Morgunblaðið - 13.05.1958, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.05.1958, Qupperneq 18
18 MORCVNfíí 4Ð1Ð Þriðjudagur 13. maí 195 Handknattleiksheimsókn Helsingör IF: IsEandsmeistarar KR geiðu lalntefli við Danmerkurmeistara En dönsku stúlkurnar unnu KR-flokkinn ÍSLENZKIR handknattleiksunn. endur eiga þeirri ánægju að fagna um þessar mundir að sjá hér í keppni kvenna- og karla- flckk eins þekktasta og hezta handknattleiksfélags Danmerkur. Eru það flokkar Helsingör IF, sem hér eru á vegum KR, en KR gisti heimabæ þeirra á síðastliðnu ári. Dönsku gestirnir léku sína fyrstu leiki sl. laugardagskvöld við gestgjafu sína. Dönsku stúlk- urnar fóru með sigur af hóln-i 16 mörk gegn 14, en jafntefii varð hjá ís<andsmeisturunum KR og Danmerkurmeisturunum HIF | fyrir HIF. Leit sannast sagna ilia út fyrir KR, því leikhraði HIF stúlknanna virtist þeim ofraun. | En Guðlaug minnkaði bilið í 4:2 og Maríu markverði tókst að verja víti er HIF var dæmt. Síðan jafnaðist leikurinn verulega og skoruðu liðin til skiptis unz stað- an var 7:4. Þá náðu KR-stúlk- urnar góðum kafla og Gerðu og Guðlaugu tókst að jafna fyrir KR 7:7. Aftur komust HIF-stúlk- urnar tvö mörk yfir (Ester Hans- en og Karen Erting) en Gerða og Guðlaug létu skotin dynja á danska markinu og skoruðu aftur 3 mörk svo staðan í hálfleik var 10:9 fyrir KR. 24 :24 eftir skemmtilegan leik. Meðal áhorfenda i húsinu var sendiherra Dana. Leikur stúlknanna Eftir að Gísli Halldórsson arki- tekt hafði boðið gesti KR vel- komna og rakið að nokkru til- drög að hinum ánægjulegu sam- skiptum félaganna tveggja hófst leikur kvennanna. Húsið va.r þá fullskipað áhorfendum og urðu margir frá að hverfa. KR stúlkurnar skoruðu fyrsta markið og var Gerða Jónsdóttir !þar að verki. En síðan tóku dönsku stúlkurnar völdin á veli- inum léku hratt og komu KR- vörninni í opna skjöldu. Skoruðu Ester Hansen og Birgitte Fiaga tvö mörk hvor svo staðan var 4:1 Samkomur K.F.U.K. Saumafundur í kvöld kl. 8,30. Fjölmennið. Fíladeifía Almennur biblíulestur kl. 8,30. Allir velkomnir. í síðari hálfleik höfðu dönsku stúlkurnar áttað sig á salarkynn- um og ekki sízt að markhættan stafaði nær eingöngu frá Gerðu og Guð'avgu. Var þeirra nú vei gætt og danska vörnin þéttist að mun. Enda tókst KR-stúlkunum ekki að skora nema 4 mörk í síðari hálfleik (Gerða 3 og Guð- laug 1). Mikinn þátt þar í átti og danska stúlkan er kom í mark ið í síðari hálfleik. Hins vegar sóttu nú HIF-stúlkurnar harðar að marki KR og tókst að finna þær smugur í vörninni er dugðu þeim og leik lauk með 16:14. Voru þær þó óheppnar því 5 stangar- skot áttu þær rétt fyrir leikslok. Voru dönsku stúlkurnar vel að sigri komnar, með meiri tækni, betra grip og betri uppbyggingu leiks. Langbeztar í liði þeirra eru Ezter Hansen og Birgitte Flaga. Af KR-stúlkunum ber hæst Gerðu og Guðlaugu, sem raunar eru einu skytturnar, Maju og Ingu. En kæruleysi í sendingum og óöruggt grip skemma mikið fyrir þessu vaxandi liði. Leikur karlanna Það má ætla að Guðjón maik- vörður hafi stappað stálinu í fé- Starfsfélagar og aðrir velunnarar mínir, innilegt þakk- læti fyrir höfðingsskap ykkar og rausn, megi sumarið færa ykkur fangið fullt af fyrirheitum um