Morgunblaðið - 28.03.1958, Side 12
12
MORCVNBL 4 ÐIÐ
Föstudagur 28. marz 1938
uygiwjMaMli
Ctg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjón: Sigfus Jónsson.
Aðaintstjórar: VaJtýr Stefánsson Cábm.)
Bjarm Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arnj Ola, simi 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480
Askriftargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands.
1 lausasolu kr. 1.50 eintakið.
EIGNARNAMSSKATTUR
RÍKISSTJÓRNARINNAR
UTAN UR HEIMI
Trúin flytur fjöW
Eru öll líffæri á valdi hugans?
r
AALÞINGI hafa farið fram
mjög athyglisverðar um-
ræður um stóreignaskatt-
inn og áhrif hans á atvinnulífið.
Eins og kunnugt er, var stóreigna
skatturinn lagður á með bráða-
birgðalögum og er nú leitað stað-
festingar þeirra í þinginu, en í
sambandi við það urðu þær um-
ræður, sem farið hafa fram. Þeg-
ar gjratturinn var lagður á, gerði
fjármálaráðherrann ráð fyrir, að
heildarupphæðin, sem skattur-
inn næmi, mundi verða um 80
milij. kr. en nú hefur alls verið
jafnað niður, skv. reglum lag-
anna, 135 milljónum króna. Þó
eftir sé að ganga til fulls frá
skattálagningunni, úrskurða kær-
ur og gera þær breytingar, sem !
þurfa þykir, þá er þó fyrirsjá-
anlegt, að hin endanlega skatt- !
upphæð verður miklu hærri en
gert var ráð fyrir.
Sjálfstæðismenn hafa frá upp-
hafa gagnrýnt þessa skattálagn-
ingu á margan hátt. Þeir hafa
bent á, að stóreignaskatturinn
væri ekki miðaður við nein raun-
veruleg verðmæti, sem eru í eigu
landsfólksins, og hefur sérstak-
lega verið bent á, að þegar um
sé að ræða skattmat á lóðum og
lendum, þá skuli ekki miða
skattinn við fasteignamatið
heldur áætlað gangverð eign-
anna að viðbættum 200%. Fyrst
á sem sé að áætla hvað muni
vera gangverð tiltekins lands,
sem er ætíð undir erfiðu og
margoft hæpnu mati komið,
hverju sinni og breytilegt eftir
tímanum, og síðan á að bæta við
þetta áætlaða verð skattyfirvald-
anna hvorki meira né minna en
200%. Feiri dæmi mætti nefna
svipuð svo sem í sambandi við
hlutabréf, að þau eru oft skatt-
lögð á margfalt nafnverð þeirra
þótt engum komi til hugar að
þau séu seljanleg fyrir fullt
nafnverð, hvað þá meira.
Fyrir utan þessar og svipaðar
athugasemdir, hafa Sjálfstæðis-
menn bent á, að stóreignaskatt-
urinn hefði stórkostleg áhrif á
atvinnulifið í landinu í heild og
væri til þess fallinn að lama það
og deyfa. Sérstaklega á þetta við
atvinnufyrirtæki einstakling-
anna, og framtak þeirra, en und-
antekningar eru gerðar hvað við-
víkur samvinnurekstri, sem
sleppur að langmestu leyti við
nokkrar byrðar af þessum stór-
kostlega skatti. Eins og kunnugt
er, er þó samvinnureksturinn
orðinn mjög stór liður í atvinnu-
lífi landsins og er það vitaskuld
alger mismunun á rétti íslenzkra
borgara að láta slíkan skatt koma
svo ójafnt niður, eins og hér
hefur raun orðið á.
•k
í umræðunum á Alþingi nú í
vikunni töluðu þeir Jóhann
Jósefsson og Gunnar Thoroddsen,
sem eru í fjárhagsnefnd efri
deildar, ýtarlega um skattinn.
