Morgunblaðið - 28.03.1958, Qupperneq 6
6
MORCVP/BLAÐIÐ
Fðstudagur 28. marz 1958
Spaak ræðir um hina samræmdu
utanríkisstefnu NATO-þjóðanna
FYRIR nokkru flutti Paul
Henri Spaak, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins
ræðu í Briissel, þar sem hann
ræddi nokkuð þá mikilvægu
þróun í alþjóðamálum, að
þátttökuríki NATO eru nú far-
in. að samræma utanríkis-
stefnu sína í ríkara mæli en
fyrr. Birtast hér nokkrir kafl-
ar úr ræðu Spaaks:
Ráðstefna æðstu manna
Nú sem stendur er samkomu-
lag og samræmi í stefnu vest-
rænna ríkja. Nú fara fram þýð-
ingarmiklar umræður um það,
hvaða mál skuli ræða, og hver
skuli verða afstaða ríkisstjórna
hinna 15 vestrænu. þjóða, ef
boðað yrði til ráðstefnu æðstu
manna á þessu ári. Eg er þess
fullviss, að við munum ekki
einungis koma okkur saman um,
hvaða málefni beri að taka á
dagskrá slíkrar ráðstefnu, held-
ur muni okkur takast að sam-
ræma afstöðu okkar til þeirra. ..
Ég er þess fullviss, að ef boðað
verður til slikrar ráðstefnu í
heiminum eftir nokkrar vikur
eða mánuði, þá verðum við bún-
ir að komast að samkomulagi um
sameiginlegan grundvöll í utan-
ríkismálum, en það er að mín-
um dómi upphaf merkilegrar
samvinnu. Það er bylting í sögu
utanríkismála. öldum saman hafa
þjóðir, einkum stærri þjóðir, far-
ið eigin götur í utanríkismálum,
og hefur stefna þeirra oft verið
mörkuð af einstökum persónum.
En í dag er það algengt og eðli-
legt, að lönd eins og Bandarikin,
svo að tekið sé eitt augljósasta
dæmið, beri diplómatískar orð-
sendingar undir fund 15 fasta-
fulltrúa, áður en þær eru sendar
út, og heimilar að haldnar séu
umræður um þær, samþykktir
gerðar, athugasemdir og breyt-
ingar, sem siðan er tekið fullt
tillit til. Það er geysimikil breyt-
ing í sögu utanríkismála.
Afvopnun
Með degi hverjum verður okk-
ur ljósara, að í grundvallaratrið-
um getur aðeins verið ein heil-
brigð alþjóðleg stefna, stefna, sem
gæti leitt til almennrar afvopn-
unar með eftirliti að fengnu sam-
komulagi......Ekkert vandamál
er eins mikið rætt nú í blöðum,
á þjóðþingum og meðal almenn-
ings og vandamál varðandi kjarn-
orkuvopn.
Ef við lítum á sögu mannkyns-
íns, og þá fyrst og fremst sögu
haniaðarstofnana, sjáum við, að
l»eir, sem töldu, að her væri
nauðsynlegur, héldu því fram, að
siikur her yrði að vera sá full-
komnasti, sem völ væri á í heim-
inum. Sannleikur þessi, sem áður
virtist hafa óvefengjanlegt og
ævarandi gildi, er nú dreginn í
efa.
Nú er til fólk, sem segir: „Jú,
við verðum að hafa her áfram,
en hann þarf ekki að vera sá full-
komnasti, sem völ er á, og við
vörum ykkur sérstaklega við að
útbúa hann með nýjustu vopn-
um......“ En ef við leggjum út
á þá braut, þá er engin ástæða
til þess að nema staðar á miðri
leið; þá væri okkur jafngott að
snúa aftur að bogum og örvum,
jafnvel berum hnúunum..........
Þess vegna segi ég við þá, sem
andvígir eru kjarnorkuvopnum,
að mér virðist, að þeir, sem hik-
laust mæla gegn því að her sé
útbúinn með nýjustu og full-
komnustu vopnuin, enda þótt þeir
geri sér fulia grein fyrir því, að
hugsanlegum mótherja sé kunn-
ugt um það, taka á sig þunga
ábyrgð.
Nú á dögurn er ekki hægt að
taia um hernaðarsigur. Hernað-
arsigur er og verður óhugsandi
á meðan gagnárás er hugsanleg.
