Morgunblaðið - 01.05.1958, Síða 10
10
MORCrNRLAÐIÐ
Fimmtudagur 1. maí 1958
fBiomitíiM&íMfo
Útg.: H.t Arvakur, Reykjavfk.
UTAN UR HEIMI
Framkvæmdastjón: aigíus Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristii»sson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftaigjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasólu kr. 1.50 eintakið.
SKUGGAR YFIR 1. MAÍ
SÁ HÁTTUR hefur orðið á,
að ýmsar stéttir hafa
helgað sér tiltekna daga
á hverju ári til hátíðahalda.
Þessir dagar hafa einnig verið
notaðir til að halda á loft hlut-
verki og verkefnum þeirra
stétta, eða hópa, sem hafa til-
einkað sér þá. Vinna leggst þá oft
að meira eða minna leyti niður
og þannig verður þjóðin, eða
mikill hluti hennar, að nokkru
leyti þátttakandi í hátíðahöldum
hinna einstöku stétta. Einn slík-
ur dagur er 1. maí.
★
Samtök launþega og verkalýðs
hafa orðið til hér á landi á s. 1.
40 árum. Jafnóðum og atvinnu-
hættir landsmanna breyttust,
fjölgaði einnig hópi launþega og
verkamanna og þá var það í sam-
ræmi við eðlilega þróun, að þess-
ir hagsmunahópar byndust sam-
tökum, eins og gerzt hefur. í þess-
um samtökum starfa menn af öll-
um stjórnmálaflokkum. Samtök-
in hafa orðið fjölmenn og áhrifa-
mikil. Tilteknir stjórnmélaflokk-
ar hafa viljað tileinka sér þau.
Á undangengnum áratugum hafa
tveir flokkar, sem sjálfir hafa
gefið sér nafnið verkalýðsflokk-
ar, barizt heiftarlega um yfirráð-
in í samtökum verkalýðs og
launþega. Þessar styrjaldir hafa
mjög sett svip sinn á samtökin
sjálf og raunar á stjórnmálalífið
í landinu og gera það enn. f þess-
um átökum hafa þessir sjálfskip-
uðu verkalýðsflokkar gleymt því,
hver eru hin raunverulegu hags-
munamál launþega og verkalýðs.
Þeir hafa einnig vanrækt félags-
mál þessara stétta, en samtökin
margoft orðið að bitbeini óval-
inna lýðskrumara. Launþegar
finna- að þetta hefur orðið þeim
til stórtjóns. Þeir hafa verið
dregnir i stjórnmálalega dilka,
en flokkarnir, sem klifrað hafa
til valda á herðum verkalýðs-
samtakanna hafa ætíð sett flokks-
legan hag sinn yfir hagsmuni
fólksins, þegar á milli bar. Þetta
hefur valdið samtökum launþega
og verkafólks ótöldu tjóni og orð-
ið þjóðarheildinni dýrkeypt,
stjórnmálaleg reynsla.
A
Nú hvíla þungir skuggar yfir
1. maí. Undanfarin tvö ár hefur
setið að völdum í landinu ríkis-
stjórn, sem hefur kennt sig við
launþega og verkalýð og talið sig
fyrst og fremst hafa stjórnað
landinu í nafni þessara stétta.
Þessi ríkisstjórn heldur því fram,
að stjórnarstefna hennar markist
af hagsmunum verkalýðsins, enda
er meirihluti ráðherranna í stjórn
inni úr hópi hinna sjálfskipuðu
verkalýðsflokka.
Það þarf naumast að lýsa því,
hvernig stjórn landsins hefur
farið þessum mönnum úr hendi.
Þegar hún kom til valdá, voru
gefin mörg og stór loforð um al-
hliða viðreisn, um nýjar stefnur
í efnahagsmálum og atvinnumál-
um. Eins og öllum landslýð er
kunnugt, hafa öll þessi loforð
verið brotin. Engin ný stefna
hefur verið tekin, ekkert blað
hefur verið brotið í sögu efna-
hagsmálanna, eins og lofað var
en jafnt og þétt hefur sigið á
ógæfuhliðina fyrir öllum lands-
lýð og þá vitaskuld einnig fyrir
hinum fjölmenna hópi, sem telst
til launþega og verkalýðs. Skatt-
ar og álögur hafa hækkað með
hverju ári og eru nú orðnir þung-
bærari, heldur en nokkru sinni
fyrr í sögu landsins. í orði kveðnu
hefur verið látið svo heita að
halda ætti uppi eins konar „stöðv
unarstefnu", það ætti að stöðva
hækkun verðlags og hækkanir
kaups en hvorugt hefur tekizt.
