Morgunblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 8
8
MUIUiViyttl.AÐIÐ
Fimmtudagur 1. maí 1958
Sigurbur G. Sigurðsson, múrari:
Samstarf við verkalýðinn
ÞEGAR Alþýðusamband íslands,
undir forustu Hannibals Valdi-
marssonar, skipulagði verkfallið
18. marz 1955, var afkoma laun-
þega sízt lakari en oft áður, enda
næg atvinna og nokkur verðlækk
un hafði orðið á nauðsynjavör-
um eftir desember-verkfallið
1952, en með því fengust fleiri
kjarabætur, þótt um beina kaup-
hækkun væri ekki að ræða. —
Lausn þeirrar vinnudeilu mun
líka hafa sannfært marga um
það, að bein kauphækkun er ekki
alltaf farsælasta kjarabótin, held-
ur lækkandi verðlag.
Eftir gengisbreytinguna 1950
og vísitöluverkfallið árið eftir,
kom stöðvun á verðlagið, þó að-
allega árin 1953—1954, enda
hækkaði kaupgjaldsvísitalan að-
eins um 1 stig á 13 mánuðum.
A þeim árum var líka hagur rík-
issjóðs hagstæður, með veruleg-
um tekjuafgangi á fjárlögum,
þrátt fyrjr niðurgreiðslur nokk-
urra nauðsynjavara, sem lækk-
uðu framfærsluvísitöluna um
10,70 stig.
í árslok 1955 var kaupgjalds
vísitalan orðin 71 stig og hafði
hækkað á árinu um 12 stig, var
þó framfærsluvísitalan greidd
niður um 12,35 stig. Sú hækkun
var nær eingöngu afleiðing hins
6 vikna verkfalls, sem Alþýðu-
sambandið stofnaði til.
Stjórnmálalegt verkfall
Enda þótt verkfallið 1955 væri
talið nauðvörn launþega til kjara
bóta, munu þó aðrar ástæður
hafa legið fyrir. Voru líka kröf-
ur verkalýðsfélaganna í fyrstu
ekki ákveðnari en það, að verk-
fallinu varð að fresta í 18 daga
m.a. vegna þess, að eitt fjölmenn-
asta verkalýðsfélagið hafði ekki
lagt fram ákveðnar kröfur til
kjarabóta.
Verkfallið hafði heldur ekki
staðið lengi þegar stjórn Alþýðu-
sambandsins fór að beita sér fyr-
ir myndun nýrrar ríkisstjórnar,
og mun það einsdæmi í íslenzkri
stjórnmálasögu, að félagasamtök,
sem í eðli sínu eru ekki stjórn-
málaleg, — enda saman sett af
launþegum úr öllum stjórnmála-
flokkum, — skuli ætla, að mynda
ríkisstjórn og án þess að eiga
nokkurn sérstakan fulltrúá á Al-
þingi.
Dagdraumar forseta Alþýðu-
sambandsins um ráðherratign
urðu ekki að veruleika að því
sinni, enda þótt síðar yrðu í
breyttri mynd.
Loforðin um lausn
efnahagsmálanna
Þegar núverandi ríkisstjórn
var mynduð eftir síðustu alþingis
kosningar, fengu forsvarsmenn
verkfallsins 1955 sitt þýðingar
mikla hlutverk, sem forsætisráð-
herra, á sínum tíma orðaði: í
nánu „samstarfi við verkalýðinn".
__ Það er að vonum, að laun-
þegar geri sér ljóst hvað það
samstarf hefur skapað og áhrif
þess á efnahag og lífsafkomu.
Þegar „stjórn hinna vinnandi
stétta“ tók við völdum, gaf hún
þjóðinni fyrirheit um það, að öll
efnahagsvandræðin skyldu leyst
með nýjum leiðum og án þess, að
lífskjör almennings væru skert.
