Morgunblaðið - 04.05.1958, Side 11

Morgunblaðið - 04.05.1958, Side 11
Sunnudagur 4. maí 1958 MORCllHJil 4Ð1Ð 11 BONN höfuðborg vestur- þýzka sambandslýðveldisins ÞAÐ átti fyrir litlum, þýzkum háskóiabæ að Jiggja eftir styrj- öldina að vera á allra vörum í heiminum. Þessi litli bær iiggur á friðsælum stað á vinstri bakka Rínar. Þar er eins konar hlið til Ruhr-héraðsins og þarna er Rín í sinu fegursta skrúði. Oft hafði þessi bær séð sögulega tíma, en aldrei hafði þó straumur við- burðanna fært honum svo mikið hlutverk að höndum sem nú. Þegar það lá fyrir þýzka þing- inu árið 1949 að velja sér dvalar- stað, þá komu tvær borgir til mála. Önnur var höfuðborgin í Hessen, Frankfurt, og hin var Bonn. Eftir miklar umræður varð Bonn fyrir valinu. Ekki virtist •það þó liggja í augum uppi, að einmitt Bonn skyldi verða valin, því það virtist liggja fjarri að þessi kyrrláti og rólegi bær yrði gerður að höfuðstað með öllum þeim óróa, sem slíkri stöðu fylg- ir. En Bonn hafði þann kost að þar var nóg olnbogarúm og svo var það líka alltaf haft í huga að hér væri eingöngu um bráða- birgðaástand að ræða, því auð- vitað var Berlín í hugum allra, hin eiginlega höfuðborg landsins. Menn fóru þá líka að hugleiða það að tryggja yrði framtíð Bonn eftir að hún yrði ekki lengur höf- uðstaður. Um Bonn er þegar talað í kring um árið 70 e. Kr., en þá er þarna rómversk nýlenda, sem þá hét Bonna eða Bonnensia. Árið 881 settust Frakkar þar að og árið 1237 varð Bonn að aðsetri kjör- furstanna af Köln. í Dómkirkj- unni í Bonn, sem byrjað var að byggja þegar á 11. öld, hvíla tveir þýzkir konungar. Ráðhúsið var byggt 1737 og frá svipuðum tíma er Poppelsdorf-höllin, en hún er nú hluti af háskóla- hverfinu. Háskólinn í Bonn, eða Friedrich-Wilhelms-háskóli Rín- arlandsins, eins og hann opin- berlega heitir, er talinn með beztu háskólum landsins og þar eru að jafnaði um 8 þús. stúdent- ar hvaðanæva að úr veröldinni. Og svo er Bonn loks þekkt vegna þess, að þar fæddist Beethoven. Annars má segja, að fremur hafi verið kyrrlátt innan múra þessa bæjar. Þarna komu marg- ir ferðamenn og aðrir, sem leit- uðu sér hressingar. Og allt var það vegna þess, hve þetta var ró- legur og kyrrlátur bær. íbúarnir í Bonn stunduðu sín daglegu störf og í gildaskálunum drukku menn vín og sungu stúdentasöngva. Þetta var staður rólegrar gleði, en þrátt fyrir það var þarna unn- ið og starfað. En svo kom síðari heimsstyrjöldin og þar með lauk friðsæld þessa staðar. Brúin yfir Rín hjá Bonn var sprengd og sjálf var borgin eyðilögð að % hluta. Um hin rólegu stræti brunuðu nú skriðdrekar. En Bonn fólkið hóf bráðlega endurbygg- ingu og þó að enn séu til rústir, sem minna á styrjöldina, þá má það teljast undantekningar. Og nýtt lífs hófst og nýjar vonir, þegar bandamenn gerðu Peters- berg við Bonn að aðsetursstað sínum. Þetta er fyrsta fjall hinna svonefndu Sjö-fjalla, en það blas ir við frá Bonn, handan Rínar. Þetta fjall er raunar í eigu firm- ans 4711, sem markir þekkja, vegna þess að það framleiðir svo góða tegund af Kölnarvatni. Árið 1949, þegar byrjað var að ræða um, hver ætti að vera höfuðborgin, bjuggust menn í Rommée Stallmann er þýzkur kvenstúdent, sem stundar nám í Háskóla íslands og hefur hún skrifað þessa grein fyrir Morg- unblaðið um Bonn, höfuðstað Vestur-Þýzkaiands. Bonn ekki við, að bær þeirra yrði fyrir valinu, en samt varð það svo. Og bæjarbúar gerðu sér það ljóst hvers menn væntu af þeim. í fyrstu óttuðust menn, að þessi byrði yrði of þung fyrir bæ, sem ekki taldi nema 140 þúsund íbúa, en svo reyr.d- ist þó ekki. Á fáum árum risu heil ný borgarhverfi upp, hverfi stórra einbýlishúsa við Koblenzer götu varð fljótlega að stjórnar- hverfi. Villa Hammerschmidt varð bústaður ríkisförsetans og Adenauer