Morgunblaðið - 08.06.1958, Blaðsíða 2
2
MORCVNBL.4Ð1Ð
Sunnudagur 8. ]úní1958
Helga Valtýsdóttir hyllt í Iðnó
Fær verblaun úr minningarsjóði
SöHiu Guðlaugsdóttur
SÝNING Leikfélags Reykjavíkur
í fyri'akvöid á leiknum „Nótf yfir
Napolí", var helguð minningu
Soffiu heitinnar Guðlaugsdóttur,
leikkonu, er lézt fyrir réttum tíu
árum, í júlímánuði 1948, en hefði
orðíð sextug þennan clag. — Frú
Soffía vai harmdauði öllum, sem
þekktu hana og hinum fjölmörgu
mönnum sem notið höfðu þrótt-
mikiliar og áhrifaríkrar listar
hennar á leiksviðinu. Hún hóf
ung leikferil sinn, fyrst norður á
Akureyri, en 1916 lék hún fyrsta
hiutverk sitt hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Síðan gerðist hún
ein af máttarstoðum íslenzkrar
leiklistar og leysti af hendi með
mikium glzesibrag hin erfiðustu
viðfangsefni. Er mér minnisstaeð-
ur frábær leikur hennar í tveim-
ur erfiðustu hlutverkum íslenzkra
leikbókmennta, Höilu í Fjalla-
Eyvindi og Steinunni í Galdra-
Lofti og ennfremur- í hlutverki
Heigu í Klofa i Lénharði fógeta.
Þá var og stórbrotinn leikur henn
ar í hlutverki Úlrikku í Kinnar-
hvolssystur og Agnete í Sá sterk-
asti,
Skömmu eftir lát frú Soffíu
stofnuðu nokkrir vinir hennar og
aðdáendur sjóð tii minningar um
hana til þess að verðlauna mikil
leikafrek íslenzkra ieikara. — í
fyrrakvöld voru þessi verðiaun
veitt í 'yrsta sinn og afhent á
leiksviðinu eftir leiksýninguna. —
Híaut Heiga Vaitýsdóttir þessi
verðlaun, ojg var það allra manna
mái að enginn hefði frekar til
þeirra unnið, en þessi mikilhæfa
leikkona, sem á þessu leikári, sem
nú er senn á enda, hefir leikið hin
erfiðustu hlutverk af frábærri
list,,svo sem Amöndu Wingfield í
„Glerdýrunum“ eftir Tennessee
Wiiiiams og Amalia í „Nótt yfir
Napolí”. — Hefur Helga með leik
sínum I þessum hlutverkum tekið
sér sæti í alira fremstu röð ís-
lenzkra ieikara og á hún áreiðan-
lega eftir að vinna enn marga og
mikla leiksigra.
Athöfnin hófst með því, að séra
Jón Auðuns, dómprófastur, gekk
upp á sviðið og minntist frú
Soffíu Guðiaugsdóttur, í snjallri
Eiui verkföll
LUNDÚNUM, 6. júní. — Ekkert
lát er á strætisvagnaverkfallinu í
Lundúnum og segja fréttamenn,
að ekki sé enn séð fyrir endann
á því. — 19 þúsund hafnarverka-
menn hafa heitið því að hefja aft-
ur vinnu svo framarlega sem
þeim aðstoðarmönnum við upp-
skipun sem ekki eru í verkalýðs-
féíögunum verði sagt upp vinnu.
ræðu. Gat hann þess hversu brenn
andi hefði verið ást hennar á leik-
iistinni frá fyrstu tíð og áhugi
hennar á hví að sú list mætti þrosk
ast og göfgast sem mest í landi
voru. — Þá gekk fram Vilhjálm-
u, Þ. Gíslason, hélt stutta ræðu
og afhenti fyrir hönd sjóðsstjórn-
ar Helgu Valtýsdóttur, áður
nefnd verðiaun úr minningarsjóði
Soffíu Guðlaugsdóttur „fyrir
bezta leik ársins". — túlkun henn
á móðurinni í Glerdýrunum —- í
verðl. voru smástytta úr eir er
nefnist „Skáiholtsdrengurinn", eft
ir danska myndhöggvarann Áge
Edvin Nielsen, en til Skáiholts
má svo sem kunnugt er rekja
fyrstu tilraunir til leiksýninga
hér á landi. — Tóku allir viðstadd
ir þessari verðlaunaveitingu með
geysifögnuði og hylltu leikkon-
una með ferföidu húrrahrópi og
langvarandi ’-fataki, en hún þakk
aði með nokkrum látlausum og
hlýjum orðum. Þá bárust leikkon-
unni einnig fögur bióm. Að lokum
mælti formaður Leikfélags Reykja
víkur, Jón Sigurbjörnsson, nokk-
ur orð og bakkaði leikkonunni
leikafrek hennar, er einnig hafði
orðið Leikféiaginu og starfsemi
þess tii mikils sóma. ---- S. Gr.