bjarta og gleðiríka framtíð. Lifið heilir. Daníel Vigfússon, Akranesi. Innilegt þakklæti sendi ég öllum vinum og vandafólki mínu nær og fjær sem á ýmsan hátt heiðruðu mig og glöddu, með heillaóskum, gjöfum og heimsóttu mig á fimmtíu ára afmæli mínu þann 7. maí sl. og gerðu mér daginn svo ánægjulegan. Með beztu kveðju. Jónmundur fíuðmundsson frá Laugalanái. Aðalfundur Skóg- rækfarfélags Hafnarfiarðar verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 14. maí kl. 8.30 síðdegis. Eftir venjuleg aðalfundarstörf verður myndasýn- ing. Þar á meðal stutt litmynd úr nágrenni Hafnar- fjarðar. Stjórnin. Dönsku meistararnir: Lengst til hægri í fremri röð er Arne Strasen, sem skoraði mörg falleg mörk. Morthensen markvörður (í miðið í fr. röð) vakti mikla athygli. Þriðji frá hægri í aftari röð (ann- ar af leikmönnum) er Theilmann, sem mesta athygli vakti — einkanlega fyrir leik sinn í síðari hálfleik. Iþróftaskólinn efnir til leiðbeinendanámskeiðs VEGNA mikillar vöntunar á leið- beinendum í íþróttum, hefur Iþróttakennaraskóli íslands, með leyfi Menntamálaráðuneytisins, ákveðið að efna til námskeiðs að Laugarvatni dagana 7. til 29. júní Áimonn vonn í kvennoilokki HiF vonn FH í GÆRKVÖLÆDI var annað leikkvöld dönsku handknatt- leiksflokkanna. Kvennaliðið mætti íslandsmeisturum Ár- manns og vann Ármann 24:17. í karlaflokki mættu Danir liði FH. Danir unnu með 33:24. í hálfleik stóð 16:11 fyrir HIF. næstkomandi. Að námsskeiði þessu standa, auk skólans, íþrótta samband íslands, Ungmennafélag íslands, Knattspyrnusamband ís- lands, Frjálsíþróttasamband ís- lands og Handknattleikssamoand ísland. Aðalkennslugreinar verða: knattspyrna, frjálsar íþróttir og handknattleikur. Fleiri íþróttir verða iðkaðar eftir því sem tími vinnst til. Flutt verða íræðiieg erindi og þátttakendum kenndar leikreglur aðalkennslugreinanna, svo að þeir geti tekið dómara- próf. Kennslu munu annast iþrótta- kennararnir Hallsteinn HinrÍKS- son, Hafsteinn Guðmundsson og Valdimar Örnólfsson, ásamt kenn urum Iþróttakennaraskóxa ís- lands. Þá munu fulltrúar samband- anna ásamt íþróttamönnum leið- beina og flytja erindi á nám- skeiðinu. Aðalánerzla verður lögð á að kenna þátltakendum að leiðbeina öðrum í íþróttum. laga sína er hann í upphafi leiks varði glæsilega ágætt slcot. Enda fóru KR-ingar vel af stað. Kom- ust þeir í 4:1 (Reynir og Karl tvö hvor gegn marki Arne Sörensen). Var eins og Danir kæmust ekki almennilega „í gang“. Þó jafnað- ist leikurinn. KR hafði þó yfir- leitt forystuna í fyrri hálfleik, utan það að Danir komust tví- vegis í forystu, í fyrra sinnið með 2 marka mun (9:7). Hálfleik lykt aði með jafntefli 13:13. Við velt- um því fyrir okkur blaðamenn, hvor þjóðin myndi nú njóta betur tölunnar 13. I síðari hálfleik náðu Danir mun betri leik Komu þá vei í ljós yfirburðir Theilmanns, hins margreynda danska landsliðs- manns Skoraði hann helming marka Dana í síðari hálfleik, þó góðar gætur væru á honum hafð- ar. Nú snerist svo að Danir fóru yfirfeitt með forystuna, náðu fyrst 2 marka forskoti, sem KR jafnaði. Síðan náðu Danir 3 marka forskoti en aftur jafna KR-ingar og þegar staðan er 20:20 ver Guðjón vítakast frá landsliðsmanninum Jacobsen. Hleypti