Morgunblaðið - 01.05.1958, Side 11

Morgunblaðið - 01.05.1958, Side 11
Fimmtudagur 1. maí 1958 MORCIJNBL 4 ÐtÐ 11 7. maí — hátíBisdagur verkalýðsins Guðm. H. Garðarsson, formaður V.R: Mikilvægt mól fyrir launþegd í verzlunorstétt f TILEFNI 1. maí flyt ég laun- þegum beztu árnaðaróskir. Á þessum degi hlýtur hver launpegi í verzlunarstétt að hugleiða það, hvernig honum og trúnað- armönnum félagsins megi takast að gera V.R. að sem öflugustu og sterkustu stéttarfélagi. Með því tryggir hann kjör sín og ger- ir kjarabaráttu framtíðarinnar auðveldari og áhrifameiri. Marg- ar leiðir má fara til þess að ná þessu marki, m.a. með virkri þátttöku félagsmanna í störfum félagsins, aukinni stéttvísi, fórn- fýsi, þrotlausri baráttu, hvar sem er fyrir hagsmunamálum verzlunarfólks og síðast en ekki sízt með auknu samstarfi af hálfu félagsins við önnur stéttarfélög. Til þessa hefir V.R. staðið eitt sér í kjara- og hagsmunabaráttu þeirri, sem félagið hefur átt í. Hefir þeim átökum lyktað þannig að félagið hefir komið fram vilja sínum að méstu leyti, en þó hvergi nærri fullnægjandi. Er það lofsvert, að menn nái rétti sínum sjálfir, en hins ber að gæta, að betri árangri mætti ná, ef fé- lagið væri aðili að samtökum sem geta veitt því mikinn og öflugan stuðning í kjarabaráttunni. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur og öll önnur stéttarfélög verzlunarmanna eiga tvímæla- laust að vera aðilar að Alþýðu- sambandi íslands, annaðhvort sem sérfélög eða í gegnum Lands- samband íslenzkra verzlunar- manna. Mörgum kann í fljótu bragði að þykja það jafngóð lausn, að gerðir séu gagnkvæmir samningar milli A.S.Í. og L.Í.V., en slíkt er ekki á rökum reist. Aðild að A.S.Í. veitir hverju stéttarfélagi, sem í sambandið gengur rétt á mikilsverðum stuðn ingi í kjarabaráttunni og trygg- ir, að allir vinnuveitendur á við- komandi félagssvæðum viður- kenni samningsrétt þeirra félaga sem eru í A.S.Í. Þetta atriði er sérstaklega mikiivægt fyrir V.R., þar sem stór vinnuveitandi í Reykjavík, Samband íslenzkra samvinnufélaga, hefur neita'ð að semja við félagið og þar með við- urkenna ótvíræðan rétt féiagsins til samninga um kaup og kjör verzlunar- og skrifstofiufólks á samningssvæði félagsins. í lögum A.S.Í. eru skýlaus ákvæði sem segja, að sambandið skuli „hindra að gengið sé á rétt þeirra", það er félaga innan A.S.Í. og „gangast fyrir gagnkvæmum stuðningi stéttarfélaga hvers við annað í verkföllum, verkbönnum og hvers konar deilum um kaup og kjör, enda séu þær deilur viður- kenndar af sambandinu eða hafn- ar að tilhlutan þess“. Þennan rétt myndi V.R. öðlast sama dag og félagið yrði tekið inn í A.S.Í. Verzlunarmanhafélag Reykja- víkur er ungt stéttarfélag að ár- um, aðeins þriggja ára, og er mikilvægt fyrir félagið, að önn- ur stéttarfélög sem eiga að baki sér mikla reynslu í kjara- og stéttabaráttunni rétti þessu nýja I bróðurfélagi hjálparhönd í mót- un stéttarþroskans. Félagsmenn í V.R. eru nú á þriðja þúsund. Er það flest ungt fólk, sem á ættir sínar að rekja til fólks úr öllum stéttum og ekki hvað sízt til launþega úr sjómanna- og verkalýðsstétt. Það er eiijnig þýð- ingarmikið fyrir þau félög, sém í A.S.