Morgunblaðið - 28.03.1958, Page 10
10
MORC.UNnr, 4 ÐIÐ
Föstudagur 28. marz 1958
Hættur, ævintýri, manndómur
ÞEGAR ég var fimm ára gamall
varð ég fyrir minni fyrstu eftir-
minnilegu lífsreynslu. Sniðugur
strákur úr næsta húsi narraði
mig lil að hlaupa framan að
mannygri belju tn að ná af henni
kálbrúsk, sem nún hafði ríælt sér
í. En kusa lét ekki að sér hæða,
brá ur.dir sig hausnum og Kast-
aði mér á hornunum aftur fyrir
sig ai’ álíka fyririitningu og þessi
haiglátu dýr sýna tíðum óþolin-
móðum rútubílstjórum, sem þykj
ast eiga þjóðvegina. Ég hröklað-
ist heim með hendurnar á mag-
anum til þess að innyflin gusuð-
ust ekki út, veinandi af skelf-
ingu og ímynduðum kvölum, en
sárast þó að láta félagana skopast
að sér í þokkabót. Auðvitað var
það bara heppni ein að hin gam-
ansama skeppna rak ekki hornin
i gegnum kviðinn á mér og úí á
milli rifjanna, svo tilefni gæfist
til þess að beita sér fyrir laga-
setningu um það hvað strákar
innan fermingaraldurs skyldu
halda sig í mörg hundruð metra
fjarlægð frá þessum hættulegu
dýrum, sem sitja um líf manna.
Ellefu ára gömlum sýndi mógrá
meri mér þá ónærgætni að
sparka svo hrottalega í kviðinn
á mér, að nær tveim áratugum
síðar fékk ég fyrst um það fulla
vissu að ég hefði eftir þetta slys
haldið áfram að vera karlmaður,
og loks hljóp ég tólf ára gamall
af þvílíkum glannaskap á eftir
stelputátu, að ég reif í sundur
á mér efrivörina á gaddavír og
úr fuku þrjár framtennur í kast-
inu, og væri þar ennþá ógirnilegt
skarð ef meistari Hallur, sá hand
lagni tannspólari minn hefði
ekki hlaðið upp í það.
Varla mun vera til sá land-
krabbi, hvað þá sjóaður íslend-
ingur, kominn um miðjan aldur,
sem ekki hefir með líkum, eða
miklu hrikalegri hætti — svo
öllum stórslysum sé þó sleppt —
lent í svo sem hundrað minni-
háttar lífsháskum, sem enginn
þeirra mundi hafa viljaö missa
af, hvað þá að slíkar fórnir séu
eftir taldar. En nú er ný öld rið-
in í garð, ný tæki hafa leyst
gamla Grána af hólmi, svo að
hann slær engan í rot framar,
mannýgu nautin eru komin undir
lás og slá og geðillu gamalkýrn-
ar halaklipptar. Allra meinlaus-
ustu skepnur, sem sagan getur
um, traktorarnir, hafa tekið við
og innan skamms munu þeir
verða jafnauðsveip húsdýr á
hverjum bæ og smalahundurinn.
Ég las fyrir nokkru í blaðinu
svör tveggja þjóðkunnara manna
við þeirri spurningu hvort leyfa
ætti unglingum í sveitum að
stjórna traktorum, heimalöndum,
eða hvort setja ætti lög er banna
það. Mér fannst fyrra svarið, frá
Sveini á Egilsstöðum, mjög
skemmtilegt og íslenzkt, mann-
eskjulega djarft og óhátíðlegt,
hitt raunalega leiðinlegt og ó-
raunhæft, eins og oft vill henda
þá menn sem stunda mannúðar-
verk. Hvaða ævintýri og ábyrgð-
arstörf bíða djarfhuga stráka í
sveitum ef þeir fá hvex-gi að
koma nærri því sem mestan
spenning vekur í brjóstum þeirra
i lífi og raunhæfu starfi, sem nú-
tíma sveitabúskapur grundvall-
ast á. Þeir yrðu þar utangátta og
sjálfum sér og öðrum til sárra
leiðinda.
Fyrr á öldum fóru menn í verið
til þess að verða að manni. Þar
var aðeins um það tvennt að
velja, að duga eða drepast. Úr
þeirri eldvígslu komu strákarnir
heim með sín próf. Þeir höfðu
lyft Fullsterk upp á stallinn, ef
þeir á annað borð skiluðu sér
heim. Á þeirri öld sem nú er ný-
lega hálfnuð munu margir okkar
beztu manna hafa hlotið sína eld-
vígslu á góðum sveitaheimilum.
En strákarnir voru heldur ekki
sendir í sveit til að fita þá, læra
að þekkja fé eða fjöll, eins og
ýmsir halda. Þeir fóru í sveit til
að verða menn, taka við fyrstu
ábirgðarstörfum og vinna þau á
eigin spýtur — sýna hvað í þeim
bjó.
Við lestur þessara tveggja
greinarkoi’na fór ég líka að velta
því fyrir mér, hvort mundi verða
talið lýsa meiri fyrirhyggju og
mannúð, að hjálpa félitlum strák-
um til þess að komast upp í fjöll
á skíði, 'sem í svipinn mun vera
ein mesta lífshætta, sem unnt er
að bjóða ungu fólki upp á í þessu
landi, eða girða allar hættulegar
brekkur með rafmagnsvír. Hið
síðarnefnda mundi spara fólki
stórfé, forða mörgum stórslysum,
og í þessum sólríku brekkum
mætti rækta framtíðarskógana.
