Morgunblaðið - 28.03.1958, Síða 13
TTöstudagur 28. marz 1958
MORCU1SBLAÐIÐ
13
Málfundafélagið Oðinn tuttugu ára
Félag sjálfstæðisverkamanna hefir bæði breytt stefnu
Sjálfstæðisflokksins og verklýðshreyfingarinnar
hlagnús Jóhannesson form.
ÁVARP
Á ÞESSUM merku tímamótum í
starfssögu Málfundafél. Óðins, er
það að sjálfsögðu margs og mikils
er Óðinsmenn minnast er þeir
renna huganum til baka og líta
yfir farinn veg.
í tuttugu ár hafa þeir verið
sameinaðir undir einu merki og
samstillt sínum átökum til ár-
angursríkra nytjastarfa að mál-
efnum Sjálfstæðisflokksins og þá
fyrst og fremst verkamanna, sem
í æ ríkara mæli hafa fylkt sér
undir merki hans á liðnum árum.
Óðinn var stofnaður 29. marz
1938, og voru stofnendur 41 að
tölu. Á þecsum tímum var hagur
verkamanna mjög slæmur. í land
inu hafði setið að völdum vinstri
stjórn um árhbil, atvinnuleysi
var mikið og öll afkoma almenn-
ings hin lélegasta. Verkalýðssam-
tökin voru reyrð í flokksböndeins
hafa talað til þess eins að tefja
fyrir eðlilegri þróun og kjara-
bótum launþeganna, hefur alltaf
verið gripið til sömu rakanna og
vitnað til þeirra tíma, þegar
verkalýðshreyfingin var á
bernskuskeiði og naut ekki við-
urkenningar þeirra er réðu fram-
leiðslutækjunum. Þessar rök-
semdir eru nú löngu orðnar úr-
eltar, þó kommúnistar noti þær
að vísu ennþá.
Verkalýðssamtökin eru nú
löngu viðurkennd sem nauðsyn-
leg og ein af meginstoðum þjóð-
félagsbyggingarinnar í öllum lýð-
frjálsum löndum.
Það ríður ,því á miklu, að þau
verði ekki gerð að leiksoppi
pólitískra „spekúlanta“ alheims-
kommúnismans, sem lifa eftir
þeirri kenningu að verkamaður-
inn eigi að vera til fyrir sam-
tökin, og fórna öllu sínu fyrir
þau, en ekki samtökin fyrir
hann, eins og hinn raunverulegi
tilgangur er.
Eg vek máls á þessu hér vegna
þess, að ég vil brýna það fyrir
Óðinsmönnum, að verkalýðs-
barátta sú sem framundan er á
fyrst og fremst að beinast að því
að vinna að sem varanlegustum
hagsbótum launþeganna, en það
■'.................' ' •'> ■
Núverandi stjórn Óðins. — Fremri röð frá vinstri: Þorsteinn
Kristjánsson, Magnús Jóhannesson form., Guðmundur Nikulás-
son. Aftari röð frá vinstri: Stefán Hannesson, Hróbjartur
Lútliersson og Guðjón Hansson. — Á myndina vantar Baldur
Einarsson.
verður ekki gert nema byrjað
sé á byrjuninni og lögð á það
megináherzla, að taka höndum
saman við alla þá menn, sem ein-
hvers meta gildi íslenzkra alþýðu
samtaka og sameiginleg sókn
hafin til þess að eyða áhrifum
kommúnista í verkalýðshreyf-
ingunni. Samstarf það, sem ver-
ið hefur með lýðræðisflokkunum
um þessi mál hefur að vísu sýnt
mikinn árangur, en betur má ef
duga skal.
f þessu sambandi er vert að
geta þess, að Sjálfstæðismenn í
launþegastéttum verða að hug-
leiða það með sjálfum sér að til
þess að betta megi takast, verða
þeir að treysta samtök sín svo
sem kostur er á og samræma
sínar aðgerðir í hvívetna.
Það er óhætt að fullyrða það
að hér í Reykjavík eru Sjálf-
stæðismenn langfjölmennastir í
launþegasamtökum, enginn einn
flokkur á jafnmarga fylgismenn
í röðum reykvískra alþýðumanna
og Sjálfstæðisflokkurinn.
Það er því vissulega stórt átak
sem þessir aðilar geta gert, ef
þeir sameinast í starfi.
Málfundafélagið Óðinn er sá
vettvangur sem megnar það að
samhæfa þessa starfskrafta. Ég
vil því í fullri alvöru hvetja
menn til þess að gerast virkir
í starfi og ganga í félagið.
Óðinsmenn hafa á liðnum ár-
um sýnt það að þeim er treyst-
andi til að hafa forystu á hendi,
þeir hafa borið fram tillögur og
gert ályktanir í hinum ýmsu
menningar- og framfaramálum
reykvísks alþýðufólks, sem for-
ustumenn flokksins hafa síðan.
borið fram til sigurs á löggjaf-
arsamkundu þjóðarinnar.