Óstjórnin hefur bitnað mjög
þunglega á verkalýð og laun-
þegum og er sízt af öllu séð
fyrir endann á því. Hvað eftir
annað hefur því verið lofað að
nú skyldu fundin ný úrræði til
þess að bæta úr því, sem aflaga
hefur farið. Engin úrræði hafa
fundizt, heldur hafa skattaálög-
urnar og annað það, sem þeim
hefur fylgt, eingöngu verið ráð-
stafanir til bráðabirgða. Þar hef-
ur algerlega verið tjaldað til
einnar nætur, enda hefur ríkis-
stjórnin engin úrræði fundið eða
getað komið sér saman um þau.
Hana hefur í senn vantað bæði
vit og hyggindi og siðferðilegan
styrk til að ryðja nokkrar nýjar
brautir í málum landsmanna.
Stuttu eftir að stjórnin komst
til valda, var það boðað að nú
væru ný úrræði fyrir höndum.
Þau sáust ekki og svo leið tím-
inn. Þegar fjárlög voru lögð fram
í fyrra, gafst fjármálaráðherrann
upp við að leysa dýrtíðarmálin
og við það situr raunverulega enn
nú hinn 1. maí að þau eru alls-
endis óleyst. Að vísu hafa nú
verið boðaðar hina síðustu daga
enn nýjar bráðabirgðaráðstafan-
ir, sem fólgnar munu vera í nýj-
um sköttum og álögum, en stjórn-
arflokkunum hefur þótt ráðlegast
að láta þær ekki sjá dagsins ljós
fyrir 1. maí. Einmitt nú stendur
þannig á, að landsfólkið á von
á nýrri skriðu dýrtíðar, verð-
bólgu og ófriðar á vinnumarkaðn-
um. Framtíðin er óvissari, óörugg
ari en nokkru sinni fyrr. Aldrei
hafa jafnmörg heimili í landinu
haft ástæðu til að bera jafnþung-
ar áhyggjur fyrir framtíðinni og
einmitt nú. Þetta verður öllum
landslýð ljósara og ljósara og
mun þó allt verða enn skýrara,
þegar ríkisstjórnin hefur lagt sín
spil á borðið að 1. maí liðnum.
★
Stjórnarflokkarnir og hinir
ráðlausu ráðherrar þeirra segj-
ast hafa stofnað til alls þessa í
nafni verkalýðs og launþega. Þeir
segjast hafa náið samráð við
samtök þeirra stétta um allt sem
gert hafi verið og gert skuli og
reyna þannig að velta ábyrgðinni
af óstjórn sinni og ráðdeildar-
leysi yfir á þessi samtök. Islenzk-
um verkalýð og launþegum hef-
ur vafalaust aldrei verið gerður
meiri ógreiði í allri sögu þessara
samtaka um fjóra áratugi. Einnig
að þessu leyti hvílir þungur
skuggi yfir 1. maí, sem er hátíðis-
dagur þeirra stétta, sem hafa
verið svo hróplega leiknar af
þeim, sem þær hafa þó sýnt svo
mikinn trúnað.
Selveiðar að vorlagi
SÓLSKRÍKJAN er komin! Það
er vor í lofti, og sóiin skín í
heiði allan daginn. Snjórinn er
horfinn víðast hvar. Menn brosa
og eru vingjarnlegir hver við
annan, af því að veðrið er svo
gott.
Er selurinn lyftir höfðinu, ligg-
ur veiðimaðurinn grafkyrr, en
heldur áfram undir eins og sel-
urinn lætur höfuðið síga. Þeg-
ar veiðimaðurinn er í 50—75 m
fjarlægð, nleypir hann af byss-
unni, og selurinn bíður bana
án þess að vakna af mókinu. - —
Margur selurinn lifir það ekk: að
finna sumarið koma, vegna rán-
dýrseðlis mannsins.
Leif Jensen.
Tími sumarleyfanna náigast óðum. Margir munu kanna ókunn-
ar slóðir, annaðhvort á öræfum íslands eða undir suðrænni sól.
Hér sjást íslenzkir ferðalangar, staddir við hina frægu Þrasta-
götu í Riidesheim við Rín. Myndin er tekin í hópferð Ferðafé-
lagsins Útsýnar sl. ár.
Nokkrar fjölskyldur eru þegar
fluttar úr torfbænum sí’.uun út
í tjaldið. Síðan eru þökin tekin
af vetrarhíbýlunum, torfbæjun-
um, svo að þau geti þornað ræki-
lega yfir sumarið. Unga fólkið
hefir af einskærri vorkæti stofn-
að til dansleiks uppi í hlíðinni.
