Morgunblaðið - 28.03.1958, Side 23

Morgunblaðið - 28.03.1958, Side 23
Föstudagur 28. marz 1958 MORGUNBLAÐIL 23 Hjartanlega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum og barnabörnum og öðrum vinum mínum nær og fjær fyrir raunarlegar gjafir, skeyti og hlý handtök á 70 ára af mæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Símonía Sigurðardóttir. Engisprettur hafa herjað mjög í israel að undanförnu til hins mesta tjóns. Hér á myndinni sjást tveir hersltáir menn leggja til atlögu við þær, annar með dúk en hinn með hrísbindi. Þeir kom- ust þó fljótlega að raun um, hve tilgangslaus barátta þeirra var. Kristinn Magnússon Hrollaugssföbum —- minnlng HINN 8. janúar sl. lézt í sjúkra- húsi Egilsstaðakauptúns bóndinn Kristinn Magnússon að Hrol- laugsstöðum í Hjaltastaðaþing- há. Kristinn var fæddur að Hrol- laugsstöðum 28. júní 1890. Hann var sonur hjónanna Sólveigar Sigfúsdóttur og Magnúsar Ein- arssonar, er lengi bjuggu að Hrollaugsstöðum við lítil efni en stóran barnahóp. Af börnum þeirra hjóna komust til fullorð- insára sex synir og ein dóttir. Öll voru þessi systkini hin mannvæn legustu, og öll urðu þau búendur í fæðingarsveit sinni og reyndust kynkvistir góðir. Af Hrollaugs- staðasystkinum eru þrír bræður enn á lífi. Kristinn var yngstur bræðra sinna og fór aldrei úr foreldra- húsum í uppvexti. Rúmlega tví- tugur hóf hann búskap á Hrol- laugsstöðum hálfum og bjó þar æ síðan til dauðadags, lengst af í xnótbýli við elzta bróður sinn, Magnús. Síðustu árin bjó hann þó á Hrollaugsstöðum öllum og þann hinn sama tíma naut Magnús bróðir hans vistar í húsi hans. Kristinn var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Dagbjörtu Jónasdótt- ur, missti hann eftir fárra ára sambúð. Með henni eignaðist hann þrjú börn en missti tvö þeirra ung, son og dóttur. Hið þriðja af börnum Kristins, Gróa, komst upp og giftist Kristmundi Bjarnasyni. Þau hjón eiga nú fyr irmyndarheimili að Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá. Síðari kona Kristins, Friðgerð- ur Gunnarsdóttir, lifir mann sinn ásamt tveim sonum þeirra, er enn dveljast í föðurgarði. Eins og að framan getur, hóf Kristinn búskap stuttu eftir tví- tugt. Búskapur hans að Hrol- laugsstöðum tók því yfir á fimmta tug ára. Á þetm tíma hafa stórvirki gerzt í búnaði, einkum á tveim síðustu áratug- unum, með tilkomu tækninnar við hinar ýmsu framkvæmdir. Vel gætti Kristinn þess, að fylgj- ast með þeirri framsókn. Hann endurreisti bæ og peningshús, girti og sléttaði víðáttumikið tún og græddi upp nýtt. Næsti áfang inn var og ákveðinn: Framræsla á Hrollaugsstaðablá, hinu víðáttu mikla og gagnsama landi. Jafnan var fjárhagur Kristins fremur þröngur, sem og flestra annarra bænda hér, enda oft mætt þungum áföllum svo sem fjárfelli af völdum náttúruham- fara og fjárpesta. Má teljast und ur, hversu Kristinn og heimili hans stóðst öll áföll síðustu ára samfara heilsuleysi hans, sem yf- irskyggði hann og heimilið í full an tug ára. í því efni kom mjög til dugnaðar og manndóms konu hans, svo og vaxandi sona. Um allangt skeið naut heimilið einn ig starfs og liðs hins aldna tengdaföður Kristins, Gunnars Sigfússonar, þess alkunna dugn- aðarmanns. Engrar fræðslu naut Kristinn í uppvexti utan þeirrar, sem fátækt foreldrahús gat í té lát- ið á þeim tímum. En hann gekk í skóla lífsins, sem reyndist í senn strangur og lærdómsríkur. Með tilstyrk efniviðar síns og lífsreynslu tókst honum að skila dagsverki sínu með prýði. Kristinn var tryggur í lund og tilfinninganæmur, en dulur og hlédrægur út á við. Hann hafði hið bezta vald á geðbrigðum sín- um. var jafnan rór og æðrulaus. Með jafnaðargeði og hæversku háði hann lífsbaráttu sína, sem oft var ærin, og sýndi með því orku og sigurmátt í ríkum mæli. Kristinn var í orðsins eiginlegu merkingu heimalningur. Fæð- ingarstaður hans. Hrollaugsstað- ir var eina heimilið, sem hann átti á hérvist sinni. Þeim stað var hann líka bundinn sterkum böndum, — böndum, sem jafn- framt voru slungin þráðum tryggðar til sveitarinnar og góð- hug til samferðafélaganna. Á Hrollaugsstöðum stóð vagga Kristins sál. Þar sáði hann