Morgunblaðið - 28.03.1958, Page 8

Morgunblaðið - 28.03.1958, Page 8
8 MORCVNRTAÐIÐ Föstudagur 28. marz 1958 Júlíus Havsteen tyrrv, sýslumaður Saga kjördœmamáisl EFTIR framsöguræðu ráðherrans var málinu vísað til 7 manna nefndar og skal hið helzta úr nefndarálitinu tekið fram hér. Nefndarálitið er á þingskjali 517, A, 1905. Segir m. a. svo: „Kjördæmaskipanin byggist á héraðsskipan landsins og fer því lítt eftir mannfjölda og kjósenda tölu. Reykvíkingar voru t. d. eftir síðasta manntali 7978 (1225 kjós- endur) og kjósa þó aðeins 2 þing menn en Vestmannaeyingar voru þá 722 (105 kjósendur) og kjósa þeir þó 1 mann til þings. Nú er sá rétt kjörinn þingmað- ur í kjördæmi hverju sem flest fær atkvæðin. Maður getur þann ig náð kosningu, þótt hafi hann ekki fylgi meirihluta kjósenda í kjördæminu. Úr þessu hvorutveggja vill frumvarpið bæta. Það jafnar hlut fallið milli tölu kjósenda og þing manna í kjördæmi hverju. Og það reisir skorður við ofurefli meirihlutans með hlutfallskosn- ingu. Hlutfallskosningin vill gefa hvorum sitt, meiri hluta og minni hluta og verður þess vegna því aðeins komið við, að kjósa eigi fleiri en einn fulltrúa í kjör- dæminu. Aðalmarkmið frum- varpsins er að verja minnihlut- ann gegn ofríki meirihlutans. Því er hlutfallskosningin aðalnýmæl ið. Nefndin játar, að það sé rétt- lát hugsun að kjósendur skapi þingið eftir sinni mynd, játar það rétt, að þingmenn skiptist eftir sömu flokkum og kjósendur þeirra og þá eftir sama hlut- falli eða því sem næst. En nefndin getur þó ekki ráðið háttv. deild til að samþykkja frumvarpið að svo stöddu. Og er sú ástæða ærin ein til þess, að tillögur frumvarpsins munu vera öllum þorra þjóðarinnar allsend- is ókunnar, enda ætlast stjórnin ekki beinlínis til þess að frum- varpið gangi fram að þessu sinni. Auk þess efast nefndin um að kominn sé tími til að lögleiða hlutfallskosningar. Hvað snertir rétt hlutfall milli meiri og minnihluta fulltrúa þeirra á Al- þingi þá mætti ef til vill búast við því, að jafna mætti nokkuð ójöfnuð þann, sem á því hlutfalli kynni að vera, með nýrri kjör- dæmaskipun. Það ætti og að sjálfsögðu að mega jafna kjördæmin að mikl- um mun að kjósendatölu til. Um það er aftur á móti nefndin samdóma stjórninni, að breyta þurfi sem fyrst núgildandi kjör- dæmaskipan, sem í kaupstöðum aðeins var ætluð til bráðabirgða. En þó að nefndin þannig ekki getið ráðið háttv. deild til að san.þykkja frumvarpið, viður- kennir nefndin, að málið sé eink- ar skýrt reift af hendi stjórnar- innar, og telur það fyllilega þess vert, að það sé rækilega rætt á þingi og utan þings“. Jón Magnússon — 1907 — Þetta voru niðurstöðurnar eða fyrsta umferðin og málið svo tekið fyrir aftur á Alþingi 1907. Þá »urðu um- ræðurnar mikl ar, nefnd sett í málið sem klofnaði og skulu nefndar- álitin ekki birt hér, aðeins stutt ágrip úr þeim helztu ræðum, sem haldnar voru Jon Magnusson Qg gefa góða hugmynd um afturhaldssemi meirihluta þingsins og hræðsluna við kjósendur, sem að miklu leyti hefur