Morgunblaðið - 22.06.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. júní 1958
monnrisbraðið
Sr. Jóhann Hannesson:
Hinn Heilagi og hib heilaga
Hor ft heim að „Mekku Norðmanna" á Snorrahátíðinni miklu
er Noregur færði íslandi að gjöf styttu Snorra.
Norrœnu blaðamennirnir
skoðuðu Borgarfjörðinn
Leiðinleg aðkoma i Reykholti
NORRÆNU blaðamennirnir fóru
á íimmtud. um Borgarfjörðinn,
eftir að hafa skoðað Sements-
verksmiðju ríkisins á Akranesi.
Var ferðin í alla staði vel heppn-
uð, þó segja verði að heimsókmn
í Reykholt, hafi nokkuð dregið
úr þeirri gleði, sem ríkti í röð-
um íslenzkra blaðamanna, sem
voru í för þessari með gestum
sinum.
Dr. Jón Vestdal tók á móti
’ gestunum í SementsverKsm iðj-
unni. Síðan fylgdi hann hópnum
um verksmiðjuna, sem nú er tek
in að framleiða sementsgjall í
stórum stíl. í hádegisveizlu, sem
verksmiðjustjórnin bauð blaða-
mönnum til, sagði dr. Jón Vest-
dal frá því, að hinar dönsku se-
mentsvélaverksmiðjur hefðu lof-
að 250 tonn sementsgjalls-fram
leiðslu á sólarhring. En nú er
framleiðslan komin upp í 290
tonn, sagði verksmiðjustjórinn.
Við teljum okkur hafa ástæðu til
að ætla að hægt verði að komast
upp yfir 300 tonna framleiðslu.
Kvaðst dr. Jón Vestdal vilja
vekja athygli hinna erlendu
gesta á því, að við byggingu verk
smiðjunnar hefðu unnið í samein
ingu danskir og íslenzkir sér-
fræðingar og bygging hennar
væri gott fordæmi að norrænni
samvinnu á sviði stóriðju.
E. Norén frá Noregi þakkaði
fyrir hönd gestanna og kvað það
hverjum ljóst, sem til íslands
kæmi og sæi þessa miklu verk-
smiðju, hve mikilvægu hlutverki
hún hefði að gegna á ókomnum
árum við uppbyggingu hins
„nýja íslands".
Frá Akranesi var svo ekið upp
í Reykholt. Ófært var talið, að
fara um byggðir Borgarfjarðar
án þess að koma þar við. Hafði
mótstjórnin haft samband við
ráðamenn staðarins um hvort
það væri unnt og var ekkert tal-
ið því til fyrirstöðu.
Sólskin var í Reykholti, er hóp
urinn kom þangað. Einum hinna
sænsku blaðmanna varð að orði,
ér hópurinn stóð á hlaðinu: Þá
erum við komnir til Mekka Norð-
manna þar sem bær Snorra stóð.
— Hinir íslenzku kollegar hans
voru aftur á móti ekki eins hrifn-
ir af komunni þangað. Á hlaðinu
blasti við hópnum niðurníddur*
sógustaður. Umhverfið kringum
styttu höfundar Heimskringiu,
var að sama skapi ömurlegt,
lítill gróður, engin umhirða.
Einn Islendinganna sagði, að
þetta væri líkast því að koma til
Narsassúak. Síðan var geng-
ið að laug Snorra. Ekki tók þar
betra við. Á botni laugarinnar
lágu t.d. sæigætisumbúðir, hvít-
ar buxnatölur og peningar. ____
Góngin voru ófær, því þar var
öklaleðja.
Blaðamennirnir tóku margar
myndir af „Mekku Norðmanna-*.
Enginn staðarmanna var heima,
utan síðskeggjaður níræður öld-
UllRUl.
Ráðgert hafði verið að viðdvöl-
in í Reykholti yrði nokkur, en
hún var styttri en ætlað var — af
eðlilegum orsökum. Einn ísl.
blaðmannanna sagði að i beinu
framhaldi af heimsókninni til
þessa sögustaðar þjóðarinnar
ætti að sýna Jiinum norrænu
kollegum „Handritasafnsbygg-
inguna“.
Það voru þöglir og hljóðir
menn, sem héldu frá þessum
sögustað.
Kvöldverður var snæddur í
Bifröst gistihúsi SÍS, í boði Sam-
bandsins. Buðu Benedikt Grön-
dal alþingismaður og sr. Guðm.
