Morgunblaðið - 28.03.1958, Síða 24
V EÐRIÐ
A gola eða kaldi, skýjað,
þíðviðri.
74. tbl. — Föstudagur 28. marz 1958
„Óðinn" 20 árr
Sjá bls. 13
Átta ferðir vikulega
til Kaupmannahafnar
^.amaráætlun Flugfélags Íslands
HINN 6. apríl n.k. gengur sumar-
áætlun millilandaflugs Flugfé-
lags íslands í gildi — og í tilefni
þess ræddi blaðafulltrúi Flugfé-
lagsins, Sveinn Sæmundsson
við fréttamenn í gær. Ferðum
verður fjölgað frá 6. apríl og
fram eftir sumri — og frá júní-
lokum verða 100 ferðir vikulega
héðar til útlanda.
Verða þá m.a. daglegar ferðir
til Kaupmannahafnar auk aulta-
ferðar á laugardögum, eða 8 ferð
ir í viku. 5 daga vikunnar verður
höfð viðkoma í Glasgow, en tvo
daga flogið beint til Lundúna
svo að Flugfélagið mun fijúga
ti! Bretlands alla daga vikunn-
ar. Þrjár ferðir verða vikulega
bæði til Osló og Hamborgar.
Farþegafjöldi milli Glasgow
og Hafnar hefur farið sivaxandi
að undanförnu, enda munu flug-
vélarnar hafa oftar viðkomu í
Glasgow en nokkru sinni áður.
Bað Sveinn blaðamenn að
vekja athygli væntanlegra flug-
farþega á því, að tryggja sér far
í tíma. Einkanlega þeir, sem ætla
að ferðast með vélum félagsins
á mesta annatímanum.
Ekki mun í ráði að fjölga við-
komustöðum Flugfélagsins í
millilandafluginu að því er
Sveinn sagði. Á síðasta sumri
höfðu Viscount-flugvélarnar vart
undan á núverandi flugleiðum
vegna vaxandi ferðamanna-
straums — og mun ekki tíma-
bært að fjölga viðkomum með
núverandi vélakosti. ,
Hvað leiguflugi viðkemur mun
ráðgert að Skymasterflugvélin
Sólfaxi fari allmargar ferðir til
Grænlands á vegum danskra að-
ila. Enn hefur engin ákvörðun
verið tekin um það hvort Sól-
faxi verður seldur. Hann mun
a.m.k. hafa næg verkefni í sum-
ar.
Sveinn skýrði að lokum frá
því, að um þessar mundir væru
gerðar breytingar á störfum ein-
stakra starfsmanna félagsins —
m.a. þær, að Sigurður Matthías-
son lætur af forstöðu millilanda-
flugsins og verður framvegis
fulltrúi forstjórans. ,
Birgir Þórhallsson, sem um
sex ára skeið hefur verið for-
stöðumaður Kaupmannahafnar-
skrifstofunnar, kemur heim og
tekur við starfi Sigurðar.
Birgir Þorgilsson, sem lengi
hefur starfað hjá Flugfélaginu
erlendis, og nú síðast verið aðal-
fulltrúi þess í Hamborg, tekur
við starfi nafna síns í Höfn — og
Hákon Daníelsson tekur við for-
stöðunni í Hamborg. Hákon hef-
ur starfað hjá Loftleiðum í New
York síðustu árin, en þar áður
var hann hjá Flugfélaginu.
Norrænn húsmæðra-
kennarafundur
NORDISK Samarbetskommitte
föf Hushállsundervisning heldur
aðalfund sinn í Stokkhólmi, dag
ana 12. og 13. apríl .k
Fyrir utan venjuleg aðalfund-
arstörf verður m.a. rætt um há-
skólamenntun húsmæðrakenn-
ara og stofnsetningu norræns há
skóla í húsmæðrafræðum, enn-
fremur um nýjustu kennslufilm-
ur á sviði húsmæðrareglunnar.
Upplýsingar um fundinn gefur
Halldóra Eggertsdóttir.
