Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 2
2 MORCVNfíT 4ÐIÐ Sunnudagur 22. júni 1958 Hio eina auðvald á íslandi er Samband ísl. samvinnufélaga Frá fundum Sjálfstæðismanna á Bildudal og Selfossi SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efndi tii tveggja landsmálafunda í gær — á Þingeyri og Patreks- firði, en fréttir af þeim liggja ekki fyrir, þar sem blaðið fer í prentun um miðjan dag á laug- ardögum. — í fyrrakvöld voru fundir á Bíidudal og Selfossi. Hafa borizt fréttir af Bíldudals fundinum og síðari hluta fund- arins á Selfossi, en frá framsögu ræðunum var sagt í blaðinu i gær. Framsögumenn á Bíldudal voru Ingóifur Jónsson aiþingis- maður, og Ari Kristinsson, sýSlu- maður. Ari setti fundinn í félags- heimilinu á staðnum og skipaði Ilalldór Helgason, framkvæmda- stjóra til að vera fundarstjóra. Landhelgin Ingólfur Jónsson sagði m. a. í upphafi ræðu sinnar: Sjálfstæðis menn telja nauðsynlegt að kynna sér ástand og atvinnuhætti sem víðast til þess að vera sem bszt færir um að gera sér grein fyrir, hver þörf er úrbóta á hverjum stað. Það er augljóst, þegar farið er um Vestfirði, að það er lífs- skilyrði fyrir kauptúnin þar að fá sem mestan sjávarafla og láta vinna úr aflanum í landi. Þess vegna má ætla, að Vest- firðingar fylgist af áhuga með landhelgismálunum. Sjálfstæðis menn hafa undanfarin 10 ár unn- ið að því að finna sem bezta lausn á þeim. Aðgerðir þær, sem þeir Ólafur Thors og Bja ni Benediktsson beittu sér fyrir og náðu hámarki 1952 með stækkun landhelginnar í 4 mílur og ákvörðun nýrra grunnlína, voru mikill sigur fyrr íslendinga. Nú hefur sjávarútvegsmálaráðherra fíert tillögu um stækkun fisk- veiðilandhelgi í 12 mílur an grunnlínubreytinga, en sú réð- stöfun er ekki fullnægjandi að áliti kunnugra manna. Jafnvel þótt samkomulag náist nú, er lokaáfanganum ekki náð. Sjálf- stæðisflokkurinn mur. vinna að farsælum aðgerðum 1 málinu í nútið og framtíð. Þá ræddi Ingólfur Jónsson efnahagsmálin ýtarlega — lýsli því, hvernig núverandi stjórnar- flokkar hafa glatað trausti þjóð- arinnar og rakti afleiðingar „bjargráðanna". M. a. sagði hann, að þeir, sem lægst eru launaðir, þyrftu að greiða a. m. k. 10% af launum sínum til þess að halda lífi í ríkisstjórninni. Loks vék Ingólfur að kjör- dæmamálinu og taldi, að óhiá- kvæmilegt væri að taka það upp. ef Islendingar vildu með sanni geta kallazt lýðræðisþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn og stéttirnar Ari Kristinsson, sýslumaður, ræddi í upphafi um, hverja nauð- syn ber til að allir fylgist sem bezt með í stjórnmálum. —. £f menn móta ekki sjálfir skipulag framtíðarinnar, verða aðrir til að gera það fyrir þá, sagði ræðu- maður, og þeim úrskurði verða allir að lúta, þótt þeir telji hann ranglátan og illþolandi. Ræðumaður ræddi siðan nokK uð um meginstefnur íslenzku stjórnmálaflokkanna, en vék að því loknu að síðustu Alþingis- kosningum. Ræddi hann um !of- orð núverandi stjórnarflokrca varðandi varnarmálin og efna- hagsmálin. Minnti hann á for- dæmingu komrnúnista á hræðslu bandalaginu fyrir kosningarnar og