Og þessar vangaveltur leiddu
mig út í fáránlegustu ógöngur.
Ég vildi skipa nefnd, ekki til þess
að semja ný lagafrumvörp, held-
ur til þess að útrýma óþörfum og
vanhugsuðum lagasetningum,
barnalegum hömlum og jafnvel
ýmsu því, sem unnið hefur verið
af einna mestum góðvilja til
landsfólksins — af því að góð
meining enga gerir stoð. Og
fyrsta verkefnið sem ég kom
auga á handa vini mínum og
merkilega brautryðjanda Jóni
Oddgeir skyldi vera að höggva
niður verulegan hluta þeirra að-
vörunarmerkja, .sem komið hefur
verið fyrir meðfram þjóðvegum
landsins, ef það mætti stuðla að
því að einhver tæki mark á þeim
sem þá stæðu eftir, en í svipinn
gegna þau því hlutverki að vera
skotmörk fyrir athafnasama
prakkara, sem af eðlisávísun virð
ast oft kunna betur skil á manns-
sálinni en hinir sem hafa allt sitt
vit úr bókum — og skal ég þó
síðastur manna vara menn við
bókmenntum.
Ég er í höfuðatriðum sammála
Sveini á Egilsstöðum, nema um
orðalagið, sem mér finnst minna
á uppflosnaða framsóknarbænd-
ur. Það er alls engin ástæða til
þess að setja um þetta nein lög.
Það væri blátt áfram ískyggileg
tilhugsun að það yrði gert, jafn-
vel þó Danir hafi gert það. Það
er hreinn misskilningur, sem allt-
af er að kom betur og betur í
ljós, að hægt sé að girða fyrir
allar hættur með einföldum laga-
bókstaf. Og hér á landi væri ó-
hugsandi að ganga eftir því að
þeim lögum væri hlýtt, og væri
af þeirri ástæðu einni ver farið
en heima setið. Og háskalegast
af öllu væri þó ef til vill ef það
væri í raun og veru hægt, því
svo sannarlega er ekkert ömur-
legra en að horfa á eftir þrek-
miklum æskumönnum, bólgnum
af áreynsluleysi og gljáandi á húð
og hár af öryggiskennd, ofan í
rennusteina Rómar og Parísar í
leit að þeim hættum og því vol-
æði, sem ekki fyrii’fannst í heima
högum eða voru sviptir af fyrir-
kyggjusömum aðstandendum.
Og í vangaveltum mínum um
almætti mannlegrar forsjónar
verður mér alltaf að lokum hugs-
að til þess elskulega fólks, sem
byggir hinar víðáttumiklu stepp-
ur Austur-Evrópu. Þar fara nú
reyndar bráðum fram „kosning-
ar“, í þetta sinn undir amerísku
eftirliti, og kandídatinn er byrj-
aður að básúna tilboð sín til
skjólstæðinganna: Þér skuluð öll
fá meira og betra að borða. En
norður á hinu kalda og ófrjósama
Islandi, sem er hálft undir snjó
og klaka, þykja það enn til allrar
hamingju sjálfsögð mannréttindi
að fólk fái að sýsla um þetta
sjálft. Sú hugmynd að löggjafinn
seilist svo nálægt einkalífi
manna, að foreldrar hafi ekki
lengur rétt til þess að láta börnin
sín vinna algengustu sveitastörf
innan túngarðsins, fínnst mér
vera farið að minna á þau lönd
þar sem allt er bannað nema það
sem leyft er.
R. J.
Kirkjukór Húsavíkur
hélf samsöng
s.l. sunnudag
Húsavík 26. marz.
KIRKJUKÓR Húsavíkur hélt
samsöng í Húsavíkurkirkju s.l.
sunnudag fyrir fullu húsi og við
góðar undirtektir. Söngstjórar
voru: Ingimundur Jónsson, Sig-
urður Hallmarsson og Sigurður
Sigurjónsson. Undirleikari með
kórnum var Björg Friðriksdóttir.
Einsöngvarar með kórnum voru
Eysteinn Sigurjónsson, Karl H.
Hannesson og Ingvar Þórarins-
son. í kórnum eru um 40 manns,
og hefir hann starfað mikið í
vetur. Ungfrú Ingibjörg Stein-
grímsdóttir, söngkona, dvaldist
hér um mánaðartíma og æfði
kórinn. Þykir góður árangur
hafa fengizt af starfi hennai’.
—Fréttaritari.
Torino, 18. marz — Yfirréttur
hér í borg hefur dæmt leikkon-
unni Ginu Lollobrigidu skaðabæt
ur að upphæð ein milljón líra,
fyrir það að félag eilt, sem fram-
leiðir vín, notaði myndir af henni
til auglýsinga án leyfis leikkon-
unnar.
—Reuter.
PÁSKAEGG í þúsundatali
Glæsilegt úrval til augnayndis og gamans,
Ljúffengt sælgæti. Verð við allra hæfi —
Okkur er mikil ánægja
• «
að hafa fengið tækifæri til að birta nokkur sýnishorn
af teikningum sem gerðar voru í tilefni páskanna í
smábarnaskóla ísaks Jónssonar.