Morgunblaðið - 20.05.1958, Blaðsíða 16
16
inuKUUCSULAOlÐ
Þriðjudagur 20. maí 1958
/ „Hvað hafið þér eiginlega út á
Ron Cortes að setja? spurði hún,
án þess að snúa sér 'við og þegar
hann svaraði ekki undir eins,
bætti hún við: — „Haldið þér
kannske að hann vilji einungis
leika sér að konum?“
„Mér stendur hjartanlega á
sama um það hvað hann vill og
hvað hann gerir við konur“,
svaraði hann hranalega".
,,Það er einungis hann sjálfur
sem vekur áhuga minn.
Hann þagnaði eitt andartak og
svo kom það. — Ég vildi gefa
xnikið til þess að vita hvaða og
hversu mikinn þátt hann átti í
dauða Marie Callon.
„Haldið þér að hún hafi fyrir-
farið sér vegna þess að hún var
ástfangin af honum?“
Hún snéri sér að honum og
hann hristi höfuðið:
„Marie hefði aldrei dottið í hug
að stytta sér aldur vegna von-
brigða í ástamálum. Hún var að
vísumjög ástfanginn afCortes, en
hún var líka hrædd við hann.
Hann vildi láta hana gera eitt-
hvað. Ég gæti hugsað mér að hún
hefði dáið vegna þess að hún
vildi ekki gera það“.
,,Hon ætti þá eftir því að bera
einhverja ábyrgð á dauða henn-
ar?“ Rödd Joans var hás og hún
kom skrefi nær honum. Hann
kinkaði kolli.
„Já, það er mín skoðun, enda
þótt haxm hafi ekki biátt áfram
barið hana til bana. . .“ Þegar
Joan svaraði ekki, hélt hann
áfram. — „Það var einhver í
klefa hennar um nóttina, sem hún
dó. Ég heyrði þau tala, en þau
töluðu svo lágt að ég gat ekki
þekkt röddina — karlmannsrödd
ina“.
„Þér njósnuðuð um hana, eins
og þér hafið njósnað um mig í
kvöld“, sagði hún kuldalega.
Hann brosti afsakandi: — „Þér
megið gjarnan nefna það því
nafni“.
„Þér segizt ekki hafa getað
heyrt hver það var. Hvers vegna
skyldi það þá hafa verið Ron
Cortes, fremur en einhver ann-
ar?“
„Ég get ekki hugsað mér að
hún hefði hleypt nokkrum öðr-
um inn í káetuna til sín á þeim
tíma sólarhringsins.
Eftir því sem ég bezt veit hafði
Marie ekki kunningsskap við
neinn annan karlmann á skipinu.
Hún var falleg og vönduð stúlka
— allt of vönduð og auðtrúa. Þess
vegna hætti hún sér út í eitthvað,
sem kostaði hana lífið — það
sama, sem knúði systur yðar til
að strjúka, cherie“.
„Vitið þér hvað það var?“,
spurði hún.
„Já og ég er viss um að Lisette
hafði séð einhvern sem hún
þekkti — einhvern sem hún
vissi að var ekki aðeins hættu-
legur að öllu jöfnu. Hún vissi að
hann var morðingi“.
8. KAFLT.
Joan gat ekki lengur haldið
ytri ró sinni. Fram að þessu
hafði hún reynt að hrinda öllum
ótta frá sér, en nú fann hún til
nærveru hans, eins og um lifandi
veru væri að ræða.
„Morðingi", endurtók hún hás-
um rómi og henni fannst
skyndilega svo nístandi kalt í ká-
etunni. Hún fór að skjálfa og
kreppti hendurnar svo að hnúarn-
ir hvítnuðu.
,rlá, ég held að einn ferðafélagi
okkar sé morðingi, chérie“, sagði
Jean Collet rólega.
„Eigið þér við .... þér haldið
að það sé geðveikur maður ....
vitfirringur.... ?“
„Nei, alls ekki. Ég á við mann
sem leikur mjög djarfan leik,
vegna afar arðvænlegra vinnings
möguleika og lætur það ekkert á
sig fá, þótt það kunni að kosta
nokkur mannslíf. En hann getur
ekki unnið einn. Hann eða hún —
það getur nefnilega vel verið
kona — neyðist til að nota aðra.