Þetta er augsýnilega vandamál,
sem hugsanlegur árásaraðili á
við að stríða; því fleiri herstöðv-
ar, sem við höfum og því dreifð-
ari, sem þessar herstöðvar eru,
þeim mun erfiðara verður að
heyja árásarstrið......Þetta er
ástæðan til þess, að ég tel ósenni-
legt, að styrjöld brjótist út nú
eða í framtíðinni.
Paul Heuri Spaak
framkvænidasljóri NATO.
Stefna Vesturveldanna er langt
um djarfari en stefna Sovétríkj-
anna. Við erum reiðubúnir að
hætta kjarnorkutilraunum, ekki
í eitt eða tvö ár, heldur fyrir
fullt og allt. En þar eð slík ráð-
stöfun hefur ekki sömu áhrif og
afvopnun, viljum við setja hana
í samband við áætlun um bann
við kjarnorkuvopnum. Við komm
únistana segjum við: „Við erum
reiðubúnir til þess að hætta dl-
gjörlega öllum kjarnorkutilraun-
um, ef þið gangið að því, að
komið verði á eftirliti með þeim
birgðum af kjarnkleifum efn-
um, sem fyrir eru, og ef þið sam-
þykkið, að ákveðið magn af kjarn
kleifum efnum verði notað til
friðarþarfa í stað hernaðar og
gerðar verði ráðstafanir til þess
að ákveðið magn af kjarnorku-
sprengjum verði eyðilagt. Ef
gengið væri að þessum tillögum
— en þær eru í raun og veru
kjarni vandamálsins — myndi
afvopnunarvandamálið vera
leyst að hálfu eða mestu leyti
og ef til vill fyrir fullt og allt.
Um reykháfa
TVfÝLEGA hafa birzt hér í dálk-
il unum tveir smápistlar um
oliukyndingu.í fyrra skiptið var
það kvörtun vegna reyks frá olíu
kyndingartækjum í nágrenni
þess, sem kvartaði, — í síðara
sinnið birtist pistill, sem Vel-
vakanda var sendur, þar sem
bent var á nauðsyn þess, að
hugsa vel um olíukyndingartæk-
in.
Glöggur maður hefur nú kom
ið að máli við Velvakanda, og
rætt nokkru nánar um upphitun
húsa. Einkum varð honum tíð-
rætt um reykháfana og þýðingu
þeirra, og vill Velvakandi reyna
að endursegja ummæli hans um
þetta atriði hér á eftir:
Maðurinn sagði, að það væri
mjög undir gerð reykháfsins kom
ið, hvort unnt væri að kynda
af skynsemi og hagsýn'i. Reyk-
háfurinn á auðvitað að fjarlægja
reykinn frá eldstæðinu, og til
þess að það megi takast þarf að
vera súgur í háfnum.
Heitt loft er, eins og alkunn-
ugt er léttara en kalt loft. í
gamla daga voru útbúin loftför,
sem stigu til lofts einfald-
lega vegna þess, að loftið í belgj
um þeirra var hitað upp. Súg-
urinn í reykháfunum myndast
við það, að loftsúlan í þeim er
hituð upp og verður því léttari
Friðsamleg sambúð
Ég sé ekkert, sem gæti komið
í stað friðsamlegrar sambúðar.
Annaðhvort höfum við friðsam-
lega sambúð eða strið, og ég kýs
hiklaust hið fyrrnefnda. Nú á
dögum dreymir engan um að
afmá kommúnismann með vopn-
um, ekki aðeins vegna þess að
árás er óhugsanleg frá okkar
hendi, heldur einnig vegna þess
að það er augljóst, að lýðræðis-
hugsjónir, frelsi og virðing fyrir
einstaklingnum eru algjörlega
óhugsandi ef ofbeldi er ekki for-
dæmt í utanríkisstefnu • okkar.
Við hljótum því fremur en það
að sætta okkur við friðsamlega
sambúð í þeim skilningi, sem
kommúnistar leggja í slíka sam-
búð — þ. e. ógnun eins þjóð-
félagsskipulags við annað — og
eftir nokkur ár munum við sjá,
hvort er betra. ögruninni tek
ég með hugarró. Ég er þess full-
viss, að við getum sýnt glæsi-
lega yfirburði siðferðis-, heim-
speki- og stjórnmálahugsjóna
okkar, og jafnvel líka yfirburði
efnahags- og þjóðfélagsskipulags
okkar, ef við gerum ekki meiri
háttar afglöp.
