff er hverju orffi sannara, aff „ekki er ljóst, hvaff viff tekur“. Og Tíminn sýnist ekki trúa á bráð „tímamót í íslenzkri stjórn- málasögu'* jafnvel þótt þeim verði frestaff fram yfir páska, því aff hiff mesta, sem hann set- ur nú vonir sínar á er aff eitt- hvaff verffi komizt „í áföngum"! Enga grein gerir Tíminn þó fyr- ir, hvers efflis þessir „áfangar" eigi aff vera né aff hverju skuli stefnt öffru en aff komast af þeirri leiff, sem Framsókn hefur hingaff til frá upphafi fylgt!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.