Morgunblaðið - 08.06.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. júní1958
MORCT’MIT 4Ð1Ð
3
Úr verin u
__ Eftir Einar Sigurðsson-
Prótessor Sigurbjörn Einarsson:
Viturleg verzlun
Togararnir
Tíð var hagstæð hjá togurun-
um hér við land síðustu viku,
hægviðri. Hins vegar var bræla
hjá þeim, sem eru vestan við
Grænland.
ís er nú yfir öllum djúpmið-
um togaranna fyrir Vesturlandi,
allt frá Víkurál og austur að
Horni og þar með yfir öllum
Halanum. Sums staðar er ísinn
kominn allnærri landi eins og
fyrir Straumnesi fyrir austan
ísafjarðardjúp, eða aðeins 15 míl-
ur frá landi, eða um helmingi
lengri vegalengd en milli „Lands
og Eyja“.
Skipin eru nú aðallega við
Reykjafjarðarál út af Ströndum.
Nokkur skip hafa verið vestur
og norðvestur af Skaga og feng-
ið þar ágætan karfaafla. 2—3
skip eru við Austur-Grænland á
Fylkismiðum og hafa fengið þar
góðan þorskafla. Þar hafa Is-
lendingarnir séð einn rússnesk-
an togara og einn austur-þýzkan.
Það hefur verið heldur dauft
yfir aflabrögðunum hjá þeim
skipum, sem eru fyrir vestan
Grænland og veiða í salt.
Fisklandanir s. 1. viku:
Egill Skallagr.son 204 t. 13 daga
saltfiskur .... 50 -
Jón forseti...... 336 - 12 —
Hallv. Fróðad. ..330 - 13 —
Neptunus ........ 356 * 11 —
Geir............. 245 - 14 —
Uranus .... um 270 - 12 —
x0 aflahæstu skipin
í Reykjavík frá áramótum til 1.
júni:
Askur............... 2435 t.
Marz ............... 2309 -
Geir ............... 2248 -
Hvalfell........... 2108 -
Úranus ............. 1980 -
Jón Þorláksson .... 1929 -
Neptúnus ......... 1900 -
Hallv. Fróðad....... 1882 -
Þorkell máni ....... 1809 -
Jón forseti ........ 1600 -
Nokkur af þessum skipum
sigldu út með afla sinn eina ferð
eða fleiri og töfðust því misjafn-
lega lengi frá veiðum.
6 aflahæstu skipin miðað við
úthaldsdag eru með 20—21 tonns
meðalafla á dag. Eru það: Hall-
veig Fróðadóttir, Úranus, Askur,
Egill Skallagrímsson, Neptúnus
og Marz.
Reykjavík
Sjóveður var gott alla síðustu
viku og róið hvern dag. Afli hef-
ur verið rýr hjá handfærabátun-
um, frá 100 og upp í 300 kg. á
færi yfir sólarhringinn, rétt ein-
staka bátar fengið meira. Skást
hefur verið hjá þeim, sem hafa
verið fast uppi í landsteinum, t.d.
við Seltjarnarnesið.
2 bátar eru að byrja með lúðu-
línu.
Keflavík
Fyrri hluta vikunnar gekk
síldveiðin heldur vel, algengasti
afli þá var 70—100 tn. á bát. En
eftir miðja viku fór síldin minnk-
andi, og á föstudaginn var t. d.
sama og engin síld.
Menn geta ekki getið sér til um
orsakir fyrir hverfi síldarinnar.
Afla sinn hafa bátarnir nær
eingöngu fengið í Grindavíkur-
sjónum. Síldin hefur verið í góðu
ásigkomulagi, eftir því sem um er
að ræða á þessum árstíma og
fyrir þann markað, sem hún er
fryst.
Nokkrar trillur róa til að afla
í soðið og hafa fengið frekar lít-
ið.
Akranes
Síldveiðin hefur verið misjöfn,
aldrei allir bátarnir fengið góða
veiði, þótt bátur og bátur hafi
fengið góðan afla. T. d. fengu
Sigurfari og Bj. Jónsson 160 tn.
á þriðjudaginn og Svanur og Sig-
urfari 165 tn. á fimmtudaginn.
Á föstudaginn var almennt léleg-
ur afli, hæsti báturinn með 60
tn. og margir með niður í ekkert."
8 bátar stunda reknetjaveiði.
Nokkrar trillur róa og flestar
með línu. Hafa þær fengið 600—
1000 kg. í róðri. 2 trillur róa með
lúðulínu og hafa fengið 10—11
lúður í róðri og nokkuð af „..otu.