Byrjað að nfa gömlu Gasstöðina í gær
EINU sinni var þessi geymir sem
á myndinni sézt gasforðabúr
Reykjavíkurbæjar, en Gasstöðin
var á sínum tíma hið mesta mann
virki. Var það stórt framfarar-
spor, er Gasstöðin gamla tók til
starfa. í gær var byrjað að rífa
hana til grunna.
Ákveðið var fyrir löngu að á
lóð Gasstöðvarinnar verði reist
ný slökkvistöð fyrir Reykjavík.
í vetur var ákveðið að rífa öll
hús Gasstöðvarinnar svo og hinn
mikla gasgeymi
Efnahagsmálin til afhug-
unar hjá ýmsum aðilum
í fyrradag var fundur í fulltrúa-
ráði verklýðsfélaganna í Rvik,
en þar eiga sæti þeir menn, er
voru fulltrúar félaganna á Al-
þýðusambandsþinginu 1956.
Eðvarð Sigurðsson og Óskar
Hallgrímsson höfðu framsögu f.
h. stjórnar ráðsins um atvinnu-
leysistryggingar og lagafrum-
varpið um réttindi verkafólks. —
Urðu litlar umræður um þau
mál.
Pétur Guðfinnsson, einn af full
Enginn úlfaþytur á Akra-
nesi er hestarnir fóru
SIS-skipið Hvassafell, er nú á
leið til Rotterdam í Hollandi með
47 hesta innanborðs. Tók skipið
hestana á Akranesi, en þeir eru
seidir til Þýzkalands.
Gunnar Bjarnason, ráðunaut-
ur á Hvanneyri, sagði blaðinu í
gær, að hér væri um að ræða
reiðhesta og reiðhestaefni, full-
orðna hesta, ýmist tamda eða
ótamda. Eru þeir úr Borgarfirði,
Skagafirði og nærsveitum Reykja
víkur.
Það gekk greiðlega að koma
hestunum um borð í skipið, þar
sem vel fer um þá, og varð eng-
inn úlfaþytur á Akranesi út af
þessum hrossaflutningum. Skipið
tekur höfn í Rotterdam, en það-
an verða hestarnir fluttir í gripa-
lest til Hamborgar.
— Hvað segir þú um skrif
Dýraverndarans um hrossaút-
ílutninginn, Gunxiar?
— Þegar ég fæ slæga hesta
til tamningar á Hvanueyri, þá
eru ýmsar leiðir til þess að venja
þá af að berja mann. Mér hefir
gefizt það bezt að láta þá slá og
slá í tómt! svaruði Gunnar
Bjarnason.
En meðal annarra orða, bætti
hann við: Áríðandi er fyrir okk-
ur íslendinga að sinna þessum
hrossamarkaðsmálum í Þýzka-
landi af fullri einurð. Koma verð
ur upp hrossasölustöð í Vestur-
trúum vörubílstjóra í ráðinu,
spurðist fyrir um aðgerðir rík-
isstjórnarinnar í efnahagsmál-
unum. Fátt var um svör af hendi
kommúnista, en Eðvarð Sigurðs-
son o. fl. tóku til máls. Var sagt,
að þessi mál væru í athugun hjá
ýmsum aðilum, en langt væri
frá, að samkomulag hel'ði um
þau náðst.
Á fundinum var rætt um
vinnumiðlun og samþykkt áskor
un á Reykjavíkurbæ um að hafa
samráð við fulltrúa ýmissa aðila
um þau mál.
Þá var kosið í 1. maí nefnd
fulltrúaráðsins. Kosningu hlutu:
Eðvarð Sigurðsson, Jón Sigurðs-
son, Snorxá Jónsson, Þói'unn
Valdimarsdóttir, Björn Bjarna-
son og Ingimundur Erlendsson.
í fundarlok bar formaður full
trúaráðsins, Björn Bjarnason,
fyrrum foimaður Iðju, upp til-
lögu þess efnis, að ráðið gerðist
aðili að fundi í Gamla bíói um
brottför varnarliðsins. Urðu
miklar umræður um málið, en að
Vélsmiðjan Héðinn hefir keypt
gasgeyminn til niðui'rifs. Það
mun ætlunm að setja hann upp
aítur austur á Seyðisfirði að því
er frétzt hefur.
