Morgunblaðið - 28.03.1958, Page 22

Morgunblaðið - 28.03.1958, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. marz 1958 Raín Sveinsson bóndi í Áshiidai'holfi sexiugar l^ANN 4. þ. m. átti Rafn Sveins- son, bóndi í Ashildarholti í Skaga firði, sextugsaí'mæli. Foreldrar hans voru Sveinn Magnússon, bóndi í Ketu á Skaga, og kona hans Sigurlaug Guð- varðsdóttir. Að þeim hjónum báðum standa traustar hún- vetnskar og skagfirzkar ættir, harðduglegt bændafólk, en hér og þar bregður fyrir æruverðug- um klerkum og veraldlegum valdsmönnum, — ættakrydd að sumra hyggju, og má svo vera, ef að góðu er getið, svo sem er um ýmsa kunna menn í ætt Raíns. íleim, sem þetta ritar, er fátt eitt kunnugt um bernsku- og æskuár Rafns í Holti, því að við- kynning með okkur tókst fyrir röskum áratug. Fátækur af ver- aldlegum auði, en ríkur af þeim eiginleikum, sem verða mega til þess að styrkja skaphöfn ungs manns, lagði hann af stað út í iífsbaráttuna, bezta veganesti hans var virðing fyrir starfi og striti og sú óbifanlega sannfær- ing að leggja aidrei árar í bát, þótt syrti í álinn, en bíta á jaxl- inn og beita nærra í öruggri trú um að ná höfn um síðir. Það mun hafa verið árið 1919, að foreldrar hans brugðu búi og fluttust frá Ketu til Sauðárkróks, eftir að hafa búið þar frá árinu 1907. Keypti Rafn bústofn for- eldra sinna, að minnsta kosti að einhverju leyti, og hugðist þá þegar, svo ungur að árum, hefja búskap upp á eigin spýtur, enda hafði hugur hans allur hneigzt að þeirri atvinnugrein. En tím- arnir voru viðsjárverðir eftir heimsstyrjöldina fyrri og komu — sem kunnugt er — mörgum á kaldan klaka. Ekki veit ég, hve kreppan hefur þjarmað fast að unga bóndanum í Ketu, en hitt er víst, að hann brá búi 1921 og gerðist lausamaður, og. ætla ég rétt til getið, að honum hafi ekki verið sú ráðabreytni skap- felldleg, eða svo þykist ég kenna manninn. Hann hafði tapað í fyrstu lotu, en hitt mun aldrei hafa hvarflað að honum að hvika frá settu marki: að brjótast afram til góðra efna, verða sjálfseignarbóndi, var markið, sem keppt skyldi að. Rafn í Holti er einn af þeim gæfusömu mönnum, sem aldrei hafa misst sjónar á takmarkinu, sem þeir settu sér í æsku. Hann átti alltaf sama markmið að keppa að, það giiti einu, þótt hann færi suður á land um skeið og stundaði sjómennsku, vistin með Ægi var aðeins áfangi að takmarkinu, sem heillaði hann í bernsku. Þetta var nefnilega á þeim árum, sem íslendingar höfðu ekki enn glatað draumn- um úr lífi sínu. Sökum ókunnugleika mun ég ekki rekja sögu Rafns frekar, vil aðeins geta þess, að baráttan var lengstum firnahörð, en mað- urinn af þeirri gæzku gjör að njóta þess að berjast harðri bar- áttu, — það var eins og ósigur væri honum aðeins brýning til að herða sóknina. Loks kom svo að því, að hann sá æskudrauminn rætast, og þá voru einmitt líkir tímar og áður fyrri, er hann tók við búi í Ketu. Árið 1942 flytur hann að Áshildarholti í Borgarsveit og kaupir þá jörð, — og mun mörg- um hafa þótt sem hann reisti sér þar hurðarás um öxl og jafn- vel af sumum fullvíst talið, að þessi kaup mundu ganga til baka, en hér fór á annan veg: jarðar- verðið var að fullu úti reitt til seijanda á tilskyldum tíma. Jarðakaupin veittu Rafni það olnbogarúm, sem hann þráði og þurfti til þess að njóta sín, enda hefur jörðin í höndum hans tekið stórfelldum breytingum til hins betra. Draumur smalans frá Ketu hefur rætzt í bókstaflegum skiln- ingi: Hann er orðinn stórbóndi á skagfirzkan mæiikvarða. Hér hefur í fáum dráttum verið rakin hin ytri saga bóndans í Ás- hildarholti, en hvernig er þá maðurinn á bak við söguna að öðru leyti? Einlægast væri að ætla hann smámunalegan, harð- drægan, sérplæginn, því að svo grátt leikur hörð lifsbarátta ýmsa góða menn. En ekki er þessu að heilsa um Rafn, honum hefur tekizt vel sigling fram hjá því skeri. Það er