Morgunblaðið - 20.05.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. maí 1958 MORCUWBT. 4 ÐIÐ 11 Fréttir frá Alsír og París FRÁ og með miðnætti aðfara- nótt hins 17. þessa mánaðar var lýst yfir neyðarástandi í Frakk- landi. Þingið samþykkti lög varð- andi hið nýja vald stjórnarinnar með 461 atkvæði gegn 114. Þeir, sem greiddu atkvæði með fram- varpi stjórnarinnar voru komm- únistar og sósíalistar og hér um bil allir miðflokkarnir en á það er bent í þessu sambandi að frumvarpið hefði verið samþykkt jafnvel þó kommúnistar hefðu verið á móti, þeirra atkvæði hefði ekki þurft. Það sem felst í frumvarpi stjórnarinnar um neyðarástand, er það, að innanríkisráðherra stjórnarinnar hefur nú heimild til að 1) Banna alla umferð far- artækja og gangandi manna á tilteknum stöðum eða tiltekn- um tímum. 2) Koma upp öryggissvæð- um, þar sem hægt er að banna tilteknum mönnum eða hópum að koma og safnast saman. 3) Hægt er að skipa mönn- um, sem á einn eða annan hátt óhiýðnast yíirvöldunum að yfirgefa einstök héruö eða lögsagnarumdæmi eða hluta af þeim, eftir því sem þörf þykir í hvert skipti. 4) Húsrannsóknir eru heimil ar, hvort sem er á degi eða nóttu. 5) Hið opinbera hefur heimild til ritskoðunar hvað varðar dagblöð og til þess að hafa umsjón með því, sem út- varp, kvikmyndahús eða leik- hús sýna, og eftir atvikum banna það, sem þurfa þykir. 6) Ileimilt er að banna fólki að safnast saman og heimilt að loka skemmtihúsum og auk þess má banna áfengisveiting- ar. 7) Heimilt er að ákveða til- tekna tíma á sólarhringnum, þegar engir megi vera utan dyra. 8) Heimilt er að loka til- teknum stöðum eða svæöuim, þannig að þangað megi eng- inn utanaðkomandi maður ferðast. Loks er dómsmálaráðherr- anum heimilaö að veita her- dómstólum vald til þess að fara með dómsmál, sem ann- ars heyra undir borgaralega dómstóla. Víðtækar handtökur Ýmis af þeim ákvæðum, sem lögleidd voru með lögunum um | neyðarástandið, var þegar farið að nota daginn áður. Allt frá því um miðja síðustu viku hafa farið fram miklar handtökur manna, sem taldir voru á ein- hvern hátt grunsamlegir. Talið var, að s. 1. föstudag, hefðu um 300 manns verið handteknir í París einni og var aðalástæðan fyrir mörgum handtökum sú, að menn þessir höfðu safnazt sam- an, þrátt fyrir bann lögreglunn- ar. En nokkur hluti þessara manna var þá tekinn fastur, vegna þess að á þeim lá grun- ur um, að þeir mundu stofna til uppreisna og óeirða. Ritskoðun hófst þegar í stað og var byrjunin sú, að gefin var út fyrirskipun um að engar Soustelle myndir mætti senda þráðlaust, nema þær væru áður sýndar yfirvöldum. Allar samkomur og hópgöngur voru þegar í stað bannaðar. Eitt af því sem lögreglan gerði þegar á laugardag og var raun- ar byrjuð á daginn áður, var að leita uppi alls konar félög, sem kennd voru við fasisma. Ráðizt var inn í húsakynni þeirra og lagt hald á allt sem þar var. Ilerinn hafður viðbúinn Strax og neyðarástandinu hafði verið lýst yfir, var gefin út fyr- irskipun um, að engin leyfi yrðu framar veitt í hernum. Öllum hermönnum, sem staðsettir eru í Vestur-Þýzkalandi var fyrir- skipað að vera reiðubúnir, hvort sem var á nóttu eða degi. í Frakklandi hafa allir foringj- ar og óbreyttir hermenn fengið skipun um að koma nú þegar til stöðva sinna. Hermenn, sem eru heima í leyfi frá Alzír, eiga þegar í stað að koma til stöðva | hersins í héruðum, þar sem þeir i dveljast. Þetta er gert til þess að ríkisstjórnin geti fremur kom- ið í veg fyrir uppreisnir innan hersins, hvort tem þær stafa frá franska hernum í Alzír eða þá frá mönnum de Gaulle. Moch innanríkisráðherra Aðfaranótt laugardagsins gerði Pflimlin breytingu á stjórn sinni, þannig að þrír svonefndir sósíal- istar voru teknir í stjórnina, og var höfuðforingi þeirra Jules Moch gerður að innanríkisráð- herra. Moch er nú nefndur hinn „sterki maður“ stjórnarinnar og er talið að hann muni ekki svíf- þess að koma í veg fyrir upp- reisn hersins og einnig, að Gaull- istar komist til valda með