Morgunblaðið - 13.05.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.05.1958, Qupperneq 6
6 MORCUTSTtJ 4 Ð1Ð Þriðjudagur 13. max 195 AUKINN ÞRÝSTINGUR Á FRAKKA | I STJÓRNARKREPPAN í Frakklandi heldur áfram og er talið að mjög sé vandséð, hvenær henni ljúki. A meðan franskir stjórnmálamenn bítast um, hver skuli vera ráð- herra og hver víkur þar öðrum tii hliðar, steðja sífellt meiri og meiri vandræði að Frökkum, bæði inn á við og út á við. Enn sem fyrr er Alsírvandamálið þar efst á blaði. Það er sízt af öllu aðeins franskt vandamál, heldur einnig orðinn alþjóðlegur vandi og hafa menn sífellt vaxandi áhyggjur út af því. ★—★ Það flaug fyrir, að Pineau ut- anríkisráðherra mundi koma að Alsírmálinu á NATO-fundinum í Kaupmannahöfn, en úr því varð ekki, enda mun hafa verið talið að bráðabirgðastjórn, eins og sú, sem nú situr, gæti ekki bundið þá stjórn, sem á eftir kæmi við eitt eða annað, sem samþykkt kynni að verða eða ályktað um Alsírmálið á slíkum fundi. Nú er þess að gæta, að svo er talið, að ríkisréttarlega séð, sé Alsír hluti af Frakkaveldi en það er aftur í NATO, þannig að Alsír er á þann hátt mjög tengt þess- um samtökum. En út af Alsírmálinu hafa menn veitt mikla athygli þremur fund- um, sem haldnir hafa verið í sam- bandi við þetta mál, en þar hafa komið fram miklar áskoran- ir frá Afríkumönnum um lausn Alsírmálsins. Þessir þrír fundir eru: fundurinn í Tangier, þar sem Neo-Destourflokkurinn í Túnis, Iistiqlalflokkurinn í Mar- •okkó og uppreisnarmannaflokk- urinn í Alsír (FLN) lýstu því yfir að allir þessir aðilar stæðu á bak við sjálfstæðiskröfur Al- sír. Þá er fundurinn í Accra, þar sem átta sjálfstæð afrísk ríki tóku afstöðu til Alsírmálsins og lögðu áherzlu á samstöðu Afríku- búa í því máli og svo loks fund- urinn í Dakar, sem haldinn var fyrir nokkrum vikum, þar sem mættir voru fulltrúar frá Vest- ur-Afríkulöndum Frakka og löndum þeirra í Mið-Afríku. 1 Tangier var því lýst yfir, að fundaraðilarnir teldu að sjálf- stæðishreyfingin í Alsír væri hinn eini rétti stjórnaraðili þar í landi og lýstu Alsír og Marokkó því yfir, að þau vildu styðja upp- reisnarmenn í Alsír með öllu móti. Talið er að þessi yfirlýs- ing muni hafa verið höfð svo skilyrðislaus, sém raun ber vitni, til þess að halda Alsírmönn- um frá því að slást algerlega í för með Nasser. Fundurinn í Tangier hafði sér- staka þýðingu fyrir það land- svæði, sem Frakkar eiga í Vest- ur- og Mið-Afríku og nefnt hef- ur verið Mauretania. íbúar þar hafa fengið eins konar sjálfstjórn en vilja fá að sameinast Marokkó. íbúarnir hafa fyrir stuttu lýst yfir hollustu sinni við konung- inn í Marokkó og þar með veitt kröfum Marokkóbúa til þessa landsvæðis verulegan stuðning og siðferðislegan styrk. Á fundinum í Tangier voru þessar kröfur mjög áberandi og er það enn til þess að auka á óvissu og vand- ræði Frakka í löndum þeirra í Norður-Afriku. Þegar Frakkar veittu svæðum þessum nokkra sjálfstjórn, gerðu þeir ráð fyrir að þar með hefðu þeir bægt fra hættunni á meiri kröfum, en það er auðséð á fundinum í Dakar, sem áður er minnzt á, að íbúarn- ir í þessum löndum vilja nú að gengið sé lengra og að þeim verði jafnvel veitt fullt sjálfstæði. Að vísu mun stjórnmálamönnum í þessum löndum vera ljóst, að þau eru það skammt á veg komin, hvað varðar atvinnumál og efna- hag að þau gætu naumlega staðið á eigin fótum, en samt sem áður hafa þær hreyfingar, sem eru í löndum þessum til aukins sjálf- stæðis mikla þýðingu og auka enn þrýstinginn á Frakka í Norður-Afríku. 