Margt mætti í því sambandi
nefna, en ég læt samt nægja að
nefna tvennt: Hugmyndina um
smáíbúðir, og skattfrelsi við
byggingu eigin íbúða. Báðar þess-
ar tillögur munu hafa orðið til á
Óðinsfundum.
Ég vil svo að lokum þákka öll-
um sem unnið hafa að málefn-
um félagsins og fjöldans á liðn-
um árum og um leið bera fram
þá ósk félaginu og félagsmönnum
til handa, að Óðni megi auðnast
að verða áfram sá útvörður um
hagsmuna- og framfaramál verka
mannanna, sem raun hefur á
orðið þau tuttugu ár, sem liðin
I eru frá stöfnun hans.
ViBföl við swkkra Óðinsfélaga
Magnús Jóhannesson
flokks, Alþýðuflokksins, og eng-
inn verkamaður var þess um-
kominn að hafa áhrif á gang
sinna eigin mála, ef hann var
utan við þau flokkssamtök, eða
xneð öðrum orðum, forsendur
þess að verkamenn væru kjör-
gengir í trúnaðarstöður og ann-
að er máli skipti í sínum eigin
hagsmunasamtökum, voru þær,
að maðurinn væri flokksbundinn
í Alþýðuflokknum. — Þannig
var ástandið, er sjálfstæðisverka-
menn og sjómenn hófust handa
um stofnun Óðins.
Það varð því í upphafi eitt af
aðalstefnumálum félagsins, að
berjast gegn þessu ófremdar-
ástandi, og árangurinn af þeirri
baráttu sem náðst hefur með af-
námi flokkseinræðis í verka-
lýðshreyfingunni má að miklu
leyti þakka Óðinsfélögum.
Sjálfstæðismenn hafa alltaf
haft þá skoðun og hafa enn, að
verkalýðssamtökin eigi að vera
í eðli sínu ópólitísk og hver ein-
asti maður eigi þar jafnan rétt
hvar í flokki sem hann hefur
skipað sér um stjórnmálaskoð-
anir. Hlutverk þeirra á að vera
það fyrst og fremst að gæta hags-
muna og réttar meðlimanna og
vinna á félagslegum grundvelli
að hinum ýmsu menningarmál-
um fjöldans.
Á þetta hefur nokkuð skort hér
hjá okkur, og of lítið verið gert
af því að upplýsa almenning um
grundvallaratriði hinnar raun-
verulegu kjarabaráttu, en meira
gert af hinu, að ala á tortryggni
og skilningsleysi milli verka-
manná og atvinnurekenda. Mönn-
um hefur óspart verið talin trú
um það að þessar andstæður sem
svo hafa verið nefndar, ættu fátt
eða jafnvel ékki neitt sameigin-
legt, og það bil sem þarna væri
á milli talið óbrúanlegt.
I viðleitni þeirra, sem þannig
í KVÖLD heldur Málfundafé-
lagið Óðinn, félag sjálfstæðis-
verkamanna og sjómanna upp á
20 ára afmæli sitt, en afmælis-
dagurinn sjálfur er á morgun.
í tilefni þess verða birt
hér nokkur viðtöl við
forystumenn félagsins fyrr og nú.
Segja þeir þar nokkuð frá störf-
um þessa félagsskapar þróun
hans, baráttu og sigrum, við-
horfum sínum til hans og fram-
tíðaróskum honum til handa.
Óðinsmenn hafa aldrei
unnið með kommúnisfum
Sigurður Halldórsson var
fyrsti formaður félagsins og átti
drjúgan þátt í stofnun þess. Segir
hann í stuttu máli frá ástæðun-
um til stofnunar félagsins og
þeim jarðvegi sem það er sprott-
ið úr. Honum farast orð á þessa
leið.
— í þann mund er Óðinn var
stofnaður var ástandið þannig í
verkalýðsmálunum að Alþýðu-
flokkurinn var allsráðandi í Al-
þýðusambandinu og hafði ein og
sömu lög og það. Trúnaðarstörf
þar gátu því ekki aðrir hlotið en
þeir sem voru Alþýðuflokks-
menn. Kommúnistar voru þá enn
valdalitlir og gerðu fátt annað
en að halda uppi ofstopa á fund-
um og viðhafa hótanir á vinnu-
stöðum. Þetta ástand var því óþol
andi fyrir þá sem vildu ekki láta
múlbinda sig í flokksviðjar þjóð-
nýtingarflokka. Ég minnist þess-
að fyrsti maðurinn, sem ég tal-
færði félagsstofnunina við var
Bjarni Benediktsson. Benti ég á
nauðsyn þess að við verkamenn,
sem fylgjandi værum Sjálfstæðis
flokknum, hefðum með okkur
samtök þar sem við æfðum okk-
ur að tala á fundum og flytja
hagsmunamál okkar. Tók Bjarni
þessu vel og hefir ávallt verið
ötull stuðningsmaður samtaka
okkar verkamanna síðan. Sum-
um ráðamönnum mun í fyrstu
haía verið lítið um slíka
félagsstofnun enda almennings-syni og fylgismönnum hans eftir
álitið það, að Sjálfstæðisflokkur-
inn væri ekki flokkur verka-
manna. Stofnun Óðins komst þó
á og það mun fyrst og fremst
hafa verið þessi félagsskapur,
Siguröur Halldórsson.