þetta kjarki í KR og þeir ná forystu (Karl). Voru þá 10 mínútur til leiksloka. En hinir reyndu Danir jafna og skora 3 til viðbótar, 24:21. Héldu nú illir KR-inga sigraða en þeir létu sig hvergi og með harðfylgi og einbeitni tókst þeim að skora 3 sjðustu mörkin í þessum eik og ná jafntefli við þetta danska lið sem vann Danmerkurmeistara- mótið með 10 stigum umfram næsta félag og hefur á að rkipa 6 til 8 landsliðsmönnum. KR-ingar sýndu í heild góðan leik. Ýmsir leikmanna náðu ekki því sem þeir eru vanir t. d. Þórir og- Guðjón og reyndar Pétur og Stefán. En aðrir náðu betri ieik og var þar fremstur í flokki Reynir Ólafsson sem var hættu- legasti maður KR-liðsins og skor aði 8 af mörkum KR-inga, og einnig Karl sem skoraði 7. Hörð- ur var og í essinu sínu. Dönsku leikmennirnir bera af í knatttækni öruggu gripi og reynslu í leik. Leikgleði þeirra virðist engin takmörk sett. Þó þeir séu undir eða staðan jöfn eiga þeir til glettni og aidrei beita þeir brögðum sem við höfum séð aðra erlenda hand- knattleiksmenn beita hér. Við eigum eftir að sjá hvort það er salurinn sem háir þeim en víst er að við eigum eftir að skemmta okkur vel við að sjá góðan og skemmtilegan leik þeirra. A. St. Víkingur - Þróiiur 1:1 REYKJAVÍKURMÓTINU í knatt spyx-nu var haldið áfram á sunnu daginn. Mættust þá Þróttur og Víkingur. Er skemmst frá því að segja að þetta er fyrsti leikur mótsins sem verið hefur jafn. Honum lauk með jafntefli 1:1. í Þessum jafna leik var þó ekki um jafngóða knattspyrnu að ræða og í hinum fyrri leikum. Þróttarliðið olli nokkrum von- brigðum í leiknum einkum eftir leik þess gegn Fram. Náðu þeir ekki saman fyrr en undir lok leiksins, en áttu þá nokkra sókn á Víking. Gaf hún þó ekki nema eitt mark — en það nægði til að jafna það forskot er Víkingar náðu á 7. mín. leiksins. Komst þá Bergsteinn Pálsson milli bak- varðar og markvarðar Víkings, náði knettinum og sendi hann út á vinstri væng, og þaðan kom langskot er hafnaði í netinu að markverðinum fjarstöddum. — Þetta er einn betri leikur Víkings í mótinu og beztir voru Valur í markinu, Pétur miðvörður og Björn framvörður. Til þess að geta orðið þátttak- andi á námskeiðinu skal um- sækjandi vera 17 ára eða eldri, veia reyndur að reglusö m, og hafa tekið virkan þátt í íþ''ótta- stat fsemi. Gert er ráð fyrir, að þátttakend ur leggi stund á allar kennslu- greinar námskeiðsins og taki virkan þátt í æfingum. . Kostnaður hvers þátttákanda er áætlaður 1000 til 1200 krónur. Umsóknir um þátttöku skuiu hafa borizt skólastjóra íþrótta- kennaraskóla íslands fyrir 25. maí nk. Æskilegt er, að þeim fylgi umsagnir stjórna ung- menna- eða íþróttafélaga. Stjórnir ungmenna- og íþrótta- félaga, héraðssambanda og í- þróttabandalaga eru sérstaklega hvattar til þess að notfæra sé" þetta tækifæri, til þess að eignast leiðbeinendur í íþróttum Er því þessum aðilum treyst til þess, að hvetja og jafnvel styrkja unga efnilega menn til að sækia þetta námskeið fyrir leiðbeinendur. Reynsla af fyrri námskeiðum hefur sýnt, að þátttakendur þeirra hafa mjög eflt íþróttaiðk- anir félaga sinna í hinum ýmsu byggðarlögum landsins. Frá íþróttakennaraskóla íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.