1 Tangier var samþykkt áskor- un til Vesturveldanna um að styðja Frakka á engan hátt í sambandi við Alsírstríðið. Er þeirri áskorun fyrst og fremst beint til NATO-landanna og komið hafa fram raddir, sem telja, að ef til vill geti Frakk- ar bundið endi á þetta mál með því að kalla saman fund með Vesturveldunum, sem sérstak- lega fjalli um það, og þar sem Alsírbúar fái einnig að láta til sín taka. Styrjöldin í Alsír heldur sífellt áfram og við og við berast frétt- ir um allmikið mannfall í liði uppreisnarmanna, en að því verð- ur að gá að þær fréttir koma allflestar frá frönskum fréttastof- um. öllum kemur saman um að styrjöldin geti staðið lengi enn og vopnabúnaður uppreisnar- manna mun fremur batna heldur en hitt og ekki virðist þeim fækka neitt að ráði, þrátt fyrir bardaga og skærur. Alsírmálið heldur því áfram að vera sama brennandi vandamálið og stjórri- málaástandið og óvissan í Frakk- landi hefur dregið úr vonum manna um að Alsírmálið leysist í bráð. Úr „Gauksklukkunni'' Stefán, Ebbi og Vernharður bankastjóri. (Helgi Skúlason, Ævar Kvaran og Valur Gislason). — shrit'ar ur daglega lífínu j Eldar í sinu. ÐUR hefur verið um það rætt hér í dálkunum, að Dýra- verndunarfélagið hefur farið þess á leit, að sina sé ekki brennd eftir apríllok. Einnig hefur ver- ið frá því skýrt, að ekki hafi all- ir farið eftir þessum tilmælum, þótt ótrúlegt sé. Nú um helgina sást enn, að ýmsum þótti oörf að sinna sinubrennslunni. T. d. veittu Reykvíkingar því atnygli, að eldur logaði í Viðey síðdegis á sunnudaginn, og lagði mökkmn suður yfir Viðeyjarsund. Dýra- verndunarfélagið kom orðsend- ingu á framfæri í hádegisútvavp- inu á sunnudaginn, og bað menn að ieggja af ósið þenna. Ætti að verða við þeim tilmælum. — og í öskutunnum ÆRI Velvakandi. Getur þú sagt mér, hvort til er nokkur reglugerð, sem bannar íkveikjur á lóðum í Kópavogi. Svo er mál með vexti, að sá ó- siður er hér mjög almennur að kveikja í sorptunnum, svo til á öllum tímum dags, og nú í vor hefur alls kyns rusli verið brennt á lóðunum kringum húsið, þar sem ég bý, svo að varla er hægt að setja ungbarn í vagni út fyrir dyrnar. Einn góðviðrisdaginn fór ég út ásamt konu minni til að njóta veðurhlíðunnar, en þegar heim kom var íbúðin full af reyk, því að við höfðum skilið eftir opna glugga til að hleypa inn hinum hlýja andvara vorsins. En þá höfðu nágrannarnir tekið sig til og kveikt tvö stærðar bál á lóðum sínum, og lagði reykmn beint inn um stofugluggann hjá okkur. Öllum hlýtur að vera Ijóst, hví líkur ómenningarbragur þetta er, og jafnframt sóðaskapur. En mér ekki grunlaust um, að þessi slæmi siður eigi rót sína í því, hve sjaldan sorptunnur eru tæmdar. Væri ég Velvakanda sérstak- lega þakklátur, ef hann gæti upp lýst fyrir mig, hvort umræddar brennur eru leyfilegar og hvert beri að snúa sér með kvartanir um þetta efni“. Velvakandi hefur reynt að kanna málið. í ljós hefur komið, að lögreglusamþykkt fyrir Kópa- vogskaupstað er engin til. E. t. v. verður því að líta svo á, að lög- reglusamþykkt Kjósarsýslu (no. 146/1941) gildi þar enn. í þeirri samþykkt er ekki sjáanlegt ákvæði, sem gildir beint um brennur sem þessar. — Bæjarfó- getinn fer með mál, sem rísa vegna brota á reglum um þessi efni, ef þær eru til. Mykle enn. Velvakanda hefur borizt eftir- farandi bréf: ÆRI Velvakandi. Ég var að lesa í Morgun- blaðinu, að hæstiréttur Noregs hefði dæmt bók Mykles „Sangen om den röde Rubin“ ekki klámrit. Ég hef lesið bókina eins og fleiri, og ég verð að segja það, að ég er nú svo gamaldags, að mér finnst bókin vera klám af verstu tegund, þar sem höfundurinn smjattar á slepjunni og andstyggilegheitun- um og nýtur þeirra auðsjáanlega. Það hefði einhvern tíma verið sagt, að þetta væri brjálsemi, og siíkur maður væri ekki í húsum hæfur innan um börn og ung- linga, sem notaði svona orðbragð, þó hann kannski annað 'lagið segði orð af viti. En hvað er þá klám? Spyr sá sem ekki veit.