Morgunblaðið - 01.05.1958, Side 19
Fimmtudagur 1. maí 1958
MORCVmnLAÐIÐ
19
— Þungf vatn
Framh. af bls. 1.
aðir, t.d. Krísuvík. Hefðu sér-
fræðingamir farið til Þorláks-
hafnar til þess að athuga þar
aðstæður í höfninni með það fyr-
ir augum að efni til þungavatns-
iðjuversins yrði skipað þar á
land.
Próf. Kowarski sagði: Ef
þær umræður sem fraxnundan
eru, og byggðar verða á skýrslum
okkar, leiða til þess að Evrópu-
þjóðirnar telji sér það kleift að
eiga hlutdeild í byggingu þunga
vatnsvers hér á landi, þá þykir
okkur sennilegt að þjóðirnar
muni mynda með sér alþjóðleg
samtök, sem svo munu hefja við-
ræður við íslendinga um málið.
Sérfræðingarnir sögðu að
áætlanir þær er nú hafi verið
miðað við, sé að þungavatns-
framleiðslan verði 100 lestir
ári til að byrja með en mögu-
leikar væru til aukningar allt
upp í 400—500 lesta ársfram
leiðslu.
Próf. Weiss, sem er sérfræðing-
ur í byggingu þungavatnsvera,
sagði að bygging 100 lesta vers
myndi taka 3—4 ár. Byggingar-
vinnan myndi þurfa gífurlegan
mannafla, allt að 2000 manns, og
áætla mætti að verið myndi
kosta um 40 milljónir dollara.
Sérfræðíngarnír sögðust hafa
kynnt sér mannvirkjagerð hér
landi og væri sá þáttur iðnaðar
landsmanna sýnilega vel á vegi
staddur, en nefndarmenn höfðu
skoðað Áburðarverksmiðjuna
Sementsverksmiðjuna svo og
orkuverin austur við Sog.
Dr. Kowarski sagði að gefnu til
efni, að hann og „collegar" hans
þar á blaðamannafundinum
myndu vera á einu máli um að
þungt vatn yrði framvegis mjög
veigamikið.
Það eru um 25 áir síðan þungt
vatn var fyrst uppgötvað. AUt
vatn, hvar sem er á jörðinni, inni-
heldur um það bil sama hundraðs
hluta af þungu vatni. I um það
bil 7000 lítrum af vatni er einn
lítri af þungu vatni. Þetta er ekki
mikið magn og mikla orku þarf
til að skilja það frá. Nota má
annaðhvort varmaorku eða raf
orku til þess. Þungt vatn er þvt
mjög dýr vara, en þó ekki eins
Julius Katona
Lög úr söngleikum
á tónleikum út-
varpsins
NÆSTA sunnudag, 4. maí, kl. 4
síðdegis, efnir Hljómsveit Kíkis-
útvarpsins tii tónleika í Þjóð-
leikhúsinu undir stjórn Hans-
Joachim Wunderlich.
Viðfangsefni hljómsveitarlnnar
á þessum tónleikum eru einvörð-
ungu úr óperum og óperettum.
Fyrri hlutinn eru aríur og dú-
ettar úr óperunum „Aida“, La
Traviata“, „Otello" og „Vald ör-
laganna" eftir Verdi og úr
„Cavalleria Rusticana“ efur
Mascagni. Síðari hiutínn er úr
ýmsum óperettum, þar á meðal
„Leðurblökunni" eftir Strauss,
„Betlistúdentinum" og „Die Dub-
arry“ eftir Millöcker, og „Pagan-
ini“ eftir Lehár.
Með hijómsveitinni syngja
fjórir söngvarar: Sópransöngkon
an Kerstin Anderson og Julius
Katona kammersöngvari (tenór)
frá Þýzkalandi, og svo Guðrún Á.
Símonar og Guðmundur Jónsson.