Fyrsta verk hennar í efnahags-
málunum var þó það, að svipta
launþega 6 visitölustigum en
þeirri launaskerðingu fylgdu lika
þau góðu loforð, að hin varanlega
lausn kæmi eftir • 4 mánuði. Þá
skyldi brotið í blað.
Það hefur nú dregizt í 16 mán-
uði, að brjóta það blað og hinar
nýju og marglofuðu leiðir hafa
enn ekki fundizt, þrátt fyrir þrot-
laust starf og víst margar and-
vökunætur erlendra og innlendra
hagfræðinga. Hins vegar hefur
ríkisstjórnin verið fundvísari á
nýjar leiðir til tolla- og skatta-
hækkunar og lögfest gífujlegri
hækkanir en áður hafa þekkzt á
íslandi.
Hin raunverulega kjaraskerðing
launþega
Með lögum um útflutningssjóð
og fl. frá 22. desember 1956 voru
lögfestir nýir skattar um 9000 kr.
ar tölur, sem sýna ranga mynd
hins raunverulega verðlags. Það
var þó áður krafa verkalýðstétt-
anna, að Vísitalan væri leiðrétt,
enda byggjast útreikningar henn
ar á gömlum búreikningum 40
verkamanna, sjómanna og iðnað-
armanna, sem haldnir voru á tíma
bilinu júlí 1939 til 30. júní 1940.
Meðalútgjöld þeirra voru þá tal-
in, miðað við 5 manna fjölskyldu
kr. 4.318,00, sem skipt var í út-
gjaldaliði, en síðan lækkuð í kr.
3.853,01.
A þeim 19 árum, sem síðan eru
liðin hefur lífsafkoma almennings
tekið miklum breytingum. Marg-
ir nýir útgjaldaliðir bætzt við og
aðrir hækkað. Meiri og betri at-
vinnumöguleikar hafa líka gert
almenningi unnt, að lifa sæmilegu
lífi og losa sig úr kreppubúskap
áranria fyrir síðustu heimsstyrj-
öld. Grunnfótur vísitölunnar er
þó enn hinn sami og krafap um
leiðréttingu hennar því réttmæt.
Ávarp til Langholtssafnaðar
Sigurður G. Sigurðsson
á hverja 5 manna fjölskyldu og
enn er sagt að vanti, a. m. k.
um 200 millj. til þess að jafna
greiðsluhalla fjárlaga og útflutn
ingssjóðs, eða 6.165 kr. til jafn-
aðar á hverja 5 manna fjölskyldu.
Skatta- og tollahækkanir ríkis-
stjórnarinnar verða þá um 15
þúsund kr. á hverja 5 manna fjöl-
skyldu tii jafnaðar og er þá ótal-
inn stóreignaskatturinn.
Það mun flestum vera Ijóst, og
ekki sízt launþegum, að þessar
skatta- og tollahækkanir skerða
mjög lifskjör almennings, enda er
framkvæmd þeirra sú, að hún
snerti sem minnst hina einhæfu
vísitölu.
Þegar ríkisstjórnin með bráða-
birgðalögunum um festingu
kaupgjalds og verðlags frá 28.
ágúst 1956 felldi kaupgjaldsvísi-
töluna um 6 stig, framkvæmdi
hún kauplækkun, sem nam kr.
1.293,20 á árskaup samkvæmt
lægsta Dagsbrúnartaxta, miðað
við 2000 vinnustundir á ári, og kr.
1.590,00 af árskaupi iðnaðar-
manna,
Sú lagasetning átti að verða
fyrsti áfanginn í hinni raunhæfu
lausn efnahagsmálanna og stuðla
að verðhjöðnun, sem flestir
þráðu. Staðreyndirnar eru þó
aðrar, þar sem kaupgjaldsvísital-
an hefur síðan hækkað um 6 stig,
þótt niðurgreiðslur síðastliðins
árs hafi orðið 20,87 stig í fram-
færsluvísitölunni og hækkað um
8,52 stig á 2 árum. Þær niður-
greiðslur, sem nema milljónatug-
um, eru aftur teknar af launþeg-
um, með tollum og sköttum.
