Morgunblaðið - 04.05.1958, Síða 3

Morgunblaðið - 04.05.1958, Síða 3
Sunnucfagur 4. maí 1958 MORCTINTtT 4 ÐIÐ 3 Ú r verinu ■- Eftir Einar Sigurðsson - Togararnir Tíðin var góð síðustu viku hér við land, en heldur mun hafa ver ið erfitt tíðarfar hjá þeim, sem voru við Austur-Grænland. Skipin eru nú dreifð um allan sjó. 5 skip eru við Austur-Græn- land, og 3 skip eru komin vestur fyrir Grænland. Fisklandanir: Hvalfell .... 297 t. 12 daga Karlsefni .... 186 t. 10 daga Úranus ....... 274 t. 11 daga í>orst. Ingólfs. 260 t. 9 daga Askur ........ 248 t. 12 daga Marz ....... 280 t. 10 daga Þorm. goði um 90 t. 19 daga saltfiskur um 150 t. daga Reykjavík Tíðin var mjög góð s.l. viku, hæg suðaustan og austanátt. Afli fór ört minnkandi inn- bugtar og það út í miðja bugt. Eru nú margir smærri bátarnir búnir að taka upp netin og í þann veginn að gera það. Smærri bátarnir hafa aftur á móti fært sig með netin norður undir Jökul, þar sem verið hefur reyt- ingsafli, við 15 lestir í lögn. Margir smærri bátar eru nú byrjaðir handfæraveiðar, og hef- ur verið reytingsafli hjá þeim og víða orðið vart, en fiskurinn er smár. Aflahæstu bátarnir frá ára- mótum: Helga .......... 1050 t. ósl. Rifsnes ......... 850 t. ósl. Hafþór .......... 815 t. ósl. Björn Jónss. .. 675 t. ósl. Ásgeir .......... 650 t. ósl. Barði .....;,... 635 t. ósl. Keflavík Línubátarnir öfluðu sæmilega síðustu viku, 6—8 lestir í róðri. Einnig var dágóður afli hjá netjabátum, 8—9 lestir í umvitj- un. Þó var ágætur afli á föstu- dag, Bára fékk t.d. þá 31 t. Nokkrir minni bátarnir hafa nú tekið upp, en stærri bátarnir hafa róið á djúpmið. Hjá handfærabátum hefur ver- ið heldur rýrt, Heildaraflinn: 30. apríl 1958, 19527 t. Vertíðarlok 1957, 17638 t. í vetur var 4 bátum færra en í fyrra. Aflahæstu bátarnir frá áramót um: Net og lína: Bára ............ 818 t. ósl. Jón Finnsson .... 764 t. ósl. Kópur ........... 626 t. ósl. Gylfi II........ 597 t. ósl. Lína eingöngu: Guðm. Þórðars. . . 616 t. ósl. Ól. Magnúss. ,. 575 t. ósl. Geir t. ósl. Baldv. Þorv.s. ... . 478 t. ósl. Hilmir .. 516 t. sl. Bjai’mi t. sl. Net eingöngu: Björgvin t. ósl. Farsæll t. ósl. Vísir t. ósl. Trausti . . 442 t. ósl. Akranes Afli fór hríðminnkandi í vik- unni, algengasti afli hjá netja- bátum var 6—10 lestir. Nokkrir bátar eru nú búnir að taka upp og byrjaðir síldveiði. Heildaraflinn frá áramótum: 30. apríl 1958 9132 lestir 30. — 1957 6800 — Aflahæstu bá^arnir frá ára- mótum: Sigrún .... 818 t. ósl. Sigurvon .. 737 t. ósl. og sl. Höfrungur 635 t. ósl. og sl. Keilir .... 635 t. ósl. og sl. Böðvar .... 600 t. ósl. og sl. Ól. Magnúss. 600 t. ósl. og sl. Síldveiðin var heldur k»eg í vikunni, komst þó upp í 150 tn. i lögn, en var algengast 50—100 tn. Vestmannaeyjar Blíðviðri var alla vikuna og róið daglega. Afli hjá netjabátum er nú orð- inn tregur, algengast 6—8 lestir, en flesta dagana voru þó nokkr- ir bátar með góðan afla. 100 bátar eru nú hættir með þorskanetin, og má búast við, að margir hætti nú um helgina. Nokkrir bátar munu taka línu og halda eitthvað áfram enn. Einn bátur hefur róið með línu og aflað 6—7 lestir í róðri á 30 stampa. Aflinn er mestmegnis ýsa og langa. Afli handfærabáta hefur verið tregur. Þrjú frystihúsinu höfðu tekið á móti fiski frá áramótum og fram til 30. apríl: Hraðfrystist. Ve. .. 