of- beldi. Moch er þekktur að því að vera harðhentur, þegar hann vill það viðhafa og er sagt, að kommúnistar í Frakklandi líti það mjög óhýru auga að hann sé nú orðinn innanríkisráðherra. Þegar allsherjarverkfallið var 1948, var Moch ráðherra og köll- uðu kommúnistar hann þá „Noske“, en Noske var þýzkur jafnaðarmaður, sem var ráðherra í fyrstu stjórn Eberts forseta og Salan hershöfðingi barði hann niður kommúnista- uppreisnirnar í Þýzkalandi fyrst eftir styrjöldina 1914—18. Þeir, sem eru yzt til hægri hafa einnig megna andúð á Moch en þeir telja að hann sé mjög sama sinnis og Mendés-France. Þúsundir af lögreglumönnum voru til taks í París til að dreifa mannfjöldanum og notuðu kylfurnar óspart Gat Massu tekið París? Hræðslan var orðin svo mikil í París, að menn bjuggust svo að segja við hverju sem var. Marg- ir töldu, að á því gæti verið yfir- vofandi hætta að Massu hers- höfðingi, yfirmaður fallhlífaher- sveitanna í Alzír, og sá sem stendur á bak við óhlýðni hers- ins þar, gæti tekið París. Margir voru hræddir við, að hann myndi flytja lið sitt yfir til Frakklands og stefna til borgarinnar. Ef svo færi, mundu kommúnistar og uinn nýi innanríkisráðherra Moch jafnaðarmenn stofna til verkfalla og endirinn yrði blóðug borgara- styrjöld. Sjónarvottur segir frá Danska blaðið Extrabladet, birti síðdegis á laugardag ýtar- lega grein frá fréttaritara sínum í París um ástandið í borginni nóttina áður. Blaðamaðurinn seg- ir, að óskapleg upplausn hafi þá verið í borginni. Þá hafi 50 þús. lögreglumenn verið á ferli og komið hafi til blóðugra óeirða. Blaðamaðurinn segist áður hafa séð sitt af hverju þessu líkt, til dæmis á styrjaldarárunum, þeg- ar uppreisnir voru og hópgöngur í hersetnum löndum, en ekkert af því hafi komizt í námunda við ástandið í París á laugardags- nótt. Margir saklausir hafi orðið þarna fyrir barðinu á lögregl- unni, eingöngu vegna þess að þeir lentu í hóp með öðrum. Lög- reglumennirnir voru vopnaðir kylfum og dreifðu þeir ÖU- um hópum, hvort sem þeir voru stórir eða smáir og létu þá kylf- urnar dynja á hverjum sem var. Þannig gekk þetta alla nóttina en um morguninn var nokkur ró komin á, en þó bjuggust allir við áframhaldandi baráttu og óvæntum atburðum, segir blaða- maðurinn. Hann segir, að öllum hafi borið saman um, að það þurfi að fara aftur í tímann, allt til septembermánaðar 1939, til þess að finna hugarástand, sem sé svipað því, sem nú ríki í Frakklandi og þá sérstaklega í Parísarborg. Hver maður spyrji annan, hvort nú verði borgara- styrjöld og öllum komi saman um, að hjá vandræðum verði ekki komizt, en hitt sé svo ein- ungis óvíst, hversu vandræðin verði víðtæk. Rólegra í París á laugardag Fréttaritarar, sem voru í París á laugardaginn var, sögðu að þar væri nú allt orðið rólegra eftir ósköpin nóttina áður. Menn sætu við kaffiborðin utan við veit- ingastaðina úti undir beru lofti, eins og ekkert hefði skeð. Á göt- unum, í skrifstofunum, í blóma- verzlunum við ■ Madeleine og hjá bóksölunum á Signubökkum er sagt allt hið sama og áður var. Parísárbúar fara nú til vinnu sinnar, eins og áður. En fréttaritararnir segja, að þetta sé ekkert annað en yfirborð, en raunverulega séu Parísarbúar ákaflega órólegir. Þeir rífa þeg- ar í stað út hvert það blað, sem kemur fram á götunum. Morgun- blöðin eru nú seld í miklu stærri upplögum en áður, svo að aukn- ingin nemur hundruðum þús- unda. Kvöldblöðin hafa einni milljón stærra upplag en áður. Mikið hefur borið á því, að menn hröðuðu sér ' til þess að kaupa ýmsan varning í búðum og langar biðraðir eru fyrir utan margar verzlanir. Segja má að niðursuðuvörur séu nú vart fáan- legar, því að þær hafa verið rifn- ar út. Mikil eftirspurn er einnig eftir sykri og öðrum matvælum, sem þola geymslu. Verðlag á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað mjög mikið, en fiskmeti er tæplega til og þá mjög dýrt, ef það fæst. Segja fréttaritararn- ir að á þessu og ýmsu öðru megi Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.