Hver man nú hin stóru orð
og þeirra mörgu kröfur?
Það eru kaldhæðni örlaganna,
að eftir nær tveggja ára valda-
feril „stjórnar hinna vinnandi
stétta“, skuli launþegar búa við
meiri kjaraskerðingu en nokkru
sinni áður. Að vísu hafa nokkr-
ar launastéttir, meðal hinna hæst
launuðu, fengið verulegar kjara-
bætur með samþykki ríkisstjórn-
arinnar, en hinir lægst launuðu
finna enn til minnkandi kaup-
máttar launa sinna.
Hver man nú hin stóru orð og
hinar mörgu kröfur um bætt kjör
verkalýðsins, er svo oft hljóm-
uðu til almennings síðustu vik-
urnar fyrir 1. maí 1955? — Ef
til vill hafa þeir einir gleymt,
sem þá töluðu hæst? En þeir
hafa líka síðan, bætt aðstöðu sína
til metorða og valda, með því að
tefla verkalýðssamtökunum fram
í refskák stjórnmálanna.
Með verkum þeirra urðu kröf-
urnar um kjarabætur verkalýðs-
ins að beinni kauplækkun og
lífsafkoma hans var skert, með
hækkandi tollum og sköttum.
Vísitalan er ekki lengur nein
vörn launþegunum gegn hækk-
,andi verðlagi, heldur aðeins falsk
Verkalýffurinn mótmælir
Samstarf ríkisstjórnarinnar við
verkalýðinn hefur í framkvæmd-
inni orðið sú: Að nokkrir for-
ustumenn verkalýðsfélaga, úr
flokki kommúnista, samþykkja
þær gjörðir hennar, sem varða
launþega, en verkalýðsfélögin
sjálf hafa engan tillögurétt og
geta því engu breytt, enda þótt
ríkisstjórnin fullyrði bæði í
blöðum og útvarpi, að allar að-
gerðir hennar í efnahagsmálun-
um séu í vinsamlegu samstarfi
við verkalýðssamtökin.
Stefna ríkisstjórnarinnar í efna
hagsmálunum hefur til þessa ekki
samrýmzt vilja alls þorra verka-
lýðsins, sem vill raunhæfar úr-
bætur og þá verðhjöðnun, sem
gerir útflutningsframleiðsluna
starfhæfa án þess, að hún sé verð-
bætt árlega með hundruðum
milljóna króna. Geta þær upp-
bætur líka valdið atvinnuleysi
fyrr en varir, því að greyðslugeta
ríkissjóðs er ekki óþrjótandi þeg-
ar gjaldþol landsmanna er þrotið.
— Að því virðist ríkisstjórnin
stefna í vinsamlegu samstarfi við
kommúnista.
Þeirri stefnu mótmælir íslenzk-
ur verkalýður í dag.
ÞESSI eru tvö frumskilyrði kristi
legs safnaðarlífs: Trúrækni og
kirkja.
Við íbúar Langholtsprestakalls
í Reykjavík stöndum nú and-
spænis því mikla viðfangsefni að
koma upp kirkju. Þetta viðfangs
efni mun reynast prófsteinn á
trúrækni okkar og kristilega
fórnarlund. Nú mun koma í ljós
á hversu traustum grundveli
hinn ungi söfnuður stendur.
Síðan Langholtsprestakall var
stofnað og prestur til þess kjör-
inn. hafa allar guðsþjónustur orð
ið að fara fram utan safnaðarms
og mjög torvelt hefur reynzt að
koma við nokkru kirkjulegu fé-
lagstarfi, sem sóknarpresturinn
og aðrir forráðamenn safnaðarins
hafa haft mikinn áhuga á að
efla. Aðstaða öll til kirkjulegrar
starfsemi í söfnuðinum hefur því
átt við hina mestu erfiðleika að
stríða. Er óviðunandi' að svo fari
lengur fram.
