Morgunblaðið - 28.03.1958, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.03.1958, Qupperneq 14
14 Tuoncvisnv T'ostnóagur 28. marz 1958 — Óðinn 20 ára Framh. af bls. 13 væru verkamenn og hvort þeir væru félagar í Dagsbrún og þann ig að leita stuðnings við lista okkar. Þetta var mikið starf en það var vel og ölullega unnið. Yfirleitt má segja að allt féiags- lifið einkenndist af ódrepandi starfsorku og baráttuvilja félags manna. Þá voru jafnan fjörugir félags- íundir hjá okkur. Oft sátu for- ystumenn flokksins fundina og var þá ekkert hikað við að deila A»el Guðmundsson. á þá ef svo bauð við að horfa. Stjórnarfundir voru tíðir og jafn an haldnir heima hjá einhverjum stjórnarnefndarmanna og oftast hjá formanni, því félagsheimili var ekkert. Þetta skapaði átroðn- ing á heimilum og oft fór megnið af nóttunni í þetta, því allir þurftu að vinna á daginn. Þá minnist ég þess að við komum á fót eins konar blaði innan félags- ins. Það var þannig úr garði gert að félagsmennirnir afhentu rit- stjóranum greinar og hann færði þær inn í bók og er hún ennþá til. Fyrsti ritstjórinn var Björn Halldórsson leturgrafari og síðan tók Hannes Jónsson fyrrum kaup maður við ritstjórninni. í blaði þessu, eða bók, getur að líta margar greinar sumar athyglis- verðar og jafnframt beittar á- deilugreinar. Öll hin harða barátta fyrstu starfsáranna þjappaði félags- mönnum saman og þeir voru all- ir sem einn fúsir til starfa. Ég á þá ósk bezta til Óðins nú á þessum tímamótum að honum megi fylgja blessun og velfarn- aður og að hann megi jafnan halda vöku sinni og vera trúr þeirri stefnu, sem hann í upphafi markaði sér og verða þannig verkamönnum, sjómönnum og Sjálfstæðisflokknum til hags og blessunar. Gagnkvæmur skiiningur ríki Gwðmundur H. Guðmundsson hefir stundað sjómennsku í 57 ár samfleytt. Hann gekk strax í Óðin á fyrsta starfsári hans og hefir jafnan síðan verið þar ötull og dugandi félagsmaður. Guð- mundi farast svo orð: — Á þeim tíma, sem Óðinn var stofnaður voru verkamenn og sjómenn, sem fylgdu Sjálfstæðis- flokknum að málum litnir óhýru auga. Það var almennt litið svo á að Sjálfstæðisflokkurinn^ væri ekki flokkur vinnustétta. Ég tel að Óðinn hafi unnið það þrek- virki að útrýma þessum hugsun- arhætti, enda hefir nú orðið sú stórbreyting á að sjómenn fylkja sér stöðugt í auknum mæli um Sjálfstæðisflokkinn . Af þeim málum, sem mér eru efst í huga, og Óðinn barðist fyr- ir, eru byggingarmál verka- manna og sjómanna. Það mun hafa verið á Óðinsíundi, sem fyrst var vakið máls á skattfrelsi manna við vinnu við eigin íbúðir og síðan var málið tekið upp af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins,þeim Gunnari Thoroddsen, Jóhanni Hafstein og Sigurði Bjarnasyni. Annars minnist ég fyrst og fremst Jóhanns Haf- steins í sambandi við byggingar málin, þvi að hann hefur ávallt barizt fyrir þessum málum fyr- ir okkur af stakri árvekni. En úr því að við ex'um farnir að minnast á forystumenn okkar á sviði þing mála, get ég ekki látið hjá liða að geta Ólafs Thors, sem ég minníst sem eins skilningsríkasta forystu manns okkar sjómanna. Með stofnun Óðins hafa sjó- menn og verkamenn komizt í nánara samband við atvinnurek- endur og hafa getað flutt fyrir þeim mál sitt. Þetta hefir orðið til þess að vekja vaxandi og gagn kvæman skilning á milli þessara stétta og eyða tortryggni og misskilningi, sem aði'ir flokk- ar hafa jafnan reynt