Morgunblaðið - 08.06.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.1958, Blaðsíða 23
Sunnuc&igur 8. júní 1958 VORCUNBLAÐfÐ 23 — Eimskip Framh. af bls. 1 um mikla fjárfestingu að ræða hjá félaginu. Kvað hann áætlað að bæði skipin með öllum bún- aði og með vöxtum af lánum sem tekin hafa verið til þeirra muni kosta yfir 82,5 milljón- ir. Kvað hann Eimskipafélagið binda miklar vonir við þessi skip bæði. Þessu næst vék hann máli sínu að vörugeymslum félagsins. Það hefur verið mikið óhagræði í því fyrir Eimskipafélagið að hafa vörugeýmslur víðs vegar um bæ- inn. Á þessu máli hafa orðið stór- felldar breytingar til batnaðar með tilkomu nýju vörugeymsl- ana við Borgartún. Vakti stjórn- arformaðurinn athygli á því, að rekstrarhalii á vöruafgreiðslun- um hafi verið 3,7 millj. árið 1956, en á árinu 1957 varð halli tæpl. 1 milljón og 900 þúsund krónur. Er allt kapp lagt á að koma vörugeymslumálunum í eins gott horf og frekast er auðið. Þessu næst hóf Einar Baldvin Guðmundsson að rekja skatta- mál Eimskipafélags íslands, en það nýtur ekki neinna skattfríð- inda, heldur greiðir skatta og út- svar með sama hætti og aðrar at- vinnústofnanir í landinu. Hann gat þess að árið 1956 hafi verið lagður eignaskattur á félagið tæpar 900 þúsund krónur og út- svar til bæjarsjóðs 1 milljón króna, eða samtals 1,9 millj. Á árinu 1957 námu þessi gjöld um 2 milljónum króna, þar af eigna- skattur tæpar 800 þúsund krónur og útsvar 1,2 milljónir. Hefur fé- lagið þannig orðið að greiða hvort þessara ára um 2 milljónir króna í beina skatta, sagði stjórn arformaður. Stóreignaskattur var lagður á Eimskipafélagið árið 1950 um 2 milljónir króna. Af þessari skattfjárhæð skuldaði Eimskipafélagið i árslok 1957 tæpl. 1,2 milljónir. Þegar lagður var stóreigna- skattur á Eimskipafélagið á síð- asta ári, voru hlutabréf félagsins metin á liðlega hundrað og þre falt verð, Var félaginu tilkynnt að það ætti að greiða stóreigna- skatt vegna hluthafa félagsins að fjárhæð liðlega 3,8 milljónir króna. Vakti stjórnarforður at- hygli á að samanlagður stóreigna skattur samkvæmt þessum lögum frá 1950 og 1057 næmi þannig tæpum 6 miiljónum króna. Skuidar félagið nú eins og fyrr getur tæpar 1,2 milljónir af gamla skattinum og allan nýja skattinn. Skýrði hann svo frá, í fram- haidi af þessu, að skattgreiðendur stóreignaskatts hefðu bundizt samtökum til að fá úr því skorið, hvoit þetta skattgjald fái stað- ízt og er máisókn byrjuð af þessu tiiefni. Þessu næst vék stjórnarfor- maður máii sínu að vöruflutning- uffl skipafélagsins og vinnustöðv- utium. Á árinu 1957 var tvíveg- is gert verkfall á íslenzka verzl- unarflotanum. Hið fýrra stóð í 26 daga, en hið síðara í 47 daga. Kvað hann þessar vinnustöðvanir hafa orðið Kimskipafélaginu og raunar öðrum skipafélögurn mjög kostnaðarsamar. Öll út- gerðarféiögin höfðu haft algjöra samstöðu, þ.e. Eimskipafélag ís- lands, Eimskipafélag Reykjavik- ur, Jötelar h.f., Skipaútgerð rík- isins og Steipadeild Sambands ís- ienzkra samvinnufélaga. Kvaðs* hann viija skýra íundarmönnum frá þessu þar sem heyrzt hefðu raddir úrii, að Eimskipafélagið hefði beitt sér gegn því að lausn fengist á vinnudeilunni. Slíkt væri með öllu tilhæfulaust. Á árinu 1957 náfriu vöruflutn- ingar Eimskipafélagsins með eig- in skipum og