ummæli úr herbúðum þeirra um ólögmæti kjósendabrasks þess. Einnig minnti Ari á um- mæli Framsóknar- og Alþýðu flokksmanna um, að aldrei skyldi með kommúnistum unnið. Þá talaði Ari Kristinsson um ytarfsemi verkalýðsfélaganna og gagnrýndi harðiega, að Fram- sóknarmenn hafa lagt fram lið sitt til að reyna að efla gengi kommúnista innan þeirra. Hann sagði í lok ræðu sinnar, að Sjálf- stæðisflokkuirinn einn stefndi að því að sameina allar stéttir til átaka í þágu þjóðarheildarinnar. Fundarstjóri sleit síðan þess- um íjölsotta fundi með nokkrum orðum. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn sendi einn af höfuðleiðtogum sínum Framsögumenn á fundinum á Selfossi voru þeir Sigurður Ó. Ólafsson og Ólafur Thors. Ræður þeirra stóðu rúmlega 2 klst., en síðan tóku til máls Guðni Þor- steinsson, Kristján Guðmundsson og Jón Gunnlaugsson læknir. í hinm ýtarlegu framsöguræðu sinni hafði Sigurður Ó. Ólafsson rætt Ungverjalandsmálin og hið sama gerði Ólafur Thors. Bað hann fundarmenn að votta ’ninni hrjáðu ungversku þjóð djúpa virðingu og hjartanlega samúð og risu allir viðstaddir úr sætum. Guðni Þorsteinsson hóf mál sitt með því að segja, að Islendingar Sjálfstæðisflokknum. Aiuðvaldið er SÍS, sem nú er ríki í ríkinu, og því er stjórnað af fámennum hópi stjórnniálaleíðtoga og kaup- sýslumanna. Jón beindi í ræðulok*nokkrum fyrirspurnum til Ólafs Thors, sem hann svaraði í stuttri ræðu. Að lokum flutti fundarstjórinn, Gunnar Sigurðsson í Seljatungu, skorinorða ræðu, ávarpaði sér- staklega Ólaf Thors og þakkaði honum störf hans í þágu flokks og þjóðar. Sleit hann síðan fundi. rr Að tryggja velferð Móðarinnar” LONDON, 21. júní — í útsend- ingu Moskvuútvarpsins á ensku til N-Ameríku í nótt sagði m. a., að fólk í borgum og bæjum Ung- verjalands, lýsti nú yfir ánægju sinni með aftökur Nagys óg „sektarbræðra” hans. Sagði og, að hendur Nagys og annarra hinna líflátnu hefðu verið roðnar blóði saklausra Ungverja, sein þeir hefðu myrt eða látið myrða. fengju aldrei fullþakkað, að slík- I Nagy og félagar hans hefðu fram ið glæpi sína í nánum tengslum við erlenda heimsvaldasinna og þeir hefðu hlotið makleg mála- gjöld. Sagði ennfremur í frétta- sendingunni, að andúð Banda ríkjastjórnar á aftöku Ungverj- anna ætti rætur sínar að rekja til þess, að bandarískir leiðtog- ar þyrftu ekki að tryggja vel- ferð ungversku þjóðarinnar — og þeirra aðgerðir miðuðu að því að hefta útbreiðslu sósíalismans. ir atburðir sem í Ungverjalandi gerðust ekki meðal þeirra, en vék síðan að því, að aðeins Sjálf- stæðisflokkurinn hefði sent einn af höfuðleiðtogum sínum til að tala á útifundinum í Reykjavik fyrr um daginn, — mann, sem allir vissu, að flokkurinn stæði allur að baki, vara-formann flokksins, Bjarna Benediktsson. Hinir svokölluðu lýðræðisflokk- ar hefðu hins vegar engan af sínum aðalforystumönnum sent á fundinn. Væri það í samræmi við aðra framkomu þeirra að velja menn, sem þeir gætu afneitað, þegar þeim þætti henta. — Enn- fremur sagði Guðni, að ísland væri í vissum skilningi mesta flóttamannaiand álí r. „For- ysta“ Framsóknar