Stefna Vesturveldanna og
stefna Sovétríkjanna
Stefna Vesturveldanna er
hvorki neikvæð né óljós og hana
skortir ekki dirfsku. Vandamál-
in eru ekki óleysanleg, og ekki
er vonlaust um, að unnt verði að
finna atriði, sem leitt gætu til
einhvers konar málamiðlunar, ef
diplómatískum undirbúningi er
haldið áfram á eðlilegan hátt og
honum aigjörlega haldið utan við
deilumál og áróður. f fyrsta lagi
munu Sovétríkin ekki viður-
kenna, að við höfum ekki árás
i hug. Þann dag, sem okkur verð-
ur trúað, mun allt andrúmsloftið
breytast og allt það, sem nú virð-
ist óhugsanlegt, verður fram-
kvæmanlegt. Annar ágallinn er
sá, að stefna Sovétríkjanna virð-
ist ekki vera mjög ákveðin. Sovét
leiðtogar halda áfram að hamra
á því, að framtíðin sé þeirra,
að sagan sanni yfirburði þeirra
og hinn vestræni heimur sé
dauðadæmdur.
Að vissu leyti er þessi sann-
en kalda loftið fyrir utan.
En hversu mikið þarf þá að
hita loftsúluna i reykháfnum?
Það er undir því komið, hvaða
gerð af kyndingartæki er notuð
og hvaða eldsneyti er brennt.
Auðvitað er það fjársóun, ef of
mikill hiti fer með reyknum upp
um háfinn. Hins vegar má reyk
urinn ekki verða of kaldur, því
að súgurinn verður þá ófullnægj
andi. Ef reykurinn kólnar um
of á leið sinni upp um reýkháf-
inn, veldur það ekki aðeins því,
að nauðsynlegUr súgur myndast
ekki, heldur er og hætta á skað-
legri rakamyndun og sótfalli.
Þeir, sem hafa olíukyndingu,
verða að gæta þess, að blásarinn
sér ekki fyrir nægilegum súg í
reykháfnum. Hann dælir aðeins
því lofti, sem nauðsynlegt er við
olíubrennsluna. Reykháfurinn
sjálfur verður að vera þannig
færing sovétleiðtoganna frið-
vænleg, vegna þess að maður
skyldi ætla, að Rússar hefðu
enga ástæðu til þess að hefja
heimsstyrjöld, ef þeir eru vissir
um, að þeir muni sigra að lokum
á hverju sem veltur. En af þessu
leiðir hins vegar einnig, að erfitt
er að ná samkomulagi, vegna
þess að þeir hafa enga ástæðu
til þess að hjálpa okkur út úr
erfiðleikum okkar, ef þeir eru
sannfærðir um, að hinn vestræni
heimur sé dauðadæmdur. Þess
vegna verðum við að bjarga okk-
ur út úr þeim sjálfir. Það er
staðföst sannfæring mín, að á
næstu árum munum við geta
ráðið fullkomlega fram úr þeim
vandamálum, er við stöndum nú
augliti til auglitis við, hernaðar-
og stjórnmálavandamálum okkar
og umfram allt efnahags- og
þjóðfélagsvandamálum okkar.
Við getum sýnt fram á, að við
erum færir um að endurreisa
vald okkar og áhrif og getum
einnig kunngjört heiminum boð-
skap okkar. Við höfum ekki far-
ið illa af stað. Síðastliðið ár varð
okkur töluvert ágengt í Evrópu.
— Sameiginlegi markaðurinn og
Kjarnorkusamvinnustofnunin. —
Þetta eru að vísu aðeins samning-
ar ennþá, en árangurinn munum
við sjá eftir fjögur eða fimm ár. I
LEIKFÉLAGIÐ MÍMIR á Sel-
fossi frumsýndi gamanleikinn
gerður, að hæfilegur súgúr mynd
ist í honum, og þar sem sóthætt-
an er talsverð í sambandi við olíu
kyndingu, er mikilvægt, að menn
hafi þetta í huga.
Talið er, að alltof margir reyk
háfar séu of víðir og of illa ein-
angraðir. Mjórri háfar tákna
meiri hraða reyksins og minni
kælingu hans. Það er talið marg
borga sig oft á tíðum að fá ein-
angrun í reykháfana, enda er
það ekki sérlega- dýrt eða um-
fangsmikið, þó að um gamla
háfa sé að ræða.
Reykhitinn efst í háfnum
skiptir mestu. Ef kyndingin er
góð, en háfurinn ekki sem bezt-
ur, má reikna með að hitinn
sé þar um 50° og hafi kóln-
að um 250° á leiðinni upp.