11585 t. ósl. Fiskiðjan ......... 11315 t. ósl. ísfél. Vestm.eyja .. 8466 t. ós. Tölur frá einu frystihúsinu vanta. Aflahæstu bátarnir frá ára- mótum til 2. maí. Gullborg ...... Ófeigur III .... Freyja ........ Stígandi ...... Bergur Ve...... Kristbjörg . .. , Sigurður Pétur Kap ........... Víðir SU ...... Snæfugl SU .... Þórunn ........ Bergur NK .... Hilmir ........ Sjöstjarnan .... Týr ........... 1143 1022 952 885 874 873 862 840 807 776 772 765 756 745 744 t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. t. ósl. Höftin Miðaldra maður, sem rennir huganum aldarfjórðung aftur í tímann, getur með sjálfum sér farið að efast um, að hann búi við óbreytt þjóðskipulag, svo gjörbreytt er allt frá því, sem áður var. Þá var frjálst að flytja inn hvaða vöru sem var, aðeins þurfti að hafa íslenzkar krónur til að greiða hana með í bönkum, þegar hún kom. Hægt var að fá keyptan gjaldeyri að vild, og þurfti engum að standa reiknings skap á, hvað við hann var gert. Þá voru tollar af innfluttum vörum ekki nema brot af því, sem nú er, lítil álagning og hörð samkeppni, énda vöruverð lágt. Sem gefur að skilja var mikið vöruúrval, þar sem allt var hægt að flytja inn. Hver og einn mátti þá byggja að vild, kaupa skip og önnur framleiðslutæki, ef fé var fyrir hendi eða lánstraust. í veðdeild- inni var öllum veitt fasteignalán með hóflegum vöxtum. Á sama hátt fengu menn fé í Fiskveiða- sjóði til skipakaupa. Allt var þetta látið í té án manngreinar- álits, aðeins spurt um trygging- una. Sköttum og útsvari var stillt í hóf. Við allt þetta búa vestrænar þjóðir enn þann dag í dag. At- vinnulíf og verzlun einkennist þar af frelsi. Fyrir þessum umtalaða aldar- fjórðungi var innflutningsnefnd sett á laggirnar. Hún hefur síðan borið ýmis heiti, en eðlið hefur alltaf verið eitt og hið sama, fjötrar á íslenzkt athafnalíf, sem hafa orðið sárari og sárari með hverju árinu. Á stríðsárunum hefði þó verið hægt að smokka þeim af sér, þegar þjóðin átti 600 milljónir króna í erlendum gjaldeyri, en það var látið ógert. Það er alltaf hægt að skera þessa fjötra af, a. m. k. á meðan ekki er sokkið dýpra en orðið er í er- lendri skuldasöfnun. Það kann að svíða fyrst á eftir, en hvað er það á móti hinu. En það er eins og forystumennirnir vilji hafa þetta svona. Það eykur vald þeirra yfir borgurunum og því er beitt purkunarlaust. Bæði fangelsin standa andspænis hvort öðru við Skólavörðustíg í höfuð- stað landsins. Það væri göfugt hlutverk að hefja krossferð gegn höftunum á íslandi. Nýtt helsi Stofnsett hefur verið enn ein ný skrifstofa. Útflutningsnefnd hefur verið sett á laggirnar. Lög- in voru samþykkt fyrir um 1% ári. Annaðhvort hefur ekki verið bráðnauðsynlegt að setja þessi lög eða hér hefur verið óvenju- erfið fæðing. Er hér víst hvoru