haldizt óbreytt, ef ekki farið í vöxt. Framsögumað- ur meirihlutans sem felldi frum- varpið, var Jón Magnússon, síð- ar ráðherra, þá þingmaður Vest- mannaeyinga. Hann segir m. a. svo: „Að minnsta kosti finnst oss ekki rétt að samþykkja það á þessu þingi og ætti það að vera ærin nóg ástæða, að ekki verður betur séð, en að kjósendur lands- ins yfirleitt séu mótfallnir því, að hlutfallskosning og þar af leiðandi fækkun og stækkun kjör dæmanna verði lögleidd á þessu þingi. Það hafa að vísu ekki allir þingmálafundir frá vorinu í vor verið lagðir fram á lestrarsalinn, en ég hygg að það sé nærri lagi, að á rúmum 30 þingmálafundum hafi verið samþ. ályktun um mál ið, og að þær ályktanir gengi allar móti þessu frumvarpi nema 3. Eftir því, sem fram er komið, virðist mega telja tvö kjördæmi, með þessu frumv., tvö hvorugum megin og 17 á móti.Allvíða virðist samt svo sem kjósendurnir séu ekki svo mótfallnir frumvarpinu sjálfu heldur óski aðeins eftxr því, að málið verði látið bíða, þangað til séð verður, hvort eigi verður bráðlega breytt skipun efri deildar, sem gæti haft áhrif á þetta mál. Af þessum ástæðum hefur meirihluti nefndarinnar eigi getað ráðið til að samþykkja frumv. stjórnarinnar á þessu þingi". Þannig talaði af varúð mikilli þessi vitri þingmaður gegn frum- varpinu og lagði sérstaklega áherzlu á orðin „á þessu þingi“. Miklu ákafar töluðu aðrir þing- menn meirihlutans, en að vísu ekki með meiri rökstuðningi, gegn frumvarpinu. T. d. þing- menn Árnesinga. Hannes Þorst- einsson, ritstj. 1. þingm. 'taldi frumvarpið „sem nokkurs konar valdboð, sem þröngva á að þjóð- inni“, og Ólafur Ólafsson 2. þing maður sagði, að þær kosningar. sem fram færu samkv. frumvarp- inu „yrðu a. m. k. í fyrstu sannur spéspegill hins rétta þjóðarvilja“. Pétur Jónsson frá Gautlöndum Með frumvarpinu talaði fyrst- ur framsögumaður minnihlutans, Pétur Jónsson alþingismaður ' Suður-Þingey- inga frá Gaut- löndum og seg ir í tilsvari sínu til fram- sögumanns meirihlutans m. a. á þessa leið: „Hann (þm. Vestm.) hélt því fram, að hlutfalls- kosning nyti sín ekki fullkomlega nema flokka skiptingin í landinu væri skýrari, en hér á sér stað og „pólitískt" líf meira þroskað. Þetta er satt að vísu. En sama má alveg segja um núgildandi kosningaraðferð, hún nýtur sín eigi heldur án slíks þroska. Og heimti hlutfalls- kosningaraðferðin öllu meiri þroska, þá miðar hún líka þeim mun meir að því að efla hann og yfir höfuð hina betri þætti pólitíska lífsins, eins og ég hefi bent á í nefndaráliti minnihlut- ans, en kefja margt illt, sem blasti á kosningabaráttunni eftir núgildandi aðferð. Ég er því sannfærður um það, að þessi kosningaraðferð mun einmitt verða til þess að efla sannan „pólitískan“ þroska í landinu. En það sem þm. Vestm. færði sem meginástæðu fyrir sínu máli, að kjósendur væru yfirleitt þessu fyrirkomulagi mótfallnir, finnst mér vera mjög léttvægt. Það hafa viðurkennt nálega allir, sem á þetta mál hafa mxnnzt, að hlutfallskosningin er sú réttlát- asta kosning, sú