leiguskipum rúm- lega 227 þúsund tonnum. Á árinu 1956 voru þessir flutningar tæp- lega 277 þúsund tonn. Áttu vinnustöðvanirnar mestan þátt í þessum samdrætti og það að Brúarföss var ekki í förum nema lítinn hluta ársins. Farþegatala á árinu var aðeins 4900 en var rúmlega 7200 árið áður. Einar B. Guðmundsson vék máli sínu nokkuð að afkomu fé- lagsins. Gat hann þess að rekstr- arkostnaður hefur á undanförn- um árum stórhækkað en tekjurn ar aftur á móti ekki að sama skapi. Gat hann þess, að frá ár- inu 1951—1957 hefðu tekjur af skipum félagsins hækkað um 10 milljónir en útgjöld aftur á móti um 18,3 millj., en ef allur rekst- urinn væri tekinn en leiguskip- um sleppt þá kæmi enn óhag- stæðari útkoma. Gerði hann síð- an samanburð á gjöldum og tekj- um félagsins. Gjöldin á árinu 1951 námu samtals 65,6 milljón- um króna, en á árinu 1957 88,8 milljónum. Tekjurnar á ár- inu 1951 urðu 78,3 milljónir, en 91.6 milljónir á árinu 1957. Út- gjöldin hafa þannig hækkað á þessu tímabili um 232 milljónir, en tekjurnar um 13,3 milljónir. Stjórnarformaður kvað félags- stjórn og framkvæmdastjóra hafa verið ljóst um langan tíma, að breytingar þyrftu að fást á flutningsgjöldum félagsins. Hef- ur verið unnið sleitulaust að því að fá leiðréttingar á þessum mál- um og hefði smávegis leiðrétting fengizt á árinu 1957, en hún þó ekki á neinn hátt viðunandi fyrir félagið. Hann kvað reikninga félagsins sýna að tap hefði orðið á rekstri ársins 1957 liðiega 2 milljónir króna. En þessi fjárhæð er þó of lág, því við hana á að bæta út- svari 1,2 milljónum en sá gjalda- liður væri færður á varasjóð. Tapið hefur þannig raunverulega orðið 3,2 milljónir á árinu. Hann kvað afskriftir að vísu hafa farið fram að fjárhæð 6,7 milljónir. Það má þannig segja að Eim- skipafélagið hafi á árinu 1957 haft 3,5 milljónir upp í afskriftir. Taldi hann þessa afkomu félags- ins þó mun betri eri búast hefði mátt við, þegar athugaðar eru allar aðstæður og hin langvinnu verkföll. Hann kvað efnahag Eimskipa- félagsins nú mjög góðan, en skuldlaus eign félagsins nemur 50.6 millj. Eignir eru að sjálf- sögðu mun meiri og benti hann í því sambandi á að öll skip félagsins 8 að töiu væru aðeins bókfærð á 23,6 milljónir, og fast- eignir allar á 8,4 milljónir. Skuld- laus eign eftirlaunasjóðs nam um síðustu áramót liðiega 9 miiljón- um króna. Einar Baldvin Guðmundsson kvað mjög erfitt að segja um, hvaða áhrif lögin um útfiutnings sjóð o.fl. er nýlega hafa verið stað j fest, myndu hafa á alla efna- hagsafkomu og atvinnuþró- unina í landinu. Mjög erfitt hef- ur verið um gjaldeyri, en eitt helzta vandamálið, sem félagið hefur átt við að etja, hefur verið að fá yfirfærð útgjöld skipanna í erlendan gjaldeyri. Ura síðustu mánaðamót voru lausaskuidir Eimskipafélagsins erlendis vegna þessa um 13 millj. króna. Skuld- ir vegna Fjallfoss og Tungufoss 2,7 milljónir og svo nýju skipin tvö, sem áætiað er að bæði muni kosta 82,6 milljónir. Þessar fjár- hæðir nema samtals 98,3 milljón- ur. Verði innheimtur 55% gjald- eyrisskattur af þessari fjárhæð samkvæmt lögum um útflutnirigs sjóð nemur útgjaldaaukningin vegna þessara erlendu skuida hvorki meira né minna en 54 milljónum. Sagði stjórnarformað- ur að,Eimskipafélagið hefði snú- ið sér til Innflutningsskrifstof- unnar