Morgunblaðið - 08.06.1958, Blaðsíða 8
8
MORC.ryBT 4 ÐtÐ
^unnudagur 8. ■ júní 1958
ÞAÐ mun margt vera brallað
bseði í stríði og blaðamennsku. Ég
tók það því ekki allt of hátíðlega
þegar framkvæmdastjóri Sements
verksmiðju ríkisins sagði mér, er
ég kom upp á Akranes fyrir
skemmstu og bað leyfis að fá að
skoða verksmiðjuna, að slíkt yrði
engum leyft fyrr en hún yrði vígð
laugardaginn 14. júní nk. Að
sönnu hafði ég ofurlítið samvizku
bit þegar ég drakk hið vel úti
látna morgunkaffi í glæsilegum
matsal verksmiðjunnar í boði dr.
Jóns Vestdals. En lögmálið verð-
ur að vera: Eitt í einu. Fyrst nær-
ingin í hungraðan blaðamanns-
maga, þá framkvæmdir og síðast
samvizkubitið.
Ég kvaddi því hinn vingjarn-
lega framkvæmdastjóra og hélt
út í sólskinið. Á aðalhliðinu stóð
skýrum stöfum „Óviðkomandi
bannaður aðgangur“. Hugsa sér
allt þetta sólskin og myndavél-
ina reiðubúna. Ég hélt inn með
sjónum. Akraborgin átti ekki að
fara fyrr en eftir rúma 3 klukKU
tíma. Þegar ég vax kominn inn
fyrir hina miklu hrauka af skelja
sandi, sem liggja mnan við grjót
garðinn austan verksmiðjunnar
var allt samvizkubit á brott. Hér
var heldur ekkert hlið sem mein
aði óviðkomandi aðgang. Ég hélt
því yfir hinn gula sand og beindi
myndavélinni að því, sem fyrir
augun bar. Sumt birtist hér á síð-
unni með þessum fáu orðum.
Annað neyddist umbrotsmeistar-
inn til að leggja til hliðar.
Ég rölti yfir gulan sandinn og
nálgaðist mesta mannvirki okk-
ar íslendinga. Samvizkubiðið
bærði aðeins á sér þegar ég sá
hinn gráhræða, myndarlega dokt
or nálgast í fylgd tveggja manna.
Þeir voru sýnilega að skoða sand
inn. Síðan hélt ég nokkuð úr-
leiðis að verksmiðjunni. Hæsti
reykháfur landsins lenti á film-
unni og síðan ýmsir hlutai bygg-
ingarinnnar eftir þvi sem ég nálg
aðist meir. Trekt full af sandi, er
notuð er til blöndunar skeljasahd
inum fékk sömu meðferð pg turn
inn, og með fylgdu einn hinna
fjögurra leðjuturna, færibandið,
sem flytur hráefnið inn í kvarn-
irnar og lengst til vinstri risa-
veggur geymsluhússins. Fjöldi
manna vann allt í kringum mtg,
þeir tóku saman uppsláttartimb-
ur, slógu upp á nýjum stöðum.
Verkið er sýnilega ekki nema
hálfkarað, en samt er svona stutt
til vigslunnar. En hvað um
það. Þar sem ég nú stóð,
var auð fjara fyrir aðeins
tveimur árum síðan. Hér er á
þessum tíma búið að reisa
byggingar fyrir tugi milljóna
króna. Ég hélt áfram inn í þessa
húsaborg.
Þar hitti ég gamlan kunningja
að norðan. Ég hef hann grunaðan
um að vera einhver yfirmaður
þarna og nú bjóst ég við vin-
gjarnlegri brottvísun.Ekkert slikt
skeði. Hann gaf- mér hins vegar
nokkrar góðar upplýsingar og ég
greip upp gamalt víxileyðublað
og krotaði niður. Við vorum
staddir í fleytingunni, þar sem
saman er malaður skeljasandur
og líparít og er það hefur verið
blandað vökva, kemur það sem
leðja í þrær, en úr þeim er svoleðj
unni dælt í leðjugeymana og það-
an í brennsluofninn. Enn á ný
fer efnið í lageriiúsið þ. e.
geymsluhúsið stóra, en síðan í
sementskvörnina og þar er það
blandað gipsi og þá er sementið
til og því blásið út í sements-
geyminn, sem er stór turn vest-
astur steinbygginganna. Skrið-
mótin voru enn efst á honum svo
ég veit ekki nema hann eigi enn
eftir að hækka. f fleytingunni er
fyrirhugað að vinna fleira en
leðjuna í sementið, því búizt er
við að afgangur verði þar af
kalki úr skeljasandinum og mun
það verða notað til áburðar-
vinnslu.
Nú .xegar búið er uð vinna all-
mikið af leðju og voru þrær í
fleytingunni fullar af henni.
Byrjað verður svo að brenna
sementið, þegar búið er að leggja
rafleiðsluna fyrir — . alfjörð, en
ennþá er ekkj nægi' :ga mikið
rafmagn til þess að -ægt sé að
hefja vinnslu af fullum krafti.
Ég þakkaðí vini mínum fyrir
góða hjálp og hélt á brott.
Yfirlitsmynd Frá vinstri: Sem-
entsgeymsluturn, lagerhús, fleyt-
ing og færiband, leðjuturnar og
lengst til hægri hæsta bygging
á íslandi, skorsteinninn.
Næst efst til vinstri: Sandtrckt
in í forgrunni. Lcngst til vinstri
er lagerhús. Þá fleyting með færi
bandi og Ioks einn af leðjuturn-
unum.
Til hægri: Hinn mikli skor-
steinn.
Neðst til hægri: í fleytingunni.
Hluti af sandkvörn með tilheyr-
andi aflvélum. Handriðið er í
kringum leðjuþróna.
v. .
Stærsta iðjuver á Isiandi
verftur vígt um næsiu helgi
— Stolizt með myndavél um mannvirkin —