Því er það, að safnaðarstjórn-
in hefir hafizt handa um bygg-
ingu Langholtskirkju. Kann
ýmsum að þykja það fullmikil
bjartsýni, miðað við það takmark
aða fjrámagn, sem er til ráðstöf-
unar, en það er sannfæring safn
aðarstjórnarinnar, að söínuður-
inn allur muni sameinast um að
byggja kirkju sína og sanna það
í verki, að Langholtssöfnuður
muni ekki sýna kirkju sinni
minni fórnarlund en aðrir söfn-
uðir þessa lands.
Margir hafa þegar lagt mikið
af mörkum til þess að koma
Langholtskirku upp, en nú er
þörf enn stærri og almennari
átaka til þess að ná þeim áfanga,
sem nú er stefnt að. Ætlunin er
að byggja kirkjuna í tveimur
áföngum. Fyrst er að koma upp
þeim hluta byggingarinnar, sem
ætlaður er til ýmiss konai kirkju-
legs félagsstarfs, en síðari áfang-
inn er aðalkirkjan sjálf. í fyrra
sumar var byrjað á fyrri áfang-
anum og er að því stefnt,
að hægt verði að taka félags-
heimilið til afnota í haust, og
hefur þá söfnuðurinn fengið þak
yfir höfuðið fyrir guðsþjónustur
og annað kirkjulegt starf innan
prestakallsins sjálfs, þótt leita
þurfi enn um sinn út fyrir presta
kallið með meiri háttar guðs-
þjónustur.
Yfir 8 þúsund mannj búa nú
í LanghoitsprestakaKi, og er
ekkert prestakall utan Reykja-
víkur svo tjölmennt. Þessi stóri
söfnuður getur ekki lengur un-
að því, að eiga ekkert guðshús.
Þótt öll aðstaða til starfs hafi
verið erfið, þá hefir þegar komið
í ljós mikill áhugi á að halda
uppi fjölþættu safnaðarstaríi,
ekki sízt æskulýðsstarfi, sem er
áreiðanlega áhugamál allra for-
eldra í söfnuðinum að sé hægt að
sinna sem bezt. Æskulýðsfélag
hefur verið stofnað, kvenfélag og
bræðrafélag og síðast en ekki sízt
kirkjukór. Hafa þó félög þessi
ekki neinn samastað fyrir starf
sitt.
Forráðamenn safnaðarins telja
sig því hafa fullgilda ástæðu :il
að vera bjartsýnir á trúrækni
safnaðarins og fórnarlund hans í
þágu kirkju sinnar. Sérhver krist
inn maður skilur mikilvægi þess
að eiga sína kirkju, og er því
ástæðulaust fyrir mig að færa
fram sérstök rök fyrir því, að
kirkju þurfi að reisa í Langholts
prestakalli. Þessi fáu orð eru að-
eins rituð í því skyni að hvetja
nú alla íbúa prestakallsins til
samstilltra átaka um að koma
kirkjunni sem allra fyrst upp.
Það er ætlun safnaðarstjórnar-
innar að hefja um næstu helgi
almenna fjársöfnun í prestakall-
inu til kirkjubyggingarinnar. —
Veltur á miklu um framgang
þessa höfuðmáls safnaðarins, að
allir bregðist vel við kallinu —
Auðvitað eru fjárráð misjöfn, en
sérhvert framlag er með þökk-
um þegið og það er mikils virði,
að sem allra flestir leggi eitthvað
af mörkum, því að það eitt út af
fyrir sig eflir samhug innan safn-
aðarins og skilning á því, að hér
er verið að reisa hús, sem er
hverjum og einum safnaðarmeð-
lim eigi síður mikilvægt en hans
eigið heimili, því að kirkjan er
bæði á gleði- og sorgarstundum
sameiginlegt heimili okkar allra.