og vakið athygli á þessum staðreyndum. En að sjálfsögðu er öllum ijóst, að skapa verður Eimskipafélaginu eins og raunar öðrum atvinnufyrirtækjum hér á landi viðunandi starfsskilyrði. Ákvarðanir innflutningsskrifstof- unnar liggja ekki fyrir enn, en stjórnarformaður kvaðst ekki öðru trúa, en að þessum málum verði maett með fullum skiln- ingi. Varðandi síðustu tiðindi um uppsögn samninga Sjómanna- félags Reykjavíkur sagði stjórn- arformaður, að það væri vissu- lega von góðra manna að þau mál leystust þannig, að ekki þyrfti til vinnuíJtöðvunar að koma. Stjórnarformaður kvað stjórn Eimskipafélagsins hafa mikinn áhuga a aukningu hlutafjár félagsjns til útgáfu fríhlutabréfa, en láusn hefur ekki fengizt á þessu. Þá kvað hann hluthafa Eimskipafélagsins hafa borið mjög skarðan hlut frá borði og því legði félagsstjórnin nú til, að arður verði ákveðinn 10 af hundraði í stað 4% áður. Kvað hann félagsstjórn með þessu vilja sýna hluthöfum, að hún hafi skilning á máli þeirra. Stjórnar- formaður lauk máli sínu með því að ítreka það sem hann áður hafði sagt, að Eimskipafélagið þurfi jafnan að hafa aukningu skipastóls síns í huga, þannig að Eimskipafélag íslands geti rækt það hlutverk, sem því hefur verið fengið. Hann færði starfsmönn- um félagsins á sjó og landi alúð- arþakkir fyrir hin miklu og marg víslegu störf í þágu félagsins, flutti viðskiptamönnum innan- lands og utan þakkir þess fyrir velvilja, sem þeir hafi sýnt og kvað Eimskipafélagið leggja áherzlu á sem bezta samvinnu við þessa aðila, þeim og Eim- skipafélaginu til farsældar. Skýrsla félagsstjórnar var lögð fram á fundinum og verð- ur ýmissa atriða úr henni getið hér í blaðinu síðar. Þegar þetta er skrifað, hafði stjórnarformaður lokið máli sínu og lá þá næst fyrir að fjalla um reikninga félagsins. Soi'fonías Thorketsson ,,Sú mold er magni hland- in sem ma&ur fœddist at" Stutt samtal við Soffonías Thorkelsson SOFFONÍAS Thorkelsson fyrr- verandi verksmiðjueigandi í Winnipeg er nýkominn til lands- ins ásamt konu sinni frú Sigrúnu. Undirritaðiir hitti þau hjónin að máli ekki alls fyrir löngu og rabbaði við þau á víð og dreif. Verður fæst af því rakið hér, en er ég sagði SoffoiKÍasi að ég myndi birta eitthvað af því í Morgunblaðinu og ísafold (síðar- nefnda blaðið sagðist hann fá vestur) tók hann því vel, og gat hlýlega vinar síns Valtýs Stefánssonar ritstjóra. gömlu landana vestanhafs. „Þeim líður öllum vel, það bezt ég veit“, segir Soffonías. „En þeireru alltaf með hugann heima á gamla Fróni.“ Ég vík þá talinu að vestur íslenzku vikublöðunum Heims- kringlu og Lögbergi og læt í ljósi aðdáun mína á seiglu þeirra. Soffonías minnist þá blaðagrein- ar sem ég skrifaði eitt sinn um sameiningu beggja blaðanna í eitt, og segir „að það muni verða fyrr en síðar“, bætir við „en hins vegar eigum við enga efni- lega menn til þess að taka við af núverandi ritstjórum þegar þar að kemur“. Ég spyr hann um Þjóðræknis- félag íslendinga í Vesturheimi og segir hann það starfa af lífi og fjöri, svo sem raunar má sjá 4 hinu ágætatímaritiþess.Númunu Soffonias og annar maður til vera þeir einu á lífi af stofnendunum. • Soffonías segir mér undan og ofan af kynnum sínum af skáld- um og rithöfundum, svo sem Einari H. Kvaran, Káin, Sigurði Júlíusi Jóhannessyni og emkum spyr