Selja þær aflann í Reykjavík.
Vestmannaeyjar
Aðallega eru nú stundaðár
handfæraveiðar af 2 vélbátum og
nokkrum trillum. Annar vélbát-
urinn, Gammur, kom inn tvisv-
ar í vikunni með 42 lestir sam-
tals, mest ufsa.
Einn bátur, Runólfur, rær með
línu og aflar við 6 lestir í róðri.
Fleiri byrja á handfærum, ef
afli helzt góður áfram.
Flateyri
Kominn er nú ágætur hand-
færaafli, algengt 700—800 kg. á
færi og hefur komizt upp í 1100
kg. 7 trillur stunda nú þessar
veiðar, og von er á aðkomubát-
um.
Togararnir hafa aflað vel und-
anfarið. Er Guðmundur Júhí bú-
inn að fá 1670 lestir frá áramót-
um og Gyllir 1530 lestir.
Mikil atvinna er og margir að-
komumenn. Er iðulega unnið
langt fram á kvöld.
Ríkir eru Islendingar
Það er misskilningur, að nokk-
uð þurfi að vera athugavert við
það, að fólk flytjist eitthvað
milli byggðarlága um hábjarg-
ræðistímann. Það er blátt áfram
nauðsynlegt, til þess að hægt sé
að veiða og hagnýta þann fisk,
sem gengur á miðin eftir árstíð-
um. Vestmannaeyingar og Suð-
urnesjamenn gætu ekki veitt og
hagnýtt nema helminginn af þeim
fiski, sem nú er gert, ef ekki
fengist aðkomufólk. Það sama ma
segja um Norðlendinga og að ein-
hverju leyti um Austfirðinga,
þangað verður að fá fólk að sum-
arlagi til þess fyrst og fremst
að hagnýta síldina og að ein-
hverju leyti fiskinn.
En þótt þetta sé svo og ungt
fólk hafi t. d. ekki nema gott
af því ai fara um nokkurra mán-
aða skeið í önnur byggðarlög, er
æskilegt, að heimilisfeður geti
haft atvinnu i byggðarlagi sínu
allan ársins hring og þurfi ekki
að fara frá fjölskyldum sínum
annað í atvinnuleit.
En hvernig má það verða? Á
veturna «r fiskurinn á vissu
svæði frá Hornafirði til Vest-
fjarða, en hverfandi lítill fyrir
Norðurlandi eða Austurlandi.
Þetta er náttúrulögmál, sem ekki
verður breytt. Það hefur að vísu
orðið nokkuð vart fiskjar seinni
árin á miðum fyrir Austur- og
Norðurlandi, en það er ekki neitt
líkt því, sem gerist á miðunum
fyrir Suður- og Vesturlandinu.
Eitthvert mikilverðasta mál
hinna mörgu sjávarþorpa at-
vinnulega séð er dragnótaveiðin.
Hún hefur með öllu verið bönn-
uð síðan 1952, að landhelgin var
færð út. Hafa hinir mörgu firðir
íslands síðan verið uppeldis-
stöðvar fyrir flatfisk fyrir erlend
veiðiskip. Flatfiskmagnið hefur
stóraukizt síðan hjá útlendingum
hér við land. Flest frystihúsins
voru upphaflega byggð í trausti
þess, að þessi veiði héldi áfram. •
Þar var þá nóg að gera frá því
á vorin að kolinn tók að veiðast,
og þar til á haustin. Nú standa
þau meira og minna ónotuð. Eng-
inn verkamaður eða kona þyrfti
að leita sér annað atvinnu að
sumarlagi, ef dragnótaveiði væri
leyfð. Efnahagsafkoma og at-
vinna væri líka allt önnur, ef
svo væri. Dragnótaveiðin myndi
hins vegar ekki leysa vandann
með atvinnu norðan- og austan-
lands að vetrarlagi.
Það má margt ljótt segja um
dragnótina. Það var hryllilegt að
sjá, hversu ungviðið var drepið
með henni og bátatrollinu fyrir
friðunina. Hvergi var þetta þó
eins og í Faxaflóa, þar sem fisk-
urinn var orðinn svo smár, að
kannske 14 hlutinn, kannske ekki
nema 1/10 hlutinn, var hirtur,
hinu var sópað dauðu fyrir borð.
Ameríkanar stóðu með lúðuveið-
ar sínar andspænis þessu sama.