Sveinsson skólastjóri, gestina vel
komna á hlaðinu, en þar blöktu
x'ánar Norðurlandanna.
Létu gestirnir 1 ljós mikla
hrifningu af þessu sumarhóteli.
Hópurinn ók svo niður á Akra-
nes en þar beið Akraborg, er
flutti fólkið í hinu bezta veðri
yfir Flóann til Reykjavíkur.
„HEILAGUR, heilagur, heilag'-
ur er Drottinn allsherjar". Þann
ig hefjast í mörgum löndum
guðsþjónustur kristinna manna.
Og fyrir þúsundum ára hljóm-
uðu þessi sömu orð í musteri
ísraelsmanna og það er trú krist-
inna manna að þessi* orð hljómi
einnig í hinum mikla lofsöng á
himnum.
Til þess að eitthvað teljist
heilagt í augum kristinna manna,
verður það að vera í sambandi
við Guð, annaðhvort frá honum
komið eða vígt honum, útvalið
handa honum, gefið honum. Sá,
sem engin samskipti hefir við
Guð og telur að hann þiggi ekki
neitt úr hans hendi og gefur Guði
heldur aldrei neitt, verður fram-
andi gestur í ríki hins Heilaga.
Allt helgimál verður honum
óskiljanleg tunga og trúin hulinn
heimur og lokaður Þannig fer
veraldarhyggjan með fjölda
manns nú á dögum.
En heilagur er Guð, heilagt er
Þjóðhátíðin
á Seyðisfirði
SEYÐISFIRÐI, 19. júní. — 17.
júnx hátíðahöldin á Seyðisfiiði
fói-u fram með mestu prýði. Kl.
13,30 hófst skrúðganga bai-na með
fána. Var gengið til kirkju og
messaði séra Erlendur Sigmunds
son sóknarprestur. Kl. 15 var
samkoma á handboltavellinum.
Baldur Böðvarsson setti sam-
komuna og stjórnaði henni. Lýð-
veldisræðu flutti Sigurður Vil-
hjálmsson. Valgeir Sigurðsson
flutti frumsamin kvæði, en
Bj.örgvin Jónsson alþm. minn;
Seyðisfjarðar. Fimleikaflokkur
undir stjórn Björns Jónssonar
lögregluþjóns, hélt sýningu. Slysa
varnadeild kvenna annaðist veit-
ingasölu. Um kvöldið var dansað.
— B.
Kennararnir fyrlr utan Sjöfartsmuseet í Gautaborsr.
ís/enzkir kennarar i Sviþjóð
GAUTABORG. — Nokkrir af
þeim kennurum, sem brautskráð-
ust úr Kennaraskólanum í vor,
eru nú á ferðalagi um Noreg,
Svíþjóð og Danmörku.
í Noregi voru þeir í átta daga
og skoðuðu meðal annars höfuð-
borgina. Þá flugu þeir til Bergen
og tóku bíl þaðan yfir fjöllin til
Lillehammai'.
Eftir það lögðu þeir leið sína
til Svíþjóðar, nánar tiltekið til
Kungálv, sem er skammt fyrir
utan Gautaborg. Einn af kennur-
unum, Þórólfur Friðgeirsson,
frá Stöðvarfirði, hafði fyrir fimm
árum verið þar á iýðskóla á veg-
um Norræna félagsins og þekkti
því vel til allra staðhátta þar.
Fyi'ir velvild ráðsmannsins í
skólanum, Felix Nymans, fengu
þeir að búa og borða í skólanum
fyrir sáralítið gjald. Ennfremur
var Felix þeim góður leiðsögu-
maður í ferðinm. Var hann að
sýna þeim Sjöfartsmuseet er eg
hitti þá snöggvast að máli og
innti frétta úr ferðinni. Létu þeir
mjög vel af ferðinni og sögðu að
hér væru þeir búnir að líta inn
í barnaskóla og hlusta á kennslu.
Ein af dömunum í hópnum var
mjög miður sín yfir því að nem-
endurnir í þessum umrædda
barnaskóla hefðu ekki haft hug-
mynd um hvernig íslenzki fán-
inn var. „Við bættum auðvitað
úr því“, sagði Pálína Snorradótt-
ir, og brosti.