Svc þegar þessar ólánssömu
manneskjur verða morðingjanum
ekki lengur að neinu liði .... ja,
þá lætur hann þær bara hverfa.
Svo auðvelt er það. ...“. Hann
þagnaði með hörkuiegan svip og
kreppti stóra hnefana.
„Ég skil bara ekki hvað það er
hér á skipinu, sem svona sam-
vizkulaus morðingi sækist eftir —
eitthvað sem er svo þýðingarmik-
ið, að hann hikar ekki við að
fremja morð“.
Collet brosti, líkast því sem
menn brosa að einföldu barni, góð
látlega og með umhurðarlyndi.
„Hér getur margt komið til
greina, chérie. Það geta verið
eituriyf. Það geta verið falsaðir
peningar, en svo gæti það líka ver
ið —“ Hann kipraði saman aug-
un. — „Það gæti líka verið gim-
steinasafn madame Cortes".
„Skyldu það vera smaragðarn-
ir?“ hrópaði Joan skelkuð".
„Hefur yður alls ekki dottið
það í hug? Safnið er óskaplega
dýrmætt og í fyrra, þegar gamla
frúin ferðaðist með annað safn
— í það skiptið voru það demant-
ar — þá var raunverulega gerð
tiuraun til að stela þeim. Eg held
að þorpararnir sem þá voru með
Fleurie, séu nú með okkur á
Rocheile".
Joan varð að hugsa þetta mál
betur. Auðvitað voru smaragðarn
ir mjög mikils virði. Það var því
ekki ólíklegt að einhverjir reyndu
að stela þeim.
„Ef tilraun hefur áður verið
gerð, til að itela gimsteinasafni
madame Cortes, hlýtur lögreglan
að ....“ byrjaði hún, en hann
greip fram í fyrir henni.
„Lögreglan tekur grunsemdir
einar ekki gildar. Hún vill hafa
eitthvað áþreifanlegt til að
byggja á. Ef ég benti á einhvern
mann og segði: — Þessi þarna
ætlar að stela — myndi lögreglan
grennslast fyrir um það hvort sá
hinn sami hefði nokkurn tíma áð-
ur gerzt brotlegur við lögin og
ef svo reyndist vera, myndi hún
athuga málið nánar — annars
ekki. í þessu tilfelli veit maður
ekki hvern tortryggja skal. — Við
vitum ekki neitt.....En ég held
að systir yðar hafi eitthvað vit-
að“.
„Hún sagði mér ekki neitt“,
fullyrti Joan.
Hann hristi höfuðið brosandi.
„Mér ekki heldur, enda þótt ég
gerði allt sem hugsazt gat, til að
hafa eitthvað upp úr henni. Hún
þorði ekki að segja neitt. Hún var
hrædd um líf sitt“.
„Hvers vegna langaði yður til
að hafa eitthvað upp úr henni?“
spurði Joan eftir stundar umhugs
un.
Andlit mannsins dökknaði og
svipurinn varð hörkulegur og
járnkaldur. Joan hafði verið far-
in að líta á hann sem vin — en
hann gat alveg eins vel verið
óvinur. — „Hafið þér ekki fund-
ið umslagið ennþá?“ spurði hann
hörkulega.
„Ég hef því miður ekki haft
neinn tíma til að leita að því“.
„Þér verðið að láta það sitja
fyrir öllu öðru, chérie, því að um-
slagið verð ég að fá, áður en við
stígum á land í Ameríku. Það
skiptir mjög miklu máli. Það get-
ur kostað mig lífið — kannske
yður líka“.
„Já, en þetta bréf sem þér eruð
að tala um, kemur mér hreint
ekkert við. Það var systir min. .“
„Þér gangið hér undir nafni
systur yðar, gleymið því ekki. —
Reynið- þér nú að finna umslagið
handa mér. ...“ Hann gekk fram
að dyrunum, en áður en hann opn
aði þær, leit hann til hennar. —
„Gætið yðar vel, cherie. Ef Lis-
ette hefur haft eitthvað saman
við þessa þorpara að sælda og
þeir uppgötva að þér eruð ekki
Lisette, þá eigið þér á hættu
að ....“ Hann strauk með fingr-
inum þvert yfir barkann á sér. —
„Þér getið vel orðið næsta, litla
hárgreiðsludaman, sem deyr af
slysi í káetunni sinni“.