“ Hlustaö á útvarp FYRIR nokkru flutti Albert Schweitzer, hinn heimsfrægi vís- indajnaður. mannvinur og lista- maður ávarp í útvarp, sem endur varpað var í fjöldamörgum út- vörpum heims á mörgum tung- um. Einnig útvarpið hér, lét gera útdrátt úr erindinu og lesa upp. Var þetta viðvörun til alls mann- kyns frá hinum aldna spekingi, viðvörun við hinni skelfilegu hættu sem vofir yfir öllum vegna kjarnorku og vetnis- sprengna þeirra, er stórþjóðirnar eru að framleiða í æ ríkari mæli og vofa eins og djöfulleg ógn yfir öllu lífi á þessum hnetti. Því mið- ur virðast aðvaranir spekinga, skálda og kennimanna lítil áhrif hafa á stjórnendur heimsveld- anna í austri og vestri og allur almenningur láta sig málið litlu skipta, — en „fljóta sofandi að feigðarósi", eins og skáldið kvað. ★ Leikritið laugardag 3. maí, „Starfið, líf vort og dauði“, eftir Herbert Eisenreich, sem þau léku af mikilli snilld Lárus Pálsson og Guðbjörg Þorbjarnardóttir, er athyglisvert leikrit og fer ágæt- lega í útvarpi. Það fjallar um af- bragðs duglegan og áhugasaman fjármálamann, sem af fádæma dugnaði reynir að hafa sig upp úr fátækt og komast til auðs óg metorða. Honum tekst það og um skeið. En hann á konu, sem hann að vísu elskar og metur mikils og er góður — en hún krefst meira — hún krefst þess, að hann fórni sínum dýrmæta tima til þess að dekra við sig og lætur sér ekki nægja þá umhyggju og ástúð er hann ve^tir henni. Ég held að höfundur leikritsins ætlist til þess, að hlustendur fái fulla samúð með þessum kenjum kon- unnar og ósanngjörnu kröfum. En hvað mig snertir, tókst það ekki. Þar fyrir þótti mér leik- ritið gott og skildi konuna vel. ★ Prófessor Steingrímur Þor- steinsson las upp hið ágæta kvæði Smiðurinn og skrúfan eftir F. Coppée í þýðingu Matthí- asar Jochumssonar. Það er alveg rétt, að útvarpið láti lesa upp veigamiklar þýðingar á úrvals- kvæðum úr heimsbókmenntun- um. ★ Um helgina, hinn vinsæii þátt- ur Gests Þorgrímssonar og Páls Bergþórssonar var ágætur í þetta sinn eins og oft áður. Verður þátt urinn nú lagður niður um hríð, en ég geri ráð fyrir að hlustendur vilji gjarna fá hann aftur í haust. Hann hefur oft lífgað upp á daufa og þunglamalega dagskrá og veitt mikla fræðslu. — í þetta sinn hófst þátturinn á frásögn um svonefnda kröfugöngu verka- manna 1. maí. Þar sem múgur manns gengur um götur höfuð- borgarinnar, berandi alls konar spjöld með áletruðum „kröfum“, svo sem að krefjast „12 mílna landh. tafarlaust“ o.s.frv. Verka- lýðnum ætti að vera hæg heima- tökin að hitta þá Hannibal og Lúðvík að máli. — Þá var ágæt lýsing á athafnalífi þeirra á Akra nesi. Sementsverksmiðjan er mik ið fyrirtæki, 350 metra löng bygging með 64 metra háum skorsteini. Vinna nú að byggingu þessari 240 menn. Ársfram- leiðsla verður,’ að því er áætl. er 75 þúsund tonn af sementi. Að- eins láðist þeim góðu forsprökk- um, að sögn, að sjá verksmiðj- unni fyrir rafmagni, og hyggjast nú helzt leiða rafmagn frá Sog- inu. Hvað kostar það? Hefði