Kammersöngvarinn Julius Kat-
ona er mjög þekktur í Þýzka-
landi, þar sem hann nú syngur
við Hamborgaróperuna og Rikis-
óperuna í Berlín. Söngkonan
Kerstin Anderson hefur einkum
sungið mikið í útvarp víða í
Þýzkalandi. Þessir tveir gestii
Bærinn kaupir
listaverk
Á FUNDI bæjarráðs sem haldinn
var á þriðjudaginn, var m. a. rætt
um kaup á tveimur listaverkum
og loks um staðsetningu á högg-
mynd.
Listaverkanefnd bæjarins hef-
ur fjallað um þessi mál og það
er í fyrsta lagi tillaga frá nefnd-
inni um að höggmyndin „Haf-
meyjan“ eftir Nínu Sæmundsson,
skuli sett út í Reykjavíkurtjörn
í suðvesturhori} hennar. Á þetta
féllst bæjarráð. Þá hefur lista-
verkanefndin rætt um kaup á
höggmyndinni „Knattspyrnu-
menn“ sem Sigurjón Ólafsson
myndhöggvari hefur gert. Bæj-
arráð ákvað að fá umsögn Laug-
ardalsnefndar og stjórnar íþrótta-
svæðanna um þetta mál.
Loks var svo sSmþykkt tillaga
frá listaverkanefnd um að bær-
inn kaupi listvefnað hjá frú
Ester Búadóttur og skal hann
settur upp í heilsuverndarstöð-
inni.
dýr og gull; eins og er er það j koma hingað fyrir milligöngu
selt á $62 kílóið í Bandaríkjun- ; þýzka sendiráðsins í Reykjavík.
um. Eru þeir væntanlegir til Reykja-
víkur í kvöld og koma eingöngu
til að syngja fyrir útvarpið.
Aðgöngumiðar að þessum tón-
leikum verða seldir í Þjóðleik-
húsinu.
Þungt vatn er notað í kjarn-
orkuofnum. Það er ekki nauðsvn-
legt en mjög heppilegt. Ýmis ónn
ur efni má nota, en þungt vatn
er þó langheppilegast svo fram-
arlega sem hægt er að framleiða
það á sem ódýrastan hátt. Stórt
raforkuver myndi þurfa nokkur
hundruð lestir af þungu vatni.
Bretar hafa hingað til notað
grafít sem hægi í sínum kjarn-
orkustöðvum, en þungt vatn hef-
ur allt þar til fyrir ca. 2 árum
verið mjög dýrt. Ein leið til að
lækka verðið á þungu vatni, er
að nota ódýra orku, t. d. hita-
orkuna úr hveragufunni hér á ís-
landi, til að framleiða þungt
vatn.
Miðað við þá ársframleiðslu á
þungu vatni sem við höfum nér
reiknað með, 100 lestum, þa
myndi verðmæti ársframleiðslu
Islendinga verða um 6,2 míilj.
dala, eða um 100.000.000 íslenzkra
króna.
Dr. Kowarski lauk máli sínu
með því að undirstrika það atriði
sem hér skiptir mestu máli og
veldur sérstöðu Islands, en pað
er að á næstu árum þegar raf-
orkuframleiðsla byggist á atom
orkunni, þá mun Evrópuþjóðirn-
ar skorta þungt vatn. Þær nafa
ekki möguleika til að fram-
leiða það með ódýrum hætti,
annaðhvort verða þær að brenna
olíu eða kolum, sem í raumnni
er skortur á. Hér á Islandi et
mikil ónotuð og ódýr orka. Til
viðbótar má svo einnig telja að
Evrópuþjóðirnar skortir dollara
ísland er miklum mun nær
markaðslöndunum.
Fjölmenn úfiför
Jóns Haraldssonar
ÁRNESI, S-Þing., 30. apríl.
Útför Jóns Haraldssonar, bónda
og póstafgreiðslumanns á Einars-
stöðum fór fram í gær að Ein-
arsstaðakirkju, að viðstöddu af-
ar miklu fjölmenni, hvaðanæva
að úr sýsunni. Sóknarpresturinn,
séra Sigurður Guðmundsson,
Grenjaðarstað, jarðsöng. —
Smárakvartettinn frá Akureyri
söng við undirleik Jakobs
Tryggvasonar. Einsöngvari var
Jóhann Konráðsson. Pétur Sig-
fússon flutti kveðju. Tvö minn-
ingarljóð búrust og las sóknar-
presturinn þau upp. Jarðarförin
var mjög hátiðleg og virðuleg.