Í. eru, að jafnfjölmenn stétt launþega sé innan raða A.S.Í. Með því verða átökin í kjarabar- áttu launþega samstilltari og áhrifameiri. Verzlunarfólk á ekki síður heima í A.S.l. en atvinnul’Iug- menn, hljóðfæraleikarar, vöru- bílstjórar, mjólkurfræðingar og afgreiðslufólk í brauð- og mjólk- urbúðum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Það er því tími til kom- inn, að verzlunarfólk fari að vinna að því, að félög þeirra eða L.Í.V. fái aðild að heildarsam- tökum launþega, Alþýðusam- bandi íslands. Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur er að hefja sitt skeið sem stéttarfélag og hvíl ir mikil og þung ábyrgð á herð- um þeirra, sem að forustu þess standa, að þeir marki framtíðar- stefnu félagsins rétt og láti einsk- is ófreistað að efla og styrkja félagið í framtíðarbaráttunni. Kjarabaráttan, er og verður aðal mál verzlunarfólks og ber að tryggja framgang þess eftir þeim leiðum sem bezt- ar eru. öflugt stéttarfélag er mes'nmarkmið allra félagsmanna Verziunarmannafélags Reykjavík ur. Verzlunarfólk! Stefnum að því að tengjast öðrum laun- þegafélögum sterkum bönd- um, Til heilla fyrir verzlunar- fólk og aðra launþega í land- inu. Guðm. H. Garðarsson. Guðjón S. Sigurðsson, formaður Iðju félags iðnverKaioiKs í Reykjavík Launþegar sameinist gegn kjaraskerðingu ÉG FAGNA ÞVÍ, að í dag getur reykvískur verkalýður gengið sameinaður út á götuna og borið sameiginlega fram kröfur um bætt kjör. Er það mikið hinum lýðræðissinnaða hluta verkalýðs- ins að þakka, vegna einingarvilja hans, þrátt fyrir einstrengings- hátt fulltrúa austrænu einræðis- aflanna. Mest er þessi eining vegna þess, að verkafólk finnur nú nauðsyn þess r-.ð standa sam- an vegna yfirvofandi kjaraskerð- ingar af hálfu ríkisstjórnarinnar, en hún hefur ekki þorað að leggja fram „bjargráða-tillögurnar" fyr- ir 1. maí, því að hún veit sem er, að allur verkalýður landsins mun sameinast um að gefa ekki eftir af kröfum sínum um auk- inn kaupmátt launa, heldur standa fast saman gegn hvers konar árásum á afkomu laun- þega. Á þessum hátíðisdegi verka- lýðsins þykir mér rétt að minnast aðeins á aðstöðu iðnverkafólks í kjarabaráttu sinni. íslenzkur iðn aður byggist að miklu leyti á innflutningi erlendra hráefna og er því mjög háður útflutnings- verzluninni, eins og hún er á hverjum tíma með hráefnainn- kaup. Oft verður að kaupa inn mjög óhéntug hráefni og léleg frá hinum ýmsu viðskiptalöndum og þegar þar við bætist bæði langur afgreiðslutími og gjaldeyris- skömmtun til iðnaðarins, þá fer að harðna á dalnum fyrir þennan aðalatvinnuveg þjóðarinnar. En langstærsti hluti þjóðarinnar hef ur lífsframfæri sitt af iðnaði. Kjör iðnverkafólks hljóta því að mótast mjög af þeirri aðstöðu, sem iðnaðurinn hefur á hverjum tíma, en aðstaða hans er nú lang- verst allra atvinnuvega þjóðar- ínnar. Skortur á rekstrarfé, og erfiðleikar á öflun hráefna eru nú slíkir að til vandræða horfir og er hart að þola slíkt