Morgunblaðið - 08.06.1958, Blaðsíða 1
24 síðuK
Landhelgismálið ræft á fundi
Eisenhowers og Macmillans
Fœreyingar ákveða 12
mílna landhelgi
Hansen styður jbd en vill samninga
KAUPMANNAHÖFN, 7. júní —
Færeyska lögþingið samþykkti í
gærkvöldi að færa landhelgina út
í 12 mílur frá 1. sept. n. k. Inn-
an þessara takmarka verða eng-
ar botnvörpuveiðar leyfðar.
Þetta var samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum nema at-
kvæðum Þjóðveldisflokksins,
sem krefst þess að landhelgin
verði vikkuð í 16 mílur.
H. C. Hansen forsætis- og ut-
anríkisráðherra Dana hefur lýst
yfir því, að hann álíti Færeyinga
hafa fulla heimild til að líta
svo á, að fiskveiðasamningurinn
við Breta sé fallinn úr gildi. Hins
vegar sé endanleg ákvörðun um
De Gaulle fer til Alsír
aftur innan mánaðar
Þrátt fyrir verkfall strætisvagnastjóra fá I.undúnabúar eigi
að síður tækifæri til að aka í strætisvögnum, já og meira að
segja ókeypis. Edward Martell hefur nefnilega í nafni „Þjóð-
fylkingarinnar til verndar írelsinu" tekið á leigu 50 tvílyfta
strætisvagna, og með þeim flytur hann fólk fvam og aftur
til City frá West End og útborgunum. Maðurinn sem er að
hjálpa konunni upp í vagnínn á myndinni hér að ofan er
hinn frægi „óði majór“, Christopher Draper. Það var hann
sem vakti athygli á sér fyrir nokkrum árum með því að
fljúga lítilli flugvél undir eina af brúnum yfir Xhames-ána.
PARÍS, 7. júní — Franska stjórn-
in kom í morgun til fundar í
París undir forsæti de Gaulle.
Var búizt við að forsætisráðherr-
ann mundi gefa stjórninni skýrslu
á þessum fundi um þriggja daga
ferðalag sitt um Alsír. Jafnframt
mun stjórnin sennilega ræða
undirbúning væntanlegs þjóðar-
atkvæðis, sem á að fara fram í
lok september. Verður þá gengið
til atkvæða um tillög'ur de
Gaulle til breytinga á stjórn-
skipunarlögunum. Annars er
búizt við, að gerðar verði ein-
hverjar breytingar á sjálfri
Nýja gjaldeyrisálagið eykur
úfgjöld Eimskips um
tugi milljóna króna
Frá aðalfundi félagsins i gær
SÍÐDEGIS í gær var haldinn hér
í Keykjavík aðalfundur Eimskipa
félags íslands. Er formaður
stjórnar félagsins Einar B. Guð-
mundsson hrl. fluttiskýrslustjórn
ar, gat hann þess m.a. að næsta
„Fossi“ félagsins myndi verða
hleypt af stokkunum innan fárra
daga. Er hann ræddi um afkomu
felagsins skýrði hann frá þvi að
á það hefði nú verið lagður 3
milljónir króna í stórcignaskatt.
Þeir sem þessi skattur hefði ver-
ið lagður á myndu leita til dóm-
stólanna um réttmæti hans. Varð-
andi reksturinn á siðastl. ári upp-
lýsti stjórnarformaður að tapið
hefði orðið um 3,2 milljónir. Eitt
helzta vandamálið sem við hefur
verið að etja á síðasta starfsári,
hefur verið að fá gjaldeyrisyfir-
færslur vegna skipasmíðanna og
utgjalda skipanna erlcndis. Varð-
andi áhrif hins nýja álags á gjald
eyri kvað stjórnarformaður það
mundu hafa í för með sér millj-
onatuga útgjaldaukningu fyrir
lelagið.