tveggja. Sjávarútvegurinn getur ekki I vænzt nema ills eins af þessari nýju stofnun. Allir fjötrar á við- skiptalífinu eru til bölvunar. Hitt er kannske minna atriði, að í starfann eru valdir menn eftir pólitískri fylgispekt, sem ekkert skynbragð bera á sölu sjávaraf- urða. Landbúnaðarafurðir eru að sjálfsögðu undanþegnar afskipt- um nefndarinnar. Nefnd þessi verður auðvitað notuð til þess að hlaða undir kommúnistafyrirtækin og Sam- bandið og ofsækja einkaframtak- ið eins og framast er unnt. Það fer víst eins með Fram- sókn og fálkann, að ekki kennir fyrr en kemur að hjartanu. Ein staklingsframtakið er ekki hættu légast samvinnufélögunum. Hætt an liggur í, að ísland lendi aust- ur fyrir tjald. Gjaldeyrisskorturinn bitnar á útgerðinni Útgerðarmenn hafa borið sig illa í vetur yfir, hve erfiðlega hefur oft gengið í bönkum að fá að greiða veiðarfæri. Hafa þeir einatt liðið fyrir það mikinn baga. Er ástandið nú orðið líkt og var á árunum fyrir stríð. Þá gekk svo langt, að Vestmanna- eyingar urðu að neita að afhenda gjaldeyri fyrir lýsi og nota hann til veiðarfærakaupa, annars hefði útgerðin stöðvazt. Útvegsmönnum finnst ekki nema sanngjarnt, að gjaldeyrir til nauðsynja útvegsins og þá eink- um veiðarfæra gangi fyrir öllu, því að þar kemur hann á skömm um tíma margfaldur aftur. Vegna gjaldeyriserfiðleikanna í í vetur munu nú ýmsir útvegs- i menn verða fyrir barðinu á nýju yfirfærslugj öldunum, og er það illa farið. Einhuga þjóð Stjórnmálamenn og blöð lands- ins, ýmis félagasamtök og ein- staklingar hafa allt siðan það heillaspor var stigið fyrir 5 ár- um að færa út landhelgina, verið að búa þjóðina undir að stíga næsta skréfið, 12 mílna land- helgi. Stjórnmálamennirnir, sem ' annast eiga framkvæmdina, þurfa því ekki að hika, þegar að ákvörðun er komið, jafnvel þótt einhver kvíði læddist að þeim. Við vitum aldrei, hvað fram- tíðin ber í skauti sínu, en við trúum á giftu íslands. Norska bræðslusíldarverðið Norsku verksmiðjurnar hafa nú ákveðið verð á bræðslusíld af íslandsmiðum í sumar. Verður það sem svarar ísl. kr. 105,00 mál- ið, miðað við 18% feita síld af- henta við vexksmiðju í Noregi. Verðið á síldinni hér í fyrra var kr. 95,00 fyrir málið, og þar af var kr. 20,00 verðbætur upp í | 250,000 mál. Norðmenn hafa í hyggju að ' senda 100 skip í sumar til þess 1 að veiða síld í snyrpu fyrir norsku síldarverksmiðjurnar. Ekki minni sild Ýmsir vísindamenn telja, að ekki sé minni síld í sjónum en áður. Haldið er fram, að síldin dreifi sér nú yfir miklu stærra svæði til þess að hrygja. Með nútíma visindalegum rann sóknum er álitið, að ekki þurfi Sr. Bjarni Sigurðsson, tAosfelli Jakopsdraumur iJAKOP ÍSAKSSON er á leiðtil svefns, að okkur þótti sem Ilangt út í lönd til að framast. Ferðin er ekki sérlega skemmti- leg um óbyggðir. Að vísu ber margt fyrir augu, svo að dýra- j og gróðurlíf landsins eins og lýkst upp og verður betur skilið en j fyrr. En maður er manns gam- an, og unglingur á leið frá heimili og vinum út í víða veröld finn- ur, að heimurinn er óneitanlega stór og kannski viðsjárverðari