þá verið skynsamlegra að byggja verksmiðjuna á Víðinesi eða þar í grennd og spara nokkrar millj- ónir. Nei, íslendingar eru ekki að setja slíka smáhluti fyrir sig, þegar um „hreppapólitík1 er að ræða. — Hið mikla framtak Akur nesinga í útvegsmálum er aðdá- unarvert. Haraldur Böðvarsson hefur lengi staðið þar fremstur í flokki. — Þorskveiðar hafa nú gengið sæmilega, nú byrja síld- veiðarnar og hef ég heyrt að rík- issjóður gæfi 50 kr. með hverri tunnu síldar. Eitthvað er bogið við það. — En frystihúsið gengur frá togarafarmi á 100 klukkutím- um og greiðir vinnulaun er nem- ur 400—700 þúsund krónur á viku. Gaman var að heyra Gest Þor- grímsson skopstæla rússneskan söngvara, tókst honum það alveg prýðilega. Þá var viðtal við Ingi- mar Óskarsson, náttúrufræðing. Krækilyngið er farið að blómg- ast hér í nágrenni Reykjavíkur. Alltaf er gaman að heyra þennan ágæta náttúrufræðing tala um jurtir og blóm. Auk þess athugar hann aldur þorska (12—18 þús- und þorska á ári), telur hann að gengið sé á stofn þorsksins með ofveiði og er það víst vafalaust. Loks var skemmtilegt viðtal við Bernharð Stefánsson forseta efri deildar Alþingis. Bernharð er fróður, góður, gáfaður og vinsæll maður. Fleira eitthvað var í þætt inum og hafi þeir Gestur og Páll þökk fyrir skemmtun og fróðleik í vetur. ★ Vilhjálmur S. Vilhjálmsson tal aði um daginn og veginn, vel að vanda. Hann er einn af beztu mönnum í þessum þætti, enda þótt ég sé honum ekki alltaf sam- mála. Hann sagði nú að verka- menn hefðu 900 kr. á viku. Verka maður sagði mér að hann hefði 1100—1200 kr. á viku. Af hverju stafar þessi mismunur? Ógn vof- ir yfir mannheimi, svo mikil að fólk er hrætt við að eignast börn. Þetta er satt. — Við höfum 7 sinn um orðið nær því gjaldþrota á þessari öld, en alltaf eitthvað orð ið til bjargar. Hugsandi menn eru kvíðnir, óttast að erfitt verði að finna bjargráð. Ræðumaður sagði réttilega að hin svonefndu „rokk“-lög væru herfileg engu síður en „dans“ sá er þeim fylg- ir. Bar það saman við hina fögrú og skemmtile^u þjóðdansa. — „Rokkið" er fundið upp af negr- um í Vesturheimi og hefur pest þessi breiðzt út þaðan. Margt fleira athyglisvert sagði V.S.V. — Undarlegt þykir mér hversu margir dásama þetta vor nú. Að vísu komu hér nokkrir góðir dag- ar nýlega. en þá voru nætur kald ar. í Reykjavík hefur vérið fag- urt veður en víða um land er vond og hörð tíð og nú er hér frost á hverri nóttu. Það er langt frá því að nægilegt sé að sólin skíni inn um glugga og bílrúður borgarbúa. ★ Umræður í útvarpssal voru nú fjörugar og gaman að heyra þar rætt um spurninguna: „Á að þú eða þéra og eftir hvaða reglum sé hvort tveggja gert? Um málið rætt um spurninguna: „Á að þúa dóttir er vildi láta unglinga læra að þéra og þéra kennara sína og svo forseta, biskup og einhverja fleiri yfirmenn svo og ókunnugt fólk — Björn Sigfússon, háskóla- bókavörður vildi sleppa þéring- um alveg, sagði hann að alþýða manna þéraði ekki og að allt gott kæmi frá alþýðunni. Mikið rétt, hér eru allir menn alþýða, engir greifar, barónar, hertogar né aðr ir aðalsmenn, jafnvel þótt all- flestir geti rakið ættir sínar til Gríms hersis úr Sogni. Auðuns skökuls eða annarra slíkra höfð- ingja. Helgi Hjörvar, skrifstofu- stjóri taldi það limlesting á tungu vorri að hætta að þérast, en þeg- ar Björn kom síðar með ein- hverja málfræðilega skýringu vildi Helgi ekki um málfræði tala. Helgi varði mál sitt vel og Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.