að ala á milli stéttanna. Það hefir einnig komið í Ijós, að í raun og veru er það ekki svo mikið sem ber á milli verkamannsins og atvinnu- rekandans, ef haldið er á málum öfgalaust. Ég vil því hvetja menn til þess Guðmundur H. Guðmundsson. að hlusta ekki á þær raddir, sem reyna að ala á því og telja verka- mönnum og sjómönnum trú um að atvinnurekendurnir séu óvinir þeirra. Ég á þá ósk til handa Óðni á þessum tímamótum að samstarfi stéttanna verði haldið áfram og að þar á milli megi jafnan ríkja skilningur og vel- vilji, en ekki stéttahatur sem ein ungis getur orðið aðilum sjálfum og allri þjóðinni til miska. Óska ég að Óðinn megi þarna standa í brjósti fylkingar góðra drengja. Haíði frú á sfefnu Sjáífsfæðisffokksins Guðmundur Nikulásson er einn af hinum eldri verkamönn- um í Óðni. Hann hefir í nokkur ár starfað þar í stjórn og situr í henni nú. Guðmundi segist svo frá. — Ég er nú orðinn nokkuð gamall og vil að ungu mennii-nir fari að taka við af okkur körlun- um. Annars get ég sagt að margt olli því að ég gekk á sínum tíma í Óðin. Upphafið var það, að kunningi minn kom til mín og spurði mig að því hvort ég vildi ganga í félagið. Þetta mun hafa verið einhvern tíma í lok stríðs- ins. Ég gaf honum ekki strax svar en hugsaði málið nokkra hríð. Ég hafði kynnzt fjöldamörg um Sjálfstæðismönnum, bæði gegnum atvinnu og á öðrum vett vangi, og öllum að góðu einu. Einnig þekkti ég nokkuð til stefnu Sjálfstæðisflokksins og fannst mér hún vera frjálslynd umbótastefna og því samrýmast vel hugsunuin þeirra manna, sem hafa sjálfstæðar skoðanir og vilja starfa frjálsir og óháðir. Það virðist vera íslendingum í blóð borið að krefjast sjálfræðis Frá og láta ekki segja sér meira fyrir verkum en nauðsyn krefur. Þá voru komnir til sögunnar hér á landi flokkar sem börðust fyrir róttækum skoðunum og vildu þjóðnýta allt og létu í veðri vaka að þar í lægi hagsæld almennings og að alla hluti ætti að gera fyrir menn og jafnvel fyrir ekki neitt. Þetta fannst mér vera heldur ói’aunhæf stefna. Einnig var það komið fram, að þeir beittu skefjalausu mannníði og bitn- aði það fyrst og fremst á forystu mönnum Sálfstæðisflokksins og stefnu hans. Þar voru kommún- istar auðvitað fremstir í íylk- ingu, mennirnir sem jafnframt töldu sig fylla hinn eina og sanna verkalýðsflokk. Þessar ástæður voru fyrst og fremst þær sem gerðu það að verkum að ég gat að vel hugsuðu máli einkar auð veldlega fellt mig við að ganga í þessi samtök sjálfstæðisverka- Guðmundur Nikulásson. manna og sjómanna. Það var mér einnig mjög að skapi að Sjálf- stæðisflokkurinn átti rik ítök meðal allra stétta landsins og tók ekkert síður tillit til sjónarmiðs launastéttanna en annarra stétta, Þessi félagsskapur verkamanna hefir komið mörgum málum okk- ar langt áleiðis svo sem bygging- armálum og fleiri hagsmunamál- um félagsmanna. Ég á þá afmælisósk bezta, til Óðinsmanna á þessum tímamót- um félagsins að þeir ástundi ein- ingu og gott samstarf við sam- flokksmenn sína í öðrum stéttum og verði trúir þessu gamla kjör- orði „stétt með stétt“. Forusfa Óðins í byggingarmáfum Angantýr Guðjónsson hefir um mörg ár verið í forystuliði Óðins og m. a. formaður um skeið. Hann minnist sérstaklega baráttu fé- lagsins í byggingarmálum. Ang- antý farast orð á þessa leið: barnaskemmtun á vegum Óðins. — Byggingarmálin og forusta Óðins í þeim eru þau mál sem mér eru einna hugstæðust af bar áttumálum