meðan nægur gjaldeyrir er fyrir hendi til fóðurbætiskaupa landbúnað- arins, þrátt fyrir offramleiðslu ! landbúnaðarvara, þrátt fyrir stór kostlegar verðuppbætur, þrátt fyrir hina hneykslanlegu með- ferða almannafjár í framlögum til símalagna, rafvæðingar og vegalagna til afdalakota. öll þessi framlög ríkisins til landbún aðarins eru að mestu tekin af iðnaðinum bæði fyrirtæ'.jum og verkafólki og er það krafa allra þeirra, er afkomu sína hafa af iðnaði, að íslenzkur iðnaður njóti ekki lakari aðstöðu í þjóðfélaginu en landbúnaðurinn, svo iðnverka- fólk fái kaup og kjör í samræmi við þau miklu afköst, sem það skilar. Það er ennfremur krafa iðn- verkafólks, að íslenzkum iðnaði sé tryggður aðgangur að nægi- legu rekstrarfé og hagkvæmari aðstaða til hráefnakaupa. 1. maí gengur iðnverkafólk í Reykjavík ásamt öðrum launþeg- um um götur bæjarins og fagnar því að vera frjálst fólk í frjálsu landi, og væntir þess að allar kúgaðar þjóðir nái rétti sínum gagnvart hvers konar ofbeldi og einræði. Guðni Árnason formaður Trésmiðjafélags ReYkjavíkur: Pólitískir ævintýramenu verða að víkja úr verkalýðshreyfingunni í TILEFNI af hátíðisdegi verka- fólks vill Trésmiðafélag Reykja- víkur flytja félögum sínum og öllum verkalýð árnaðaróskir. Allt frá því fyrsta maí í fyrra hefir „stjóin hinna vinnandi stétta“ setið að völdum í land- inu og hefði því mátt ætla að í 1. maí ávörpunum nú mætti gæta bjartsýni og þakka til þessarar stjórnar launþeganna. Þetta hef- ir þó farið mjög á annan veg því að nú í dag er svo komið að fyrir dyrum stendur uppsögn samninga flestra launþegasamtaka í land- inu og önnur hafa þegar sagt upp samningum. Þessi ríkisstjórn lof- aði vinnufriði í landinu, en efnd- irnar urðu verkföll. Hún lofaði einnig að samráð skyldi haft við launastéttirnar um þau mál er þær sérstaklega varðaði. Efnd- irnar voru 19 manna nefndin, sem aldrei hefir verið kölluð saman á þessu tímabili. Með jólagjöf- inni í fyrra átti að binda endi á skattpíningu borgaranna, en nú er svo komið, að ríkisbáknið vantar 200—300 millj. til þess að „ná saman endum“. Og í dag vita launastéttirnar ekkert hvað framundan er en ríkisstjórn „hinna vinnandi stétta“ virðist ætla að draga það fram yfir I. maí að birta þær ráðstafanir, sem hún hefir í hyggju að gera og ættu að vera til „hagsbóta" verkalýðnum. Af því sem að framan hefir verið sagt ætti það að vera krafa og kjörorð verkalýðsins á þessum hátíðisdegi sínum að stjórn „hinna vinnandi stétta" segði af sér og firrði þjóðina þannig frek- ari svikum og hentistefnu. Urslitin við kosningar i verka- lýðsfélögunum í vetur sanna ó- tvírætt að lýðræðissinnar í verka lýðshreyfingunni eiga mjög miklu og vaxandi fylgi að fagna. En betur má ef duga skal, því að því miður gang'a enn allt of marg ir erinda hins alþjóðlega komm- únisma í íslenzkum verkalýðs- samtökum. Það er því eitt höfuðbaráttu- mál íslenzka verkalýðsins að losna við pólitíska ævintýra- menn og gera þannig 1. maí að sönnum hátíðisdegi frjálsrar íslenzkrar alþýðu. Magnús Jóhannesson formaður Öðins, fél. sjálfstæðisverkamanna