en hann vill kannast við, meðan hann nýtur öryggis og verndar í föðurhúsum. Svo að það er ekki trútt um, að uggur setjist að honum undir nóttina. En hvað um það. Hann er orðinn fulltíða karlmaður á leið út í heim til að framast og verða maður með mönnum. Og hann velur sér lág- an stein að höfðalagi, leggur þar á malinn sinn og er sofnaður fyrr en varir. En hugurinn reikar áfram, ekki djúpur draumlaus svefn hins þreytta og metta, heldur ljúkast upp draumheimar ferðalangsins, sem við hvert fótmál kannar ókxmna stigu og notar tímann til að brjóta heilann um undur lífs- ins, sem blika til hans eins og spurul augu úr hverri laut, af hverju leiti. — Á — Og hann dreymdí draum: Hann húsið. sá stiga, er náði frá jörðu til himins. Englar guðs gengu upp og ofan stigann, en uppi yfir stiganum var drottinn sjálfur og sagði við Jakop: Ég er með þér og varðveiti þig, hvert sem þú ferð, og ég mun aftur flytja þig til þessa lands. Þá vaknaði Jakop og minntist loforðs drottins, og hann sagði hugfanginn: Sannarlega er guð á þessum stað, og ég vissi það ekki Hér er vissulega guðs hús, hér er hlið himins. — ★ — Hugþekk er þessi frásögn og það því fremur, að hún höfðar til reynslu okkar sjálfra. Flest höf- um við, sem fulltíða erum, ein- hvern tíma farið úr foreldrahús- um fyrir fullt og allt. Flest höf- um við einhvern tíma verið á j yið ættum engan að. Og hefw okkur þá ekki lagzt það sam* til og Jakopi, sem í einverunni sneri huga sínum til hæða og leitaði þar huggunar og trausts? Því að það megum við vita, aS slíkan draum hefur enginn nema sá, er í vökunni leitar á vit skap- ara síns og drottins. Og hvilíkt loforð: Ég er með þér og varð- veiti þig, hvert sem þú ferð. — ★ — Draumspakir hafa þeir feðgar verið, Jakop og Jósef og ekki óeðlilegt, að nútíma fólk taki þá eiginleika í arf frá þessum lang- feðgum kristinna manna. Við höfðalagið okkar reisum við stiga allt til himins; til þess þarf hann ekki alltaf að vera ýkjahár, því að þess ber að gæta, að himinn- inn sé ekki fjær en í seilingshæð. Og þá eru það hugsjónirnar, baráttumálin, keppikeflið, draum arnir, einhvern veginn verða þeir að rætast, svo að við tökum þá sjálf á bakið, enda ekki víst, að öðrum sé trúandi fyrir þeim, sízt himinvöldum, og staulumst af stað með þá upp stigann góða. En okkur miðar sorglega skammt. Og til þess höfum við iðulega fundið, að s.miðirnir erfiða til ónýtis, ef drottinn byggir ekki Þessi kynslóð á sér vissulega margt gleðiefni, margt til að vera hreykin af; svo vel hefur miðað í mörgum greinum, að aldrað fólk þekkir varla mannlegt félag fyrir sama og það var. En erum við að sama skapi sælli, ham- ingjusamari? Varla. Hugsum okkur, hve dýrlegt er þetta loforð drottins og mikils um vert, að við gefum því gaum: Ég er með þér og varðveiti þig, hvei't sem þú ferð. Sannarlega er hann okkur jafnan nálægur, þó að við látum einatt svo sem við vitum það ekki. Vissulega er kærleikur hans þvílíkur, að hann leggur allt í sölurnar fyrir hvern og einn. Og hvarvetna sem göfug- ur málstaður er borinn fram til