félagsins. Forsaga þeirra er sú að árið 1946 koma 24 Óðinsfélagar saman á fund í 'Sjálfstæðishúsinu og stofna með sér byggingarfélag, er hlaut nafn ið Hofgarður. Ráðast þeir félagar svo í það að byggja sambýlishús tveir og tveir saman eða alls tólf myndarleg hús. Gerðu margir þetta af litlum efnum. Næsta stigið er svo það að félagsmenn leita til bæjaryfirvaldanna um að fara þess á leit við þau að þau beiti sér fyrir byggingu fok- heldra húsa sem einstaklingar geti svo fengið og fullgert með eigin vinnu og vina og venzla- manna. Upp úr þessu hefjast svo byggingarnar í smáíbúðahverf- inu þar sem bærinn lagði til teikn ingar fyrir sáralítið verð og út- hlutaði mönnum lóðum en þeir byggðu síðan sjálfir húsin, sem kunnugt er. Nú rís upp það vandamál, er margir hófust handa um bygg- ingar af litlum efnum með eigin vinnu að þeim var reiknuð öll vinnan til tekna og fengu þeir þvi svo háa skatta að margir gátu ekki risið undir þeim og urðu að gefast upp við að byggja yfir sig. Fara þá Óðinsmenn enn á stúfana og leita til þingmanna Sjálfstæðisflokksins og biðja þá að flytja frumvarp um það á Al- þingi að vinna við eigin íbúðir yrði undanþegin bæði skatti og útsvari. Þessu lyktaði svo með Anganlýr Guðjónsson. því eins og mönnum er kunnugt að þeir Gunnar Thoroddsen, Jó- hann Hafstein og Sigurður Bjarnason fluttu frumvarpið og náði það að verða að lögum. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þessi lög hafa orðið mörgum ómetanleg hjálparhella við að koma upp þaki yfir höfuðið og blátt áfram gert menn efnalega sjálfstæða. Annað mál er það, sem ég vil gjarna minnast á en það er gróð- ursetning trjáa á vegum félags- ins í Heiðmörk. Þegar í upphafi var félaginu úthlutað þar stórri spildu og er óhætt að fullyrða að Óðinn hefir alla tíð staðið mjög framarlega í hópi þeirra félaga er tekið hafa að sér að klæða Heiðmörkina skógi. ÁiTega er bætt í þennan reit. Ég við að síðustu geta þess sér- staklega að Óðinn hefir jafnan mætt góðum stuðningi og vel- vilja flokksforystu Sjálfstæðis- flokksins og hefir það venð fé- laginu ómetanlegur styrkur í starfsemi þess. Yerkaiýðshreyfingin verði freisuð undan kommúnisfum Guðjón Hansson er einn af nú- verandi stjórnarmönnum Óðins. Hann segir nokkuð frá helztu baráttumálum félagsins í dag. — Hlutverk Óðins er að sam- eina alla Sjálfstæðismenn í liin- um ýmsu verkalýðsfélögum undir merki flokksins. Tilgangurinn er sá að launþegarnir séu allir í einu félagi svo að þeir geti borið fram sjónarmið sín til þess að hægt sé að samræma þau og túlka sam- eiginlega inn á við og út á við. Eitt aðaibaráttumálið nú er að vinna að því að allir lýöræðis- sinnar innan verkalýðshreyfing- arinnar sameinist gegn kommún- istum. Það var fyrir ötula starf- semi Óðinsmanna að Alþýðusam- bandið náðist á sínum tima úr höndum kommúnista og á vegum félagsins hafa unnizt margir og miklir sigrar. Og nú er enn á ný framundan svipuð barátta og þá. Allir lýðræðissinnar sjá nú nauð- syn þess að velta þeim mönnum, sem nú fara með völd í Alþýðu- sambandinu úr sessi. Þetta sýna bæði kosningarnar til bæjar- stórna og kosningar í hinum ýmsu verkalýðsfélögum. Þróun- in stefnir gegn einræðisöflun- um. Það væri því vegleg aímæli* gjöf til handa Óðnj. að þetta mætti takast á næsta haustu Starfsemi félagsins beinist svo einnig að því að auka eðlilega Guðjón Uansson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.