Ofveiðin var svo gegndarlaus, að
jafnframt því sem fiskurinn varð
með hvetju árinu smærri og
smærri og náði ekki að stækka,
áður en hann var drepinn, gekk
veiðin jafnt og þétt saman. Hvað
gerðu Bandaríkjamenn? Þeir
stækkuðu möskvana, og nú er
möskvastærðinni hagað nákvæm-
lega í samræmi við það, sem mið-
in þola, svo að ekki sé gengið á
stofninn, og veiðin hefur haldið
áfram að aukast með hverju ári.
Það á að leyfa dragnótaveiði
aftur, en því aðeins að mjög
róttækar reglur verði settar um
möskvastærð, sem gera ráð fyrir
miklu stærri möskvum en al-
þjóðareglur mæla fyrir um og
eins að banna kaup á flatfiski,
sem er undir % pundi (375 gr.).
íslendingar hafa ekki efni á því
að halda áfram að ala upp flat-
fisk fyrir aðrar þjóðir án þess að
fá sinn skerf af viðkomunni.
Fólkið, sem gengur atvinnulítið
um í sjávarþorpunum vegna þessa
fánýta og heimskulega banns,
getur ekki unað þessu fyrirkomu-
lagi til lengdar.
Það má segja, að yrði drag-
nótaveiðin leyfð á ný, sé ekki
þörf á öðrum úrbótum í atvinnu-
málum við sjávarsíðuna, nema þá
á Norður- og Austurlandi að'
„KAUP þú sannleika og sel hann I
eigi, vizku, aga og hyggindi".
Þessi undarlegu orð eru meðal
orðskviða Salómons (23, 23). Und
arleg eru þau fljótt á litið. Hún
hljómar næsta annarlega þessi
áminning um að kaupa sannleika,
vizku, aga og hyggindi. Því að
hér er vissulega um verðmæti að
ræða, sem ekki eru föl eða fáan-
leg við fé. Og sama máli gegnir
um öll æðstu verðmæti lífsins.
Og hvergi er lögð eins rík áherzla
vetrarlagi. En þó skal bent á
annað hér.
Á svæðinu frá Vestmannaeyj-
um til Akraness eru 35 frysti-
hús. Þessi hús standa meira og
minna aðgerðarlaus frá því
vetrarvertíð lýkur í maíbyrjun
og þar til vertíð hefst að nýju
um áramót. Þó eru þær undan-
tekningar hér á, að frystihúsin í
Hafnarfirði, Reykjavík og Akra-
nesi, sem eru 14, hafa töluverðan
togarafisk, en vart meira en sem
svarar til helmings af því, sem
þau gætu afkastað og afkasta á
vetrarvertíð. Hin húsin 21 hafa
ekkert við að vera nema eitthvað
lítilsháttar síldarfrystingu, sem er
æði stopul og sum árin sáralítil.
Á þessu svæði öllu væri unnt
að framleiða geysimikið verð-
mæti úr togarafiski, ef veiðiskip-
in væru fyrir hendi. Það er ekki
ósennilega til getið, að landa
mætti 2—3 togaraförmum á viku
í Vestmannaeyjum og Keflavík,
hvorum staðnum fyrir sig, og
öðru eins í viðbót við það, sem nú
er, í Hafnárfirði, Reykjavík og
Akranesi. Þetta væru samtals
10—15 togaralandanir á viku eða
sem svarar til 15—25 skip'a, þar
sem þau eru 10—12 daga í veiði-
fór. íslendingar hafa ekki efni á
því að láta þessi dýru og af-
kastamiklu frystihús standa ónot-
uð eða hálfnotuð.
Og það er annað, sem komið
gæti til greina, ef skilningur væri
á að hagnýta framleiðslutækin
og veita fólkmu þá atvinnu, sem
það þarf og auðvelt er. Ef þessi
skip væru fyrir hendi, mætti að
vetrarlagi, þegar nógur fiskur er
fyrir Suður-, Súðvestur- og Vest-
urlandi og nóg atvinna á þessu
svæði, láta skipin leggja upp á
Norður- og Austurlandi.
Langheppilegast væri, að
vinnslustöðvarnar ættu skipin,
sem takmarkaðist þá við þann
stað sem þau lönduðu. Vest-
mannaeyingar ættu t. d. 4 tog-
ara, þ. e. sem svarar 1 togara á
vinnslustöð, Siglufjarðarhúsin
3 eða 4, Austfjarðahúsin 5—6
o. s. frv. Gætu svo þessar ver-
stöðvar skipzt á fiski, eftir því
sem fiskigöngum og atvinnu
háttaði. Siglfirðingar gætu t. d.
látið sín skip leggja upp í Vest-
Framh. á bls. 22
á það og einmitt í Biblíunni. Hún
boðar þann Guð, sem gefur allt
af einskærri náð: Sannleíkann
um sjálfan sig, hjálpræðið. eilifa
lífið — allt eru þetta gjafii, ó-
keypis veittar, óverðskuldað í té
látnar.