Iletga Valtýsdóttir og Kristín
Anna Þórarinsdóttir sem
mæðgurnar í „GIerdýrunum“
★
„Skálholtsdrengurinn“ verður
til sýnis í glugga Morgunblaðsins
eftir helgina.
Sœnskt hlað telur her-
skipavernd á fiskimiðum
algera fjarstœðu
STOKKHÓLMI, 7. júní — Frjáls-
lynda kvöldblaðið í Stokkhólmi,
„Expressen" skrifar í ritstjórn-
argrein um þá ákvörðun Islend-
inga og Færeyinga að víkka land-
helgina í 12 mílur og segir, að
í þessu sambandi sé hægt að láta
sem vind um eyrun þjóta allar
heimskulegar ógnanir um, að
fiskiskip annarra ríkja verði í
fylgd herskipa sem verji hags-
muni þeirra á bannsvæðunum.
Það sé ekki undir neinum kring-
umstæðum hægt að leysa 'vanda-
mál af þessu tagi með ofbeldi.
Segir blaðið, að almenningsálit-
ið muni vafalaust fá því fram-
gengt, að ríkin við Norður-
Átiantshafið, sem hlut eiga að
þessu máli, haldi með sér ráð-
stefnu.
„Expressen“ segir enn, að til
þess liggt margar ástæður, að
taka beri tillit til efnahags-
ástandsins á íslandi, en hins veg-
ar sé því ekki að leyna, að það
hafi verið rangt að fara með
þetta mál út í slíkar öfgar sem
Bulganin líka horfinn
í myrkrið
LONDON, 7. júní — Nikolai
Buíganin fyrrverandi forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna mun á
sama hátt og Molotov og Malen-
kov verða sendur í eitthvert
veigalitið embætti í afviknu
héraði einhvers staðar í Rúss-
landi, segir þrálátur orðrómur
meðal erlendra erindreka í
London.
Sendiráðsstarfsmaður, sem er
nýkominn frá Moskvu, heldur
þvi fram, að Búlganin hafi þegar
verið vísað burt frá Moskvu og
settur í eitthvert embætti í
Odessa við Svartahafið.
Rússnesk blöð hafa undanfar-
ið alls ekki nefnt Bulganin á
nafn, og opinberlega hefur ekk-
ert veríð látið uppi um orðróm-
inn, sem nú er á kreiki. Samt
er það kunnugt, að í rúman mán-
uð hefur Búlganin ekki haft nein
ar- opinberar skyldur í sam-
kvæmislífinu. Hann hefur ekki
verið viðstaddur þær fjölmörgu
samkomur tignarmanna og er-
lendra gesta, þar sem aðrir flokks
ráðsmenn . Sovétríkjanna koma
jafnan. Hafi Buiganin verið rek-
inn úr flokksráðinu, þá hefur
það ekki verið tilkynnt opinber-
lega ennþá.
Heilsuveill
Það er vitað að heilsa Buigan-
ins hefur verið bágborin undan-
farið, og hafa menn því fest
nokkurn trúnað við fréttir um
fiutning hans til Odessa. Margir
rússneskir afturbatamenn dvelj-
ast við Svartahafið.
Búlganin kom í engin þau sam-
kvæmi sem haldin voru þegar
Kekkonen Finnlandsforseti var í
opinbérri heimsókn í Moskvu ný-
lega. Var búizt við, að hann sæti
í einhverju þeirra, þar sem hann
var í opinberri heimsókn í Finn-
landi fyrir tveimur árum.
raun ber vitni. Einhliða ákvarð-
anir til að skapa alþjóðlega
sjálfheldu eigi engan þegnrétt
í hinum lýðfrjálsa heitni, segir
blaðið.
Námsmenn erlend-
is óánægðir með
yfirfærslugjaldið
FÉLAG íslendinga í Stuttgart i
Þýzkalandi hefur sent ríkisstjórn-
inni áskorun um að fella niður
úr tekjuöflunarfrumvarpi sínu
lið þann, er fjallar um 30% yfir-
færslugjald á gjaldeyri til náms-
manna, eða að öðrum kosti að
veita námsmönnum þetta yfir-
færslugjald sem lán með lágum
vöxtum unz námi lýkur.