■— Hermóður.
Söngskemmtun
Fóstbræðra
SÍÐUSTU hljómleikar Fóst-
bræðra verða á föstudag kl. 7
e. h. en ekki á fimmtudagskvöld
eins og misritaðist í blaðinu.
Hljómleikarnir hafa verið haldn-
ir fyrir troðfullu húsi og við
óvenjumikla hrifningu.
Kom með góðan
þorskafla af
Austur-Græn-
landsmiðum
PATREKSFIRÐI, 30. april. —
Togarinn Ólafur Jóhannesson
kom hingað í dag af Austur-
Grænlandsmiðum, eftir 13 daga
útivist. Togarinn landaði tæpum
340 lestum af karfa og þorski.
Þorskurinn, sem var 130 leotir,
var gotuþorskur. Mun það vera
nýmæli, að þorskur veiðist á þess
um slóðum. Mestur hluti af fisk-
inum verður frystur en hluti af
þorskaflanum fer til skreiðar-
vinnslu.
Ketil- og lestarhreinsun stend-
ur nú yfir í togaranum og mim
hann að öllum líkindum fara aft-
ur út á Grænlandsmið á morgun.
Gylfi er á veiðum við Austur-
Grænland. — Karl.
ískyggilegar horlur
á jarðræklarfram-
kvæmdum í S-Þing.
ÁRNESI, S-Þing., 30. apríl. —
ískyggilega horfir hér með jarð-
ræktarframkvæmdir í vor og
sumar vegna vöntunar á vara-
hlutum í ræktunarvélar. Síðan í
fyrra hafa engin leyfi verið veitt
fyrir varahlutum í jarðýtur, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir. í vetur
[ hefur því ekki verið hægt að gera
vélar ræktunarsambandanna í
stand fyrir sumarið eins og venja
er til og nauðsyn krefur. Eru nú
margar ýtur óvinnufærar á þeim
tíma er vélarnar þurfa að vera
tilbúnar til sumarstarfanna.
Skapar þetta ástand ófyrirsjá'
anleg vandræði fyrir ræktunar-
samböndin ,sem hafa tekið að
sér ræktunarmálefni bænda eins
og kunnugt er. Skilningsleysi
stjómarvaldanna á þessum mál- i
um er beint tilræði við íslenzka
bændastétt og íslenzkan landbún
að og þá ræktunarþróun er und-
anfarið hefur ríkt í sveitum
landsins, og hrundið var af stað
1945 með lögunum um ræktunar-
samþykktir. Ef þessi mikilvæga
þróun verður stöðvuð eða lömuð
eins og nú horfir líta bændur á
þær ráðstafanir mjög alvarlegum
cugum. — Hermóður.
Nixon í Argenlínu
BUENOS AIRES, 30. apríl (Reut-
er) — Varaforseti Bandaríkj-
anna, Richard E. Nixon kom í
dag fljúgandi til höfuðborgar
Argentínu. Hann ætlar að vera
viðstaddur hátíðahöldin á morg-
un, þegar Frondizi, hinn nýkjörni
forseti verður settur inn í em-
bættið.
Nixon mun nota tækifærið og
heimsækja næstu daga ýmis
Suður-Ameríku-ríki svo sem
Uruguay, Paraguay, Bolivíu,
Perú, Ekvador og Venezúela.
Libya óskar eina-
hagsaðstoðar
LONDON, 30. apríl. (Reuter) —
Forsætisráðherra Libyu, Abdul
Majid Koobar er nú staddur í
Lundúnum og á viðræður við
Selwyn Lloyd utanríkisráðherra
Breta. Það er ætlun hans að
semja við Breta um fjárhagS'
styrk til Libyu. Getur þetta unga
ríki í Norður-Afríku ekki séð
sjálfu sér farborða án efnahags-
aðstoðar.