Aðalfundur Eimskipafélagsins
hófst kl. 1,30 síðdegis. Að þessu
sinn sáu Vestur-íslendingar,
hluthafar vestur í Ameríku, sér
ekki fært að senda hingað full-
trúa til að mæta á fundinum, en
með atkvæði Vestur-íslending
anna fóru þeir Gunnlaugur E.
Briem ráðuneytisstjóri og Hall-
grímur Fr. Hallgrímsson, aðal-
ræðismaður.
Á aðalfundinum var og við-
staddur Mr. David Summerfield
frá New York, en hann er fram-
kvæmdastjóri Thule Ship
Agency, sem annast alla fyrir-
greiðslu fyrir skip Eimskipafé-
Jagsins í New York.
Aðalfundurinn hófst með því,
að Einar B. Guðmundsson, hæsta
réttarmálaflutningsmaður for-
maður stjórnar félagsins setti
fundinn og bauð fundarmenn vel
komna til starfa. Hann til-
nefndi sem fundarstjóra Lárus
Jóhannesson hrl.
í upphafi máls síns minntist
Einar B. Guðmundsson J akobs
Karlssonar kaupmanns á Akur-
eyri, en hann var afgreiðslumað-
ur Eimskipafélagsins um 37 ára
skeið frá árinu 1915 til 1952. Risu
fundarmenn úr sætum í virðingar
skyni við hinn látna.
Þessu næst fór stjórnarfor-
maður að ræða skýrslu félags-
stjórnar. Fyrst gat hann um sölu
Brúarfoss, sem félagið seldi eftir
Einar B. Guðmnndsson
að hafa átt hann í 30 ár, en hann
mun hafa siglt samtals um 1
milljón sjómílna.
Þessu næst skýrði stjórnarfor-
maður frá skipasmíðum félags-
ins, en Eimskip á nú í smíðum
hjá Alborg Værft, tvö skip
með frystiútbúnaði en þau
verða hvort um sig 3500 d.w.
tonn og lestarrúm hvers skips
um 169 teningsfet. Kjölur að
fyrra skipinu var lagður 6.
ágúst 1957 og verður því hleypt
af stokkunum eftir örfáa daga,
sagði stjórnarformaður, væntan-
lega 11. þessa mánaðaf. Er þess
að vænta að þetta skip verði af-
hent Eimskipafélaginu í desem-
bei mánuði n.k. Síðara skipið a að
vera tilbúið síðast á árinu 1960.
Formaður gat þess að hér væri
, Framh. á bls. 23.
stjórninni og utanríkisþjónust-
unni.
Kvöldblaðið „France-Söir“ held
ur því fram, að de Gaulle muni
fara til Alsír aftur innan mánað-
ar, eftir að hann hefur tryggt
sér stuðning hersins og dregið úr
áhrifum öryggisnefndanna í
Alsír.
Það er haft eftir áreiðanlegum
heimildum í París, að de Gaulle
hafi fengið nýja orðsendingu frá
Macmillan forsætisráðh. Breta,
þar sem lagt er til að þeir hitt-
ist eins fljótt og auðið er, eftir
að Macmillan kemur heim frá
Washington, en þar mun hann
ræða heimsmálin við Eisenhower
forseta. í orðsendingunni á
Macmillan að hafa beðið de
Gaulle að ákveða stað og tíma
fundarins, jafnframt því sem
hann gaf í skyn að hann mundi
nota tækifærið til að segja
franska forsætisráðherranum frá
viðræðunUm við Eisenhower
vídd’ fiskveiðilögsögunnar ríkis-
mál, sem danska stjórnin verði
að ganga frá í samráði við land-
stjórn Færeyja. Hann kvað Dani
styðja 12 mílna landhelgi, en hér
yrði að fara samningaleiðina.
Yfirlýsing Breta til íslendinga
gefi góðar vonir um, að Færey-
ingar geti líka fengið réttláta
lausn á málinu með samningum.
