Morgunblaðið - 01.05.1958, Page 1

Morgunblaðið - 01.05.1958, Page 1
20 síður 45. árgangur 98. tbl. — Fimmtudagur 1. maí 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sérfrœðingar frá OÆ.E.C, telja aðstœður hagstœðar til þunga- vatnsframleiðslu hér Sérfræðinganefnd frá stofnuninni fer héðan i dag til Parísar Island hefur sérstöðu umfram Önnur Evrópulönd til ódýrrar framleiðslu efnisins NÚ á morgni atomaldar kemur í ljós, að i landi voru felast þau náttúruauðæfi, sem renna stoðum undir nýtingu atomorkunnar i friðsamlegum tilgangi. Það sem veigamikið atriði er í máli þessu, er að skilyrðin til hagnýtingar þessara miklu auðæfa eru talin sérlega hagstæð. Það sem hér er um að ræða er beizlun jarðguf- unnar til framleiðslu á þungu vatni. Þungt vatn er eitt af þeim efnum sem skapa undirstöðuna, þá er farið verður að nota atom- orkuna til raforkuframleiðslu. í dag halda héðan fimm sérfræð- ingar, sem hingað komu fyrir tæplega viku á vegum Efnahags- samvinnustofnunarinnar O.E.E.C. í París, til þess að kynna sér möguleika til þungavatnsframleiðslu hér á landi. Hafa þeir starfað hér ásamt íslenzkum sérfræðingum. Á blaðamannafundi í gær, sagði talsmaður hinna erlendu sérfræðinga, að skýrsla sú sem þeir myndu leggja fram um íslandsför sína og athuganir, myndi leiða Dr. Kowarski sagði að athug- un sú er nú hefði fram farið hefði leitt i ljós, að á hinum miklu hverasvæðum landsins væru möguleikar hagstæðir. — Þungavatnsframleiðsla er hér möguleg í stórum stíl með því að nota hveragufuna, sagði dr. Kowarski. Undir þessi orð hans tóku sam- starfsmenn hans, þeir próf. Weiss frá V-Þýzkalandi og Englending- arnir dr. C. W. Hart-Jones og dr. P. T. Walker, en þeir eru báðir starfsmenn við brezku atvinnu- rannsóknarstöðina í Harwell. Þegar við komum aftur til Par- ísar og gefum skýrslu um athug- anir okkar og hinna íslenzku fé- laga, þá get ég fullvissað yður um, sagði dr. Kowarski, að sú skýrsla mun verða ykkur hag- stæð. Við, sem aðeins fjöllum um hina tæknilegu hlið málsins, sjá- Jin enga annmarka á þvi að slíkt iðjuver verði hér reist. Næsta shref í máli þsssu er, að eltir 3 vikur verður haldmn fund ur hjá O.E.E.C., þar sem sérfræð- ingar ríkisstjórna aðildarþjóða hér í Evrópu sem sýnt hafa á- huga á því að þessi athugun færi hér fram, mæta. Þar munum við gera grein fyrir athugunum okk- ar. Síðan munu þeir fara með sín- ar skýrslur til stjórna sinna, gera þeim grein fyrir niðurstöðum okkar, og þá kemst málið vænt- anlega á það stig, að umræður hefjist og hin fjárhagslega hlið málsins verði könnuð, og við skul um vona að síðan verði farið að athuga um fjárframlög til mann- virkisins, sem verður feikilegt og kosta mun offjár. Magnús Magnússon, framkv.- stjóri kjarnfræðinefndar íslands, er hefur með höndum athugun á Dr. L. Kowarski á blaðamanna- fundinum í gærmorgun. þessum málum fyrir ríkisstjórn- ina og önnur skyld mál, sagði að sérfræði'ngarnir hefðu einkum augastað á Hveragerði, en einnig hefðu fleiri staðir verið rannsak- Framh. á bls. 19 í ljós að þeir teldu öll skilyrði til þungavatnsframleiðslu hér á landi vera hin hagstæðustu. Sá, sem orð hafði fyrir fulltrú- um O.E.E.C. var eldri mdður, virðulegur og hvíthærður, dr. L. Kowarski að nafni. Hann er aðal ráðunautur O.E.E.C. í kjarnorku- málum. Er hann víðkunnur fyrir þátt sinn í kjarnorkurannsókn- um, bæði í stríði og friði. Hann var í Frakklandi er heimsstyrj- öldin skall á. í júní 1940 tókst honum að komast undan til Bret- lands með 180 kg af þungu vatni, sem hann á þennan hátt bjargaði undan Þjóðverjum. Þótti þetta hin frækilegasta för. í Bretlandi og Kanada starfaði hann styrjald arárin við kjarnorkurannsóknir, en er stríðinu lauk hvarf hann aftur til Frakklands. Geta má þess að hann veitti því verki for- ustu er byggður var fyrsti þunga vatns-kjarnorkuofninn utan Bandaríkjanna. í Frakklandi byggði hann fyrstu tvo kjarn- orkuofna