Morgunblaðið - 20.05.1958, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐ1Ð
T>rið.indaeur 20. maí 1958
Þegar síldin brást var stoðunum
kipptundanatvinnulífi Siglfirðinga
40 dra afmæli Siglufjarðarkaups+aðar
140 dr síðan Siglufjörður hlaut
verzlunarréttindi
unni um þá tíð, er hamingjuhjól-
ið snerist þar — og þúsundir
íslendinga héldu þangað til þess
að freista hamingjunnar, í von-
inni um að koma auðugir heim
að hausti.
Viðtal við Baldur Eiríksson forseta bæjarstj.
í LÖGUM um kaupstaðaréttindi
Siglufjarðar segir um verzlunar-
lóð kaupstaðarins, að hún tak-
markist — a) að vestanverðu við
höfnina; að norðan bein lína
milli fjalls og fjöru, 25 föðmum
fyrir norðan húsið Bakka. Að
sunnan bein lína milli fjalls og
fjöru, 25 föðmum fyrir sunnan
gullnáma dugmikilla kvenna og
karla og yfir sumarmánuðina
líktist bærinn frekast gullgrafara
bæ, þar var jafnan líf og fjör
og mikið um glaum og gleði. —
En síðar brást „silfur hafsins" og
færri koma nú til Siglufjarðar
á síldarvertíð en áður var, áhætt-
an varð meiri — sumir komu
Til Sigluf jarðar fóru ungar og gamlar til þess að salta og þegar
aflinn var mikill stóð kvenfólkið stundum við söltun í tvo
sólarhringa. Þá var gaman að vera á Siglufirði.
húsið Hlíðarhús. Að vestan fjall-
ið. Að austan höfnin. — b) Að
austanverðu við höfnina. Að
norðan svo nefndur Rjómalæk-
ur..........
★—O—★
Hvort sem rjómi hefur ein-
hvern tíma runnið í Rjómalæk
eða ekki, þá má segja, að um
árabil hafi íslendingar fleytt
rjómann á Siglufirði. Þar stóð
einn mesti og öflugasti atvinnu-
vegur þjóðarinnar traustum fót-
um um margra ára skeið og það-
an var rjómi íslenzkra útflutn-
ingsafurða, síldarafurðirnar,
fluttur til erlendra markaðs-
landa.
í dag á Siglufjörður 40 ára
kaupstaðarafmæli. — Frá því, að
Siglufjörður hlaut kaupstaðar-
réttindi, hefur hann öðrum kaup-
stöðum fremur verið tengdur von
um íslenzku þjóðarinnar um góð-
an afla og farsæla afkomu þjóð-
arbúsins. Um áratuga skeið hafði
þessi bær bein áhrif á afkomu
þorra íslenzkra heimila um allt
land. Allir, sem vettlingi gátu
valdið, fóru í þá daga „á síld“ eða
til síldarvinnu á Siglufirði. —
Að sumrinu var bærinn miðdep
ill íslenzks atvinnulífs, þangað
flykktust menn úr öllum lands-
hlutum til þess að fá hlutdeild
í „silfri hafsins“ — og heima,
í bæjum og sveitum, var jafnan
beðið með eftirvæntingu eftir
nýjum fréttum frá Siglufirði. Um
árabil var Siglufjörður hreinasta
tómhentir að hausti — og þjóðar-
búskapurinn stóð höllum fæti. Þó
eiga flest íslenzk heimili enn ein-
hverjar minningar tengdar Siglu-
firði — og í huga sjómanna og
þeirra, sem eldri eru, hvílir enn
gamli ævintýraljóminn yfir
Siglufirði — bundinn minning-
— Hornsteinninn að framtíð
Siglufjarðar var lagður hinn 20
maí árið 1818, er Siglufjörður
varð löggiltur verzlunarstaður,
sagði Baldur Eiríksson, forseti
bæjarstjórnar Siglufjarðar, er
blaðið átti tal við hann í gær.
En þegar Siglfirðingar minntust
100 ára afmælis löggildingar
verzlunarstaðarins, 20. maí árið
1918, barst þeim fregnin um það
að Alþingi hefði tveim dögum
áður samþykkt lögin um kaup-
staðarréttindi fyrir Siglufjörð.
Stefán Stefánsson frá Fagraskógi,
þingmaður Eyfirðinga, var for-
mælandi málsins á þingi og
reyndist jafnan ótrauður og ör-
uggur málsvari Siglfirðinga. En
sá, sem drýgstan þátt átti í sjálf-
stjórnarbaráttu Siglfirðinga, var
séra Bjarni Þorsteinsson, mjög
merkur og mikilhæfur maður,
sem allir Siglfirðingar báru ótak-
markað traust til, sagði Baldur.
í fyrstu bæjarstjórn Siglu-
fjarðar sátu 7 menn — og er einn
þeirra enn á lífi, Sigurður
ICristjánsson, konsúll, sem var
kjörinn heiðursborgari kaupstað-
arins á 1000. fundi bæjarstjórnar
í fyrra.