kosning sem leyfir flestum skoðunum að koma fram á sjónarsviðið á eðlilegan hátt, ef þær hafa nokkurt veru- legt fylgi í landinu, í stuttu máli fegursta kosningaraðferðin“. Ólafur Bricm á Álfgeirsvöllum Sá sem einna skörulegast tók Pétur Jónsson undir með framsögumanni minni hlutans var 1. þingm. Skagfirð- inga Ólafur Briem á Álfgeirs- völlum og sagði svo: „Ég skal láta þess getið, að ég er í engum vafa um, hvernig ég eigi að greiða atkvæði í þessu máli, og að ég er eindregið fylgjandi minnihluta nefndarinnar. Ég get ekki annað séð, en að rök stjórn- arfrumv. og minnihlutans séu svo Ijós, að það geti ekki verið nein- um vafa bundið, að sú kosningar aðferð hafi mjög mikla yfirburði fram yfir allar þær kosningarað- ferðir, er stungið hefir verið upp á. Ég get ekki betur séð, en að frumv. gjöri öllum hlutaðeigend- um góð skil, að það sé mjög rétt- sýnt, annars vegar gagnvart ein- stökum kjósendum, að því leyti sem það tryggir vel rétt þeirra, sem eru í minnihluta og gjörir mönnum mögulegt að sameina sig í flokk, þótt þeir eigi ekki heima í sama kjördæmi, og hins vegar gagnvart einstökum kjör- dæmum. Ég get ekki betur séð, en að fyrirkomulag frumv. veiti ein- mitt meiri tryggingu fyrir því, að þingið vinni að því einu, er þjóðfélaginu í heild sinni er fyrir beztu, sér staklega að því er snertir fjár- hagsmálin. Oft og einatt mun þeim, er hlust- að hafa á fjár- lagaumr. á þingi, hafa komið til hugar, að stundum sé það ekki sem heppilegast, að þingmenn einatt skoða sig frem- ur sem fulltrúa einstakra kjör- dæma, en sem fulltrúa þjóðarinn ar og láta hag þeirra sitja í fyrir- rúmi fyrir hagsmunum landsins í heild sinni. Andmælendur frumvarpsins játa, að til grundvallar fyrir því liggi frjálslyndi, réttlæti og hag- sýni. En þeir segja að ekki sé enn kominn tími til að innleiða slík lög sakir þess, að þjóðin sé þeim andhverf. Ég get ekki séð að fullgild ástæða sé til þess að byggja eingöngu á undirtektum þingmálafunda um þetta mál. Enda er það ekkert nýstárlegt, að breyta þurfi lögum, eftir því sem reynslan kennir að bezt fari“. þess að halda fram hlutfallskosn-1 ingum er það, að hún vill, að allar „pólitískar" stefnur, sem nokkurt mark er að, eigi sér full- trúa á þingi. Það er réttur þeirra manna, er sjálfstæðar skoðanir hafa og aldrei nema gott fyrir heildina, að hver stefna, sem nokkurt verulegt fylgi hefur komi fram, og hver sá maður, sem getur aflað sér nægilega margra manna traust, fái sæti á þingi. Það er ófrelsisstefna, að halda áfram kosningaraðferð, sem getur hindrað það, að skoð- anir komi fram, þótt talsvert fylgi hafi, og mér er óskiljanlegt, að nokkur minnihluti skuli setja sig á móti frv. eins og þessu, sem með réttu má segja að búið sé til fyrir minnihlutann, eða minni hlutann í landinu. Allt nýtt, sem er satt og rétt, er upphaflega í minnihluta. Því er skylt að tryggja minnihlutanum einhvern rétt. Ég er sannfærður um það, að þess verður ekki langt að bíða, að hlutfallskosning komist á hér j á landi, og ég skal