Bentu þeir á alls konar agnúa
á honum og var mjög um það
rætt af hálfu Sjáifstæðismanna,
hve stóreignaskatturinn kæmi
þungt niður á helztu framleiðslu-
atvinnuvegum landsmanna og
væri það ekki eingöngu til tjóns
fyrii' atvinnugreinarnar sjálfar,
heldur og fyrir alla þá mörgu
einstaklinga, sem byggja lífsaf-
komu sína á þessum atvinnu-
rekstri. Það furðulega fyrirbæri
kom fram við umræðurnar, að
sjálf fjárhagsnefnd efri deildar
hafði tvívegis snúið sér til skatt-
stjórans í Reykjavík og óskað
þess að hann segði álit sitt um
það, hvernig skattur þessi skipt-
ist á atvinnuvegina, svo unnt
væri að gera sér grein fyrir því
tölulega, hvaða áhrif hann hefði,
en skattstjórinn færðist undan
að verða við þessari beiðni þing-
nefndarinnar. í þessu sambandi
má benda á, að Eysteinn Jóns-
son hefur hvað eftir annað
skrökvað að þjóðinni um það, að
þessi skattur mundi ekki hafa
áhrif á atvinnurekstur lands-
manna. Hefði hins vegar skatt-
stjórinn í Reykjavík upplýst þetta
mál, hetðu blekkingar fjármála-
ráðherrans orðið lýðum Ijósar.
Það er naumast ætlandi annað,
en að hin furðulega undanfærsia
skattstjórans sé runnin undan
rifjum fjármálaráðherrans, sem
ekki hefur kært sig um að skrök-
sögur hans um áhrif stóreigna-
skattsins yrðu afhjúpaðar gagn-
vart öllum almenningi.
k
Við umræðurnar var það upp-
lýst, að sérfræðingar, sem hafa
athugað áhrif stóreignaskattsins,
hvað varðaði útveginn, hefðu
áætlað að á hann mundu leggj-
ast um 30 milljónir af stóreigna-
skattinum. Nú vita allir að út-
vegi landsmanna er haldið að
verulegu leyti uppi með sérstöku
styrkjakerfi, svo hann sé fær um
að bera þær byrðar, sem á hann
eru lagðar, en það er vitaskuld
hin fyllsta mótsögn að vera að
leggja stóreignaskatt á slíka at-
vinnuvegi. Afleiðingin hlýtur líka
að verða sú í mörgum greinum,
að framleiðendur til lands og
sjávar verða að selja af eignum
sínum til þess að geta borgað
skattinn.
k
Sjálfstæðismenn hafa gert sér-
stakar tillögur um það að vernda
atvinnulíf landsins gegn hinum
skaðlegu áhrifum stóreigna-
skattsins svo sem framast er unnt
og um það að greiðslutími skatts-
ins skyldi lengdur í 20 ár úr 10
og skattupphæðin verða lækkuð.
Auk þess skyldi stóreignaskattur-
inn verða frádráttarbær. En þeg-
ar gengið var til atkvæða nú í
vikunni, voru allar breytinga-
tillögur Sjálfstæðismanna felld-
ar með 10 atkvæðum gegn 5 og
frumvarpið þannig afgreitt
áfram.
>>
Um það munu nú vera samtök
milli ýmissa, sem stóreignaskatt-
urinn er lagður á, að leggja það
mál til úrlausnar fyrir dómstól-
ana, hvort slíkur skattur geti
samrýmzt stjórnarskrá landsins.
Er því haldið fram, að hér sé
raunverulega um eignarnám að
ræða, sem beitt sé gagnvart viss-
um hluta íslenzkra borgara, en
öðrum hlíft og geti slíkt ekki
staðizt samkvæmt reglum ís-
lenzkrar stjórnarskrár um frið-
helgi eignaréttar og um rétt ríkis
ins til skattálagningar á lands-
menn.
FÓLK trúir því, sem það vill
‘ trúa. Ef þörfin til þess að trúa
| einhverju ákveðnu er nógu sterk
— og geðbrigðin eftir því, getur
það orðið til þess að ýmsar breyt-
ingar verða á starfsemi líkamans,
sem styðja einmitt þessa trú.