ég hann um Guttorm J. Guttormsson, sem enn ei á lífi og mjög ern, en þar sem fá.r lesendur eru ginkeyptir fyrir slíku rabbi er víst bezt að ljúka þessu greinarkorni með því &ð óska þeim hjönum alls góðs, og að dvölin hér verði þeim anægju- leg. Stefán Rafn. Soffonías, sem er 82 ára gam- all, er mjög ern, lítur út fyrir að vera 20 árum yngri, hann hefur dvalizt erlendis í 60 ár. og er nú búsettur vestur á Kyrra- hafsströnd, að Victoria í Van- cover B. C. og unir þar hag sínum vel. Soffonías er eins og kunnugt er Svarfdælingur, — þeir voru bræðrasynir hann og vestur- íslenzka skáldið Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, sem er látinn t'yrir fáum árum og sem undirritaður minntist hér í blaðinu á sinum tíma. „Þetta er fjórða ferðin mín heim og senniiega sú síðasta“, segir Soffonias og brosir. „Sú mold er magni biandin, sem mað ur fæddist af“, (Þ. Þ. Þ.). „Ann- ars höfum við hjónin enga áætl- un, það getur verið að ég dvetjist hér svo lengi að fólkið verði leitt á mér, nú, eða þá ég á fólk- inu, þó héfi ég hugsað mér að skreppa norður í land“. Já, þú ætlar náttúrlega að skoða skóg- arlundinn þinn, norður þar? „Já, mig hefði langað til þess, ef það er ekki allt á kafi í fönn“. Við skulum vona að hríslurnar þínar séu svo hévaxnar að þær standi upp úr. Ég spyr hann því næst um Rigningl Það hýrnaði yfir bændum um sunnanvert iandið í gær, því loks virtist aetla að fara að rigna. 1 fyrrinótt var dálítil rigning í sveit um fyrir austan Fjall, en hún náði þó ekki hingað t*l Reykjavík- ur, Laust eftir hádegi í gær var lítilsháttar úrkoma, þó ekki meiri en svo að bíeytti á steirii. Hér í Reykjavík hefur ekki komið diopi úr tofti síðan 18. maí, en þann dag var dálítil rigning stutta stund úr deginum. a w/ / / fjölritarar og efní 111 ljölritunar. EinkaumboS Finnbogi Kjnrtansson Austurstræti 12. — Sími 15544. Móðir okkar PETRA GIJÐMUNDSÐÓTTIR ljósmóðir frá Tungu í Nauteyrarhreppi, andaðist að Sólvangi, Hafnarfirði 6. þ.m. N Ásgeir, Jón, Guðmundur og Aðalstoinn. Móðir mín tengdamóðir og amma JÓHANNA ARNGRlMSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudagirtn 10. þ.m. kl. 1,30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem vildu minn- ast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Ásta Sigurðardóttir, Sveinn Öiafssoa, Uilý Karlsdóttir, Geir Halldórsson, Tfaeódóra Sveinsdóttir. Eiginkona mín KRISTlN JÖNASDÖTTIR verður jarðsungin frá Fríkirkjunni 9. þ.m. kl. 1,30. Jarð- sett verður í gamla kirkjugarðinum. Athöfninni í kirkj- unni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem minnast vilja hinnar látnu er hent á Dvalarheimili aldraða sjó- manna. Guðmundur Andrésson. Faðir minn HELGI GUÐMUNDSSON verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 10. þ.m. kl. 3 e.h. Jaröað verður í gamla kirkjugarðinum. Guðrún Helgadóttir. Útför eiginmanns míns HJARTAR JÓHANNSSONAR skipasmiðs, frá Bildudal, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. þ.m. kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Vilborg Sölvadóttir. Útför mannsins míns og föður okkar STEFÁNS BJARNASONAR skipaeftirlitsmanns/ fer fram frá ísafjarðarkirkju mánudaginn 9. júní kl. 2 e.h. Guðrúit Helgadóttir, dætur og tengdasynir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.