Þá tóku nokkrir menn að sér
að rífa húsin. í gær mátti sjá
tvo menn, sem voru byrjaðir á
þakinu á austui-hlið stöðvarhúss-
ins. Verktakarnir tóku að sér
verkið gegn því að fá að hirða
allt brotajárn, sem til fellur frá
stöðinni. Teija kunnugir að þeir
muni ná saman miklu jáx-ni.
Tregur afli
Stykkishólmsbáta
STYKKISHÓLMI, 27. niarz. —
Allir Stykldshólmsbátar stunda
nú netjaveiðar. 1 gær komu tveir
þeirra inn, annar með 7% tonn,
en hinn með 8 tonn. Annars hef-
ur afli verið tregur að undan-
förnu. — Tíð hefur verið ágæt
síðustu dagana og snjór er lítill.
Færð til Reykjavíkur er góð. —
Áætlunarbiiar fara á milli tvisvar
í viku. -—• Árni.
Sfjórnmálanám
skeið á Selfossi
ST J ÓRNMÁL AN ÁMSKEIÐIÐ á
Selfossi heldur áfram í kvöld kl.
20,30 með málfundi. Framsögu-
erindi verða um: Hvernig unnt
sé að auka og efla atvinnulíf á
Selfossi og í Árnessýslu? Frum-
mælendur Guðm. Kristinsson og
Magnús Sveinsson. Á eftir um-
ræðum verður sýnd kvikmynd.
Á laugardaginn kl. 16 mun
Sigurður Helgason, lögfr. flytja
erindi um verzlunarmál dreif-
býlisins. Að því loknu verður
málfundur um skógræktarmálin,
þegnskylduvinnu o. fl.
Síðasti fundur námskeiðsins
verður haldinn n ,k. sunnudag
kl. 14. Hefst hann með stuttu
erindi, en síðan mun Ingólfur
Jónsson, fyrrverandi viðskipta-
málaráðherra, flytja ræðu um
stjórnmálaviðhorfið. Námskeið-
inu lýkur með sameiginlegri
kaffidrykkju, þar sem Sigurður
Óli Ólafsson, alþm., flytur ávarp.
Formaður SUS, Geir Hallgríms-
son, mun síðan slíta námskeið-
Félag úfvarpsvirkja
20 ára
AÐALFUNDUR Fél. útvarps-
virkja í Reykjavík var^ haldinn
6. marz sl. f stjórn voru kjörn-
ir þeir Sigursteinn Hersveinsson
form., Einar Stefánsson ritaiú og
Eggert Benónýsson gjaldkeri. Úr
stjórn gengu þeir Baldur Bjarna-
son og Haukur Eggertsson.
Félagið er á þessu ári 20 ára
og verður þess afmælis minnzt
innan skamms með hófi.
Tilgangur félagsins er að vinna
að hagsbótum útvarpsvirkja sem
iðnaðarmanna, og efla og vernda
rét þeirra í iðngreininni. Auk
þess hefur ávallt verið vakandi
áhugi innan félagsins á auk-
inni iðnfræðslu útvai-psvirkja.
Fjörugt uppboð í tollskýlinu í gær
Þýzkalandi, því þeir sem kaupa
íslenzka hesta, vilja eðlilega sjá ( lokum var tillagan samþykkt af
þá áður en kaupin eru gerð. kommúnistameirihlutanum.
Dugverðureyrarverbsmiðiun flutt
tii Vopnuijurðar og Neskaupstaðar
AKUREYRI, 27. marz. — Milli
20 og 25 járniðnaðarmenn frá
Reykjavík eru komnir til Dag-
verðareyrar með útbúnað til þess
að taka þar niður vélar gömlu
síldarverksmiðjunnar.
Dagverðareyrarverksmiðjan
var mjög vel búin að véium. —
Voru þær allar í góðu lagi og
hefur þeirra verið vel gætt öll
síldarleysisárin.