Blaðið „Politiken" skýrir frá
því, að landhelgisdeilan og
vandamálin sem hún hefur skap-
að í samvinnu NATO-ríkjanna
verði til umræðu þegar þeir
Eisenhower Bandaríkjaforseti og
Macmillan forsætisráðh. Breta
hittast í næstu viku. Brezki
sendiherrann í Washington tjáði
Dulles utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, að hann harmaði
ákvörðun íslendinga. Sérfræð-
ingur utanríkisráðuneytisins um
málefni Norður-Evrópu, Ernest
Mayer, fer til Reykjavíkur 12.
júní. —Páll.
Adolf Hitler dæmd
ur fvrir stuld
«/
BONN, 7. júní — Fréttaritari
DPA-fréttastofunnar skýrir frá
því, að nú í vikunni hafi Adolf
nokkur Hitler fengið skilorðs-
bundinn dóm fyrir réttinum í
Höfðaborg fyrir að stela 80
sterlingspundum úr bæjarsjóðin-
um. Þjófurinn, sem er 23 ára,
heitir fullu nafni Adolf Hitler
von Rensburg. Hann hafði í
hyggju að taka þátt í stjórnmál-
um borgarinnar þegar hann var
afhjúpaður sem þjófur. Hann
lofaði bót og betrun í réttinum
og lýsti því yfir að hann mundi
borga upphæðina aftur. En blöð-
in í Suður-Afríku segja með
nokkrum létti, að skeið ''AdoIfs
Hitlers á stjórnmálabaráttunni
hafi verið stöðvað í tæka tíð.
Norskir útgerðarmenn
vilja svœðaráðstefnu
AALESUND, 7. júní — Knut
Vartdal, formaður sambands
norskra útgeröarmanna, segir í
„Sunnmörsposten", að hann sé
algerlega fylgjandi svæðaráð-
stefnu um fiskveiöilögsöguna.
Fiskveiðiþjóðirnar sem hlut eiga
að máli verða að koma saman
og ræða ástandið, segir hann.
Knut Vartdal kveðst vera mjög
eindreginn stuðningsmaður nú-
gildandi laga um landhelgina, en
sé ekki hægt að komast hjá að
ræða þetta vandamál, eigi fisk-
veiðiþjóðirnar að koma sér sam-
an um að banna botnvörupuveið-
ar á 12 mílna svæði undan strönd-
um, en hins vegar verði þær að
gera með sér samning um að
leyfa neta- og línuveiðar á sömu
svæðum og nú. Ef hægt væri aö
ná slíku samkomulagi, yrði það
til mikilla hagsbóta og þá væri
líka hugsanlegt að norskar fisk-
veiðar á höfum úti gætu haldið
áfram, sagði Vartdal.
Sýrlendingar á leið til
Líbanons stöðvaðir
TEL AVIV, 7. júní — Herflokkur
frá ísrael réðst í gærkvöldi á
60 manna vopnaðan hóp, sem var
á leið frá Sýrlandi til Líbanons.
Fór þessi hópur gegnum norðan-
vert ísrael. Af hópnum var einn
drepinn en 13 teknir til fanga,
samkvæmt tilkynningu herstjórn
er ísraels í Tel Aviv.
Það var lítil landamærasveit
frá ísrael sem rakst á flokkinn,
sem var á leið til landamæra
Líbanons frá Sýrlandi. Flokkarn-
ir skiptust á skotum og landa-
mærasveitinni tókst að hi-ekja
sýrlenzka flokkinn aftur yfir
landamæri Sýrlands, eftir að
hún hafði drepið einn mann, en
tekið fjóra til fanga. Þegar landa
mærasveitinni hafði borizt lið-
styrkur tók hún enn níu menn
úr sýrlenzka flokknum til fanga
eftir að gerð hafði verið nákvæm
leit á svæðinu.