Áskorunin er undirrituð af
stjórn félagsins og hljóðar
þessa leið: „Félagsmenn Félags
íslendinga í Stóðgörðum (Stutt-
gart) samþykkja einróma áskor-
un til hæstvirtrar ríkisstjórnar
íslands um að fella niður úr
tekjuöfiunarfrumvarpi sínu lið
þann, er fjallar um 30% yfir-
færslugjald á gjaldeyri til náms-
manna. Vilja félagsmenn í þessu
sambandi benda á, að ef tillaga
þessi nái fram að ganga, muni
margir efnalitlir menn eigi sjá
ser fært að stunda langt nám
erlendis í framtíðinni. Auk þess
munu margir, er þegar hafa hafið
nám, neyðast til að hverfa heim
að óloknu námi. Er því auðsætt
er stundir líða, að skortur verð-
ur á tæknivísinda- og fræði-
menntuðum mönnum. Með auk-
inni tækniþróun landsins yrði
þetta óbætanlegt tjón, einkum
þar eð þegar er skortur á sér-
menntuðum mönnum. Auk þess
myndi sú upphæð, sem á þennan
hátt fengist, ekki hafa veruleg
áhrif á fjárhag þjóðarinnar.
Sjái hæstvirt ríkisstjórn og Al-
þingi sér eigi fært að verða við
áskorun þessari, vilja félagsmenn
benda á eftirfarandi leið: að yfir-
færslugjald þetta verði veitt
námsmönnum sem lán með lág-
utn vöxtum unz námi lýkur“.
Sfundaði nám í höfuð-
borg flugsins — Monfreal
Samtal við Gísla G. ísleifsson lögfrœðing
Gísli G. ísleifsson lögfræðing-
ur hefur dvalizt í vetur við
sérnám í alþjóðaflugrétti í
Montreal í Kanada. Er hann
eini íslendingurinn sem hefur
stundað sérnám í þessari grein
lögfræðinnar, sem verður æ
þýðingarmeiri 'eftir því sem
flugsamgöngur aukast. Frétta
maður frá Mbl. ræddi við
Gísla er hann var nýkominn
að utan. Hann sagði svo frá:
Áhugi flugfélaganna
— Ég hef lengi haft áhuga
á flugi og eftir hvatningu frá
þeim er flugmálum eru kunnugir
afréð ég sl. haust að taka fyrir
sérnám í alþjóðaflugrétti. Flug-
ráð veitti mér til þess 10 þúsund
króna styrk. Auk þess hef ég
notið styrkja frá báðum flugfé-
lögunum og þremur tryggingar-
félögum.
Flugfélögin munu sérstaklega
hafa áhuga á að hérlendur maður
kynni sér flugréttinn, því að oft
koma upp vafaatriði í skiptum
þeirra við önnur félög og skiln-
ing á alþjóðasamningum.
Höfuðborg flugsins
— En hvers vegna valdirðu
Montreal til námsins?
— Borgin Montreal í Kanada
er oft á seinni árum köliuð höfuð
borg flugsins í heiminum. Þav
hafa aðsetur helztu alþjóðasam-
tök um flug, svo sem ICAO og
IATA, þ. e. alþjóða flugmála-
stofnunin og alþjóðasamband
flugfélaga.
Fyrir um 8 árum ákvað McGill-
háskólinn í borginni að stofna
sérstaka flugréitardeild við laga-
deild sína. Nýtur flugréttardeild-
in sérstaks álits um víða veröld.
Þangað koma lögfræðingar frá
flestum löndum hins frjálsa
heims. Að þessu sinni voru í
deildinni 13 manns frá 9 löndum.
Aðstaða til náms er líka betri
þarna en nokkurs staðar annars
staðar. Við hinar alþjóðlegu flug-
málastofnanir eru stæistu sér-
bókasöfn í heimi, sem fjalla um
allt er að flugmálum lýtur og við
sömu stofnanir eru starfandi hin-
ir beztu sérfræðmgar í ötlurn
greinum flugmála.
Vikkandi svið flngréttarins
— Viltu svo skýra frá þvi um
hvað alþjóðaflugréttur fjaTiar?
— Hann fjallar um þær réttar-
reglur sem snerta flugið í hetm-
inum. Það eru alls kyns reglur,
sem fylgja verður við fiug: milli-
ríkj asamningar, öryggisreglur
skrásetning og skaðabótaskylda.
Þessar réttarreglur hafa æ meiri
þýðingu eftir því sem flugsam-
göngur aukast. Það er og stöðug
tiihneiging í heiminum tii að sam
ræma sem mest reglur um fiug
í öllum löndum.