663 t!3
ÁRNESI, S-Þing., 30. apríl. —
Síðan fyrir páska hefur verið hér
stillt og góð tíð, með hægum
bata. Snjó hefur stöðugt tekið
upp, þótt hægt hafi farið. Víða
eru því komnir upp ágætir sauð-
fjárhagar, einkum við sjóinn,
þar sem snjóminnst var.
Sauðfé er þó enn á stöku bæj-
um á fullri innigjöf. Ásetningi er
lokið og virðast heybirgðir víð-
ast hvar vera allgóðar í hérað-
inu. — Hermóður.
Nora Brocksted
til Reykjavíkur
HINGAÐ kemur um helgina hia
vinsæla og þekkta söngkona,
Nora Brocksted, ásamt undirleik-
ara og mun hún halda liér tvo
til þrjá hljómleika í Austurbæj-
arbíói.
Nora skipar nú efsta sess
meðal dægurlagasöngvara Norð-
urlanda, og var fyrir skemmstu
valin bezta „jazz-söngkona Norð-
urlanda“ í söngkeppni, sem nefnd
er „All-Star’s“, er haldin var í
Ósló. Þar vakti hún verðskuld-
aða athygli og kom öllum á óvart
sem jazz-söngkona, því að hún
hefur aðallega haldið sig að hin-
um rólegri dægurlögum.
Þess má geta sem dæmis um
hversu eftirsótt Nora Brocksted
er til hljómleikahalds, að reynt
hefur verið siðastliðin þrjú ár að
fá hana hingað, én ekki tekizt
fyrr en nú, og því miður ekki
nema í þrjá daga.
Á hljómleikum þessum kemur
fram í fyrsta skipti 14 ára rokk-
söngvari, Haraldur Haraldsson.
og er hann talinn ágætur ,,rokk-
söngvari".
Hljómsveit Gunnars Ormslevs
leikur nýjustu danslögin og hmn
vinsæli dægurlagasöngvari Haok-
ur Morthens, syngur með hljóm-
sveitinni og annast kynningu
skemmtiatriða. Þess má geta að
hér er um kveðjuhljómleika
Gunnars Ormslevs að ræða, en
hann og hljómsveit hans eru á
förum til útlanda og munu leika
á ýmsum stöðum erlendis í sum
ar. —
Hljómleikar þessir hefjast á
sunnudaginn, 4. maí, í Austur-
bæjarbíói, kl. 11,15 síðdegis.
Mitt innilegasta þakklæti færi ég öllum þeim, er auð-
sýndu mér tryggð og vináttu á sextíu og fimm ára afmæli
mínu 21. apríl s.L
Lifið heil.
Ólafur Árnason,
Gimli, Grindavík.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem heimsóttu mig,
færðu mér gjafir og glöddu mig á annan hátt á 70 ára
afmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Þórunn Guðmundsdóttir, Fíflholtshjáileigu.
Hugheilar hjartans þakkir til allra ættingja og vina
fjær og nær, sem glöddu mig á 60 ára afmæli mínu 27.
marz síðastliðinn, með heimsóknum, gjöfum og heilla-
skeytum, hlýjum orðum og kvseðum, og gerðu mér að öllu
leyti daginn ánægjulegan og ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafía Sveiusdóttir,
Syðri-Kárastöðum, Vatnsnesi, V-Hún.
ÁRNESI, 30. apríl. — Rafmagnið
hækkaði hér um 10% frá og með
apríl úr 65 aurum kvst. í 71,5
aura. Það er Rafmagnsveita rík-
isins sem stendur fyrir hækkun-
innL — Hermóður.
KMJT HERTERVIG
frá Siglufirði andaðist að Stórholti 21 í Reykjavík að-
faranótt 30. apríl.
Svava Hertervig,
Sigurbjörg Hálfdánardóttir.
Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim sem heiöruðu
minningu föður okkar
GlSLA JÓHANNESSONAR
múrara, frá Seli í Holtum.
Börn og tengdaböm.
Jarðarför
MAGNtTSAR Þ. ÖFJÖRÐ
fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 3. mai
kl. 14,00.
Bílferð verður frá bifreiðastöð íslands kl. 11.30.
Vandaraenn.