sinn lífsakur allan og arði við gleði og sorg í blíðu og stríðu. Og þaðan var líkami hans að lokum fluttur til hinztu hvíldar í graf- Skyldmenni, venslafólk, vinir og kunningjar, félagar í Ungmennafélagi Bolungarvíkur og Slysavarnadeildinni Hjálp, innilegar þakkir færi ég ykkur öllum heima og heiman fyrir heimsóknir, skeyti, gjafir og aðra vinsemd mér sýnda á sextugsafmæli mínu þ. 24. f.m. Þið gerðuð mér daginn ánægjulegan og minnistæðan. Lifið heil. Gísli Jón Iljaltason. Bolungarvík. Hjartans þakkir færi ég yður öllum, fyrrverandi sóknar- börnum mínum og öðrum kærum vinum, fyrir ástúðlegar kveöjur og fagrar gjafir á sextugsafmæli mínu þ. 24. þ.m. Guð blessi yður öll. Þorsteinn Jóhannesson frá Vatnsfirði. reit sveitarinnar að Hjaltastað. Það eru þáttaskil. „Hin langa þraut er liðin“. Heimilið er flutt. — Nú þekur fönnin nýorpið leiði hins framliðna. En með hækkandi sól, nýrri árstíð, leys- ist snjórinn og gufar upp, en leiðið grær. Slíkur er upprisumáttur lífs- ins, franirás þess er óendanleg, eilíf. Því er engu að kvíða. , Ingvar Guðjónsson, Dölum. Afctaða foreldra lil éskilgelinna barna ALLSHERJARNEFND neðri deildar Alþingis hefur lagt fram tillögu um, að niður skuli felld 19. gr. laganna frá 1947 um af- stöðu foreldra til óskilgetinna barna. í greinargerð segir: „Ákvæði 19. gr. laganna um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna um það, að réttarstaða óskilgetins barns skuli fara eftir ríkisfangi móður, er í ósamræmi við þá meginreglu íslenzkra laga að miða gildi slíkra réttarreglna við heimilisfang aðila. Þar sem óheppilegt er að hafa slíka ein- staka undantekningu frá megin- reglunni, er hér lagt til, að hún sé felld úr gildi, og leiðir þar af, að aðalreglan verður talin eiga við í þessu tilfelli sem öðrum“. Frumv. kom til 1. umr. á þing- fundi í gær. Flutti Bjarni Bene- diktsson framsöguræðu, en síðan var því vísað til 2. umr. FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um breytingar á slórcignaskatls- lögunum var afgreitt sem lög frá Alþingi á fundi efri deildar í gær. Frá síðustu umræðu um málið verður nánar sagt í blaðinu síðar. Skrifstofur vorar verða lokaðar vegna jarðarfarar föstudaginn 28. marz 1958 frá kl. 2 e.h. Vátryggingarfélagið h.f. Trolle & Kothe h.f. LOKAÐ I OAG vegna jarðarfarar Samábyirgð íslands á fiskiskipum. Maðurinn minn BJANI BJAKNASON frá Patreksfirði, andaðist að morgni 26. marz í sjúkrahúsinu Sólheimum. Guðfinna Guðnadóttir. Konan mín SÓLVEIG NIKULÁSABDÓTTIK verður jarðsett frá heimili sínu Lágafeili Hveragerði laugard. 29. marz. Húskveðja kl. 13,30. Blóm vinsamlega afbeðin. Bílferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 11 sama dag. Jón Ögmundsson. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát móður okar ÖNNU bjarnason, Suðurgötu 5. Gunnar, Hjálmar og Þorsteinn Bjarnason og aðrir aðstandendur. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KBISTÍNAR KBISTJÁNSDÖTTUR Lokastíg 20. Eiginmaður, börn, barnaböru og tengdabörn. —..-—^rnrnmt»mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmammmmmmmmammmmammmm^mmmmmm Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall bróður okkar GUTTOBMS EINARSSONAB Sérstaklega þökkum við Seyðfirðingum fyrir ómetan- lega aðstoð og vinarhug við jarðarförina. Guðbjörg Einarsdóttir, Oddný Einarsdóttir. Hjartanlegt þakklæti viljum við færa hinum mörgu nær og fjær er sýndu okkur innilega hluttekningu bæði með blómum, minningarspjöldum og nærveru sinni við andlát og jarðarför hjartkæru konunnar minnar, móður og tengdamóður MAGNEU HALLDÓBSDÓTTUR frá Stokkseyri. Biðjum við góðan guð að launa þeim og blessa af rik- dómi sínum. Guðmundur Pálsson, Halldór Guðmundsson, Guðríður Guðjónsdóttir, Sigurður Jónsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Páll Guðmundsson, Jóna A. Illugadóttir. Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð við fráfall mannsins rníns LARUSAB hanssonab Sérstakar þakkir til Karlakórs Reykjavíkur og félag- anna í stangaveiðifélaginu „Papa“. Guðbjörg Brynjólfsdóttir. börn, tengdabörn og barnabörn. I mm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.