Um slíkt hafa verið gerðir
nokkrir alþjóðasáttmáiar og eru
þessir þýðingarmestir: Varsjár-
sáttmálinn frá 1929 um skaða-
bótaábyrgð og Chicago-sáttmál-
inn frá 1944, sem er aðalsáttmái-
inn og grundvöilurinn að ICAO.
Hann íjallar almennt um flug
bæði tæknilega og lagalega, t. d.
hver hafi lögsögu í lofti, hvar
flugfélögin megi fljúga, um að-
stöðu fastra áætlunarflugvéla og
hins vegar leiguflugvéla, um loft
ferðasamninga milli ríkja. Þá
fjallar hann um skrásetningar á
flugvélum og merkingu og um
öryggisskilyrði. Einnig er rétt að
nefna Rómar-sáttmálann frá 1952,
sem fjallar um skaðabótaábyrgð
vegna tjóns sem þriðji aðili á
jörðu niðri verður fyrir af völd-
um fiugvéla. Vona ég að þetta
sé nokkur skilgreining á efni flug
réttarins, þótt miklu lengra mál
þyrfti til að skýra það. Alþjóða-
flugréttur stefnir æ meira í þá
átt að vera skráður réttur, and-
stætt venjurétti eða dómstóla-
venju, eins og tíðkast í hinum
enska heimi. Mætti það virðast
undarlegt, því að engilsaxnesku
þjóðirnar hafa einmitt haft mest
áhrif á þróun hans. En þetta
kemur til af nauðsymrmi á að
samræma mismunandi regiur,
sem gilda í mörgum löndum.
Fyrirlestrar sérfræðinga
— Hvað er svo að segja um
sjálft námið.
— Ég undi mér vel við það.
Aðalkennari deildarinnar er
franskur maður víðkunnur fyrir
forustu sýna í flugrétti. Hann
heitir Eugene Pépin og var m. a.
einn aðalhöfundur fyrsta alþjóða
sáttmálans um flug, sem gerður
var í París 1919. Hann er sjófróð-
ur um öll þessi efni. Auk þess
komu til okkar sérfræðingar frá
ICAO og IATA og fiuttu fyrir-
lestra um ýmis efni.
— Tókstu svo lokapróf í þess-
um greinum?
— Ég skrifaði ritgerð sem nefn
ist „The non-scheduled air-serv-
ices considered from international
and regional approaches." Þ. e. a.
s. um réttarstöðu hins svonéfnda
lausaflugs eða leiguflugs, ems og
Flugfélagið hér annast oft til
Grænlands. Um það gilda mjög
mismunandi reglur í mísmunandi
löndum. í Chieago-sáttjjaálanum
Gtsli G. ísteii'sson
1944 er því lýst yfir að slíkt flug
sé frjálst, þó með þeim fyrirvara,
að hvert ríki fyrir sig megi setja
reglugerð um það. Nú er það víða,
sem svo strangar reglugerðir eru
settar um það, að jafngildir að
það sé bannað. Er nú deilt um
hvort slíkt sé samrýmaniegt
grundvallarregiunni. að það skuli
vera frjálst. Þetta er skemmtilegt
íhugunarefni, en niðuistöður rit-
gerðar minnar get ég ekki, rakO
hér. Fyrir þessa ritgerð hlaut ég
ekki prófstig, en get skrifað
lengri ritgerð innan ems árs og
fengi fyrir hana, ef ég héldi því
áfram prófstigið Master of Laws.
Kosningar og atvinnuleysi
— Og að Iokum: — Hvernig
líkaði þér dvölin í Kanada.
— Ágætlega í alla staði. Ég
var að vísu önnurn kafinn við
námið, því að þar þurfti mikið
að lesa á stúttum tíma. Kanaaa-
menn eru að mörgu æyti fra-
brugðnir Bandaríkjamönnum í
siðum sínum. Þénnan tíma, sem
ég dvaldist þar vöru næstum
stöðugar kosningar. Tvennar
þingkosningar og xom hmn
seinni og meiri sigur Diefenbak-
ers mönnum jafnvei meira á ó-
vart en sá fyrri. Þá voru þar
bæjarstjórnarkosningar og var
furðulegt fyrirkomulag á þeim.
Þar greiða menn atkvæði eftir
því hve miklar fasteignir þeir
eiga í borginni. Þeir sem eiga
miklar fasteignir greiða mörg at-
kvæði. Þeir sem eiga enga fast-
eign eru óatkvæðisbærir. Er litið
á bæjarfélagið eins og hlutaféiag
fasteignaeigenda. Annars var
verst hið mikla atvinnuleysi í
borginni, sem stafar af krepp-
unni. Atvinnuleysmgjarnir geta
þó lifað sæmilega á háum at-
vinnuleysisstyrk.