Lífið gekk sinn vanagang á
hinu stóra skipi. Morguninn eft-
ir, þegar Joan hélt til hárgreiðslu
stofunnar, átti hún erfitt með að
hugsa sér það, að hættur og
óhugnaður gætu leynzt í hinu
létta andrúmslofti iðjuleysis og
anna, sem setti svip sinn á far-
þega og skipsfólk. Hér var morð-
ingi innanborðs, hafði Jean
Collet sagt. Það virtist vissulega
ótrúlegt.
Þjónar þutu framhjá, með
morgunverðarbakka. Farþegar
reikuðu fram og aftur um sali og
ganga, eða stóðu í smáhópum og
röbbuðu saman. Aðrir flýttu sér
inn í reyksalinn og nokkrir voru
þegar farnir í skemmtigöngur um
þilförin.
Flestir farþeganna voru í
ferðafötum — konurnar í stökk-
um og litsterkum prjónatreyjum,
karlmennirnir í Ijósum buxum,
eða stuttbuxum og sportskyrtum,
sem voru opnar í hálsinn. Þeir
hlógu og slæptust, vegna þess að
þeir höfðu skotið öllum áhyggjum
til hliðar í nokkra daga.
Eldra fólkið lá í þægilegum
Iegustólum, vafið ábreiðum, með
stór sólgleraugu og virtist þjakað
af leiðindum, en samt var ekki
laust við að Joan öfundaði það,
þegar hún flýtti sér fram hjá.
Það myndi vera dásamlegt, ef
hún gæti leyft sér að slæpast
svona og liggja í iðjuleysi, eins
og þetta fólk. Og henni þótti vænt
um, að hún skyldi drífa sig á fæt
ur svo snemma að hún gæti labb-
að stundarkorn um þilfarið og
notið hreina sjávarloftsins, áður
en vinnan í hárgreiðslustofunni
byrjaði.
Hún hafði ekki sofið sérlega
mikið um nóttina. Aðdróttun Je-
an Collets um það, að Lisette
hefði eitthvað staðið í sambandi
við þennan óaldarflokk, hafði
haldið vöku fyrir henni — sömu-
leiðis sú ágizkun hans að líf henn-
ar sjálfrar kynni að vera £
hættu....
Hún hafði legið andvaka og
starað upp í loftið, skjálfandi af
kulda, enda þótt nóttin hefði ver-
ið moliuhlý. Hvern átti hún að
varast? Hún var alveg sannfærð
um það að hún þekkti einn meðlim
glæpaflokksins — hina mögru,
glæsilegu frú Leishman. Hún
hafði gefið henni skipanir frá ein
hverjum sem hún kallaði „for-
ingjann".
Frú Leishman vissi ekki betur
en að hún væri Lisette, annars
hefði hún ekki ráðlagt henni að
vera þægileg við Ron Cortes. — 1
fyrstu hafði henni fundizt skip-
unin bjánaleg, en eftir það sem
Jean Collet hafði sagt um smar-
agðasafnið, virtist hún hafa ein-
hvern sérstakan tilgang.
Joan hafði bylt sér og snúið í
rúminu og reynt að sofna. Hvað
var það sem þeir vildu að hún
kæmist á snoðir um viðvíkjandi
Ron? Það hafði hún ekki fengíð
nein skilaboð um, en kannske
fengi hún þau í kvöld, þegar hún
færi að laga hárið á frú Leish-
man, í káetunni hennar. Auðvitað
var meiningin sú að þar skyldu
þær tala saman alveg einslega og
undir fjögur augu. Joan kveið
fyrir því samtali, en fann þó til
æsandi eftirvæntingar. Þegar ein
hver ógnaði henni, var hún vön að
berjast.
Hún hafði orðið ástfangin af
Ron og það var auðvitað heimsku-
legt. Hann hafði stungið upp á
því að þau skyldu verða vinir. —
Gat vináttan orðið nokkuð annað
og meira? Aldrei það sem Joan
óskaði helzt að hún yrði — til þess
var djúpið of mikið á milli þeirra.