sigurs eða menn dreymir fagran ’ ferð ein okkar liðs og lagzt svo draum, þá er guð með í verki og lætur loforð sín rætast. að bíða lengur en til haustsins, ★ — Fyrir 100 árum orti skáldkon- svo að hægt verði að segja fyrir an Sarah Adams sálminn fagra um útlitið með síldveiðarnar um Jakopsdraum: Hærra minn hálft ár fram í tímann. Drögumst við aftur úr? íslendingar voru einhverjir guð til þín. Síðan hefur hann verið þýddur á um 150 tungu- mál, enda eru fáir sálmar á borð , . „ , .., , „ við hann að fegurð og snilld. þeir fyrstu til þess að fmna upp „ . - .. , , , , J Z, , Hann er lofsongur og bæn þess hagkvæma gerð af flottrolli til þorskveiða. Aðrar þjóðir tóku þetta svo eftir íslendingum. Að því er varðar síldveiðar í flottroll, hefur þetta farið á ann- ' an veg. Á sama tíma og aðrar þjóðir hafa notað flottroll með góðum árangri til síldveiða, hef- ur vei'ið hljótt um þetta mál á íslandi. Þjóðverjar veiddu t.d. árið 1955 3 milljónir hektólítra í flottroll, eða álíka síldarmagn og Norðmenn veiddu í vetur, og mörgum sinnum meira en íslend- ingar veiddu á s.l. ári. Það má segja, að Svíar og Dan- ir hafi sannað til fulls ágæti tveggja báta flottrolls til síld- veiða í Norðursjónum. En hins vegar hefur ekki fengizt jafnfull nægjandi árangur með flottrolli fyrir eitt skip. Margir vilja halda því fram, að tveggja báta flot- troll þjappi síldinni saman, þar sem eins skips flottrollið vilji meira dreifa henni. Enginn vafi er á því, að tveggja báta flottroll á mikla framtíð fyrir sér hér við land, en það er kostnaðarsöm veiðiaðferð, á meðan verið er að þreifa sig áfram með styrkleika vörpunnar o.fl. Það hefur verið takmark- aður skilningur þess opinbera á þessari veiðiaðferð, og fékkst t.d. ekki nein opinber aðstoð til þess að stunda hana s.l. haust, og var ■ svarið, að þetta væri fullreynt! manns, sem er frá sér numinn, að hann hefur fundið snerting guðs, fundið nálægð hans og handleiðslu. Dýrkun okkar á þekkingu og vitsmunum hefur orðið á kostn- að trúar og siðgæðis, sem er engu líkara en við viljum stund- um tjóðra við rúmstokkinn eins og umskiptingana forðum. Eng- inn getur þó borið algjört bana- orð af trú sinni; við eigum okkur öll stundir, þegar trú og traust á forsjón guðs sviptir öllu öðru burtu eins og i^yk. Fyrir um hálfum 5. áratug rakst risaskipið Titanic á borg- arís úti á reginhafi og sökk. Um 1400 manns, sem allir töldu ó- hulta, fórust á skammri stundu. Þetta var upp og ofan fólk eins og ég og þú, misjafnlega trúað eins og gengur. En það voru ekki bollaleggingar um heimspeki, vísindi eða tækni, sem þetta fólk hafði sér til afþreyingar, meðan það beið dauðans, þar voru all- ir með einum huga í bæn til guðs. Og það er í frásögur fært, að skipshljómsveitin lék hið til- komumikla lag og manngrúinn söng: Hærra minn guð til þín. Áreiðanlega kom söngurinn sá frá hjarta þessa fólks, sem eins og við hafði því miður svo oft misst sjónar á fyrirheiti Jakops- draums: Ég er með þér og varð- veiti þig, hvert sem þú ferð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.