★—O—★
— Og nú eru 40 ár liðin síðan
Siglfirðingar urðu kaupstaðar-
búar. Skil hafa verið skörp milli
góðæra og magurára og Sigl-
firðingar hafa á þessum árum
fært þjóðarbúinu drjúgar tekj-
ur. Fyrir 40 árum voru síldveið-
ar og síldarverkun okkar á byrj-
unarstigi, um tíma mændu allra
augu til síldarinnar og Siglu-
fjarðar, en nú hafa síldveiðarn-
ar brugðizt. Árið 1945 varð Siglu-
firði, Siglfirðingum og þjóðarbú-
inu, örlagaríkt. Það sumar brást
síldin — og hefur brugðizt æ
síðan. Stoðunum var kippt und-
an atvinnulífi bæjarins. Áður en
síldarvinnslan hófst stunduðu
Siglfirðingar mestmegnis aðrar
fiskveiðar — og nú var aftur leit
að fyrri bjarga. Skjótra úrræða
var þörf, bæjarútgerð var stofn-
uð — og tveir togarar keyptir
sem síðan hafa verið undirstaða
atvinnulífsins hér. Síldarverk
smiðjur ríkisins eru enn stærsta
fyrirtækið í bænum, en nú reka
verksmiðjurnar hraðfrystihús. -—
Fiskverkun er nú mikil hér,
tunnuverksmiðja ríkisins starfar
og hér og verzlunarlyrirtæki eru
mörg sem áður, það elzta stofn-
sett 1906.
Söliunarkassar og síldarlunnustaflar — þá þekkja allir Sigiufjórð
Töluvert hefur verið unnið að
byggingarmálum á undanförnum
árum, unnið er að stækkun og
endurbótum hafnarbryggjunnar
log athugaðir möguleikar á frek
ari hafnarframkvæmdum. Sam-
göngur við önnur byggðarlög eru
enn að mestu leyti á sjó. Siglu-
Baldur Eiríksson
fjarðarskarð er ekki fært nema
stuttan tíma á ári hverju, en í
fyrra var hafizt handa um vega-
lagningu fyrir Stráka, en heyrzt
hefur, að ekkert verði unnið að
þeim vegi í sumar — og er það
til mikils baga, því að sá vegur
yrði fær mikinn hluta ársins.
Eitt helzta hagsmunamál Sigl-
firðinga hvað samgöngum við-
kemur er flugvallarbygging. Enn
er ekki lokið byggingu sjúkra-
flugbrautar, en brýn nauðsyn ber
til þess að byggð verði hér flug-
braut fyrir stærri flugvélar, því
að sömu sögu segjum við og
Vestfirðingar: Flugfélagið hefur
einungis yfir einni sjóflugvél að
ráða, sem á að anna flutningum
íil Vestfjarða og Siglufjarðar.
★—O—★
— Mig langar til þess að nota
tækifærið, sagði Baldur, til þess
að geta þess, að kaupstaðurinn
hefir átt skilningi og velvild að
mæta hjá Alþingi og ríkisstjórn
á undanförnum árum og átt vin-
samleg og þægileg samskipti við
lánastofnanir. Gjaldþol bæjarbúa
er nú hins vegar þanið til hins
ýtrasta. Þorri bæjarbúá á allt sitt
undir stopulum sjávarafla — og
hærri opinber gjöld en nú haía
verið lögð á, eru óhugsanleg. —
Bæjarsjóður Siglufjarðar, sem og
fleiri slíkir, þarf á ýmsum tekju-
stofnum að halda og knýjandi
þörf er nú að settar verði nýjar
reglur um fjármál bæjar- og sveit
arfélaga. Ríkisstjórn og Alþingi
verða að hafa fullt samráð v>ið
bæjar- og sveitarfélög við af-
greiðslu mála, sem þeim er við-
komandi. Ekki verður unað við
það lengur, að löggjafinn leggi
milljónaútgjöld á bæjar- og
sveitarfélög án samráðs við þau,
að því er virðist — og án þess
að kynna sér hvort þau standi
undir auknum útgjöldum. í því
sambandi má benda á frumvarp
Gunnars Thoroddsens um að bæj-
arfélög fái hluta söluskatts — og
mundi slíkt létta mjög undir.
Ekki má gleyma því, að sjálf-
stæði bæjar- og sveitarfélaga er
einn af hornsteinum íslenzks
stjórnskipulags, góður fjárhagur
og fjármálastjórn eru undirstöð-
ur framkvæmda í atvinnumálum,
viðreisn og alhliða framförum.
★—Q—★
— Hér á Siglufirði býr dug-
mikið og þróttmikið fólk, sem
þykir vænt um byggðarlag sitt
og hefur unnið því hörðum hönd-
um í blíðu og stríðu. Framtíðar-
verkefnin eru ærin — og ósk
okkar er sú, að vonirnar, sem
tengdar eru framtíðinni, rætist
— og Siglufjörður megi verða
farsælt byggðarlag með blóm-
legu atvinnulífi, sem veitir borg-
urum sínum lífvænleg kjör og
bættan hag. Áfram munum við
vinna að aukinni velferð og heill
Siglfirðinga — í öruggri trú á
framtíð bæjarins, sagði Baldur
Eiríksson að lokum.
h. j. h.