Maður leikur á harmóniku, og
tvö pör sveifla sér fjörlega í
hringi eftir hljóðfallinu.
Allir njóta góða veðursins en
dugmestu veiðimennirnir eru
samt þegar lagðir af stað út á
! ísinn, því að nú ber vel í veiði.
Selirnir kunna einnig að nota
góða veðrið. Á þessum tíma árs
ganga selirnir úr hárunum, og
þeir nota hvert tækifæri til að
liggja á ísnum og baða sig í sól-”
skininu. Þeir liggja í móki og
lyfta höfðinu aðeins annað veifið
til að líta í kringum sig, en
aðeins skamma stund, þá sígur
höfuðið aftur niður á ísinn
og þeir sofa áfram. Það
hvarflar rennilega ekki að þess-
um friðsömu, holdugu dýrum, að
aðrar verur t. d. mennirnir sitja
um færi til að drepa þá. Grun-
lausir sofa þeir vært, meðan
mennirnir mjaka sér nær og nær
á magnum, hvítklæddir, svo að
lítið beri á þeim á ísnum.
Veiðimennirnir hafa komið syo
kölluðu skotsegli fyrir á litium
sleða. 'Seglið er líka hvítt. Byss-
unni er komið fyrir á grind á
litla sleðanum, og hlaupið stend-
ur út úr gati á miðju seglinu
Veiðimaðurinn mjakar sér áfrarr.
á maganum í áttina að selnum
og ýtir sleðanum á undan sér.
Hofa ekki í iör
með sér ....
ÞJÓÐVILJINN birti í gær leið-
réttingu við frásögn sína af ræðu
Eðvarðs Sigurðssonar á Dagsbrún
arfundi sl. mánudag. En því mið-
ur er hættan sú að fyrri frásögn
Þjóðviljans reynist rétt. Leiðrétt-
ing blaðsins fer hér á eftir:
„HAFA EKKI í FÖR
MEÐ SÉR . . .
í frásögn blaðsins í gær af
Dagsbrúnarfundinum féll niður
eitt orð er gerbreytir meining-
unni. Rétt er þetta þannig:
„Við þetta bætist að von væri
senn á tillögum ríkisstjórnar-
innar í efnahagsmálum, þar sem
horfið myndi frá stöðvunarstefnu
þeirri sem ríkisstjórnin hefur
fylgt og verðlag myndi því breyt-
ast, og þá vísitalan einnig. Hi’ns
vegar myndu þær ráðstafanir
ekki hafa í för með sér skerð-
[ ingu tímakaups á næstu mánuð-
i um“.“
Atvinna
með mesta móti
í Stykkishólnii
STYKKISHÓLMI, 29. apríl —
Tíðarfar við Breiðafjörð hefur
verið gott í vetur. Fé hefur þó
verið á gjöf frá því um miðjan
desember, en nú er alls staðar
auð jörð og gróður þegar farinn
að stinga upp kolli.
Afkoma fólks má yfirleitt
heita góð og í Stykkishólmi hef-
ur sjaldan eða aldrei verið eins
mikið um atvinnulíf eins og í
vetur. Hefur fólk þar mjög bætt
sinn hag.
Aflabrögð hafa verið góð æg
sérstaklega eftir að netjaveiðar
hófust. Fimm bátar stunda veið-
ar frá Stykkishólmi og eina viku
í apríl, frá 13.—19., fiskuðu þess-
ir bátar samtals 518 lestir. Er það
mesti afli í einni viku, sem nokk-
urn tíma hefur borizt á land í
Stykkishólmi Þrír bátanna munu
nú þegar hafa aflað yfir 600 smá-
lestir og hafa frystihúsin aldrei
haft jafnmikið hráefm og nú.
Þá hefur atvinnulífið mjög
batnað við komu togarans Þor-
steins þorskabíts. — Árni.
14 nemendur í Sfykkis-
hélmi þreyta landspróf
STYKKISHÓLMI, 29. apríl —
Barna- og miðskólanum í Stykk-
ishólmi var slitið sl. sunnudag og
fóru skólaslitin fram í kirkjunni.
Prófasturinn, séra Sigurður Ó.
Lárusson, flutti bæn, en skóla-
stjórinn, Ólafur Haukur Árna-
son, flutti skólaslitaræðuna og af-
henti börnunum prófskírteini sín.
í skólanum hafa verið í vetur
182 nemendur. Barnaskólinn hef-
ur starfað í 6 deildum og mið-
skólinn í 3. 14 nemendur búa sig
nú undir að ganga undir lands-
próf.
Fastir kennarar eru 5 auk skóla
stjórans. — Heilsufar var ágætt í
skólanum í vetur.