kanslari hefur aðsetur í Palais Schaumburg. Þinghúsið var upprunalega skóli, en hann var byggður að nokkru að nýju og bætt við hann og þannig varð þessi bygging að tígulegu og virðulegu húsi fyrir þingið og ráðið. Það þurfti að koma ráðu- neytunum fyrir og það varð líka að koma starfsliðinu fyrir, en Bonn er aðsetur flestra helztu embætcismanna ríkisins. Byggt var eftir nýjustu aðferðum, hús- in höfð rúmgóð og björt. Nóg var fyrir hendi af byggingar- svæðum, en það var ekki aðeins stjórnin, sem þurfti mikið oln- bogarúm, heldur líka allt það, sem henni fylgdi. Þannig risu upp ný íbúðarhverfi, en opna svæðið, sem var í milli Bonn og Godesberg var nú notað í hús- grunna. Ný stræti voru lögð og Zubringergatan milli Köln og Bonn, sem dr. Adenauer lét gera, þegar hann var yfirborgarstjóri í Köln fyrir stríðið, kom nú að góðu haldi. Hótelbyggingum skaut upp til þess að unnt væri að' fullnægja eftirspurninni eft ir gistirúmi, sem var mikið, þeg- ar nýr straumur gesta lagðist að bænum. Alltaf komu fleiri og fleiri til Bonn,. en þeir tóku sér ekki eingöngu bólsetu í bænum, heldur einnig í þorpunum í kring. Mikið er um erlenda ferðamenn og má nefna sem dæmi að ferða- mannastraumurinn hefur marg- faldazt í þorpum, eins og Rhön- dorf, þar sem Adenauer hefur nú átt heima um nokkurn tíma. Fólk úr öllu Þýzkalandi tekur sér stöðu við Zenningsweg 8a, þegar Dr. Adenauer fer á morgn- arrá út í vagninn, sem flytur hann til stjórnarsetursins. Drach- enfels, sem gnæfir yfir Rhöndorf þorpinu og- sést vel til Bonn, er víst orðið að því fjalli í Evrópu, sem flestir horfa nú á forvitn- isaugum, og fljótaskipin á Rín, sem ganga fram og aftur, eru yfir fuil af ferðafólki. Það má segja, að æðar lífsins slái hart í nýju höfuðborginni við Rín. Göturnar eru næstum þvi of litlar og þröngar fyrir þennan mikla umferðarstraum. Það eru vagnar stjórnarinnar og almenn- ings, sem alltaf verða að lúta reglum umferðarinnar og svo er það ferðafólkið. Oft eru mikil umferðarvandræði og lögreglu- menn verða dag og nótt að vera á verði. En Bonn-búar kunna vel að meta þjónustu lögreglunnar og á hátiðisdögum, jólum og á nýjári eru oft lagðir dáliUir pinklar með smágjöfum á þá Beethovenstyttan. — Pósthúsið að baki. ættu menn að hafa opin augun og horfa vel í kringum sig. Annars munu menn ekki skilja eða skynja hina sérstæðu fegurð þessa bæjar. Bonn leynir á sér og það þarf því að hafa á öllu gát. Fyrst ættu menn að skoða þing- húsið. Frá miðju höfuðstaðarins fara menn gegnum háskólahverí ið fram hjá stjórnarþyggingun- um og ráðuneytishöllunum. Göm ul skrauthýsi ríkra borgara standa þar í gömlum görðum og Villa Hammarschmidt — forsetahöllin Dómklrkjan í Bonn staði, þar sem lögregluþjór.arnir standa til að stjórna umferðinni. Þannig þakka bæjarbúar hina góðu þjónustu og öryggi. En fólkið gerir sér það Ijóst, að hér er um bráðabirgðaástand að ræða, og þess vegna byggja menn ekki eingöngu fyrir nútíðina. Nú er það haft j huga að gera Bonn að mesta háskólabæ Ev- rópu og nýta þannig hinar miklu byggingar pegar bærinn er ekki lengur höfuðstaður. Nýjar deildir verða þá stofnaðar við háskólann og þær hafa þá að- setur í þeim húsum og vistar- verum, þar sem ráðherrar nú skrifa bréf sín og ritvé.larnar glamra frá morgni til kvölds. — Þarna verða þá stúdentar úr öll- um löndum veraldar, sem blaða í bókum sínum. Það hlýtur að verða gaman þá að vera stúdent í Bonn. En eins og sakir standa, festa menn þó ekki hugann alltof mik- ið við þetta, því nútíðin krefst allrar athygli manna. En ekki gleymir Bonn-fólkið því, hve fallegt er í bænum og loftslagið er líka gott og þetta notar fólkið til þess að fara út undir bert loft og njóta fegurðar staðarins. Þegar menn koma til Bonn, nýtt og gamalt rennur þar saman í