Hann hafði kostnaðarsamar venj
ur og síðan hann sagði skilið við
hermennskuna hafði hann að
mestu lifað í iðjuleysi og leti. —
Fjárhagslega var hann sennilega
alveg háður ömmusystur sinni.
Var það einungis arfsvonin sem
tengdi hann við gömlu madame
Cortes?
Joan skammaðist sín fyrir
spurninguna, en hún gat ekki
hrundið. henni úr huga sínum. —
Hann myndi aldrei kvænast
stúlku, fátækri og umkomulausri.
Þegar Joan var átján ára,
hafði hún ímyndað sér að hún
væri ástfangin af ríkum, ungum
manni, sem sór það, að hún væri
eina konan í öllum heiminum, sem
hann kærði sig um. En þegar til
kastahna kom, varð hún þess vís
að það var ekki hjónaband, sem
hann girntist. ...
Joan leit á klukkuna í borðsaln-
um og greikkaði þegar sporið. —
Hún hafði slórað of lengi uppi á
bátaþilfarinu og kom þv£ of seint
til morgunverðarins. Hún varð að
láta sér nægja croissant og bolia
af kaffi.
Hún flýtti sér í gegnum stóra
verzlanasalinn, þar sem verið
var að opna sölubúðirnar. —
Mademoiselle Fosiet var að
skreyta gluggana sína og sýninga
stúlkan hennar, mademoiselle
Halle hafði ldætt sig í kanelbrún-
an, skrautlegan kjól, sem sýna
átti viðskiptavini. Fyrir framan
blaðaklefann var biðröð.
„Ég kem of seint", tautaði Jo-
an fyrir munni sér. — „Hvað
skyldi monsieur Charles segja?“
SHtltvarpiö
SíxnasSúlka
Stórt fyrirtæki vill ráða símastúlku. Vélritunar- og
nokkur málakunnátta nauðsynleg. Tilboð merkt:
„4004“, ásamt uppl. um fyrri störf og meðmælum
óskast send afgr. Mbl. fyrir 23. þ.m.
Rösk sfúlka
óskast til afgreiðslustarfa strax
SVEINSBÚÐ
Borgargerði.
k
a
ú
á
, THAT'S IT...I JOINEP
HIS GANG TO GET THE
EVIDENCE ON HIM...
NOW I HAVE IT BUT IM
^ AFRAID IT'S TOO
L.ATE / J
RIFF McCORD IS A
FUR TRADER, DEE..
HE HAS INSURANCE
ON AUL FURS LOST
OR STOLEN ON THE
WAV TO THE CITY
_ BUYERS...
i I GET IT... 1
...THEN HE t
COLLECTS THE
INSURANCE AND
STILL HAS
_ THE FURS/ ^
AND RIFF
HAS BEEN
STEALING
HIS OWN
m FURS / Q
IT WAS MY
FAULT...ÍF I’D
ONLV KEPT MY
BIG MOUTH
SHUT ABOUT
VOUR RING .
„Ríkarður er grávöruframleið-
•ndi. Hann vátryggir varninginn
á meðan hann er á ieiðinni á mark
að, og stelur honum síðan sjálf-
ur“. — „Eg skil“, sagði Dídí,
„hann fær vátryggingarféð
greitt." — „Einmitt. Eg gerðist | of seint". — „Þetta er mér að
félagi hans tii þess að afla sann-1 kenna", sagði Dídí, „ef ég hefði
ana. Nú hefi ég þær, en sennilega haldið mér saman”.
Fininiludugur 22. maí:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Á frívaktinni”, sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 19,00 Þingfréttir. 19,30
Tónleikar: Harmonikulög (plöt-
ur). 20,30 Erindi: Hátíðanöfn á
vori (Árni Björnsson stud. mag.).
20,55 Tónleikar (plötur). — 21,15
Upplestur: Steingerður Guð-
mundsdóttir Ieikkona les kvæði
eftir Tómas Guðmundsson. 21,30
Tónleikar (plötur). 21,45 íslenzkt
mál (Ásgeir Blöndal Magnússon
kand. mag.). 22,10 Erindi með
tónleikum: Jón G. Þórarinsson
organleikari talar um banda-
ríska nútímatónlist. — 23,00 Dag-
| skrárlok.