Eg heiti á okkur öll í Lang-
holtssöfnuði að gera nú átak,
sem um munar. Minnumst þess,
að mjög fámennir sveitasöfn-
uðir hafa reist vegleg guðshús
og lagt á sig með gleði miklar
fórnir í því sambandi. Sýnum
það, að trúrækni og fórnarlund
skorti ekki til þess að reisa hér
í prestakallinu veglegt guðshús,
sem skapað geti nauðsynleg skil-
yrði til fjölþætts kristilegs satn-
aðarstarfs okkur öllum til menn-
ingarauka og blessunar.
Magnús Jónsson.
Sextugur í dag:
Finnbogi Björnsson bóndi
í Kirkjubœ í Skutulsfirði
FINNBOGI Björnsson bóndi að
Kirkjubæ í Skutulsfirði á í dag
sextugsafmæli. Hann er ættaður
úr Barðastrandarsýslu. Bjuggu
foreldrar háns, Ástríður Brands-
dóttir og Björn Björnsson á Hól-
um í Reykhólahreppi.
Finnbogi kvæntist Salvöru
Krist j ánsdóttur, Ólafssonar
bónda á Eyri í Mjóafirði árið
1932. Bjuggu þau fyrst tvö ár á
Eyri á móti Kristjáni. Síðan tóku
£au við jörðinni allri og bjuggu
þar fram til ársins 1946, er þau
keyptu jörðina Kirkjubæ í Skut-
ulsfirði. Hafa þau búið þar síðan.
Þau Salvör og Finnbogi eiga
fimm myndarleg börn, sem nú
eru öll uppkomin nema eitt. Er
heimili þeirra hið myndariegasta
enda eru þau hjón bæði hið mesta
snyrtifólk.
Búskapur Finnboga, bæði á
Eyri og að Kirkjubæ mótast mjög
af dugnaði hans, hirðusemi og
reglusemi.Hann hefir bætt jarð-
ir sínar verulega og hefur nú
ágætt og myndarlegt bú á jörð,
sem áður var smábýli. Hann vmn
ur jarðabætur sínar af kostgæfni
og vandvirkni, elur búpening
sinn afburðavel og uppsker góð-
an arð af búi síriu.
Finnbogi Björnsson er hið
mesta prúðmenni í framkomu,
drengur góður og hvers marpis
hugljúfi. Eru þau hjón einkar
samhent í öllu starfi. Umhverfis
þau er alltaf hlýja og ánægja.
Á heimili þeirra er öllum tekið
með einstakri gestrisni og alúð.
Raunar er varla orð á því ger-
andi að Finnbogi sé orðinn sex-
tugur. Svo unglegur er hann bæði
í anda og útliti. En nú er það
tekið að tíðkast að jafnvel korn-
ungir menn eru sagðir sextugir
samkvæmt upplýsingum kirkiu-
bóka. Mér þykir ekki óeðlilegt að
margir, sem þekkja Finnbi.ga
ali þá ósk með sér í laumi, að
þeir mættu varðveita æsku sína
eins vel og þessi sextugi, sívinn-
andi bóndi. En ætli það sé ekki
einmitt vinnan úti á túni og sam-
vistirnar við kindur og kýr í
fjárhúsum og fjósi, sem heldur
bóndanum unglegum og hraust-
um mitt í annriki hans og erli?
Væri ekki reynandi fyrir okkur
borgarbúana, sem hraði verald-
arinnar er að æra. að nálgast
meira náttúruna úti í sveitum,
uppi í dal eða inni í firði, þá héid
um við ef til vill æsku okkar
eins og þessi sextugi bóndi, sem
lítur út eins og fertugur og er
ævinlega glaður, bjartsýnn og
trúir á framtíðina, mátt sinn
og megin.
Það væri gaman að vera heima
hjá Salvöru og Finnboga í
Kirkjubæ í dag í vorinu og vina-
hópnum. En það verður víst að
bíða.
Vinir hans senda honum góðar
kveðjur og árnaðaróskir með far
sæla fortíð og bjartsýna trú
á framtíðina.
S. Bj.