Morgunblaðið - 08.06.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.1958, Blaðsíða 22
22 MORCVNBT. 4 fílÐ Sunmidagur 8. júní 1958 Kulda og hita einangrun með Ef þér viljið einangra hús yðar vel, þá notið WELLIT plötur. WELLIT einangr- unarplötur eru mikið not- aðar í Svíþjóð, Noregi, Eng- landi, Þýzkalandi, Banda- ríkjunum og víðar. — WELLIT einangrunarplöt- ur, 5 cm. þykkar, kosta að- eins kr. 35.70 fermeter. Reynslan mælir með WELLIT. Czechoslovak Ceramics, Prag. Einkaumboð: Mars Trading Company Klapp. 20. — Sími 1-7373 Skialdarmerki Lofts Cuttormssonar — Úr verinu Frh. af bls. 3 mannaeyjum yfir sildveiðitím- ann og fengið jafnmikið fisk- magn af Vestmannaeyjaskipun- um á hávetrarvertíðinni. Alveg sama gæti átt sér stað með Aust- firði og svo aftur Keflavík og Hafnarfjörð o. s. frv. Það opinbera mætti ekki koma nálægt rekstri skipanna, ef allt ætti ekki að lenda í botnlausu sukki og endalausum greiðslum úr ríkis- og bæjarsjóðum, sem almenningur fengi svo að borga með sköttum og útsvari. Einka- reksturinn getur í flestum til- feilum sparað almenningi þessi útlát með því að leyfa sjálfs- bjargarhvöt mannsins að njóta sín. Það má því ekki hugsa sem svo: Fyrir alla muni látið ekki duglega útgerðarmenn koma ná- lægt þessum málum. Það er ekki ósennilega til getið, að það, sem hér hefur verið stungið upp á, gæti fært þjóð- inni 15—25% auknar gjaldeyris- tekjur eða 150—250 millj. kr. árlega. Hér væri aðeins um fjár- festingu í skipunum að ræða, en enga í landi. Gætu skipin borg- að kaupverð sitt og rekstrarvör- ur á 2—3 árum. Gjaldeyriseyðsla í sambandi við.að hefja drag- nótaveiðar á ný væri hverfandi lítil. Nýr togari A föstudaginn var kom nýr tog- ari, Fylkir, til Reykjavíkur. Er hann 664 br. tonn með diesel- vél, og gekk skipið 14 milur i reynsluförinni. Er þetta fallegt skip á að líta. SUNNUDAGINN 16. marz s. 1. birtist mynd í Morgunblaðinu af fálkamerki Sigurðar málara Guð- mundssonar. Segir þar í smágrein neðan við myndina að Loftur ríki Guttormsson hafi haft hvít- an fólka í bláum feldi í skjald- armerki sínu. Þetta er meira en vafasamt, enda alls ekki öruggt, Loftur hafi nokkurn tíma verið til riddara dubbaður. Að vísu segir í ritgerð þeirri um siða- skiptatímana, sem kennd er við Jón Gissurarson (birt i Safni I): „Þessi áðurnefndur Loftur ríki þjónaði og með 4 sveina Noregs- konungi, varð og dubbaður ridd- ari, færði eftir það fálka í blám feldi, sem nú hans afkomendur færa í sínu innsigli og signeti“. Sr. Ólafur Halldórsson (d. 1614) segir í mansöng Pontusrímna (15. rímu) um Magnús prúða Jóns- son, sem var einn af afkomend- um Lofts (raunar gegnum kven- legg): Færði hann í feldi blá fálkann hvíta skildi á. Hver mann af þvi hugsa má, hans muni ekki ættin smá. Ekki er gott að sjá, hvað sr. Ólafur hefir haft fyrir sér í þessu. Magnús prúði var ekki aðlaður og hefir því ekki skjaldarmerki haft. En hvað sem um þetta er, er það víst, að Loftur hafði höggorm, en ekki fálka í innsigli sínu (sjá Dipl. Isl. IV, bls. 273, sbr. fsl. æviskrár III, undir Loft- ur Guttormsson). Ekki finnst í neinum öðrum ritum, annálum, fornbréfum eða i öðrum heimildum, svo að ég viti, að Loftur sé nefndur riddari eða herra né heldur sé minnzt á skjaldarmerki hans með mynd af fálka. En hvað sem dubbun hans líður, virðist öruggt, að fálkamerkið hafi hann ekki not- að. Höggormsmerkið, sem hann hefir í innsigli sínu, mun eiga að minna á Ormsnafnið í ætt hans. Annars er þessi trú um fálk- ann í skjaldarmerki Lofts all- útbreidd, og hefir þar hver eftir öðrum. Meira að segja virðist Jón Aðils hálfgert hafa trúað sögn- inni, eftir því sem hann kemst að orði í íslandssögu sinni. Hef- ir hann auðsæilega ekki veitt bréfi því í ísl. fornbréfasafní at- hygli, þar sem minnzt er á inn- sigli Lofts. En allir seinni alda sagnaritarar hafa sótt þetta til fyrrnefndrar ritgerðar, en þá var liðið hátt á þriðju öld frá dauða Lofts, þegar sú ritgjörð mun hafa verið rituð. Vera má að vísa sr. Ólafs Halldórssonar hafi komið þessari hugmynd inn hjá höfundi hennar eða að minnsta kosti ýtt undir hana, ef einhver sögn kynni að hafa verið komin á kreik um fálkann í skjaldarmerki Lofts. Ef Loftur hefir verið herraður, hefur hann sjálfsagt haft högg- orm í skjaldarmerki sínu. Jóhann Sveinsson. SÍ-SLÉTT POPLIN (N0-IR0N) MINERVR.cÆ***te» STRAUNING ÓÞÖRF Happdrœtti SjálfsíœðisfSokksins býður yður upp á glæsilegustu bilreið ársins Plymouth-Savoy bifreið (1958) • Dregið verður í happdrættinu á þriðjudag, 10. þ.m. • Þeir, sem fengið hafa senda miða eru vinsamlegasf beðnir að gera skl! nú þegar. • Afgreiðslan í Sjálfstæðishúsinu er opin í dag tíl kl. 6 síðd., Sími 17104. • Hin glæsilega bifreið er lil sýnis við Úfvegsbankann í Auslurslræli og þar má einnig fá keypla miða. • Eflið sfarfsemi Sjálfstæðisflokksins með því að kaupa miða og freistið gæf- unnar um leið. L Happdrætti Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.