í blöðum 'var t. d. skýrt frá því
fyrir skemmstu, að kona ein, 28
ára, hefði látið flytja sig í sjúkra-
hús og sagzt eiga von á barni,
hún hefði haft hriðir síðustu
klukkustundina. Sagði hún kval-
irnar vera miklar — og sárastar
með um þriggja mínútna milli-
bili.
Fljótt á litið fundu læknar ekk-
ert athugavert við frásögn henn-
ar, vaxtarlag hennar gat gefið til
kynna, að hún væri með barni.
Konan var lögð í rúm — rann-
sókn undirbúin. Hún var mjög
holdug — og þegar rannsókn
læknanna var lokið skýrðu þeir
henni frá því, að hún væri alls
ekki með barni, þess sæjúst eng-
in merki. Hún átti bágt með að
trúa þessu, en þegar læknar iétu
þar við sitja og hún komst í ró
hættu verkirnir smám saman.
Hún játaði það síðar fyrir
læknunum, að hún hefði verið
gift í tvö ár og væri mjög von-
svikin vegna þess að hún hefði
ekki eignazt barn. Henni leið
ágætlega — og hún fór heim af
sjúkrahúsinu.
★
Á undanförnum árum hefur
verið skýrt frá mörgum hliðstæð-
um atburðum í læknisfræðitíma-
ritum á Vesturlöndum. ímynduð
þungun getur mjög líkzt raun-
verulegri þungun — og það jafn-
vel svo, að fleiri en viðkomandi
kona láti blekkjast.
Menn hafa sjaldan orðið vitni
að „fölskum“ hríðum kvenna,
sem þannig er ásatt hjá. Hins
vegar er það algengara, að kon-
ur finni til ýmissa þungunarein-
kenna, en að þær sjái síðan að
um sjálfsblekkingu hefur verið
að ræða, þegar ælti að vera kom-
ið að barnsburðinum samkvæmt
meðgöngutímanum. En um leið
og konunum verður hið sanna
ljóst hætta þær að finna til þung-
unareinkennanna.
Ein slík hliðstæða átti sér stað
í sjúkrahúsi í London fyrir tveim
árum. Konan var þess fullviss, að
hún hefði gengið með barn í átta
mánuði. Hún kvartaði yfir van-
líðan á morgnana og hún varð
einnig vör við ýmsar líkamlegar
breytingar, sem vænta má, þegar
um þungun er að ræða. Læknar
framkvæmdu tvær rannsóknir á
konunni og báðar sýndu að hún
var ekki með barni. Konunni var
greint frá þessu, en hún trúði
ekki. Hún var þess fullviss, að
hún ætti aðeins eftir einn mánuð
af meðgöngutímanum. Hún hafði
haft einkennandi tilfinningu í
kviðarholinu, og það, sem þó var
sérstaklega athyglisvert, að mikl-
ar breytingar höfðu orðið á starf-
semi innkirtlanna, sömu breyting
arnar og þegar um þungun er að
ræða. Hin ákafa löngun konunn-
ar til þess að ala barn hafði ekki
einungis framkallað hjá henni
tilfinningu um það að hún vænti
sín, heldur var einnig að finna
jákvæða líkamleg þungunar-
merki.
★
En er þetta svo mjög undar-
legt? Frægur bandarískur læknir,
sem hafði verið vantrúaður á and
leg áhrif á sjúkdóma, sá eitt sinn
blöðru myndaða á hörundi — við
dáleiðslu. Ef hugsunin getur vald-
ið, þessari breytingu á húðinni,
eins og við getum séð, sagði
hann, hvaða áhrif getur hún þá
haft á innri líffæri, sem við sjá-
um ekki? Nú eru 10 ár liðin frá
því að þetta átti sér stað. Nú vit-
um við, að heilaboð geta haft
áhrif á nær öll líffæri mannslík-
amans. En þess er ekki alltaf
gætt, þegar fólk leitar læknis,
hvort slík boð eiga sér í rauninni
stað.