eitt. Gesturinn ætti að nema staðar fyrir framan stóra járn- hliðið, sem lokar garðinum við Palais Schaumburg. Börnin fletja út á sér nefið, þegar þau eru að gægjast í gegnum hliðið og telja vagnanna, sem fara út og inn. Nókkru nær er Villa Hammers- chmidt, en þannig heitir höllin eftir þeim manni, sem byggði hana, en það var þýzkur iðju- höldur, sem þarna reisti sér hí_ býli um aldamótin. Ríkið eignað- ist húsið og gerði það að heimili forsetans, prófessors Heuss. Hér er að jafnaði mjög rólegt, en þeg- ar tekið er á móti tignum gest- um, er þarna nóg um áhorfend- ur við hina breiðu stíga, sem horfa á þá viðhöfn, sem fram fer, þegar tekið er á móti gestunum. Lítil stytta úr bronsi af folaldi stendur þarna á grænum gras- blettinum fyrír framan hliðið. Ef gengið er lengra, er farið fram hjá mörgum sendiráðsbygging- um. Að vísu liggja þær ekki all- ar við Koblenzergötuna, heldur er þeirra víðar að leita. Svo er beygt fyrir horn og þá blasir þinghúsið við. Þar eru grænar grasflatir við bakka Rínar. Húsið var hvítt og þess vegna oft kallað Hvíta húsið við Rín. Fljót ið rennur tignarlega fram hjá og það er ekki nema þegar háflæði er, sem óþægindi hljótast af nær veru fljótsins, en þá verður að hlaða sandpokum til þess að varna því að ekki fljóti inn í kjallara hússins. Ef komið er inn i þinghúsið, geta menn skoðað það og fengið sérstaka leiðsögn, þegar engir fundir eru. Ef fundir eru, er fróð legt að kaupa sér aðgöngmiða því þá er hægt að komast upp á áheyrendapallana og hlusta á þingfundi. Salurinn er vel bjart- ur. Bekkir stjórnarinnar standa nokkru hærra í salnum en bekkir þingmannanna, en sæti þeirra mynda skeifu. Yfir bekkj- um stjórnárinnar eru settir fána- litir sambandsríkjanna og í miðj unni er skjaldarmerki ríkjasam- bandsins. Þegar fundi lýkur, er hægt að fara inn í gildaskálann í þing- húsinu og drekka þar kaffi og hugsa úm það, sem menn hafa heyrt og séð. Það er líka hægt að setjast á bekk í garðinum fyr- ir utan og horfa á fljótið og um- ferðina þar. Þungir, hlaðnir vöru flutningabátar fara fram og aft- ur um fljótið og svo eru inn á milli þeirra hvítu bátarnir, sem flytja ferðafólkið á milli bakka fljótsins. Síðan fara göngumenn aftur inn í borgina og ganga eftir hinni breiðu strandgötu við Rín. Rétt áður fara menn upp tröpp- urnar að gamla tollhúsinu og horfa enn einu sinni hátt yfir Rin og til tinda Sjö-fjallana. Ef til vill minnast menn þess, að fyrir mörgum árum var hér toll- stöð og hér varð fólkið, sem fór yfir fljótið að borga gjald til kjörfurstans af Köln. Síðan fara menn í áttina til brúarinnar yfir Rín gegnum Hofgarten, en þar geta menn notið ilms af fögru blómskrúði og síðan fara menn fram hjá háskólanum og horfa þar upp til standmyndarinnar af Maríu guðsmóður. Nú liggur leiðin beint til dóm- kirkjunnar. Ef þetta er snenuna dags, þá fara menn þar inn og hlusta á organléikarann, sem leikur þá á hljóðfæri sitt. En þó þar sé ekkert að heyra og engin athöfn, þá er þarna frið- sæll og fagur staður, þangab sem glaumur og háreisti borgariífsins nær ekki, þar er svalt, þegar heitt er úti, og þar finna menn til ör- yggis og friðar. Þegar menn koma aftur út í birt- una, fara menn ef til villtilminn ismerkis Beethovens á MUnster- torgi, en á því torgi er haldinn markaður um hver jól, þar sem jólatré eru seld og er þá margt um manninn. Ekki er nú langt til fæðingarhúss Beethovens. Litla húsið í Bonngasse lætur ekki mikið yfir sér. en þvi var breytt í Beethovensafn nokkru fyrir aldamót. Gegn lágu gjaltíi geta menn skoðað herbergin þau sem frægasti sonur Bonn fædi- ist árið 1779 og ólst upp. Já, og hvert fara menn svo? Eftir er að skoða háskólann, en ef til vill kunna ókunnugir ekki Framh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.