að minnsta kosti Skagfirðingum heima í héraði fullkunnugt, hvílíkur risnu- og greiðamaður hann er. Ég þori ekki að fullyrða, en ég tel ólík- legt, að þau séu mörg skagfirzku heimilin, sem eins'gestkvæmt er á og í Áshildarholti, enda liggur jörðin í þjóðbraut, steinsnar frá Sauðárkróki. Öllum, sem að garði ber, er tekið með sömu hlýjunni, alveg sama, hvernig á stendur. Hér er ég kominn að þeim þætt- inum í skapferli Rafns, sem mér verður einna minnisstæðastur: frábærri gestrisni og hjálpfýsi, og má ég þar trútt úr flokki tala, svo oft hefur hann hlaupið undir bagga með mér. Það var því vel við hæfi, að í afmæli Rafns urðu margir til að flytja honum þakkir fyrir frábæra hjálpfýsi og ósérplægni. Tugir gesta heimsóttu hann þrátt fyrir mikla samgönguerfiðleika, jafn- vel menn úr öðrum hreppum lögðu upp eftir gegningar að kvöldi — gangandi — til þess að heiðra þenna sextugu kjarna- karl. Og svo vel var gestum fagnað af húsbónda og ráðskonu hans, Lilju Gunnlaugsdóttur, að ýkjulaust má ætla, að stormann- legri mannfagnaður hafi ekki verið í Borgarsveit í minni nú- lifandi manna. Þess er áður getið, að Rafn i Holti, hneigðist snemma að bú- sýslu, og svo römm er sú taug, sem tengt hefur hann við bú- smalann, að ekkert er honum jafntamt að tala um og horfna förunauta úr hópi dýranna, eink- um þó skagfirzka gæðinga. Hann er dýravinur og mannvinur — með einni undantekningu þó, því ég vil ekki draga fjöður yfir, að ég hef aðeins örfáum kynnzt, sem hafa sýnt líka óbilgirni og harðdrægni gagnvart mannlegri veru og bóndinn í Holti, en slíkt fyrirgefst ef til vill; er þess er gætt, að þessi mannlega vera er hann sjálfur. Sjálfsafneitun og harðdrægni gagnvart sjálfum sér hefur löngum verið nauðsynleg- ur þáttur í skapgerð bóndans og af mörgum kallað aðalsmark hans. Að minnsta kosti þriðjung ævinnar hefur Rafn verið bilaður á heilsu. Lungnabólgu hefur hann fengið milli 10 og 20 sinnum og oft ekki verið hugað iíf auk þess orðið að vera undir læknishendi sökum illkynjaðrar gigtar. Lækn- ar hafa skipað honum að fara vel með sig, forðast vosbúð og kulda og vera ekki í heyjum á vetrum. Ég held, að Rafn brjóti þessi boðorð daglega, og þegar tillit er tekið til skapferlis hans, er auð- velt að fyrirgefa honum. Hér kann að vera um eins konar sjálfsmorð að ræða, en þá óneit- anlega þá tegund þess fyrirbæris, sem hægt er að virða: að hopa ekki af hólmi, hvað sem í skerst, falla heldur með sæmd með huga og hönd við nytsamlegt starf. Fyrir nokkrum árum lá Rafn, eins og oft endranær, fyrir dauð- anum, og gerði þá mér, sem þetta rita, orð að finna sig. Ég mun lengi minnast, hve skemmtilega karlmannlega hann tók örlögum þeim, sem hann taldi á næsta leiti. Hann ræddi um væntan- legan dauða sinn án sýnilegrar geðshræringar, en þó þóttist ég finna, að honum þætti fyrir að verða að lúta í lægra haldi fyrir hinum slynga sláttumanni, því að hann átti svo margt ógert, og ef til vill naumast réttlætanlegt, að honum væri kippt burtu svona fyrirvaralítið. Rafn gekk með sigur af hólmi, og hver veit nema hann geti einvörðungu þakkað það seiglu sinni og kjarki. Er ég skrifa þessar línur, hvarfla mér í hug fyrstu kynni mín af Rafni bónda. Einhverra erinda verður mér gengið upp í Áshildarholt. Þegar ég á skamma leið eftir ófarna að fjárhúsunum sunnarlega á túninu, sé ég að eitthvað kvikt er þar á hlaðinu, en nú er hvort tveggja, að mað- urinn er fremur sljóvskyggn og náttúrufræðingur í minna lagi, og get ég því ekki þrátt fyrir góðan vilja áttað mig á, hvaða skepna þetta væri. Er ég - kom nær, sá ég þó, að þetta var mað- ur, en svo illa farinn í baki, að hann fékk sig ei réttan úr kengn- um. Þetta var húsbóndinn í Holti, nýlega fluttur þangað. Ég vind mér að honum og spyr, hvers vegna hann sé að dragast á fót- um svona. — Nú, þetta er liðið hjá eftir nokkra daga, var svarið, enda