Vélarnar verða fluttar til
Vopnafjarðar og Norðfjai'ðar,
þar sem reistar verða síldar-
bræðslur í vor og sumar. Er
hugmyndin að þær geti byi'jað
að taka á móti síld er vertiðin
hefst. Verða bræðslur þessar
hvor um sig um 2500 mála.
Þegar þessum framkvæmdum
er lokið verða komnar á Aust-
firðina þrjár siidarverksmiðjur.
Sumir telja að þetta muni hafa
í för með sér, miðað við fyrri
ára reynslu, að rninna berist af
sild til Raufarhafnar til bræðslu.
Ekki er kunnugt um hve mikið
mannvirki þessi, síldarbræðslurix-
ar á Norðfirði og Vopnafirði,
muni kosta.
SIÐDEGIS í gær var haldið upp-1
boð í tollskýlinu á hafnarbakk-
anum og var þar boðinn upp
ýmiss konar varningur, sem tek-
inn hafði verið eignarnámi við
tollleit. í gær var einkum boðinn
upp fatnaður. Voru t. d. seldir
í einu númeri amerískir barna-
gallar úr næloni. Það virtust eink
um kaupmenn, sem börðust um
gallana, sem lengi vel voru í
stöðugu verði (um 400 kr.), en
stundum ruku þeir upp og kom-
ust upp í 620 kr. Menn buðu af
kappi og komst mikill hiti í upp-
boðið, er seld voru í einu númeri
12 pör af nælonsokkum, og fóru
þau á 250—310 kr. Þá voru boð-
in upp í einu lagi um 120 pör af
drengjasokkum, skræpóttum,
vafalítið mjög útgengilegri vöru
í hvaða búð sem er. Voru þeir
slegnir á 750 kr. Þegar boðin voru
upp tvö dúsín af amerískum
krepnælonsokkum heyrðust menn
fyrst nefna upphæðina 900 kr.,
og fyrr en varði var uppboðs-
haldarinn búinn að tvíendurtaka
fyrsta annað og----þriðja. Sokk
arnir voru slegnir á kr. 1060.
Venjulegir nælonsokkar saum-
lausir sem mjög munu vera í
tízku, voru yfirleitt seldir á 350
kr. tylftin. Kona var hlutskörp-
ust, er boðin voru upp í einu 36
pör af alla vega litum telpuhos-
um, og hreppti hún þá á 360 kr.
Enginn bauð á rnóti henni í það
skiptið, en næsta búnt var sleg-
ið á 400 kr.
Þá voru dregin upp 12 karl-
mannsarmbandsúr. Gerðu menn
þar sérlega góð kaup, því að
úrin virtust mjög vönduð. Þau
voru boðin upp eitt og eitt, og
var verðið um 600 kr. Þá voru
boðin upp leikföng. Einn kassi,
sem í voru um 70 barnasauma-
vélar, fór á rúmlega 4000 krónur.
Litlir barnabílar voru 12 saman
í númeri. Var verið að bjóða þá
upp er tíðindamaður blaðsins
hvarf af vettvangi, og voru þeir
slegnir á 150—200 kr. tylftin.
Uppboðið fór friðsamlega fram,
svo sem vænta mátti. Ein kona
var búin að bjóða 420 kr. í tvo
galla, er hún komst að þeirri nið-
urstöðu, að hana skorti hand-
bært fé. Þar sem greiðsla fór
fram við hamarshögg, varð hún
að afhenda gallana aftur.
Kaupandi, sem búinn var að
eiga þarna mikil viðskipti og var
að fá til baka eitt sinn sem oft-
ar, gerði athugasemd. Hann kall-
aði: Það vantar 10 krónur, — þið
getið sjálfir talið. Rétt skal vera
rétt, sagði hann, um leið og hon-
um var réttur 10 króna seðill upp
úr ríkisins kassa.
í dag verður enn haldið áfram
að bjóða upp.í tollskýlinu nælon-
sokka, barnaleikföng, glysvarn-
ing og fleira og að lokum verða
seld húsgögn úr dánarbúi