bæta því við, j að það er einlæg ósk mín, að það verði sem allra fyrst, hversu svo sem ræðst um áhrif þeirrar að- ferðar, að því er kosningaúrslit snertir. Þegar samþ. var hlutfalls kosning til bæjarstjórna hér, þá sagði einn háttv. þingm. sem nú er hér í salnum, að hann vonaði þess, að bráðum yrði einnig svo háttað við „pólitískar" kosningar. Ég tók í huga mínum undir þá ósk þá, og ég hef síðan af veik- Guðlaugur Guðmundsson Olafur Briem Austurbæingar unnu Vesturbæ- inga í skák S.L. sunnudag fór fram í Sjó- mannaskólanum skákkeppni milli Austur- og Vesturbæinga, eins og tíðkast hefur á ári hverju langa hríð. Var markalínan að þessu sinni dregin um Baróns- stig, en hún hefur sífellt færst austur á bóginn, þar eð útþensla bæjarins verður mun meiri í þá átt en til vesturs. Má þó gera ráð fyrir að þarna geti hún hald- ist áfram nokkur ár. Teflt var á 15 borðum, og voru fyrii'liðar báðir Norðurlandameistarar okk ar, Baldur Möller fyrir Vestur- bæinga og Friðrik Ólafsson fyrir austanmenn. Úrslitin urðu 12 vinningar gegn 3 hinum síðar- nefndu í vil, og er það meiri munur en oftast hefur verið í þessari keppni. Vesturbæinga vantaði líka marga sína fremstu kappa, s.s. Eggert Gilfer og Guð- mundana þrjá: Ágústsson, Guð- mundsson og Pálmason. Leikar fóru þannig (austan- menn taldir á undan): Þórhallur biskup Þá mælti og með frumvarpinu' borð Frxðrik Ölafsson vann þingmaður Borgfirðinga Þórhall- | Baldur Möller. 2. borð Ingi R. ur Bjarnarson biskup. Bar hann Jóhannsson vann Aka Pétursson. fram þá breyt ingartillögu að hafa kjördæm- in fjögur og taldi heppilegt að miða við gömlu fjórð- ungaskiptin. í því sambandi tók hann fram um kosningar- aðferðina: „Fyrir mér eru góð hlutfallskosningarlög hita- og kappsmál, því þau eru runnin af rót réttlætis-hugsjónar". Ráð- herrann sjálfur hélt fast og vel á málinu, eins og Alþingistíðindi Þórhallur Bjarnarson — 3. borð Ingvar Ásmundsson vann Stefán Briem. — 4. borð Sveinn Kristinsson vann Benóný Benediktsson. — 5. borð Gunnar Gunnarsson vann Jón Pálsson. — 6. borð Kári Sólmundsson tapaði gegn Ólafi Magnússyni. — 7. boxð Jónas Þorvaldsson vann Sigurð Gunnarsson. — 8. borð Ásgeir Þ. Ásgeirsson vann Daníel Sigurðsson. — 9. borð Ólafur Einarsson jafnt. við Kristján Theódórsson. —- 10. borð Guð- mundur Aronsson vann Daníel Sigurðsson. — 11. borð Sturla Pétursson vann ívar Þórarinsson. — 12. borð Ragnar Emilsson tapaði gegn Reimari Sigurðssyni. B, 1907, sýna, en það yrði hér of | —13. borð Gunnar Ólafsson vann langt mál, að taka upp ræður! Eirík Marelsson. — 14. Jón M. hans allar, einungis skulu hér Guðmundsson jafnt. við Grétar tilfærðir nokkrir útdrættir, er'Á. Sigurðsson. — 15. borð Birg- gleggst sýna tilgang stjórnarinn- j ir Sigurðsson varm Baldur Da- ar með lagafrumvarpinu og rökirx ‘ viðsson fyrir því. um mætti reynt að vinna að þvi marki“ Afstaða Guðlaugs sýslumanns og Stefáns skólameistara Því miður fór svo, að frum- varpið með áorðnum breytingum var fellt með nafnakalli með 12 atkvæðum