Peningar hafa sín takmörk.
Þeir hlutir eru til> sem ekki eru
falir hæstbjóðanda. Auðmaður-
inn getur keypt sér dýra höll og
íburðarmikla húsmuni. En hann
getur ekki keypt heimilisham-
ingju. Hann getur eignazt dýr
listaverk og verðmætt bókasafn,
en hann getur ekki keypt sig inn
í þann heim fegurðar og háleitra
hugsýna, sem fólginn er í verk-
um skáldanna og listamannanna.
Þú getur keypt þig inn á dýra
hljómleika, en skyn þeirra töfra,
sem tónverkin búa yfir, færðu
ókeypis.
Hugsun manna snýst mikið um
lífskjör, kaupmátt launa, fjár-
muni og það, sem fáanlegt er
fyrir fé. Og það er í sjálfu sér
eðlilegt. Og það er líka eðlilegt.
að menn leiti að úrræðum til
þess að tryggja öllum mönnum
sem öruggust skilyrði til þess að
geta notið góðra lífskjara. En
hversu margt er það, sem bætt
lífskjör geta aldrei veitt þér.
Ekki geturðu keypt þér ást góðrar
konu né trúnað barnsins þíns.
Ekki sjálfsvirðingu né rósemi
góðrar samvizku. Ekki glaða
lund né ánægju af verkefnum
þínum, Ekki traust góðra manna
né vinarþel einlægs drengs. Að
ekki sé minnzt á líkamlega heilsu
og hreysti eða þá stund, þegar
„fæst ei með fögrs gjaldi frestur
um augnablik". Og þú kaupir
ekki réttinn til þess að biðja til
Guðs og leita hjálpar hans. Án
verðskuldunar ertu kallaður í
heilagra skírn ínn í ríki Kiists.
Af náð er þér boðm gjöf eiiifs
lífs.
En allt um það er sannleikur
og speki fólgin í þeim orðskviði,
sem vitnað var til. Þótt sönnustu
og æðstu verðmæti séu hvorki
metanleg til verðs né föl til
kaups, þá kostar það alltaf eitt-
hvað að tileinka sér þau.
Það eru kaup þegar eitt er látið
fyrir annað. Ábati lífsins fer eftir
því, hvað við metum mest. hvað
er í fyrirrúmi um ástundun og
eftirsókn, hvað við kjósum,
„kaupum“. Himnaríki er líkt
þeirri perlu, sem allt er leggjandi
í sölur fyrir, segir Jesús. Páll
segist hafa látið allt og- métið
sem sorp, að hann mætti ávinna
Krist. Við ávinnum ekki raun-
veruleg eða himnesk, eilíf verð-
mæti nema við fórnum einhverj-
um sýndargæðum, jarðneskum,
hverfulum hagsmunum. Kristur
keypti okkur ekki með hve-ful-
um hlutum, silfri eða gulli En
hann sagði: Hver, sem vill fylgja
mér, afneiti sjálfum sér. Að lúta
honum og þjóna sjálfum sér,
fylgja honum »g láta að eigin
hugðum, getur ekki farið saman.
Við erum alltaf að kaupa og
selja. Hver dagur skilar sinni út-
komu, gróða eða tapi. Skamm-
sýnir menn selja frumburðarrétt
fyrir grautarspón, láta kjarna
fyrir hismi, kaupa glit fyrir gull.
Vizka lífsins er fólgin í því að
meta sannleik meira en blekking
ar, ögun meira an sjálfræði, taka
hyggindi fram yfir grunnfærni
og léttúð. Það eru slík „kaup“,
sem átt er við. Hagsýnn bóndi
átti að hafa sagt, að hann þyrfti
ekki að kaupa vitið í hann son
sinn. Hann átti við það, að hann
þyrfti ekki að kosta hann í skóla,
hann væri nóg* gáfaður til að
komast áfram án skólagöngu.
Mannvit fæst ekki á skólabekk.
Vizka verður ekki keypt. En hún
kostar eigi að síður. Hún verður
ekki numin nema í skóla reynslu
og sjálfsafneitunar. Hún fæst
ekki nema fyrir ögun. Og sá
skóli er alltaf dýr.
Skipasmíðastöð Vestmannaeyja vorið 1958