og sjómanna: Fyrirbyggja verður ioisnotkun Alþýðusambandsins Á þessum hátíðisdegi verkaiýðs- i ins minnast menn liðins tíma og [ þeirra sigra sem unnizt hafa. — Einnig rifjast upp óheillaskref, sem stigin hafa verið. Þá verð- ur okkur á að líta til framtíð- arinnnar og velta t'yrir okkur hvert stefnir og hver vandamál eru framundan, sem sigrast þarf á. Ekki fer hjá því, að menn hug leiði þá óheillaþróun, sem orð- ið hefur á stjórn og stefnu valda mestu hagsmunasamtaka verka- lýðsins, Alþýðusambands íslands, sem nú hefur verið gert að bein- um pólitískum aðila í baráttunni um völdin í þjóðfélaginu. Svo hlýtur að fara með því að for- ystumaður þessara hagsmuna- samtaka verkalýðsins er jafn- framt ráðherra í stjórn landsins, hlýtur hann að bera fyrir borð að meira eða minna leyti hagsmuni þeirra samtaka, sem hann hef- ur verið kjörinn til forystu í, auk þess sem slíkt hlýtur að leiða til pólitískrar misbeitingar þessara samtaka og hefir raunar þegar gert. Einn stærsti sigur, sem unninn var á sínum tíma innan verka- lýðshreyfingarinnar var sá, er tókst að gera Alþýðusambandið óháð þeim flokki, er eitt sinn hafði þar öll völd á höndum, og þar með að einbeita því, að bar- áttumálum verkalýðsins einum án tillits til pólitískra átaka. Nú er svo komið, að þessum sömu hagsmunasamtökum er beitt fyr- ir vagn eins ákveðins stjórnmála flokks og um leið eru hin eig- inlegu hagsmunamál verkalýðs- ins fyrir borð borin. Það er raunaleg staðreynd, að nú skuli enn þurfa að berjast v.ið þennan gamla draug og að nú skuli það vera eitt af mestu baráttumálum verkalýðsheildar- innar að gera sín eigin samtök á ný að hagsmunasamtökum stétt arinnar einnar. Fram hjá þessu verður þó ekki litið nú á þess- um tímamótum. Kommúnista- flokkurinn, sem breitt hefur yfir sig sauðargæru og nefnt sig Al- þýðubandalag, hefir að undan- förnu misbeitt svo herfilega þess um samtökum verkalýðsins, að ekki verður við unað. Þetta verður stöðugt fleiri og fleiri mönnum ljóst og sanna það bezt úrslitin í kosningunum til verkalýðsfélaganna nú síðasthð- in tvö ár, þar sem allir andstæð- ingar kommúnista hafa sameinazt til þess að hrinda oki þeirra af verkalýðshreyfingunni. Ástæða er til þess að vekja athygli verkalýðsins á því, að undanfarin tvö ár hefir stjórn hinna svonefndu vinstri flokka setið að völdum í landinu, þeirra flokka, sem alltaf hafa þótzt bera hag launastéttanna sérstaklega fyrir brjósti. Hins vegar hefuv meginverkefni núverandi ríkis- stjórnar verið það að finna rað til þess að koma í veg fyrir að verkamennirnir og hinar lægst launuðu stéttir alþýðunnar fengju réttmætar kjarabætur í samræmi við stóraukna dýrtíð og álögur þær, sem stjórnin hefur lagt á þjóðina. Það er full nauðsyn að vara alþýðu þessa lands við þeitn blekkingum, sem enn verða á svið settar, er hin svokölluðu „bjargráð“ ríkistjórnarinnar sjá dagsins Ijós. Launþegarnir verða að standa dyggan vörð um hags- muni sína og forðast að láta póli- tíska ævintýramenn villa sér sýn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.