Frakka og hann átti sæti í kjarnorkumálanefnd Frakklands. Hann er einn fremsti kjarnorkufræðingur Frakka og var hann nemandi Jolliot Curie. í samtali pínu við blaðamenn- Gufugos i llveragerði, «em gæti orðið nokkurs konar „atom- bær“ íslands. ina lagði dr. Kowarski áherzlu á, að það hefði verið eitt hlutverk félaga hans í þessari för, að vinna hér með íslenzkum sér- fræðingum að því að kynna sér aðeins hina tæknilegu hlið máls- ir,s. í dag eru Bandaríkin eina land ið í heiminum, þar sem þunga- vatnsframleiðsla er hafin í stór- um stíl. Síðan áætlanir um beizlun atómorkunnar til raforku framleiðslu komu fram og Evrópuþjóðirnar tóku að gera á- ætlanir um byggingu slíkra mannvirkja, vaknaði jafnframt spurningin um það hvar sú upp- spretta væri, þar sem hægt væri að framleiða þungt vatn fyrir atómverin. Þegar spurt var um þetta, var það veigamikið atriði fyrir Evrópulöndin, að sá stað- ur væri helzt í Evrópu, eða sem næst henni. Á sinum tíma var mikill hugur í mönnum að athuga möguleikana á þessu i Nýja-Sjálandi, þar sem jarðhiti er mikill. Náði athugun sú er fram fór, hámarki árið 1953. Það kom í ljós að ekki var mögulegt að koma á fót þungavatnsfram- leiðslu þar. Hvergi á meginlandi Evrópu voru slík skilyrði. Nú kom röðin að Islandi. Þetta var í desember sl. , Fréttir i stuttu máli BELGRAD, 30 apríl. — Fyrsti kjarnorkuofn Júgóslavíu var reyndur í dag og gekk það ágæt- lega. Hann á að framleiða 10 þús. kw. af rafmagni. Kjarnorkuofn- inn var keyptur frá Rússlandi. KAUPMANNAHÖFN, 30. apríl. UM þessi mánaðamót verður af- numið vegabréfaeftirlit á Norður löndum milli Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands. Samn- ingur þar að lútandi var undir- ritaður fyrir einu ári. PEKING, 30. apríl. — Fyrsta sjón varpstilraun í Kína verður gerð á morgun, 1. maí. Sjónvarpstæki eru þó ekki til í Iandinu meðal almennings, en nú verður í fyrsta skipti sjónvarpað til sýningar- tækja í skemmtigarði í borginni Peking. Sérfræðingarnir frá O.E.E.C. og islenzku samstarfsmennirnir. — Á myndinni eru, talið frá vinstri; Magnús Magnússon framkvæmdastjóri, dr. P. I. Walker, dr. L. Kowarski, dr. P. Frank, aðstoðar- maður hans, dr. C. W. Hart-Jones, Guðmundur Pálmason verkfræðingur, próf. dr. G. Weiss og dr. Gunnar Böðvarsson forstöðumaður Jarðborana ríkisins. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Kommúnista-einræði gefur aldrei orðið frjálslynt 7. mai ávarp alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga ALÞJÓÐASAMBAND frjálsra verkalýðsfélaga sendir ykkur öll- um innilegustu bróðurkveðjur í tilefni 1. maí. Fyrir níu árum voru þessi orð rituð á skjaldarmerki Alþóða- sambandsins: BRAUÐ FRIÐUR FRFiLSI Síðan hafa frjáls verkalýðsfé- lög fengið miklu áorkað, bæði hvað snertir efnahagslegar um- bætur og auknar atvinnutrygg- ingar. Kaup verkamanna hefur hækkað, vinnuskilyrði verið bætt, vinnustundum fækkað, ekki að eins í hinum sterkari iðnaðar- löndum, heldur og þar sem efna- hagsaðstæður eru síðri, enda þótt þar sé margt enn ógjört. Fólk hefur kynnzt hóflegri velmagun, einkum í hinum sterkari iðnaðar löndum. En þó hefur óvætt víð- tæks atvinnuleysis og efnah^gs- legrar kyrrstöðlr enn einu sinni skotið upp kollinum. Það er aldrei hægt að líta á velmegun sem sjálfsagðan hlut. Hún fæst ekki nema með vinnu, baráttu og skipulagningu. Allt frá upphafi hefur Alþjóða- sambandið stuðlað að því, að sviði. Stofnun alþjóðlegra efna- hagssamvinnu á æ víðtækara svæði. 'Stofnun alþjóðlegra efna- hagsstofnana eða annarra, sem bundnar eru við ákveðin lönd eða svæði, er skref í rétta átt, en samtök frjálsra verkalýðsfé- laga verða ávallt að vera áhrifa- mikil innan þeirra, ef þau eiga að geta lagt fram sem ríkastan skerf til velferðar mannkynsins. Alþjóðasambandið ber emnig þungar áhyggjur vegna þeir.ar Framh. á bls. 2. H. í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.