hefði reynzt sveitunum slík, að fólkið hefði unnvörpum flúið til Reykjavíkur, — þar sem Sjálfstæðismenn ráða. Kristján Guðmundsson ræddi einnig Ungverjalandsmálið af hita og tilfinningu og lýsti fyrir mönnum Reykjavíkurfundinum, sem hann hafði sótt. Brýndi ræðu maður fyrir áheyrendum, hvers virði það frelsi er, sem við erum svo hamingjusamir að njóta. SÍS-auðvaldið á íslandi Jón Gunnlaugsson læknir vék að einstökum þáttum þjóðmálanna og minntist m. a. á, hversu ríka áherzlu andstæðingarnir leggja á að telja fólkinu trú um, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri fyrst og fremst flokkur eiginhagsmuna- og efnamanna. Ég hef ekki orðið þess var, sagði xæðumaður, og hef ég þó kynnzt miklum fjölda manna vegna starfa míns. Auð- valdið á fslandi í dag er ekki í I broddi skrúðgöngunnar gengu skátar og Fjallkonan. Þessi mynd er frá 17. júní-hátíðahöldunum á Akureyri. — Tveir Ungverjar og Þjóð- verji brufu 15 rúður í rússneska sendiráðinu Þegar enginn kom út hófu þeir grjófhríÖ í GÆRDAG var tveim Ungverj- um og einum Þjóðverja stefnt fyrir rétt hér í Reykjavík, en í fyrrakvöld handók lögreglan þá í Garðastræti, eftir að þeir höfðu með grjótkasti brotið 15 rúður í sendiráði Sovétríkjanna í Garða- stræti 33. Allir játuðu menn þess ir að hafa gert hríð að sendiráð- Norrœnt kristilegt mót yngri og eldri háskóla- borgara í Noregi í júlí Molde. Mót þetta verður undir- búið af kristilegu stúdentasam- tökunum (den Kristelige Student lagsbevegelse) í Noregi og ýms- um stuðningsmönnum þeirra. A mótinu tala ræðumenn frá nokkr um Norðurlandanna: frá Finn- landi kemur dr. theol. Erkki Kurki-Sunio, frá Noregi Ole Hallesby prófesor, Peder Olsen sjúkrahúslæknir, dr. theol. Frid- tjov Birkely, framkvæmdastjóri og Nils Skjæláen kristniboði. Mótið er einkum ætlað eldri há- skólaborgurum en yngri háskóla menn velkomnir, og er meðal ann ars stefnt að því að treysta bönd- in milli eldri og yngri kynslóð- arinnar, en megintilgangurinn er að sjálfsögðu boðun kristxndóms ins. Mótið verður haldið á einum fegursta stað Noregs, og er þvi tilvalið að sameina það og sum- arleyfisferð til Noregs. Að mótinu standa ýmsir máls metandi menn á Norðurlöndum og má m. a. nefna auk þeirra sem að ofan greinir Carl Fr. Wislölf rektor í Osló, Alfred Sunda! dr. med., prófessor í Bergen, Nygárd I NÝJ U hefti af „Veiðimannin- áhuga manna hér fyrir kastíþrótt ' Andersen sóknarprest í Hellerup, um“, riti stangaveiðimanna, er ínni. Býðst hann til að þeir fé- j Valborg Rokola rektor í Helsinki, DAGANA 24. til 29. júlí nk. verð ur haldið kristilegt mót í æsku- lýðsskólanum í Rauma nálægt Gunnar Viðar liasf o fræðingur bæj- arms Á FUNDI bæjarráðs, er haldinn var á íimmtudaginn sl., voru lagðar fram umsóknir um stai'f hagfræðings Reykjavíkurbæjar. Höfðu tveir sótt um embættið, Gunnar Viðar, fyrrum banka- stjóri og Guðmundur H. Garðars- son. Var samþykkt að ráða Gunn ar Viðar í stai’fið. Heimskunnir laxveiði- menn heimsœkja Island frá því skýrt að hingað til lands lagar sýni hér köst og svari spurn muni koma í sumar Joan Taran- , mgum, sem fram