sem sneri almenningsálitinu við
og sannaði að Sjálfstæðisflokkur
inn er jafnt flokkur verkamanna
sem annarra stétta. Ég vil sér-
staklega taka það fram að allt
frá stofnun félagsins hefir verið
ríkjandi góður skilningur hjá
forystumönnum flokksins á mál-
efnum sjálfstæðisverkamanna og
sjómanna. Ég tel einnig að Óðinn
hafi breytt stefnu Sjálfstæðis-
flokksins til frjálslyndis. Óðinn
varð tengiliður innan flokksins
milli atvinnuveitenda og atvinnu
þiggjenda.
Og Óðinn hefir vissulega
breytt stefnu verkalýðssamatak-
anna í landinu til hagsbóta fyrir
vinnustéttirnar, því að allir flokk
ar hafa leitað samvinnu við Óð-
in. Má þar minnast samstarfs-
ins í Dagsbrún bæði með Alþýðu
flokknum og Héðni Valdemars-
að hann var bæði genginn úr Al-
þýðuflokknum og Kommúnista-
flokknum. Óðinn hefir hins vegar
aldrei haft samvinnu við komm-
únista..
Það var eins og ég áðan sagði,
löngum talið að verkamaður gæti
ekki verið Sjálfstæðismaður. Við
hófum þegar í upphafi skelegga i
baráttu á vinnustöðum gegn hót- j
unarpólitík kommúnista. Og i
brátt fór svo að okkur tókst að
sigrast á áróðrinum gegn okkur, |
félag okkar blómgaðist og við
fundum árangur af starfinu.
Ég vii nú á þessum tímamót-
um sérstaklega þakka konum fé-
lagsmanna fyrir stuðning þeirra
við okkur, en hann var mikill á
fyrstu árum félagsins. Heimili
þeirra, sem fremstir stóðu í fé-
laginu, voru undir lögð og gerð
að eins konar félagsheimilum
Óðins. Konurnar unnu einnig fyr
ir okkur að hlutaveltum og öðr-
urn fjársöfnunum og þannig urðu
okkar fyrstu sjóðir til, auk félags
gjalda, sem þó alltaf voru ,lág.
Ég á margar góðar endurminn-
ingar frá þessum fyrstu starfsár-
um Óðins og ég minnist hinna
ágætu samstarfsmanna sem af
elju og ósérhlífni börðust ár-
angursríkri baráttu. Ég vil þakka
öllum félagsmönnum fyrir starf
þeirra og stuðning svo og forystu
mönnum Sjálfstæðisflokksins og
treysli því að þeir stuðli að vel-
gengni Óðins svo að hann geti
áfram unnið með sama glæsibrag
og hingað til.
Óðinn haldi vöku sinni
Axel Guömundsson var fyrsti
ritari félagsins og hefir verið í
forystuliði þess allt fram á þenn-
an dag. Hann sér nú um útgáfu
afmælisrits fyrir félagið. Axel
segir nokkuð frá félagsstarfi Óð-
ins á fyrstu árum hans:
— Félagslífið var mjög fjörugt
þegar í upphafi, enda var í mörg
horn að líta. Eitt af því minnis-
stæðasta frá fyrstu starfsárunum
er þegar við stilltum upp fram-
boðslista í Dagsbrún. Það var í
fyrsta sinn, sem fleiri en einn
listi kom fram við stjórnarkosn-
ingar þar. Héðinn Valdemarsson
og kommúnistar báru að vísu
sigur úr býtum en við urðum
aðrir í röðinni og bárum því sigur
orð af Alþýðufl. — Þegar þetta
var, höfðum við engin kjörgögn, •
kjörskrá eða annað sem nauðsyn-
legt er til þess að fylgjast með
kosningum. Hins vegar gátum
við á kjörfundinum skrifað niður
þá sem kusu og varð það fyrsti
vísirinn að kjörskrá okkar. Við
urðum því að ganga í húsin í
bænum og kynna okkur hverjir
Framh. á bls. 14
Úr ferðuiagi
Oóiilsléhiya.