Læknir, sem ritar um heil-
brigðismál í Sunday Times, legg-
ur aðlöðunarhæfnina til grund-
vallar — og segir að góð heilsa
einstaklingsins sé háð því hvern-
ig hann semur sig að breytilegum
aðstæðum, sem uppvöxturinn,
foreldrahlutverkið og ellin bera
í skauti sér. Samkvæmt hinum
lífeðlisfræðilega skilningi veldur
truflun á aðlögunarhæfninni öll-
um veikindum. Sjúklingur hefur
sárindi í hálsi. Hálsinn er skol-
aður og í skolvatninu ^innast
sýklar. Valda eingöngu þessir
sýklar sárindunum í hálsinum?
Auðvitað kemur þar fleira til.
Hvers vegna fékk hann sárindin
einmitt þá? Sýking er ekki til-
viljunarkennd. Ekkert lífeðlis-
fræðilegt atriði er tilviljunar-
kennt. Við verðum að taka tillit
til mótsföðuafls sjúklingsins. Ef
það er ekki nægilegt er hættun-
um boðið heim.
Og-sami höfundur segir: Ég ef-
ast ekki um að miklar sígarettu-
reykingar valda miklu um
lungnakrabba — og læknisráðið
er augljóst: Auðvitað að hætta að
reykja! En reykingamanninum
gengur ekki vel að hætta ávan-
anum. Algengast er að hann snúi
sér þá að sælgætinu, eða verði
jög þunglyndur. Ef hann velur
fyrri kostinn, þá verður alvaran
enn á ferðum innan skamms: Of-
fita. Reykingar og sælgætisát eru
meðal þeirra meðala, sem margir
beita gegn eigin þunglyndi, en
hvort tveggja hefur meiri áhrif
en ætlazt er til.
(Lauslega þýtt úr Spectator)
ASalfundur Leslrar-
félags kvenne
Reykjavikur
LESTRARFÉLA® kvenna
Reykjavíkur hélt aðalfund sinn
20. marz s.l. Formaður flutti
skýrslu um störf félagsins á s.l.
ári, en gjaldkeri gaf yfirlit um
fjárhag félagsins. Þessar konur
skipa stjórn L.F.K.R.: Laufey
Vilhjálmsdóttir, formaður, Sig-
ríður J. Magnússon, varaformað
ur, Þórhildur Líndal, gjaldkeri,
Soffía Haraldsdóttir og Arn-
heiður Jónsdóttir, ritarar. Með-
stjórpndur eru Arnheiður Sig-
urjónsdóttir og Solveig Peter-
sen. Bókasafn félagsins er á
Grundarstíg 10 og fara þar fram
bókaútlán mánudaga, miðviku-
daga og föstudaga kl. 4—6 og
8—9 síðdegis. Barnabókadeildin
er opin á sama tíma og aðalbóka-
safnið. Nýir félagar geta innritað
sig á mánudögum.
Gengið frá
launasamningi
Á FUNDI bæjarstjórnar Kópa-
vogs s. 1. föstudag, var gengið
frá samþykkt um laun fastra
starfsmanna bæjarins. Þá var og
samþykkt reglugerð um lífeyris-
sjóð bæjarstarfsmanna.
Kosið var í dagheimila- og leik-
vallanefnd.
Tillögu bæjarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, um stofnun
æskulýðsráðs, var vísað til bæj-
arráðs, en samþykkt var að mál-
ið verði afgreitt á fundi bæjar-
stjórnar í maí. Bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins mótmæltu
því að þetta brýna nauðsynja-
mál væri tafið um tvo mánuði.
Það vekur furðu hve mikillar
tregðu gætir hjá meirihlutanum
um samþykkt þessa máls.
Elísabet Englandsdrottning og Filippus maður hennar eru nú í
opinberri heimsókn í Hollandi. Þessi mynd var tekin af þeim
nokkrum dögum áður en þau fóru frá London, er þau voru
viðstödd frumsýningu kvikmyndar, sem gerð hefur verið af
hcrmannaflutningunum frá Dunquerk árið 1940. '