kynnu að verða tino heimsmeistari í flugukasti, bornar um þessa íþróttagrein. og formaður Alþjóða kastasam- Ennfremur er hann fús til að bandsins, Myron C. Gregory, að flytja erindi um hana, ef þess yrði óskað. Joan Torantino er afburða kast ari og fjölhæfur mjög. Á fyrsta alþjóðamóti stangaveiðimanna, sem haldið var í Briissel í sept. 1957, varð hann heimsmeistari i nafni. Blaðið segir heimsókn: m.a. um þessa í bréfi, sem M.C. Gregory rit- aði Albert Erlingssyni, formanni Kastblúbbs Stangaveiðimanna, j samanlögðum kastárangri. — segir hann að tilgangurinn með ! Lengsta tvíhendiskast hans var komu sinni hingað sé fyrst og 55,80 m. og lengsta einhendiskast fremst sá, að reyna að auka 49,40 m.“ Einar Lundby, lækni í Jevnaker og Jóhannes Ólafsson lækm fra íslandi, en hann starfar nú við norskt sjúkrahús. Væntanlegir þátttakendur í mótinu frá íslandi geta snúið sér til Ólafs Ólafs- sonar kristniboða, Ásvallagötu 13, Reykjavík. AKRANESI, 21. júní. — Allir Akranesbátar, sem ætla á síld- veiðar fyrir norðan eru farnir héðan, að undanskildum fjórum. sem fara næstu daga. — Oddur. inu og að yfirlögðu ráði. Fyrir réttinum skýrðu þeir frá því, að þeir hefðu að loknum útifundinum mikla á Lækjar- torgi ákveðið að heimsækja sendi ráð Sovétríkjanna. Þeir hafi svo farið í bíó, en að sýningu lok- inni hafi þeir farið vestur í Garða stræti. Á leiðinni hafi þeir týnt upp af götunni smásteina. Fyrir uta'n húsið kváðust þelr hafa kallað á rússnesku til starfs fólks sendiráðsins að koma út. Því hafi ekki verið sinnt. Þá hafi þeir hafið grjóthríðina á húsið, með fyrrgreindum afleiðingum. Er þeir höfðu brotið 15 rúður skarst lögreglan í leikinn, en hún hafði haldið vörð við sendi. ráðið í Túngötu, sem er bústaður sendiherrans. Voru mennirnir hafðir í haldi í „Steininum" í fyrrinótt, en yfirheyrslan fór fram í bæjarþingsalnum. Annar Ungverjanna skýrði frá þvi fyrir réttinum, að Rússar heíðu drepið móður hans og sjálf ui kvaðst hann hafa setið í fanga búðum hjá þeim, — og svo nú morðið á Nagy og félögum hans. Hann kvað nokkrar rúður ekki mikið á við þetta og þau 28000 hús sem lögð hefðu verið í rústir í Ungverjalandi. Hinn Ungverjinn er rétt um tvítugt og kvaðst hafa átt jafn- mikinn þátt í grjótkastinu og landi hans og Þjóðverjinn. Hér hefði verið um að ræða saman- tekin ráð þeirra þriggja og hefðu þar ekki aðrir átt hlut að. Þegar þetta er skrifað var Þjóðverjinn að koma fyrir rétt- inn. Hann kvaðst gera sér fylli- lega Ijóst hvað umVæri að ræða, Hann sýndi réttinum rússnesk skjöl, er sýndu að hann hafði einnig verið í rússneskum fanga búðum, en honum hafði tekizt að strjúka. Þessir menn eiga allir heima hér í Reykjavík. Vísifalan 193 slig KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. júní s.l., og reyndist hún vera 193 stig. Hinn 1. maí var framfærsluvisi- talan 192 stig. JAKARTA, 21. júní. — Indónesíu stjórn skýrir svo frá, að nú hafi hersveitir hennar króað upp. reisnarmenn á N-Celebes svo rækilega af, að þeir eigi ekki einu sinni undankomuleið á sjó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.