Þá verður loftið að vera 300°
við inntakið í háfinn. Ef hann
er hins vegar vel einangraður,
þarf reykurinn ekki að tapa nema
t. d. 75° á leiðinni upp — og hit-
inn í inntakinu aðeins að vera
125°. Þetta þýðir, að hitatapið
í reykháfnum minnkar um 33%
og brennsluefni hefur sparazt
sem nemur 10%.
Það svarar því kostnaði, að
veita reykháfnum athygli. Og
margir gætu sjálfsagt sparað sér
drjúgan skilding með því að láta
gera við hann í eitt skipti fyrir
öll
Framtíð bandalagsins
Okkur hefur einnig miðað
áfram innan Atlantshafsbanda-
lagsins. Það er ekki lengur aðeins
hernaðarbandalag, heldur er þar
einnig að skapast grundvöllur
fyrir sameiginlega utanríkis-
stefnu aðildarríkjanna. Við höf-
um ráðið vísindalegan ráðgjafa,
og áður en langt um líður verð-
ur boðað til fyrsta fundar Vís-
indaráðs Atlantshafsbandalags-
ins, en takmark þess er að koma
á vísindalegri samvinnu meðal
aðildarríkjanna, sem ætti að hafa
töluverð áhrif á efnahag viðkom-
andi landa. Ef árangur af þessu
starfi verður góður, verður sí-
fellt meir leitað til okkar og
okkur falið að leitast við að leysa
sameiginlega eitt mesta vanda-
mál okkar daga — en það eru
skipti okkar við hin svonefndu
vannýttu lönd. Við erum á réttri
leið, og ef við notum tímann vel
og getum smám saman sannað
möguleika okkar og árangursríkt
starf á augljósan og áþreifanleg-
an hátt, þá munum við hafa raun
hæfa aðstöðu til viðræðna við
hinn kommúníska heim, 'ekki
aðeins um aukaatriðin, ekki að-
eins um „forréttina, heldur
aðalréttinn". Við munum hafa
bjargað hinum vestræna heimi
og jafnframt friðnum.
Kjarnorka og kvenhylli, eftir
Agnar Þórðarson, í Selfossbíó,
fimmtudaginn 20. marz, við ágæt
ar undirtektir áhorfenda. Leik-
stjóri er frk. Hildur Kalman leik-
ari frá Reykjavík, og bárust
henni og aðalleikendum blóm í
lok sýningarinnar.
Þetta er fyrsta viðfangsefni
leikfélagsins, en það var stofnað
9. janúar s. 1. Leikstarfsemi hef-
ur áður verið töluverð á Sel-
fossi hin síðari ár og hefur það
einkum verið kvenfélagið, sem
hefur beytt sér fyrir því, eins
og fleiri góðum málum. Er þess
skammt að minnast, að Gullna
hliðið, eftir Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi, var leikið hér í haust
við mikinn glæsibrag.
Um leikritið Kjarnorka og
kvenhylli er óþarft að fara mörg-
um orðum, svo þekkt er það orð-
ið, þar sem það var sýnt af Leik-
félagi Reykjavíkur í Iðnó í rúm-
lega 80 skipti.
Þorleif alþm. Ólafsson leikur
Magnús Aðalbjarnarson. Leikur
hans er jafn en alveg án tilþrifa
og allar hreyfingar á sviðinu
óeðlilegar. Karitas konu hans
leikur frk. Svava Kjartansdóttir,
Hún er orðin vön leiksviðinu.
Segja má að hún vaxi með hverju
verkefni sem henni er fengið í
hendur. Hún tekur á hlutverki
sínu með festu og öryggi og ger-
ir því ágæt skil. Henni er sér-
staklega lagið að túlka vel allar
skapbreytingar og virðist lifa sig
inn í hlutverkið, eins og vera
ber. Hún ásamt Gúðmundi Jóns-
syni, er leikur Sigmund bónda,
eru þær meginstoðir, sem halda
leiknum uppi. Guðmundur þurfti
Framh. á bls. 15
sferifar úr
daglega lífinu
Frá vinstri sjást hér: Frú Svandís Vilhjálmsdóttir sem Kamiila,
Ólafur Jóhannsson sem dr. Alfreds, Svava ICjartansdóttir sem
Karítas, Kristin Ingólfsdóttir sem Addí og Erla Gránz sem
Gunna.
Kjarnorka og kvenhylli
sýnt á Selfossi