Særstæður hópur
Mér fannst þetta að mörgu
leyti sérstæður hópur af Islend-
ingum að vera. Hér er nefnilega
mjög sjaldgæft að sjá íslend-
inga skoða söfn og merka staði
— verzlanirnar hafa í flestum til-
fellum meira aðdráttarafl, svo að
maður tali nú ekki um skemmti-
staðina.
Kolfinna Bjarnadóttir, sem er
Framhald á bls. 18.
hans orð, heilög er náð hans og
kærleikur og þessi leyndardóm-
ur breytist ekki þótt fáfræði
manna um hinn Heilaga færist
í aukána. Heilagt er einnig það,
sem fram er borið fyrir trú á
hann, bænin, sem beint er til
Drottins, sakramentin, þar sem
Guð gefur sjálfan sig bæði með
orði sínu, anda og þeim efnum,
sem hann helgar. Heilög er
fórnin, sem Guði er færð með
grandvöru lífi og góðum verkum.
Heilagur er dagurinn og stundin,
sem varið er til þess að vera með
Guði. Heilagt er einnig hús það,
sem honum er vigt og heilagur
er sá söfnuður, sem trúir á Guð
og tilbiður hann.
Sál mannsins og hinn Heilagi
Menn hafa á visindaiegan hátt
leitazt við að gera sér grein fyrir
því, sem í sálinni gerist þegar
hún verður vör við áhrif fxá hin-
um Heilaga. Grtinileg dæmi má
finna í Biblíunm. Þegar Jesaia
spámaður hafði séð dýrð Drott-
ins í helgidóminum, sagði hann:
Vei mér, það er úti um mig, því
að ég er maður með óhreinar
varir og bý meðal fólks, sem
hefir óhreinar vanr — því að
augu mín hafa litið Drottinn,
konung hersveitanna. Tilfinning-
in fyrir eigin smæð og fyrir óum-
ræðilegu veldi Guðs brýzt fram
í vitundinni og sérkennilegur
ótti virðist grípa um sig. Þannig
segir Jakob, er hann vaknar eftir
drauminn um stigann, sem náði
til himna: Hversu hræðilegur er
þessi staður — Hér er vissulega
Guðs hús og hér er hlið himins-
ins!
En þessi hrolivekjandi óttatil-
finning er aldrei ein á ferð þegar
um samband við hinn Heilaga er
að ræða. Önnur tilfinning verður
yfirsterkari, það er aðdráttarafl
hins Heilaga. Maðurinn vill ekki
fyrir nokkurn mun missa sam-
band við hann, ef hann hefír eitt
sinn mætt honum. En það sér-
kennir allan annan ótta að maður
vill forðast það eða þann, sem
óttanum veldur.
Návistin við hinn Heilaga skap
ar í vitundinni vissu um að hann
er hið eina, sem er upp haíið yfir
þennan heim, yfir breytinguna,
eyðinguna, hégómann, dauðann
og tortíminguna. Hann er hið
eina ljós, sem aldrei slokknar,
hinn eini, sem aldrei deyr, hin
eina’ lind, sem getur gefið og
varðveitt líf. Þessi vitneskja veld
ur því að margir, sem eru frá-
snúnir Guðs vilja í lífi sínu og
verkum, vilja þó aldrei að fullu
segja skilið við hann, án þess að
vita þó af hverju þeir hugsa
þannig.
Þráin til að færa fórn
Hinn Heilagi skapar með nær-
veru sinni þrá hjá mannmum til
að hafast eitthvað að, gera eitt-
hvað fyrir Guð. Þessi prá verður
þeim mun sterkari sem menn
hafa komizt nær hinum Heilaga.
Hér er ég, send mig, segir Jesaia
spámaður. Ég hef dirfst að tala
við Drottin, þótt ég sé aðeins
duft og aska, segir Abraham, þeg
ar hann biður Guð að láta eyð-
inguna ekki dynja yfir áódómu
og Gómmorru. Eftir drauminn
tók Jakob steininn, sem hann
hafði haft undir höfðinu og
reisti hann upp til merkis og
hellti olíu yfir hann. Það var
hans förn í það sinn. Þótt heið-
ingjarnir þekki ekkj hinn eina
sanna Guð, þá er þráin til að
færa fórnir afar sterk í brjóstum
þeirra. Þráin til þess að gera
eitthvað fyrir Guð birtist einnig
í Passíusálmunum er Hallgrímur
segir:
Ó Jesús, gef þinn anda mér
allt svo verði til dýrðar þér
uppteiknað, sungið, sagt og téð
síðar þess aðrir njóti með.