gegn 11, en þeir Guðl. Guð mundsson, sýslumaður, þingm. V- Skapt. og Stef- án Stefánsson, skólameistari 2. þingm. Sk. greiddu ekki atkvæði og töldust því með meirihlutanum. Það er fróð legt að taka nokkuð upp, hvað þeir sögðu við umræðurnar. Guð laugur tók við 1. umr. svo til orða: „En það er einmitt stærsti kostur þessa fyrirkomulags, að það tryggir sérhverjum minni- hluta, sem nokkurt verulegt at- kvæðamagn hefur, að fá fulltrúa inn á þing þjóðarinnar. Með þessu móti yrði þingið sannastur og réttastur spegill af vilja þjóð- arinnar. Af skiljanlegum ástæð- um á þessi skoðun ekki eins marga fylgjendur og hin, sem er henni gagnstæð, að hvert einstakt kjördæmi sendi sinn fulltrúa. Það, sem menn almennt vilja, mun vera þetta, að hvert kjör- dæmi hafi sinii mann, er það að nokkru leyti geti skoðað sem sína eigin eign og beitt fyrir sig í þeim sérstöku málum, sem kjör- dæmið varða. Það hefur ljóslega sýnt sig, að það fyrirkomulag —■ einmenning — getur samt sem áður orðið ranglátt gagnvart skoð anaflokki, sem er í minnihluta, leitt til flokksharðstj órnar; fyrir komulag það, sem hér liggur fyr- ir, er því í raun réttri bæði frjáls- legra og réttlátara". Við 2. umr. tók hann aftur fram: „Ég hefi áður tekið það fram, að ég álít frumv. stjórnar- innar sérlega góða réttarbót og að ég er því fylgjandi, að það verði að lögum sem allra fyrst“. Stefán sagði við þessar um- ræður m. a., þar sem hann jafn- framt lýsti yfir, að frumvarpið yrði ekki gert að flokksmáli: „Fyrir mitt leyti get ég lýst yfir því, að þótt mér geðjist ekki alls kostar að frumv. þá álít ég þó miklar réttarbætur í því fólgnar, en er óráðinn í því ennþá, hvorum megin ég greiði atkv“. Hlutleysi þessara tveggja al- þingismanna í atkvæðagreiðsl- unni kom mjög einkennilega fyr- ir, einkum eftir þá yfirlýsingu Stefáns, að ekki væri um flokks- mlá að ræða, en hverjar sem ástæðurnar hafa verið, þá er það víst, að þessir tveir ágætu menn, sem báðir urðu nokkurs konar húsbændur mínir á Akureyri á árunum 1912 til 1920 og sem ég tel happ fyrir mig að hafa kynnzt, starfað hjá og með þeim og eignazt vináttu þeirra. sögðu mér það á nefndum árum, hvor í sínu lagi, að mjög sæju þeir eft ir þessari atkvæðagreiðslu, því hvorttveggja væri, að hlutfalls- kosningin væri réttlátasta kosn- ingafyrirkomulagið og skipting landsins í stór kjördæmi tryggði að staðarlegt og persónulegt jafn rétti kæmi til greina við kosn- inguna en útilokaði hreppapóli- tík að miklu eða öllu leyti. Stefán Stefánsson Bök Hannesar Hafsieins Hann segir við 2. umræðu m.a.: „Aðalástæða stjórnarinnar til« bæinga. Margt áhorfenda fylgdist með þessari harðvítugu keppni, sem lauk með miklum sigri Austur- WASHINGTON, 19. marz. — Vís- indamenn skýrðu svo frá í dag, að miklar vonir væru bundnar við það að sendistöðin í Fram- verði gæti sent út í marga mán- uði, eða meira en ár. Hingað til hafa rafhlöðurnar í gervihnöttun um vart enzt lengur en í eina til tvær vikur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.