auðheyrt, að honum þótti ófróðlega spurt. Ég orðlengi þetta ekki frek- ar, vil þó geta þess til þess að gera lýsinguna af afmælisbarn- inu fyllri, að ég hef fáa þekkt, sem ógjarnari eru á að láta hlut sinn og fáa þekkt, sem meira kapp hafa lagt á að fá leiðrétt- ing mála sinna, ef þeir telja sig beitta ranglæti, en Rafn í Holti. Virði slíkt hver að sínu viti, en mér finnst slíkt bera vott um, að ekki sé brotalöm á skapgexð- inni." — Að endingu óska ég hon- um til hamingju með sextugsaf- mælið og mikla mannheill og flyt honum þakkir fyrir góða ná- grannavináttu, um leið og ég vona, að hann eigi enn eftir að vinna margan sigurinn í tvísýruii baráttu. K. B. Guðm. Guðmundsson Grafarkoti 85 ára GUÐMUNDUR Guðmundsson, bóndi, smiður og grenjaskytta, í Grafarkoti hér við Vatnsnesfjall, varð 85 ára þann 4. marz sl. Gúð- mundur er fæddur í Kothvammi og mun hafa dvalið allan sinn aldur hér innan Kirkjuhvamms- hrepps. Hentugar fermingargjafir Veljið smekklega fermingargjöf Höfum úrval af fallegum og hentugum BORÐLÖMPUM VEGGLÖMPUM GÓLFLÖMPUM Gjörið svo vel að líta inn Austurstræti 14 sími 1-1687 Snemma skildi Guðmundur nauðsyn þess að bjarga sér sjálf- ur. Tíu ára gamall skaut hann fyrsta selinn, og að grenjavinnslu starfaði hann fram undir átlræð- isaldur og var fengsæll. Má segja að það sé kalt verk og karl- mannlegt. Sennilegt er, að þeir nafnar Guðmundur í Grafarkoti og Guð mundur Einarsson á Brekku á Ingjaldssandi hafi verið feng- sælustu og þekktustu grenja- skyttur hér á landi um margi-a áratugi skeið. Og oft hefur Guð- mundur í Grafarkoti kannað kaldan stig við grenjavinnslu- starfið, því mörg vornóttin er köld og krepjufuil á heiðum og háfjöllum Norður-fslands. Guðmundur hefur búið í Graf- arkoti í marga áratugi og stór- bætt þá jöi'ð bæði að húsum og ræktun. Og þegar þess er gætt, að túnbætur Guðmundar voru framkvæmdar áður en vélar komu til noktunar til þeirra starfa og einnig þess að Guð- mundur vai'ð að vorinu að vera svo mikið bundinn við grenja- vinnslustai'fið, þá eru túnbætur Guðmundar ekkert smáræði. Rokkasmíði hefur Guðmundur stundað mikið og hefur hann selt I rokka sína bæði innanlands og utan, og hafa færri fengið en vildu. Hafa þeir bæði þótt falleg- ir og góðir. Guðmundur kvæntist Hólm- friði Jósepsdóttur, mestu mynd- ar- og dugnaðarkonu. Hún er lát- in fyrir nokkrum árum. Börn þeirra tvö, Svanborg og Jósep, búa bæði í Grafarkoti. Svanborg er gift Árna Hraundal, hrepps- nefndarmanni hér í Kirkju- hvammshreppi. Guðmundur er enn léttur á fæti, vel farinn í andliti, enda fríðleiksmaður á yngri árum. Guðmundur er góður fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem ekki þekkti annað en treysta á sjálfa sig, ekki það að sjóna til vinsti'i um styrk eða hafa það eitt í sigt inu að fá sem flestar krónur fyr ir sem mmnsta vinnu. Ég óska Guðmundi til ham- ingju með þenna merkisdag, en , ég vil þó fyrst og fremst þakka j honum hans mikla framlag í j þágu landbúnaðar og á ég þar j ekki sízt við grenjavinnslustarf I Guðmundar, sem ég álít stórmik ils virði. Já, ekki hvað sízt nú, finnur maður það bezt, þegar þessi tófuvargur er að færast í aukana og það ekki lítið hér við Vatnsnesfjall. Vil ég svo að endingu þakka Guðmundi fyrir ágæta viðkynn- ingu. Og þó að aldur hans sé orðinn hár, óska ég þess og vona um leið, að eg eigi oft eftir að hitta Guðmund og ræða við hann mér til gagns og skemmtunar. Jón Ólafsson, Efra-Vatnshorni. Ný gerð Ijósmyndavéla Moskva, 18. marz — Ungur rúss- neskur visindamaður að nafni Nikita Zenkevich hefur fundið upp nýja tegund Ijósmyndavéla, sem getur tekið ijósmyndir niðri í miklu hafdýpi. Nýlega voru myndir teknar með henni af botninum á Kyrrahafi í nær 10 þús. metra dýpi og sýndu þessar myndir m. a. fótspor eftir áður óþekkt botndýr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.