Það er aðeins hinn kristni mað-
ur, sem getur skilið að engin
fórn dugar nema sú, sem er áður
af Guði þegin, það er að segja
maðurinn verður að gefast Guði
til þess að sambandið við hinn
Heilaga verði eðlilegt. Aðrar
gjafir kunna að vera góðar og
bera vott um mikla trú og mik-
inn kærleika, en fullnægja þó
ekkí ef hið bezta, sem maðurmn
á, er ekki gefið Guði.
Fáum vér menn nokkru ráöið um
hið heilaga?
Það mætti alveg eins vel spyrja
hvort það standi í voru vaidi
að framleiða sólskinið. En eins
og vér getum lokað oss inni i
húsum svo að sólin skíni ekki
á oss, þannig getum vér einnig
dregið oss undan áhrifum ninnar
heilögu náðar. líins vegar er það
svo að þegar'vér menn viljum
helga eitthvað — gera eitthvað
gott — láta það vera upphafið
yfir tímann, dauðann og breyting
una, þá blasa við ótal örðugleik-
ar. Sterk öfl halda aftur af oss,
binda oss við tímann, hégómann,
breytileikann og spillinguna. Jafn
vel hið dýrmætasta sem vér eig-
um, börnin og aðra ástvini, stend
ur ekkiívoru valdi að helga nema
að svo miklu leyti sem það verð-
ur gert með því að leiða þau inn
í helgidóm Guðs (það er í heii-
agri skírn og með uppfræðslu í
hinu heilaga Guðs orði). Oft geng
ur þetta mjög illa, vegna þess 'að
hið heilaga er orðið framandi í
þeim heimi, sem vér liíum í. Eins
og Jesaia höfum vér sjálfir óhrein
ar varirogbúum meðal fólks, sem
hefir óhreinar varir og yfirleitt
stafa frá oss mciri vanheigandi
en helgandi áhrif. Enginn, sem
hefir komizt í námunda við hinn
Heilaga kemst hjá þvi að finna
til syndar sinnar, smæðar og getu
leysis þegar um er að ræða þjón-
ustu í þágu hins Heilaga.
Hvílíka afturför hér er um að
ræða getum vér bezt fundið með
því að virða fyrir oss almenna
notkun helgidaganna. Hjá mörg-
um virðist þar ekkert eftir vera
nema nafnið tómt, en margir
helgir dagar vanhelgaðir virk-
um dögum fremur.
Úr helgimálinu hafa menn tek-
ið að láni orðasambönd og segja
að sumir helgi sig vísindum eða
listum. Þar með er átt við að
þeir einbeiti vilja og starfsorku
að þessum menningargreinum.
En allur þorri manna helgar sig
þessum heimi, einbeitir sér að
honum og lokar sig úti frá hin-
um Heilaga og ríki hans. Þai
kemur um síðir að menn geia
ekki snúið við þótt þeir vilji.
Menn geta ekki, í orðsins trúar-
legu merkingu, þjónað tveim
herrum jafnvel ekki þeir, sem á
margt leggja gjörva hönd.
En einbeitingin vísar leið að
vissu marki. Leitið og þér mun-
uð finna, knýið á og fyrir yður
mun upp lokið verða segir Jesús.
Að vísu finna menn ekki alltaí,
þegar þeir leita, leiðina til hins
Heilaga. Þeir eru ef til vill óþol-
inmóðir og vilja nota trúna sem
neyðarklukku á nættustund, en
sjaidan eða aldrei ella. Og svo
á hinn Heilagi að vera viðbúinn
að svara neyðarkalli þegar þeim
þóknast að hringja. Það gerir
Guð að vísú stundum, en oft
þegir hann og svarar engu þegar
hans er leitað á þann veg. Það
er ekki óttinn — eins og hann
getur gripið menn á styrjaldar-
tímum — sem leiðir til Guðs.
Slíkur ótti er aðeins fráhrind-
andi og honum fylgir ekkert
aðdráttarafl. En það er hin ein-
íæga leit að hinum Heilaga. —
sem er vegurinn, sannleikurinn
og lífið — það er þessi leit sem
býr manninn undir þá mikiu
stund að mæta hinum Heilaga.
Johann iiaiinesson.